Færsluflokkur: Bloggar
11.12.2018 | 14:20
Fallegar súkkulaði trufflur með lakkrís - uppskrift
Þessar trufflur eru hreint lostæti og mætti líkja þeim við hráfæðisútgáfu af þrist. Allir sem hafa smakkað trúa ekki að þær séu hollar og sykurlausar! Ég útbjó eins konar álfaduft úr náttúrulegum innihaldsefnum eins og jarðaberjum, túrmerik, matcha te og ekki skal gleyma 100% lakkrís dufti sem tekur trufflurnar á næsta stig.
Trufflurnar er gott að eiga til að narta í yfir hátíðirnar og einnig gera þær fallegt konfekt til að gefa! Ég mæli með að geyma trufflurnar í kæli, þar sem þær endast í u.þ.b. viku, og þú getur auðveldlega nælt þér í eina og eina trufflu!
Ekta súkkulaði trufflur með lakkrís
Uppskrift gefur 35-40 trufflur, fer eftir stærð
Súkkulaði trufflurnar:
1 bolli (130 gr) möndlur
1 ¼ bolli (150 gr) mjúkar döðlur
1/8 tsk vanilluduft eða 1 tsk vanilludropar
salt á hnífsoddi
smá vatn
-
1/4 bolli (40 gr) kakó
rétt undir ¼ bolla (60 gr) kakósmjör
Marsipan lakkrísinn:
1/4 bolli afhýddar möndlur (ég notaði frá Rapunzel)
1 ½ msk hlynsíróp
1/8 tsk vanilluduft eða ¼ tsk vanilludropar
1 tsk hreint lakkrís duft (t.d gróft duft frá Lakrids by Johan Bülow sem fæst í epal)
10 klípur himalaya salt eða í kringum 1 tsk
¼ tsk activated charcoal powder (valfjálst að nota þar sem þetta bætir bara svarta litinn)
Súkkulaðihjúpur:
75% dökkt súkkulaði sætað með kókospálmasykri eða annað náttúrulegt súkkulaði (t.d frá vivani)
Álfaduft:
pistasíur, túrmerik og sítrónubörkur
frostþurrkuð jarðaber
pistasíuhnetur og matcha duft
100% fínt lakkrís duft (t.d fínt frá Lakrids by Johan Bülow sem fæst í Epal)
kókosmjöl eða kókoshveiti
hraun útgáfa með kakónibbum
Kvöldið áður:
Ef þið kaupið afhýddar möndlur fyrir lakkrísinn er óþarfi að leggja þær í bleyti. Ef þið finnið ekki afhýddar möndlur má leggja venjulegar möndlur í bleyti í 5-8 klst eða yfir nóttu, og taka hýðið síðan af þeim. Sjá hér hvernig hýðið er tekið af þeim.
1. Byrjið á að leggja kakósmjör í vatnsbað svo það sé klárt fyrir trufflurnar
2. Útbúið lakkrísinn með því að mala afhýddu möndlurnar í blandara eða kaffikvörn í afar fínt mjöl. Bætið við restinni af hráefnum og vinnið þar til blandan myndar deigáferð. Setjið í skál og geymið í kæli á meðan þið útbúið súkkulaðitrufflurnar.
3. Fyrir súkkulaði trufflurnar má byrja á að mala möndlur í afar fínt mjöl fyrst, svipað og gert var með lakkrísnum. Bætið þá döðlum, vanillu og salti þar til silkimjúkt og kekkjalaust deig myndast. Bætið útí örlitlu vatni ef þið þurfið, c.a 1-2 msk. Kakó og brætt kakósmjör er næst bætt útí og hrært örlítið. Geymið í skál og kælið aðeins.
4. Takið næst 1 tsk af súkkulaðideiginu og þekjið út flatt í lófa, myndið litla kúlu af lakkrísdeiginu (c.a ¼ tsk að stærð) og setjið ofaná súkkulaðideigið, rúllið upp og leggið til hliðar. Kælið í c.a. klst eða yfir nóttu.
5. Bræðið súkkulaði og gerið duftin ykkar klár ef þið notið þau.
6. Leggið bökunarpappír á eldhúsborðið. Hafið brædda súkkulaðið til hliðar og duft í skálum. Dýfið súkkulaði trufflunni í súkkulaðið, veiðið uppúr með skeið og rúllið uppúr því dufti sem þið viljið. Leggið á bakka með hreinum bökunarpappír og setjið það síðan í kæli eða frysti. Kælið í amk 1-2 klst áður en borið er fram!
Vilt þú taka heilsuna með trompi í janúar? Yfir 200 einstaklingar hafa hvatt sykurstríðið með Frískari og Orkumeiri á 30 dögum námskeiðinu á þessu ári! Árangurinn hefur verið ótrúlega flottur hjá þátttakendum og mun ég að taka námskeiðið á næsta stig með komandi ári og uppfæra kennslur, fróðleik og bæta við myndböndum! Þú getur tryggt þér pláss í dag á lægra verði og byrjað í janúar!
Gleðilega hátíð elsku vinir.
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2018 | 10:25
Dásamlegur vegan jólaís - uppskrift
Ef þú elskar ís þá er þessi póstur fyrir þig!
Sjálf hef ég mikla ástríðu fyrir ís og ísgerð og hef leitað lengi að hinum fullkomna vegan ís (sem þyrfti auðvitað að hafa sykurmagnið í lágmarki) og í gegnum árin hef ég keypt mér þó nokkrar uppskriftabækur og gert ýmsar tilraunir.
Eftir ótal tilraunir deili ég með ykkur, að mínu mati, hinum fullkomna vegan ís. Ég nota kókosmjólk í hann og hlynsíróp, sem gefur milt bragð og fer mun betur í meltinguna en t.d. agave. Fyrir mitt leyti er agave algjört eitur og ég fæ magaverk undir eins og sama gildir um gervisætur.
Hinn fullkomni vegan ís
Ísinn
1 kæld kókosdós (sjá athugasemdir)
1/4 bolli hlynsíróp
1/2 tsk örvarrót (arrowroot) eða 1 tsk maísterkja (sjá athugasemdir)
1 tsk vanilludropar
1/4 tsk vanilluduft (sjá athugasemdir)
Súkkulaðisósa, heit eða köld
2 msk kakóduft
4 msk kókospálmanektar/hlynsíróp
2-4 dropar stevia
2 msk kókosolía, brædd í vatnsbaði og 1 msk vatn
salt eftir smekk
Gott með ísnum:
- Myntusúkkulaði t.d. frá Green&Blacks organic og hindber
- Lakkrísduft
- Salt karamella. Notið þá karamellu sósu frá snickers köku í uppskriftabók Lifðu til fulls og bætið við með súkkulaðispænum og söxuðum möndlum. Þetta er hreint lostæti
- Klassíska heita súkkulaðisósu og jarðaber
- Súkkulaðisósa og mórber
- Hvítt súkkulaði og rabbari
Kvöldið áður: kælið kókosmjólkina og ef þið eigið ísvél kælið þá ílátið
1. Hrærið öll innihaldsefnin saman í blandara og vinnið þar til silkimjúkt. Smakkið til og bætið meiri vanillu við ef þið viljið meira vanillubragð en hlynsíróp ef þið viljið ísinn sætari.
2. Ef þið notið ísvél má setja ísblönduna í ísvélina samkvæmt leiðbeiningum vélarinnar og láta vinna í kringum 20 mín. Þegar ísinn er klár er hann settur í stál frystibox eins og brauðform.
3. Takið ísinn út og leyfið að standa við stofuhita í 5-10 mín áður en þið berið hann fram.
4. Ef þið eigið ekki ísvél má setja ísinn í stálílát (sjá athugasemdir) og frysta. Fyrir bestu niðurstöður og rjómkenndan ís má taka ísinn úr frysti og hræra í honum í forminu og setja aftur í frysti. Þetta er gert á klukkustundarfresti næstu 4-6 tíma. Þetta hleypir lofti að ísnum sem hjálpar til við að gera hann rjómkenndan.
5. Berið fram eins og ykkur þykir best og leyfið hugmyndafluginu að ráða. Til að gera súkkulaðisósuna setjið þá hráefnin í blandara og vinnið á lágri stillingu þar til silkimjúkt. Bragðið og bætið við sætu eftir þörfum. Hitið upp í potti eða notið sem kalda sósu.
Athugasemdir vegna ísgerðar:
- Mér finnst gott að nota kókosmjólk frá Coop þar sem hún er alltaf silkimjúk. Kókosrjómi virkar einnig vel.
- Eftir smá rannsókn og prófun komst ég að því að besta ílátið að nota til að frysta ísinn eru stálílát og hef ég notað gamalt brauðform sem hefur dugað vel. Plast og glerílát virka illa og hafa áhrif á hvernig áferðin verður á ísnum.
- Ég nota þessa ísvél hér sem ég keypti frá USA og nota straumbreytir sem kostaði álíka mikið og ísvélin.
- Örvarótin (arrowroot) fæst í versluninni Bændur í bænum á Grensásvegi. Mér þykir örvarótin mikilvæg til að halda ísnum saman og þykkja. Einnig má nota maíssterkju sem fæst í Bónus og Nettó sem dæmi.
- Í staðinn fyrir vanilluduftið má nota meira af vanilludropum en vanilluduftið gefur gott bragð og litlar svartar doppur í ísinn sem bættir útlitið á ísnum.
Ég vona virkilega að uppskriftin komi að góðum notum og óska ykkur gleðilegrar hátíðar!
Ef þú vilt fá fleiri girnilegar hátíðaruppskriftir getur þú kynnt þér ,,Orka og vellíðan yfir jól" jólaáætlunina sem er á framlengdu tilboði í örfáa daga í viðbót!
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2018 | 10:16
Einföld ,,Mindful eating aðferð sem kemur í veg fyrir jólakílóin
Við könnumst flest við að borða aðeins of mikið yfir jólahátíðina. Þetta einfalda ráð sem ég ætla að deila með þér í dag gæti verið lausnin til að fyrirbyggja ofát og sleppa þannig við aukakílóin og slenið sem því fylgir.
Til að koma okkur úr vítahring ofáts langar mig að deila með þér hugtakinu ,,mindful eating eða ,,meðvitað át en það snýr að því að virkja öll skilningarvit okkar þegar við borðum matinn. Í stað þess að borða á hlaupum, í flýti eða með sjónvarpskjá eða síma fyrir framan okkur erum við í núinu og einbeitum okkur að því hvernig maturinn smakkast, hvernig bragð og áferð hann hefur og hvaða tilfinningar fylgja því að borða.
Ef við erum ekki nægilega meðvituð þegar við borðum nær meltingin ekki sambandi við heilann til þess að segja okkur að við séum södd. Ekki bætir úr þegar við borðum í flýti enda sýna rannsóknir að það tekur meltinguna allt að 20 til 30 mínútur að senda skilaboð til heilans um að við séum raunverulega södd (sjá hér og hér). Með því að nýta okkur meðvitað át getum við notið matarins mun betur auk þess sem við gefum líkamanum tækifæri til að segja okkur hvenær við erum södd.
Hér eru nokkrar leiðir sem þú getur byrjað að nota fyrir meðvitað át:
- Finndu lyktina af matnum. Er hún góð, hlýleg, hvaða lykt getur þú tilgreint?
- Upplifðu lyktina af matnum og lýstu því sem þú finnur lykt af.
- Byrjaðu á að bíta hægt í matinn og byrjaðu svo að tyggja. Taktu eftir því að tungan ræður því hvoru megin í munninum þú tyggur. Færðu alla athyglina að munninum og taktu nokkra bita. Stoppaðu svo og finndu hvað gerist. Það sem gerist er undantekningarlaust mikil upplifun af bragði. Hvernig er upplifunin, er þetta súrt, sætt eða safaríkt?
- Taktu eftir áferðinni frá matnum. Þegar þú heldur áfram að tyggja, breytist bragðið? Á vissum tímapunkti munt þú einungis finna fyrir áferð á matnum því að bragðið hefur að mestu horfið.
- Leggðu hnífapörin niður á milli hverra 5 bita eða svo og andaðu að þér.
- Ekki kyngja strax. Staldraðu við í óþolinmæðinni og meðfæddu hvötinni að kyngja. Taktu þá eftir hvað gerist þegar þú flytur matinn yfir á staðinn þar sem honum mun verða kyngt. Þegar þú finnur hvötina til að kyngja, fylgdu henni niður að maganum, finndu fyrir öllum líkamanum og finndu að líkaminn þinn er núna einum bita þyngri.
Meðvitað át er ákveðin hugarvinna sem getur tekið smá tíma að tileinka sér. Vertu þolinmóð/ur ef það reynist erfitt fyrst um sinn því ávinningarnir eru þess virði og með tíma verða þeir eðlislægir þér. Meðvitað át hefur sannarlega hjálpað mér að njóta matarins enn betur, öðlast betri meltingu og borða aðeins þar til ég er södd, en ekki að springa.
Ef þú vilt fá uppskriftir og fleiri einföld ráð til að auka orkuna getur þú skráð þig á ókeypis fyrirlestur ,,3 skref að frískari og orkumeiri líkama.
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2018 | 10:59
Konur og ketó
Ég verð bara að segja þér nokkuð um ketó mataræðið,
Þetta er eitthvað sem ég trúi að muni breyta hugmyndum þínum um ketó kúrinn og er þetta einmitt ástæða þess að vinkona mín sá ekki árangur á mataræðinu eins og vinur hennar gerði.
Hvað er ketó mataræði til að byrja með...
Ketó mataræðið hefur hlotið mikla umfjöllun undanfarið. Mataræðið er hátt í fitu og próteini en er einstaklega lágt í kolvetnum og þar á meðal ávöxtum. Föstur, eða að borða innan ákveðins tímaramma er gjarnan tekið með ketó mataræðinu. Hugmyndafræði ketó er að með þessu mataræði samhliða föstum getum við komið líkamanum í svokallað ketósis ástand þar sem hann brennir meira en áður.
Hvernig er ketó mataræðið öðruvísi fyrir konur og karla?
Til að fyrirbyggja allan misskilning vil ég nefna það strax að ég er ekki að mæla á móti ketó mataræðinu fyrir allar konur.
En ein ástæða þess að erfiðara getur verið að ná árangri á ketó mataræðinu fyrir konur en karla er tengd flókinni hormónastarfsemi kvenna. Á meðan karlar fara í gegnum sama hormónaferlið daglega sveiflast hormón kvenna til og frá m.a. vegna tíðahrings kvenna og kynhormónsins estrógen.
Ketó mataræðið getur haft áhrif á hormón kvenna
Estrógen hormónið er í hámarki þegar konur fá egglos (en fellur niður á breytingaskeiðinu). Þegar við aukum fituna í mataræðinu um 5% eða meira (eins og gert er í ketó kúrnum) þá getur estrógen magnið í líkamanum aukist um 12% og það sama á við um andrógen hormónið hjá konum eftir tíðahvörf (sjá hér). Við þessa aukningu á estrógeni getur skapast ójafnvægi í líkamanum sem hefur neikvæð áhrif á ýmsa þætti s.s. hjarta- og æðakerfið, brennslu, skapbreytingar, svefn og taugakerfi. Kolvetnasnautt mataræði getur einnig haft neikvæð áhrif þegar egglos á sér stað og estrógen þ.a.l. í hámarki.
Skjaldkirtillinn er líka sérstaklega viðkvæmur fyrir skorti á næringu og föstum og sýna rannsóknir að föstur, eins og í ketó mataræðinu, geta valdið lækkun á skjaldkirtilshormónum (T3) (sjá hér og hér) og aukningu á kortisól, streituhormóninu (vegna þess að líkaminn upplifir föstur sem ógn).
Ef við búum nú þegar yfir mikilli streitu getur kortisól hindrað fitubrennslu í ketó mataræðinu þar sem orkunni er umbreytt í glúkósa fremur en að nýtast í fitubrennslu.
Í stuttu máli
Konur sem eru búnar að fara í gegnum breytingaskeiðið (eða eru á breytingaskeiðinu), glíma við hormónaójafnvægi (þ.á.m. latan skjaldkirtil) eða eru undir mikilli streitu ættu því að fara varlega í ketó mataræðið og æskilegt væri að vinna úr hormónaójafnvæginu áður en farið er á mataræði eins og ketó. ,,Mikilvægt er að hlusta á líkamann á meðan á ketó kúrnum stendur og passa að vera ekki of stífur segir Leanne, höfundur bókarinnar The Keto diet.
Ketó er kúr sem mun alls ekki hæfa öllum (eins og allir sérhæfðir kúrar) og mikilvægt er að hafa í huga að hlusta alltaf á líkama sinn. Við sjáum árangur í langvarandi lausnum og mataræði sem við endumst í. Öll erum við einstök og mikilvægt er að finna hvað hentar okkur, njóta matarins sem við borðum og passa uppá heilbrigða hugsun gagnvart mataræði og vera ekki of ströng við okkur.
Mitt persónulega álit er að ég myndi aldrei velja mér beikon fram yfir banana, ég elska ávexti einfaldlega of mikið og er ekki tilbúin að fara aftur í strangt mataræði eða telja kaloríur.
Vakti greinin áhuga þinn?
Ef svo er máttu deila með vinum á facebook og sérstaklega ef þú átt vinkonu sem er á ketó mataræðinu eða er að spá í því.
Nýlega opnaði ég fyrir Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðið mitt sem gefur raunhæfa lausn og mataræði sem stuðlar að meiri orku, bættri brennslu og vellíðan. Mataræðið er hreint og bragðgott. Vegna vinsælda höfum við opnað fyrir fyrirlesturinn ,,3 skref að frískari og orkumeiri líkama en þar er hægt að fá uppskriftir og einföld ráð til að auka orkuna sem og nánari upplýsingar um námskeiðið.
Heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2018 | 21:32
Við erum 6 ára! Vinsælustu uppskriftir og blogg!
Við erum 6 ára!
Í tilefni afmælismánaðar Lifðu til fulls deili ég með þér 6 vinsælustu uppskriftum og bloggfærslum okkar tíma og sérstöku afmælistilboði á uppskriftabókinni Lifðu til fulls!
Ef þú átt eftir að næla þér í eintak af uppskriftabókinni mæli ég með að gera svo núna enda takmarkað magn eftir! Þar færðu yfir 100 ómótstæðilegar uppskriftir sem henta hvaða tilefni sem er!
Ég og við hjá Lifðu til fulls teyminu erum ótrúlega þakklát fyrir samfylgdina og stuðninginn síðstu ár, en hann hefur verið ómetanlegur og værum við ekki ennþá starfandi væri það ekki fyrir ykkur.
Vonum við að þú getir fagnað með okkur í dag og takir með þér í leiðinni dúndurgóðar uppskriftir og ráð eftir lesturinn!
6 uppskriftir sem slegist er yfir
1. Kókosjógúrt með jarðaberjum og banana
Jógúrtið sem ég geri á hverjum sunnudegi fyrir kallinn minn. Uppskriftin tekur 15 mínútur og gefur 5 girnileg jógúrt sem endast þér út vikuna. Það er vægast sagt hægt að segja að maðurinn minn sé dekraður.
2. Chia grautur með himneksum chai kókosrjóma
Chai krydd eru sérstaklega bólgueyðandi og þessi uppskrift tekur chia grautinn á næsta stig.
3. Jólakonfekt
Hver elskar ekki smá konfekt? Þessir marsipan molar eru algjört eftirlæti hjá mér.
4. Súkkulaðikúlur á innan við 4 mín
Einföldu súkkulaðikúlurnar mínar verða aldrei þreyttar. Fullkomin lausn á sykurlöngun.
5. Vanillu- og myntudraumur
Þessi drykkur er sannur draumur.
6. Orkurík millimál
Orkuríkara millimál gerist það ekki. Kíktu yfir sniðugar lausnir til að hafa með þér í vinunni! Hér finnur þú 7 uppskrifir frá mér.
6 vinsælustu blogg okkar tíma
1. Hrátt spínat og skaldkirtill þinn
Hér deildi ég með persónulegri reynslu á því að öðlast latan skjaldkirtil og hvað hægt er að gera til að vinna úr því. Greinin fékk yfir 2400 facebook likes og því hægt að segja að hún sló aldeilis í gegn.
2. Sunnudags matarskipulagið mitt og uppskriftir
Það er alveg greinilegt að einfalt matarskipulag er vinsælt. Hér deildi ég því sem ég geri á sunnudögum til að flýta fyrir í vikunni.
3. Hvað á að borða fyrir þyngdartap
Grænt salat eða græn duft eru eitt það næringarríkasta sem við getum fengið okkur. Hér deildi ég með ykkur afhverju grænt er svona mikilvægt sem og góðri uppskrift.
4. 7 einfaldir hlutir sem slá á sykurlöngun
Ef þú glímir við sykurlöngun, lestu þetta...
5. Bestu vítamínin eftir fertugt
Vítamín eru mikilvægari eftir því sem við eldumst, kíktu yfir bloggið og sjáðu hvort þú sért að taka öll þessi.
6. Fæðutegundir sem hjálpa þér að brenna burtu bumbuna
Þessar fæðutegundir eiga flest okkar til heima og örva brennsluna.
Heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2018 | 19:14
Orkulaus og nærð ekki að léttast? Þetta gætu verið ástæðurnar
Við konur eigum því miður auðveldara með að geyma fitu en karlar vegna hormónsins oestrogen og áhrifum þess á líkamann. Það minnkar getu okkar til að brenna fitu eftir máltíð, sem leiðir af sér að meiri fita sest á líkamann og þá gjarnan á kviðinn.
Síðustu daga hef ég verið að ræða við þær konur sem eru skráðar í Nýtt líf og Ný þú þjálfunina sem hófst í síðustu viku en margar af þeim upplifa sig strand og fastar í vítahring þreytu, aukakílóa og orkuleysis og vita ekki hvernig þær eiga að koma sér af stað. Þær ætla alltaf að byrja á morgun en svo verður ekkert úr því. Er þetta eitthvað sem þú kannast við?
Ég hef tekið eftir ákveðnu mynstri og deili hér með ykkur 5 algengum ástæðum þess að konur ná ekki árangri og standa í stað með heilsuna og þyngd!
1. Þú ert föst í vítahring skammtímalausna
Að fara í átak í stuttan tíma getur verið freistandi en endar það nokkurn tímann sem langtímalífsstíll?
Vandamálið liggur í hugarfarinu og undirmeðvitund okkar sem stýrir 90% af því sem við gerum. Undirmeðvitundin leitast ávallt eftir því að endurtaka gamla farið óháð því hvort við viljum það eða ekki. Þetta þýðir að ef við höfum vanið okkur á að fara í átök eða kúra sem hafa endastöð eftir ákveðinn tíma er ekki óeðlilegt að byrja og gefast svo upp.
Að fara í átak eða kúr veldur því einnig að enn meiri fitusöfnun verður að hverju sinni samkvæmt Albert Einstein College of Medicine.
Ef þetta ert þú gætir þú upplifað: Mynstur sem hefur haldið þér í sama farinu síðastliðin ár, þegar árangur næst eða álag kemur, gefstu upp á þínum markmiðum og rútínan fer í rugl.
Mörg okkar halda því fram að með breyttum lífsstíl megum við aldrei aftur borða það sem okkur þykir gott. Það er stór misskilningur en heilbrigður lífsstíll gæti ekki verið ólíkari, enda snýr hann frekar að því að njóta matarins og finna það jafnvægi sem gefur okkur bæði árangur og lífshamingju. Boð eða bönn virka ekki!
Til þess að koma þér úr vítahring skammtímalausna þarf að setja hugann við varanlegan árangur, sem er eitthvað sem þú gerir í upphafi Nýtt líf og Ný þú þjálfunar með öflugri hugarvinnu.
2. Óhreinn ristill
Grunnurinn að góðri heilsu er heilbrigð þarmaflóra.
Ristillinn þinn virkar sem fráveitukerfi líkamans og með vanrækslu á honum breytist hann í geymslustað fyrir eiturefni og starfsemi hans skerðist. Þá leysir ristillinn frekar eiturefni út í blóðrásina sem hefur áhrif á heilastarfsemi, taugakerfi, líffæri og skjaldkirtilinn. Þegar þessir hlutir eru undir neikvæðum áhrifum hefur það einnig neikvæð áhrif á orku þína.
Ristillinn tengist því einnig hvort við nýtum þá næringu sem við fáum frá fæðu og bætiefnum eða ekki. Ef ristillinn er uppfullur af eiturefnum þá nýtast næringarefnin verr sem leiðir til næringarskorts þrátt fyrir að verið sé að neyta næringarefnanna!
Aftur á móti þegar ristillinn er hreinn og við sitt besta þá upplifum við okkur heilsuhraustar, orkumiklar og við ljómum að innan sem utan.
Ef þetta ert þú gætir þú upplifað: Færri en 2-3 á klósettferðir á dag, uppþembu, orkuleysi, slappleika, depurð, vanlíðan og fleira. Taktu stutt hreinsunarpróf hér til að sjá hvort þú þurfir á hreinsun að halda eða ekki.
Áhrifaríkasta leiðin til að koma koma þarmaflórunni í eðlilegt ástand er með blíðlegri hreinsun með alvöru mat (ekki aðeins með söfum en slíkt getur haft slæm áhrif á nýrnahettur og skjaldkirtil).
Alltaf þegar ég fer í gegnum hreinsun líður mér eins og nýrri manneskju og finnst mér engin önnur tilfinning vera henni lík.
Eftir 2 vikur hefst einmitt þriggja vikna hreinsun í Nýtt líf og Ný þú þjálfun en í hreinsuninni er borðaður dásamlegur matur (sem allir á heimilinu getað notið). Ávinningurinn er meðal annars minni verkir, aukin orka, léttari líkami um allt að 3-10 kíló (bara á þessum 3 vikum og þau kíló koma ekki aftur!), bættur svefn, minnkun á hitakófum, bætt kólesterólstig og margt fleira!
3. Skaðleg fæða
Vissir þú að allt að 75% einstaklinga eru með fæðuóþol eða viðkvæmni án þess að vita af því?
Þetta sýnir rannsókn frá Dr. Natasha McBride og Dr. Mercola. Einnig hefur Dr. Mark Hyman (höfundur The Ultra Mind Soulution) fundið tengsl á milli líkamskvilla, andlegrar depurðar og óþekkts fæðuóþols.
Fæðuóþol getur komið fram með tímanum og árunum samkv. Doktor Elizabeth W.
Fæðuóþol er gjarnan undirliggjandi og getur með tímanum valdið ójafnvægi í líkamanum eins og þyngdaraukningu, orkuleysi og liðverkjum. Því er mikilvægt að vera vör um þegar líkaminn tekur slíkum breytingum (sem gjarnan gerist hjá konum á fertugsaldri og uppúr) og gera þá breytingar samhliða þeim í mataræði og lífsstíl.
Ef þetta ert þú gætir þú upplifað: Reglulega uppþembu, vindgang, niðurgang, harðlífi, stöðuga svengd, liðverki, orkuleysi, líkamskvilla, astma, exemi, höfuðverk, þyngdaraukningu, þyngdarstöðnun, verki í vöðvum og liðum, þróttleysi og skjaldkirtilsvandamál.
Eitthvað sem þú gerir með Nýtt líf og Ný þú þjálfun er að finna þær fæðutegundir sem geta verið skaðlegar þínum líkama og orsaka orkuleysi, þyngdaraukningu, heilsukvilla, verki o.s.frv. og á móti fundið hvaða fæða það er sem gefur þér orku, vellíðan og léttari líkama með lífsstíl sem þú viðheldur. Konur hafa meira segja fundið út fæðu sem styður við heilbrigðan skjalkirtil og hjálpað til að minnka svitakóf sem fylgja breytingaskeiði.
4. Streita
Stöðug og lúmsk streita leggur grunn að flestum vandamálum tengdum heilsu í dag.
Stresshormón eins og kortisól orsaka þyngdaraukningu og fitusöfnun, og þá sérstaklega um kviðinn. Streita í lifrinni, hvort sem það sé frá ytri kringumstæðum, fæðutegundum, yo-yo þyngdartaps eða sykri er nátengd hormónaójafnvægi, þyngdaraukningu, svefntruflunum, orkuleysis og vanupptöku næringarefna.
Ef þetta ert þú gætir þú upplifað: Kviðfitu, bólgur, sykurlöngun, bauga, erfiðleika með að róa taugakerfið, svefntruflanir, yfirþyrmd við minnsta áreiti, samskiptaerfiðleikar, meltingartruflanir o.fl.
Streitulosandi atriði, regluleg hreyfing, minni sykur og koffín og að losa líkamann við fæðutegundir sem eru honum skaðlegar eru nauðsynleg atriði í að viðhalda jafnvægi líkamans sem gerir okkur kleift að takast betur á við streitu í daglegu lífi.
Hugarfar, streita og mataræði helst í hendur til að geta skapað varanlegan lífsstíll og viðhaldið líkamanum upp á sitt besta.
5. Vanvirkur skjaldkirtill
Einn af hverjum fimm einstaklingum eftir fertugt glímir við sjaldkirtilsvandamál. Algengast er þá vanvirkur skjaldkirtill og er það ein ástæða þess að konur eftir fertugt eiga erfitt með þyngdartap og glíma við orkuleysi. Láttu því athuga skjaldkirtilinn hjá lækni og ekki óttast ef upp kemur að þú glímir við vandamál í skjaldkirtlinum. Þrátt fyrir að gen spili hlutverk í því er margt til ráða með mataræði og lífsstílsbreytingum enda mataræðið talið 50% orsök fyrir lötum eða vanvirkum skjaldkirtli.
Ef þetta ert þú gætir þú upplifað: Orkuleysi, þróttleysi, þreytu, verki í vöðvum og liðum, sinadráttur, óþol gagnvart kulda, höfuðverkur og tíðatruflanir. Þurra og föla húð, þunnar neglur og hár.
Bætiefni, fæðutegundir og rétt hreyfing sem hluti af mínum lífsstíl hefur hjálpað mér að vinna upp heilsu skjaldkirtils og halda honum í heilbrigðu ástandi. Ég lærði margt sem gæti hjálpað þér en á sama tíma eru mismunandi hlutir sem hjálpa hverjum og einum.
Vilt þú kveðja gamla farið og skapa breyttan lífsstíl?
Rannsóknir sýna að með stuðningi erum við 80% líklegri til þess að ná varanlegum árangri.
Svo ef þig hefur langað að breyta um lífsstíl og öðlast varanlegt þyngdartap, orku og allsherjar bætta heilsu er þinn tími núna því þú getur tryggt þér eitt af síðustu plássunum í Nýtt líf og Ný þú þjálfun sem var að hefjast og verður ekki aftur fyrr en eftir ár!
Skrefin í þjálfun eru þau sem hafa komið mér og yfir hundruðum öðrum að óskaþyngdinni, FULL af orku, hreysti og vellíðan. Ef greinin höfðar til þín smelltu þá hér til að fá sendan 1 dags matseðil og innkaupalista úr Nýtt líf og Ný þú þjálfun ókeypis og í framhaldi tækifæri að tala við mig um þína heilsu og þjálfun!
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2018 | 08:37
Ertu að brenna út? 3 skref sem setja heilsuna aftur í forgang
Hæhæ!
Líður þér eins og aldrei gefist tími til að hugsa um þig og að þú hangir aftast í forgangsröðinni?
Finnst þér stundum eins og heilsan hangi á bláþræði?
Glímir þú við steitu?
..Ef svo er, eru góðar líkur á því að þú sért að keyra þig út eða að heilsan sé nú þegar komin í þrot.
Að keyra okkur út með yfirvinnu, streitu og svefnleysi og huga að öllu öðru en heilsunni er orðið algengara en nokkru sinni fyrr. Að keyra okkur út (eða "burnout" eins og það er kallað á ensku) veldur oftar en ekki heilsubrestum og getur tekið langan tíma að vinna upp góða heilsu á ný. Margir enda á að þurfa að taka vinnuleyfi og getur það hreinlega endað í algjörri tilfinningalegri uppgjöf.
Við konur erum í sérstökum áhættuhópi, en rannsóknir hafa sýnt að konur eru mun næmari fyrir áhrifum streitu. Flestir sem eru á leið með að keyra sig út átta sig þó ekki á því fyrr en eftirá, þegar of seint er að fyrirbyggja afleiðingarnar.
Flestir sem keyra sig út vita upp á sig sökina, ef ekki er einfaldlega hægt að fá svarið með því að spurja hvort viðkomandi telji sig setja heilsuna í forgang eða ekki.
Eftirfarandi eru einkenni þess að þú sért að keyra þig út...
- síþreyta
- lægri kynhvöt
- slæm melting
- þreyta
- hárlos
- óreglulegar blæðingar
- svefnleysi
- andlegt ójafnvægi
- þunglyndi
- þyngdaraukning
- bakverkir
- of hár blóðþrýstingur
- liðverkir
3 ráð til að setja heilsuna í forgang
Hvíld
Hafðu hvíld í forgangi. Að hvíla sig þýðir ekki aðeins svefn. Það er líka mikilvægt að taka sér frí frá tækjum, símanum og tölvunni, dreifa huganum með því að lesa bók eða fara í göngutúr. Hvíld getur líka þýtt það að sinna áhugamáli eða hitta vinkonu í kaffi!
Passaðu síðan uppá svefninn, forðastu að borða rétt fyrir svefn og takmarkaðu raftækjanotkun í nokkrar klukkustundir áður en þú ferð upp í rúm og reyndu eftir fremsta megni að fara að sofa á svipuðum tíma alla daga til að rugla ekki líkamsklukkuna. Rútína getur skapað innra jafnvægi fyrir líka,ann og rannsóknir sýna að það geti dregið úr depurð.
Mataræði
Gott mataræði, sem hentar þér og í réttum hlutföllum hefur gríðarleg áhrif á andlegu og líkamlegu heilsu okkar. Morgunmaturinn sem þú borðar hefur tvímælalaust áhrif á það hvernig dagurinn þinn spilast út! Ef við erum svöng eða illa nærð/ur erum við líklegri til að hafa stuttan þráð, finna fyrir einbeitingarskort og vanlíðan.
Álagstímabil og óregla í mataræði orsakar bólgur (e. innflammation) sem getur leitt af sér hinum ýmsu heilsukvilla ef ekki er gripið til ráða. Fyrir þær konur sem koma til mín á námskeið eftir að hafa farið í gegnum gríðarleg streitutímabil eða burnout er það fyrsta sem ég ráðlegg þeim að hefja milda og áhrifaríka hreinsun með mat. Þetta vekur upp alla lífærastarfsemi og þar á meðan brennsluna, slekkur á sykurlöngun og kemur á allsherjarjafnvægi á líkamann. Þetta hjálpar einnig við að skapa góða rútínu og undibýr líkamann fyrir lífsstílsbreytingu sem endist.
Hugarfar og skipulag
Að halda streitu í skefjum er gríðarlega mikilvægt þegar kemur að því að fyrirbyggja og vinna sig úr ofkeyrslu. Þar spilar hugarfar stórt hlutverk enda getur maður verið sjálfum sér verstur þegar kemur að streitu og lítil skref eins og 2 mín öndunaræfingar eða þakklæti yfir daginn getur dregið verulega úr streitunni. Gott og einfalt skipulag á mataræði og hreyfingu munar einnig öllu þegar fyrstu skrefin eru tekin í að skapa rútínu sem hentar þér.
Taktu eftir því hvenær streita kemur helst upp hjá þér og settu þér ámininngu (t.d frá símanum) sem minnir þig á að taka 2 mín í öndunaræfingum á þeim tíma.
Að finna nýtt jafnvægi
Lausnin sem hefur vænlegasta árangurinn til lengri tíma er að skapa þér nýtt jafnvægi á milli þess að sinna heilsunni og daglegum skyldum. Þá er mikilvægt að vinna ekki einungis úr mataræðinu heldur einnig hugarfari, streitulosun og hreyfingunni enda helst þetta allt í heldur.
Til að geta gefið af okkur er mikilvægt að sinna okkur sjálfum fyrst.
Lítil skref eru lykilatriði ef þú vilt ná að halda út breytingu, ekki að umturna öllu yfir nóttu! Á ókeypis fyrirlestrinum sem ég hélt í gær, deildi ég "5 sannreyndum skrefum í því að auka orkuna, léttast náttúruleg (þá á ég við án töfrapillu eða sveltun) og fylla líkaman vellíðan - í lífsstíl sem þú endist í!"
Vegna vinsælda verður fyrirlesturinn áfram í boði og hægt er að skrá sig ókeypis HÉR! Ég mæli með að þú skráir þig sem fyrst enda síðast komust færri að en vildu.
Færðu aðgang að ráðum og þeim nákvæmu skrefum sem hafa hjálpað hundruðum að aukinni orku, kjörþyngd og að líða 10 árum yngri!
Þeir sem mæta fá eins dags matseðil og hreinsunarpróf!
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi
Bloggar | Breytt 28.8.2018 kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2018 | 15:06
5 óvæntar fæðutegundir sem losa þig við bólgur og bjúg
Uppþemba og bjúgur er svo sannarlega ekki eitthvað sem maður vill finna fyrir dagsdaglega, en því miður er það ótrúlega algengt! Sérstaklega eftir sumarið eða frí.
Bólgur og bjúgur geta haft aukaverkanir eins og þyngdaraukningu, síþreytu og króníska verki eða aukningu á verkjum. Það sem gæti þó komið á óvart er að bólgur og bjúgur eru talin einn helsti orsakavaldur margra sjúkdóma og kvilla eins og sykursýkis, blóðþrýstingsvandamála og liðagigt.
Hér eru 5 fæðutegundir sem draga úr bólgum og bjúg, þú gætir jafnvel átt eitthvað af þeim nú þegar til í ísskápnum!
Brokkólí
Flestir þekkja Brokkolí en það er í mismiklu uppáhaldi hjá fólki. Brokkólí hefur bara of marga kosti til að sleppa því. Það er ein besta uppspretta andoxunarefnisins súlfórafan sem hefur öflug bólgueyðandi áhrif. Brokkolí hefur gjarnan verið talin ofurfæða enda er það stútfullt af A, C, E, K vítamínum, B-vítamín og fólinsýru.
Hægt er að frysta brokkólí og nota í búst eða drykki. Brokkolí má borða hrátt, gufusoðið, bætt útí salöt, núðlurétti eða súpur.
Ber
Það eru gleðifréttir að berin séu bólgueyðandi ekki satt? Sæt og ljúffeng og allskonar möguleikar í boði! Þar á meðal hindber, brómber, bláber og jarðaber. Íslensku berin eru alltaf dásamleg og um að gera að nýta sér þau á haustin. Ber innihalda andoxunarefni, C-vítamín, anthocyanin og glútaþíon sem öll hafa bólgueyðandi eiginleika.
Ber eru auðvitað góð ein og sér, útí búst eða morgunverðarskálina.
Hempfræ
Það eru ekki allir sem þekkja hempfræin, en þau eru þess virði að kynna sér því þau eru ótrúlega holl og mild á bragðið. Þau eru rík af próteini, omega 3, 6 og GLA (Gamma-Linolenic acid) sem er einstaklega bólgueyðandi sem hefur góð áhrif á vöðva, liði og hitastig líkamans (því mjög gott fyrir konur með fyrirtíðarspennu eða þá sem glíma við gigt). GLA er einnig frábært fyrir þá sem glíma við of háan blóðþrýsting. Hempfræin eru talin geta bætt meltingu, dregið úr sykurlöngun og aukið orkuna.
Hempfræjunum má bæta útí búst, dreifa yfir salöt eða morgunmatinn.
Lax og hnetur
Holl fita er nauðsynleg og mjög mikilvægt að hafa jafnvægi á inntöku hennar. Við höfum gott aðgengi að góðum lax og öðrum feitum fisk hér á Íslandi og um að gera að nýta okkur hann. Lax og hnetur eru sérlega ríkar af Omega-3 fitusýrum sem og próteinum sem hjálpa að draga úr bólgum og hafa góð áhrif á heilastarfsemi og meltingu! Laxinn er einnig mjög ríkur af B12 sem er nauðsynlegt fyrir orku.
Nú er góður tími til að skella lax á grillið og nýta sér alla kostina sem hann býður uppá. Hnetur eru tilvalið snarl og halda blóðsykri í jafnvægi og sykurlöngun í skefjum.
Laukur og hvítlaukur
Matreiðsla væri frekar bragðlaus án þessara tveggja! Hvítlaukur hefur lengi verið þekktur fyrir að hafa góð áhrif á ónæmiskerfið og draga úr bólgum og bjúg. Laukurinn hefur hreinsandi eiginleika og inniheldur quercetin, öflugt andoxunarefni sem dregur úr bólgum og bólgumyndum.
Möguleikarnir eru endalausir þegar kemur að lauk og hvítlauk, enda henta þessar tvær fæðutegundir í nánast alla grænmetis- eða fisk rétti, hægt er að gera allskonar dásamlegar dressingar úr hvítlauk og bæta lauknum útí salöt.
Byrjaðu haustið með breyttum lífsstíl - Ókeypis fyrirlestur 22.ágúst kl.20:30
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2018 | 13:46
5 orkugefandi millimál til að taka með í vinnuna eða hafa í töskunni
-
Ferð þú stundum í búðina í leit að einhverju fljótlegu, horfir yfir öll þessi orkustykki og veltir fyrir þér hvað væri best að velja?
Það eru ótal kostir í boði og ég skil vel að það sé ruglandi enda hefur sykur svo ótal mörg mismunandi nöfn og því oft á tíðum ómögulegt að sjá í flýti hvað er besti kosturinn.
Hér eru 5 góð millimál sem auka orkuna og eru í alvörunni án sykurs. Ekki skemmir fyrir að þau slá á sykurlöngun samstundis!
-
Rauðrófusnakk
Ef þú hefur ekki prófað rauðrófusnakk mæli ég heldur betur með því og það er ótrúlega ávanabindandi! Ekki í orðsins fyllstu merkingu eins og sykur - það er bara svo gott. Það er ekkert síðra að fá sér það eitt og sér en þegar þú hefur tíma er æðislegt að prófa það með guacamole (avókadó dýfu). Svo má hafa það með kvöldmatnum ef það passar. Rauðrófur eru taldar vera ein helsta hormónafæðan og ríkar af C vítamínum, trefjum og magnesíum. Rauðrófusnakkið fæst frá DeRit í Nettó.
-
Þurrkað mangó
Allir mangóelskendur ættu að prófa þurrkað mangó. Þetta er alveg eins og nammi á bragðið. Sykurlaust og hentar jafnvel fyrir litlu krílin. Hægt er að gera sér holla nammiskál með hnetum, kókosflögum og þurrkuðu mangói í bland. Ef þú hefur ekki prófað þurrkaða mangóið frá H-Berg eða I love snacks þá mæli ég með að gera svo strax!
Hráfæðisstangir frá Nakd eða Get raw
Hráfæðis- og orkustangir eru algjörir bjargvættar og það helsta sem verður fyrir valinu hjá mér þegar ég ætla að grípa mér eitthvað með í töskuna. Raw stangir eins og þessar eru einnig fullkomnar til að hafa í töskunni til að grípa í yfir daginn. Þær bragðast eins og nammi og mitt helsta val ef ég er með sykurlöngun. Einnig má gera sínar eigin orkustangir.
-
Orkustykkin frá Adonis
Orkustykkin frá Adonis eru próteinrík og seðja hungrið á löngum degi. Orkustangirnar frá Adunis eru með chiafræjum, kókos, vanillu og acao berjum (þessi bláuu) eða pecanhnetum, gojiberjum og kakói (rauðu).
-
Þarasnakk
Ef þú sækist mikið í salt er þarasnakkið eitthvað sem þú ættir að prófa. Þar sem þari er sérstaklega ríkur af joði er það frábær valkostur fyrir þá sem glíma við vanvirkan eða latan skjaldkirtil. Þari er einnig frábær fyrir hár, húð og neglurnar og ríkur af A og C vítamínum og kalsíum. Þetta snakk er lágt í kaloríum og má borða milli mála en líka skera í strimla og skella yfir salatið eins og ég geri með avócadó salatið mínu, sjá uppskrift hér. Þarasnakkið fæst frá DeRit.
Öll orkustykkin fást í verslunum Nettó.
-
Gangi þér vel að velja orkugefandi millimál!
Heilsa og hamingja,
Júlía Heilsumarkþjálfi
P.S. Viltu fleiri ráð og uppskriftir fyrir snarl og millimál?
Ef svo er komdu yfir HÉR og skrá þig á ókeypis fyrirlesturinn 3 einföld skref sem halda sykurlöngun burt, brenna fitu náttúrulega og tvöfalda orkuna!
Færðu sent sykurpróf sem sýnir þér besta úrræðið og hversu lengi þú ættir að sleppa sykri, uppskrift af drykknum mínum sem er skotheldur gegn sykurlöngun og fleiri ráð sem ég kann að hafa eftir 8 ár að vera laus við sykurlöngun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2018 | 13:00
Magnesíum og streita
Færð þú oft sykurlöngun þegar það er streitutímabil hjá þér?
Magnesíum hjálpar við sendingu taugaboða og slökun vöðva. Við þurfum magnesíum til að sinna taugaboðum frá vöðvunum til heilans og einnig er magnesíum nauðsynlegt fyrir upptöku kalks. Magnesíum ásamt kalki hjálpar við vöðvaslökun sem aðstoðar m.a. við æðavíkkun og lækkun á blóðþrýstingi.
Magnesíum hefur meira að segja verið kallað hin náttúrulega chill pill en það getur dregið verulega úr streituhormónum. Þegar líkaminn er undir streituálagi, þá framleiðir hann streituhormón og dregur þetta úr magnesíumforða líkamans.
Því er það oft þannig að þegar við erum undir mikilli streitu krefst líkaminn meira magns af magnesíum en vanalega og því gott að taka inn magnesíum á streitutímabili.
Þegar líkamann skortir magnesíum er mjög algengt að við sækjum í sykur enda súkkulaði sérlega magnesíumrík fæða.
-
-
Magnesíum jafnar blóðsykurinn og hjálpar líkamanum að vinna úr frútkósa (sem finnst í sykri). Svo ef kemur til þess að þú fáir þér fæðutegund sem hefur hátt hlutfall af frúktósa eða sykri, eru minni líkur á því að þú fáir sykursjokk, ef líkami þinn hefur nóg af magnesíumforða.
Magnesíum er einnig mikilvægt fyrir þá sem æfa mikið þar sem það getur hjálpað líkamanum að jafna sig eftir æfingar.
Einkenni þess að þú gætir gætir þurft að taka inn magnesíum eða þurft meira eru m.a, stirðir vöðvar, krampar í vöðvum, óróleiki, kvíði, streita, erfiðleiki með að afslöppun, orkuleysi og þreyta.
Við erum öll mismunadi og sumir þurfa meira en aðrir. Ef þú ert undir mikilli streitu, æfir mikið eða sækir gjarnan í sykur gæti kallar líkaminn yfirleitt meira magnesíums.
-
-
Hvernig á að taka inn magnesíum
Hægt er að taka inn magnesíum í duft- eða töfluformi. Hlustaðu á líkamann og ráðfærðu þig við lækni ef þú íhugar að bæta við staðlaða dagskammtinn.
-
Magnesíumríkar fæðutegundir:
- dökkt kakó og kakónibbur
- döðlur
- gráfíkjur
- kasjúhnetur
- klettasalat
- avókadó
- sesamfræ og tahini (sesammauk)
- bananar
- alfalfa spírur
Ég vona að greinin hjálpi þér að tækla sykurlöngunina undir streitu!
Þar sem magnesíumskortur leiðir til sykurlöngunar, mæli ég með því að þú skoðir ókeypis fyrirlesturinn minn á netinu -3 einföld skref sem halda sykurlöngun burt, brenna fitu náttúrulega og tvöfalda orkuna! til að vinna enn beturá sykurlöngun!
Smelltu hér til að skrá þig á ókeypis net-fyrirlesturinn.
Heilsa og hamingja,
Júlía Heilsumarkþjálfi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)