Færsluflokkur: Lífstíll

Hvernig veistu hvort brennslan þín sé hæg eða hröð?

Þyngdaraukning og erfiðleikar við að losna við aukakílóin er eitt helsta einkenni þess að brennslan sé farin að hægjast hjá okkur. Önnur algeng einkenni geta verið vanvirkur eða latur skjaldkirtill, þurrkur í hári eða húð, erfiðleikar með einbeitingu og kulsækni.

Breytingaskeiðið getur sannarlega spilað hlutverk í hægari brennslu enda er talið að brennslan hægist um 5% við hvern áratug eftir breytingaskeið og þá er algengt að konur bæti á sig að meðaltali 5-8 kílóum sem setjast aðallega á kviðinn.

Ef hormónar eiga í hlut við hægari brennslu líkamans (þá vegna breytingaskeiðs eða skjaldkirtils) geta föstur verið eitt það versta sem við gerum líkamanum og hreinlega haft skaðlegri áhrif á líkamann.

Í dag langar mig að deila með ykkur 1 dags matseðli úr Nýtt líf og Ný þú þjálfun, ásamt ráðum sem geta aukið náttúrulega brennslu líkamans.

IMG4235

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 



Einföld ráð til að örva brennsluna 


Hreyfing

Hreyfing í 5 mínútur á dag til að ná upp púlsinum og svitna getur skipt sköpum þegar kemur að fitubrennslu, orku og almennri heilsu. Húðin er að auki stærsta líffærið fyrir afeitrun og höfum við öll gott af því að svitna smá daglega. Eitt af því sem ég hvet þátttakendur í Nýtt líf og Ný þú þjálfun til að gera eru stuttar 5-15 mín æfingar sem taka á öllum líkamanum. Byrjaðu t.d. á að leggja bílnum örlítið lengra í burtu, taka stigann eða fara út í stutta göngu en svo getur þú aukið álagið með tímanum.

Rétt næring

Matarlyst getur aukist með árunum en henni er hægt að halda í skefjum með réttu mataræði og bætiefnum. Bætiefni, fæðutegundir og rétt hreyfing sem hluti af mínum lífsstíl hefur einnig hjálpað mér að vinna upp heilsu skjaldkirtils og einnig þeirra sem hafa gengið í þjálfun. Að efla meltingarflóruna með góðum bakteríum (t.d acidophilus) er mjög mikilvægt sem og að hafa jafnvægi í skömmtum kolvetna, próteins og fitu. Mundu að föstur eða svelti virka aldrei og er skammtímalausn sem getur haft slæmar afleiðingar!!

Sjáðu fæðutegundir sem auka brennsluna náttúrulega hér í 1 dags matseðli.

Svefn

Svefninn hefur áhrif á tvenn mjög mikilvæg hormón sem stjórna svengd og matarlöngun, sem þýðir þá einfaldlega að afleiðing of lítils svefns er meiri matarlöngun. Er svefninn því lykilatriði í þyngdartapi! Oft eigum við það líka til að reyna að sækja okkur snögga og ódýra „orku” þegar við erum þreytt.

Líkami þinn brennir meiru þegar hann sefur svo ég mæli með að þú setjir þér það markmið að ná góðum nætursvefni á hverri nóttu og koma á góðri svefnrútínu.

 

Lausnin er í lífsstílnum..

Þú þarft alls ekki að örvænta þrátt fyrir að þú hafir bætt aðeins á þig. Þú getur enn sagt skilið við aukakílóin til frambúðar ef þú tekur réttu nálgunina og lífsstílsbreytingu.

Lífsstílsbreyting eins og ég tala um hér felur í sér að finna út hvað í fæðunni raunverulega virkar fyrir þig og endist þér út ævina. Lífsstíll sem hugar að bæði mataræði, hreyfingu og bætiefnum sem henta þér og gefa þér allt að 10 ára yngri líðan!

Gríptu tækifærið áður en það verður of seint og skapaðu lífsstíl sem endist með Nýtt líf og Ný þú þjálfun hér en skráningu lýkur á miðnætti í kvöld og opnum við dyrnar ekki aftur fyrr en eftir ár!

 

Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi

 


Ég er flutt til LA!

Untitled design (1)

Næsti kafli í lífi mínu...

Hráfæðiskóli!

Ég mun halda áfram að skrifa þér frá sólríku Venice, Kaliforníu þar sem ég mun flytja í mánuð og fara í matreiðsluskóla hjá Matthew Kenney, en þar verð ég daglega að bralla í eldhúsinu og að drekka kókosvatn á ströndinni.

Ég býð þér að fylgjast með mér á facebook, instagram og snapchat: lifdutilfulls þar sem ég deili með þér lífinu í LA! 

Eitt það helsta sem ég er spurð að þegar kemur að því að viðhalda heilbrigði er; hvernig er best að flýta fyrir og hagræða vikunni?

Mér datt þá í hug að deila með þér hvað ég geri og ég vona að þú munir nýta þér næstu vikurnar,  hér eru nokkur ráð að því hvað ég geri vikulega til að flýta fyrir eldamennskunni og halda hollustunni gangandi.

Nýta sunnudaga í undirbúning.

Þetta bjargar mér algjörlega þegar ég á mjög annríkt í gegnum vikuna en þá geri ég gjarnan baunir, kínóa, dressingu og jógúrt eins og þetta eða múslí upp úr uppskriftabókinni til að eiga og grípa í. Að auki geri ég ofboðslega oft sæta kartöflu og kínóa burritoið mitt sem má finna í uppskriftabók minni og á það til í gegnum vikuna.

 

Farðu hér til að lesa restina af hollráðunum á blogginu.

 

Hlakka til að vera með þér á samfélagsmiðlum næstu daga frá LA.

 

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

 

DSC_3106 copy

 


Hvernig á að rækta þinn eigin kryddjurtagarð

DSC_efsta mynd

 

Ég elska kryddjurtir, þær eru svo frískandi og dásamleg viðbót í mataræðið. Getur þú verið sammála?

Kryddjurtir eru einnig fullar af andoxunarefnum sem styðja við ónæmiskerfið og geta haft bólgueyðandi áhrif. Þær styðja einnig við hreinsun líkamans og eru ríkar af vítamínum og steinefnum eins og A, B og C vítamínum og kalki.

Í dag langar mig að sýna þér einfalda leið að sá  kryddjurtum, ef þú ert að byrja.

Allt sem þú þarft er góðan pott eða ílangan bakka eins eins og ég nota, vikur steina og góða sáðmold ásamt kryddjurtum. Ef þú ert að að setja niður kryddjurtir í fyrsta sinn mæli ég með að kaupa forræktaðar plöntur  og byrja á myntu þar sem þú þarft lítið sem ekkert að sinna henni. Aðrir kryddjurtir sem hægt er að bæta við væru steinselja, graslaukur, basil planta  eða kóríander, allar eru þær frábær viðbót í kryddjurtagarðinn. Basil og kóríander er þó betra að geyma innandyra eða í kassa með hlíf.

 

Skref 1. Setja steina í pott eða bakka

DSC_8368

Fyrir þá sem eru  lengra komnir má láta útbúa fallega kassa í garðinn eða setja í pott eins og þú sérð graslaukinn hjá mér á myndinni.

Skref 2. Setjið sáðmold

DSC_8374

 

Skref 3. Brjótið kryddjurtirnar og plantið í moldina


skref 3

 

Skef 4. Þekið meiri mold og þjappið

 

DSC_skref 4

 

Passið uppá að geyma bakkana ekki í suðurglugga svo þær fái skjól þess á milli eftir sólríka daga og fylgist vel með þeim og vökvið. Einnig má nota áburð t.d lífrænan áburð úr sjávargróðri en það þarf þó ekki. Það má einnig nota gróðurdúka til þess að hlífa plöntunum í byrjun. Ef þið sáið fræjum byrjið á því að geyma kryddjurtirnar inni.

DSC_nedsta mynd - hafa staerri

Um að gera að bæta við grænkáli, klettasalati eða blaðsalati í garðinn þinn og njóta góðs af í sumar! Öll grænulaufblöð innihalda góða trefja sem getað bætt meltingu, aukið hreinsun og aukið ljóma. Ég nota t.d græn salöt sérstaklega mikið í hreinsunum sem og daglegu mataræði, enda tel ég það vera stólp að góðri heilsu.

 

Deildu næst með á samfélagsmiðlum ef greinin vakti áhuga.

Ég vona að þú hafir það gott í sumar, ef þú vilt eitthvað til að koma þér af stað með meiri orku og léttari líkama mæli ég með að skoða 1 dags matseðill hér og 5 daga matarhreinsun.

 

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi


Sannleikurinn um sykur og megrunarkúra

IMG_1610

 

Dorrit Moussaieff forsetafrú opnaði Foodloose fyrirlesturinn síðastliðin fimmtudag með því að segja “ Ég vona að Ísland verði fyrst þjóða til þess að banna unnin sykur. Þar á meðal innflutning á hvítu hveiti og unnum kolvetnum og sykri”

Þótti þetta vel við hæfi enda viðfangsefni dagsins rannsókn á sykri, fitu og mataræði nútíma mannsins.

Fram komu einnig nokkur þekkt andlit heilsugeirans þar á meðal Dr. Assem Malhotra, Gary Taubes, Axel F. Sigurðarsson hjartasérfræðingur, prófessor Tim Noakes, Denise Minger og Dr. Tommy Wood.

Eflaust tökum við öll mismunandi þætti til okkar eftir svona dag en mig langaði að deila með þér nokkrum áhugaverðum punktum sem gætu hjálpað þér að ná skilja betur hvað þú getur gert til að viðhalda heilsu, auka orku og léttast.

 

Hefur þú velt fyrir þér, hvort spilar meira vægi, hreyfing eða mataræðið?

Dr. Assem Malhotra svaraði þessu með “Ef þú þarft að hreyfa þig til þess að halda þyngdinni niðri er mataræðið rangt” svo já mataræðið spilar meira vægi.

 

Hvað getum við gert til þess að léttast án þess að telja kaloríur?

“Kolvetni, unnin kolvetni þá sérstaklega auka insúlin framleiðslu, sem eykur fitu magn” samkvæmt Gary Taubes sem leggur áherslu á að forðast sykur í til þess að viðhalda heilsu og léttast. Minni sykur í mataræðinu styður því við auðveldara þyngdartap og getur hjálpað við ánægjulegri þyngdarstjórnun.

 

Gildir það sama fyrir okkur öll í mataræðinu?

"Þú þarft að hagræða mataræðinu að einstaklingum ekki almenningi," voru flestir talsmenn sammála um þar á meðan Dr. Axel F. Sigurðarson hjartaskurðlæknir sem kom inná mikilvægi heilbrigðs lífsstíls til að fyrirbyggja heilsukvilla og ná bata.

 

Spilar lífsstílsþátturinn meira vægi en mataræðið?

Mögulega, segir Dr. Tommy Wood.

Mér fannst það vera áhugavert, en hann talaði um mikilvægi þess að sinna lífsstílsatriðum eins og samveru með öðrum (félagslegi þátturinn), að fá nægan og góðan svefn, sinna því sem okkur skiptir máli í lífinu, setja okkur markmið, ekki hafa mataræði stöðugt á heilanum og minnka streitu í daglega lífinu ásamt því að sinna reglulegri útivist.

Ég held við ættum öll að vera vör um að við erum öll einstök og því ekkert eitt sem getur virkað fyrir okkur öll í mataræðinu, eins og Dr. Tim Noakes sagði:

“Ef þú vilt vera árangursríkur í hvaða mataræði sem er, vilt þú forðast sykur, flestir þeir sem eru í yfirþyngd eru háðir sykri”.

 

Þegar skoðað er heilsusamlegri menningarþjóðir er áberandi að tilvist sykurs er lítið sem ekkert. Það þarft þó ekki að vera flókið því eftir ákveðinn tíma frá sykri aðlagast bragðlaukarnir og við förum að njóta betur náttúrulegrar sætu og hreinnar fæðu.

Ég vona að þessir puntar hjálpi þér að skilja betur þennan stundum flókna heim heilsu,  ég get ekki beðið eftir að gefa út bók mína í september sem gefur þér leiðarvísi að því að forðast sykur, hvað á að nota í staðinn og innihalda yfir 100 bragðgóðar uppskriftir sem fá líkamann til að ljóma og henta vel í annasaman lífsstíl okkar í dag. 

Þangað til getur þú fengið sparkið af stað og komist yfir sykurinn með 5 daga matarhreinsun, margar hafa tekið af skarið með henni síðustu vikur og getur þú fengið ókeypis 1 dags matseðil frá mér hér ásamt hreinsunarprófi.

 

 

Ef greinin höfðaði til þín líkaðu við og deildu á facebook og samfélagsmiðlum!

 

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi


Framtíð heilsu og næringar með Dr. Tommy

Untitled design (42)

 

Þar sem heilsufyrirlesturinn Foodloose  er næstkomandi fimmtudag, 26.maí fannst mér upplagt að taka viðtal við Dr. Tommy Wood, einum af talsmönnum fyrirlestursins.

Tommy stundaði nám í lífefnafræði við háskólann í Cambridge ásamt læknisgráðu við Oxford Háskóla. Núna er hann að klára doktorsgráðu í lífeðlis- og taugafræði við Háskólann í Osló. Tommy er því afar fróðleiksfús og ég held að viðtalið muni virkilega gagnast þér.

 

Hvað vakti áhuga þinn á heilsu og vellíðan?

Ég byrjaði sem unglingur að kynna mér heilsuheiminn með það í huga að vera öruggari með líkama minn, eins og margir gera. Síðan þá hefur nálgun mín um hvernig á að ná hámarksheilsu breyst verulega og ég viðurkenni að ég hef oft haft rangt fyrir mér. Mér þykir svo skemmtilegt að við erum alltaf að læra nýja hluti.

 

Hefur þú alltaf haft áhuga á hreyfingu eða var það eitthvað sem þú lærðir að njóta á síðustu árum?

Sem krakki var ég frekar mikið í kyrrsetu og æfði mig eða hreyfði lítið sem ekkert. Þetta breyttist skömmu áður en ég fór í háskóla og ég byrjaði að róa bát í náminu. Á næstu árum eyddi ég frítíma mínum í að  keppa og þjálfa ýmsar íþróttir. Ég elska samveru í hópíþróttum en nýt þess einnig að þjálfa einn til þess að endurspegla og einbeita mér innávið. Mér finnst ekki þurfa að fara í ræktina til að vera heilbrigð/ur. Það mikilvægasta er að hreyfa líkamann, hvernig sem það virkar best fyrir þig.

 

Hvernig varð ástríðan fyrir heilbrigðum lífsstíl að starfsframa?

Í rúm 15 ár varð ég sífellt áhugasamari á mismunandi þáttum heilsu og hreyfingu og reyndi að læra eins mikið og mögulegt er í frítíma mínum. Þegar ég byrjaði í doktorsnáminu fór ég að blogga um heilsu og skrifa greinar með áherslu á vísindalegar rannsóknir. Um helgar tók ég einnig að mér lífsstílsþjálfun og hélt fyrirlestra.

Með tímanum hef ég kynnst öðrum í þessum geira og fengið að kynnast frábærum einstaklingum til að deila hugmyndum með. Ég er samt sem áður enn doktorsnemi svo ég get ekki kallað það starfsferil ennþá. En það er markmiðið! Fyrir mig, það mikilvægasta er að ég að haldi áfram að lesa, skrifa, læra, og tala til eins margra og mögulegt er. Ég hef tengst mikið af frábærum sérfræðingum um allan heim, og ég tel sannarlega að saman getum við breytt því hvernig samfélagið nálgast lyf og heilsu.

 

Uppáhalds tilvitnun?

"Ég hef aldrei lært neitt af manni sem var sammála mér." - Dudley Field Malone

Fyrir mér er þetta stöðug áminning að leita og ræða hugmyndir við fólk sem hefur mismunandi sjónarmið. Á sviði heilsu, sérstaklega, eru sjónarmið ótrúlega víðtæk og oft misvísandi. Ég kýs frekar að hugsa að við höfum öll rétt fyrir okkur, við þurfum bara að fá öll púsluspilin að smella saman.

 

Hvernig æfir þú dagleg?

Ég eyði miklum tíma sitjandi í vinnunni, þannig að ég reyni að sporna við kyrrsetu með því að ganga eins mikið og mögulegt er yfir daginn. Ég lyfti yfirleitt lóðum í ræktinni þrisvar í viku og þegar veðrið batnar í sumar eyði ég meiri tíma í að gera æfingar með eigin líkamsþyngd utandyra.

 

Hvernig er þinn dæmigerði …

Morgunverður: Kaffi með rjóma. Um helgar fæ ég mér yfirleitt egg með afgöngum heima.

Hádegismatur: Kjöt eða fiskur með salati eða grænmeti.

Snarl: Ég fæ mér ekki mikið snarl lengur, en ég hef oft norska spæjipylsu eða íslenskan harðfisk ef ég svangur.

Kvöldmatur: Á veturna geri ég oft stóra skammta af pottréttum eða súpum. Á sumrin er ég líklegri til að fá mér kjöt eða fisk með salati. Ef ég hef verið að æfa fæ ég mér hrísgrjón eða kartöflur með matnum.

 

Hver er uppáhalds eftirrétturinn þinn?

Rjómaís. Ég elska líka íslenskar súkkulaði rúsínur.

 

Hvað er þín kenning varðandi mat og lífsstíl?

Borða alvöru mat og vera góður við sjálfan þig.

 

Hvað myndir þú ráðleggja okkur að gera til að halda viðhalda heilbrigði og hamingju?

Eyða tíma með vinum og fjölskyldu, læra að elda, hreyfa sig reglulega, og ekki hafa áhyggjur af hlutum sem þú getur ekki stjórnað.

 

Hvar telur þú áherslan verði í tengslum við  lyf og næringu eftir 10 ár?

Með ört vaxandi framboði af upplýsingum um heilsu hvers einstaklingsins held ég að mun meiri áherslu verði á að sérsníða lyf og næringu útfrá okkar eigin genum. Við erum nú þegar byrjuð að getað spáð fyrir hvernig sjúklingur gæti brugðist við ákveðnum lyf og hvernig við getum hagrætt ákveðin næringarefni í matnum okkar byggt á erfðafræði. Fyrir mér er þetta ótrúlega spennandi svæði sem bíður uppá mikla möguleika. Hins vegar er mikilvægt að verða ekki yfirbugaður yfir þeim upplýsingum sem við getum safnað um okkur sjálf. Aftur á móti tel ég að grunnatriðin munu aldrei breytast.

Fyrir góða heilsu þurfum við alltaf að hreyfa okkur, gera það sem okkur þykir þýðingarmikið, borða nóg af mat, stunda kynlíf, lágmarka langvarandi streitu, sofa, fara út og eyða tíma með ástvinum.

 

 

Ef þér þótti greinin gagnleg, deildu með á facebook og fylstu svo mér á snapchat: lifdutilfulls þar sem ég og Tommy  verðum á foodloose í Hörpunni á fimmtudag!

heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi


Heimagerður andlitsmaski sem fær húðina til að ljóma

Vissir þú að maí er mánuður fegurðar?

Rómverjarnir skírðu mánuðinn í höfuð á gyðjunni Maius (May) sem er einkum kennd við vöxt plantna og blóma, býður maí uppá fullkomið loftslag fyrir slíkt.

Í tilefni af þessum “fegurðar” mánuði  langar mig að deila með þér æðislegum  heimagerðum (DIY) andlitsmaska úr aðeins fjórum innihaldsefnum til að draga fram þennan ljóma.

Þetta er einn mýksti maski sem ég hef fundið og þvílík gjöf sem þú gefur húðinni! Tilfinningin þegar þú tekur hann af þér er dásamleg og andlitið virkilega ljómar eftirá.

Klórella

Í uppskriftinni er notuð klórella en einnig má nota spirulina eða þaraduft, sem bæði er talið að geta dregið úr bólgum í kringum augu og unnið gegn hrukkum. Hunangið hefur lengi verið notað í andlitsmaska og er bakteríudrepandi ásamt því að veita húðinni raka.  Hunangið er einnig talið gott fyrir þá sem fá reglulega bólur.

Saman vinna þessi innihaldsefni að því að fjarlægja dauðar húðfrumur, eiturefni og óhreinindi sem auðveldar upptöku á næringarefnum og veitir raka inn í húðina.

Heimagerður djúphreinsandi andlitsmaski

2 tsk kókosmjólk feit

1/2 tsk klórella

1 tsk hunang

1 tsk sítrónusafi

Setjið kókosmjólkurdósina í kæli yfir nóttu eða frystið í 40-50 mín. Þetta þykkir hana og gefur enn þykkari andlitsmaska.

Blandið öllu í saman í skál, berið á andlitið og leyfið að vera í klst!  Á þessum tíma ætti maskinn að hafa stífnað. Skolið af með volgu vatni eða höfrum sem hafa verið lagðir í heitt vatn, þetta gefur húðinni örlítið meiri hreinsun.

Húðin mun þakka þér og verður silkimjúk og ný. Mér finnst gott að enda á því að bera kókosolíu á andlitið.

 

DSC_8739

DSC_8760

 

Fegurðar fæða

Fegurðin kemur sannarlega að innan frá, eins og fræga orðatiltækið segir “þú ert það sem þú borðar”.

Hér eru nokkrar  fæðutegundir sem eru sagðar styðja við flekklausa húð og fallegan ljóma.

Húðin er okkar stærsta líffærið og vill afeitra sig náttúrulega.  Þessi fegurðarfæða er sérlega hreinsandi og getur því hjálpað til við það ná fram fallegum ljóma. Bólur, húðþurrkur og flekkir geta oft stafað af uppsöfnuðum bakteríum og gerjun í meltingarveginum, þetta getur síðan haft áhrif á húðina ef ekkert er gert í langan tíma.

Ef það er eitthvað sem þú glímir getur hreinsun með mat rík af trefjum og andoxunarefnum verið einn áhrifaríkasta leiðin að fallegum ljóma og orku.

Þú getur nálgast 1 dags matseðil hér þar sem ég gef hreinsandi og saðsamar uppskriftir. Með skráningu getur þú einnig lært meira til um 5 daga matarhreinsun, 5 dagar að innri fegurð, glóandi húð og orku.

 

Ég vona að þú prófir andlitsmaskann.

Ef þér líkaði greinina, Líkaðu og deildu sumar ljómanum á Facebook!

heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi


7 einföld millimál sem gefa orku

Vantar þig stundum hugmyndir að millimálum?

Ég hef tekið eftir því að marga vantar fleiri hugmyndir af góðum millimálum og eitthvað til að grípa með sér eða setja í nestisboxið.

Ef þú finnur þig oft hugmyndasnauða að einhverju orkuríku til að grípa þér í milli mál er greinin í dag eitthvað fyrir þig.

Við tókum saman 7 einföld og bragðgóð millimál sem gefa þér þessa orku sem þú þarft til að halda út daginn og um leið styðja við vellíðan og heilsu.

 

1.Muffin toffee jógúrt 

Á tímabili sagði maðurinn minn mér að hann væri með sykurþörf sem hann var ekki vanur að fá, svo ég gerði fyrir hann jógúrt út alla vikuna og skellti síðan mynd af því á facebook. Mínútum seinna voru allir að biðja um uppskriftina svo ég gat ekki annað en deilt henni með þér.


Untitled design (38)

 

2. Hrökkbrauð 

Þessi uppskrift er ótrúlega einföld og fljótleg og býr til 2 plötur af yndislegu hrökkbrauði. Gættu þín því áður en þú veist af þá er ekkert eftir af því…

hollt-hrokkbraud

 

3. Græn orkubomba 

Prófaðu þennan orkugefandi boost, pss, hann er einnig bólguhamlandi.

 

graen-orkubomba

 

4. Saðsamar kókoshrákúlur 

Hrá-kúlur eru tilvaldar ef þú ert sólgin í sætt og seðjandi. Þessar gefa þér langvarandi orku ólíkt súkkulaðistykkinu og eru sérstaklega einfaldar og fljótlegar!

sadsamar-kokos-hrakulur

 

5. Boost fyrir brennsluna —> http://lifdutilfulls.is/drekktu-thennan-fyrir-aukna-brennslu/

Þessi er stútfullur af C vítamíni og grænu te-i sem styðja við brennslu líkamans, og ég tala nú ekki um hversu bragðgóður hann er.

 

green-tea-smoothiemain-image

 

6.  Chia grautur fyrir byrjendur

Chia grautur er fullur af próteini úr plönturíkinu, omega 3, trefjum og góðum kolvetnum. Fáðu snögga uppskrift fyrir millimáli eða jafnvel morgunmat sem styður við orku, þyngdartap og hjálpar meira að segja að slökkva á sykurþörfinni.

chia-grautur-fyrir-byrendur

 

7. Gulrótarmuffins 

Þú veist að uppskrift er góð þegar þú gerir hana og hún klárst samdægurs. Það var sagan bakvið þessar gómsætu gulrótamúffur sem slógu verulega í gegn um páskana í fyrra. Toppað með kókoskremi og valhnetum…mmm

hreinsandi-gulrotarmuffur-sem-hafa-aldrei-farid-eins-hratt

 

Ég vona að þetta gefi þér innblástur fyrir vikuna að orkugefandi og hollum millibita!

 

 

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

 

 


Hvar er Lifðu til Fulls á samfélagsmiðlum?

26. maí í Hörpunni verður heilsuráðstefnan Foodloose en talsmenn ráðstefnunnar eru fremstu doktorar, vísindamenn og næringarfræðingar heims og munu þeir tala um áhrif sykurs á heilsu okkar. Kíktu á Foodloose ráðstefnuna hér 

En ég sjálf mun vera á ráðstefnunni en fyrir þá sem þekkja til mín þá hef ég áhuga á öllu sem tengist heilsu, lífsstíl, jákvæðu hugarfari og vellíðan.

En fyrir þá sem vilja fylgjast með þá er hægt að tengjast mér betur á samfélagsmiðlum. 

Facebook

Stærsti og umfangsmesti staðurinn sem ég tel mig vera á er á facebook.

Fáðu góðar og einfaldar uppskriftir, ráð að meiri orku og þyngdartapi og margt margt meira. Vertu viss um að smella á “all on” í notifications til að fá allar tilkynningar!

Untitled design (33)

 

 

Snapchat: lifdutilfulls

Ég elska að deila með daglegu grænu drykkjunum mínum, nesti, ferðaráðum, nýjum heilsuvörum og hvað ég er að bralla. Bættu mér við og fylgstu með!

Untitled design (34) 

 

Instagram

Gríptu það besta úr amstri dagsins hjá heilsumarkþjálfa, lærðu um spennandi nýja fæðu og fáðu hvetjandi orð sem bæta jákvæðni og hamingju inní daginn.

Untitled design (35)

 

Hlakka til að kynnast þér betur!

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi


8 ráð að bættum svefni

Svefn spilar gríðarlegu hlutverki í getu líkamans að brenna fitu, einbeita okkur að krefjandi verkefnum. En margir kannast við að sofa illa, liggja andvaka uppí rúmi að reyna að finna réttu stellinguna eða vakna upp um nóttina í svitakasti.

Svo ég vildi deila með ykkur 8 góðum ráðum að betri svefni.

1.Taktu Magnesíum á kvöldin

Magnesíum hjálpar vöðvum líkamans að slaka á með því að færa kalsíum úr vöðvum og aftur í blóðið þar sem það getur ferðast um allan líkamann. Fyrir svefninn er þetta eitt lykilatriði þegar kemur að vöðvaslökun og hjálpar þér að sofna og halda þér sofandi.

2. Takmarkaðu sykurinntöku

Ójafnvægi í blóðsykri er talið vera næst algengasta orsök svefnleysis.  Blóðsykursfallið sem gerist með sykurneyslu veldur því að líkaminn losar um hormón sem getur örvað heilastarfsemi og vakið okkur. Með því að takmarka sykurneyslu yfir daginn og borða jafnt og þétt getur þú haldið blóðsykri í jafnvægi yfir daginn og sofið betur á nóttinni.

3. Haltu rútínu

Að halda reglu á svefninum hjálpar líkamanum að komast í góða rútínu. Farðu að sofa og vaknaðu á sama tíma daglega, með því að gera það verður auðveldara fyrir þig að vakna og sofna þar sem innri klukka líkamans stillir sig inná rútínuna.

4. Notaðu djúpöndun

Að taka góða slökun, með því að taka fjóra djúpa og góða andardrætti getur hjálpað líkamanum að slaka á, hvílast betur og anda í eðlilegum takti fyrir svefn. Slík djúpöndun eykur framboð súrefnis til heilans og örvar sjálfvirka taugakerfið (parasympatíska) sem styður við slökun. Slökun gerð með þessum hætti getur lækkar hjartsláttartíðni, blóðþrýstingur og vöðvaspennu sem hjálpar okkur að sofna fljótt og vel. Prófaðu að anda inn og telja upp á 8 og anda næst frá og telja uppá 10. Endurtaktu fjórum sinnum eða oftar þar til þú finnur slökun.

5. Haltu þig frá raftækjum

Birtan sem kemur frá raftækjum hefur áhrif á heilan okkar og hvetur til árvekni. Þannig eigum við erfiðara með að slaka á og sofna ef við notum raftæki rétt fyrir svefninn. Ég nota ókeypis forritið flux, í tölvunni hjá mér sem dempar bláa ljósið á kvöldin og birtir aftur um morguninn.

6. Hreyfðu þig

Ef þú upplifir andvökunætur getur verið að líkaminn hafi ekki nýtt alla orku dagsins eða þá að hugurinn sé ennþá önnum kafin í amstri dagsins. Rannsókn frá “National Sleep Foundation’s in America" gaf í ljós að þeir sem hreyfa sig á daginn fá betri svefn. 

7. Ilmkjarnaolíur

Lavender olía er æðisleg og er góð að bera undir iljarnar fyrir svefninn. Rannsókn frá Bretlandi sýndi það að hafa lavander olíu inní herberginu hjá fólki bættu svefn þeirra að meðaltali um 20%. Valerine er einnig frábær fljótvirk olía, aðeins nokkra dropa undir tungu. 

8. Drekktu slakandi Jurtate

Kamillute og oat flower eru gjarnan kennd við slökun, þau innihalda oft efni sem styðja við svefn eins og Valerian og Kamilla og eru góð te að drekka á kvöldin fyrir svefn.

 

Ég vona að þessi ráð hjálpi þér að bæta og auka gæði svefns hjá þér. 

Ef greinin vakti áhuga þinn, deildu með til vina á facebook!

 

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

www.lifdutilfulls.is | www.facebook.com/LifduTilFulls | www.instagram.com/lifdutilfulls |snapchat: lifdutilfulls


6 ástæður af hverju konur þurfa meiri svefn

 

Hvað veldur því að við konur þurfum meiri svefn en karlmenn?

Rannsóknir sýna að heili okkar kvenna er “flóknari" en karla og þarfnast því meiri svefns.

"Konur eiga það til að vera með mörg verkefni á höndum sér, taka ákvarðanir og gera margt í einu, þær þurfa því oft á meiri svefni að halda. Karlmenn sem eru í flóknum störfum sem þurfa að taka mikið af ákvörðunum og leysa mörg verkefni gætu einnig þurft á meiri svefni að halda en meðalmaðurinn.

Þannig að í raun veltur þetta á að heili kvenna sé uppteknari og þurfi meiri tíma til þess að slaka á og jafna sig á næturnar" - prófessor Jim Horne .

Svo þessar 6 ástæður minna okkur því á hvers vegna við konur þurfum sérstaklega að vera meðvitaðar um svefninn okkar.

woman-sleeping-in-bed

 

Bætt geðheilsa

Við konur getum verið sérlega viðkvæmar andlega þegar við sofum illa og eru sterk tengsl milli lélegs svefns og andlegrar vanlíðan, þunglyndi og jafnvel reiði, þessar niðurstöður sýndu ekki eins sterk tengsl hjá körlum. 

 

Aukin brennsla

Svefn og svengd er stjórnað á sama svæði í heilanum.

Í 7 ára finnskri rannsókn á 7.022 miðaldra einstaklingum kom fram að konur sem voru að upplifa svefnvandamál voru mun líklegri til þess að glíma við ofþyngd (5 kg eða meira) 

 

Bætt minni og betri afköst

Fólk sem sefur of lítið afkastar minna í vinnu. Á meðan þú sefur getur þú bætt minnið þitt og færni sem þú lærir á meðan þú ert vakandi.  

 

Minni bólgur

Miklar bólgur í líkamanum hafa verið tengdar við hjartasjúkdóma, heilblóðfall, liðagigt og öldrun fyrir aldur fram. Rannsóknir benda til að þeir sem sofa of lítið, eru með meira af bólgum í líkamanum en þeir sem sofa meira en 6 tíma á nóttu.

Önnur rannsókn sýndi að þeir sem sváfu færri en 6 tíma á dag voru með meira af svokölluðu “C-reactive” próteini, sem tengist hærri áhættu á hjartaáföllum.

 

Lengra líf

Þó svo að öldrun á óhjákvæmileg fyrir okkur öll, getum við hægt á ferlinu með því að sofa nægilega lengi á hverri nóttu, og stutt þannig við vellíðan, heilsu og lengra líf.

 

Vakti greinin áhuga þinn?

Ef svo er máttu deila með vinum þínum á facebook og sérstaklega ef þú átt vinkonu sem sefur lítið eða talar oft um hvað hún þarf að sofa mikið. Ekki leyfa þeim að fara á mis við heilsu sína eins og ég þurfti að upplifa.

heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

www.lifdutilfulls.is | www.facebook.com/LifduTilFulls | www.instagram.com/lifdutilfulls |snapchat: lifdutilfulls


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband