Færsluflokkur: Lífstíll

5 ástæður af hverju vigtin lýgur að þér

Hefur þú einhverntíman stigið á vigtina og orðið svekkt á sjálfri þér?

Ef svo er er þetta bréf fyrir þig í dag...

Þetta er nokkuð sem ég trúi að geti breytt hugmyndum þínum um vigtina og hvort þú þurfir nokkuð á henni að halda.

GettyImages-bldjw__2681867a-195x146Þar sem ég vinn mikið heiman frá mér þykir mér mikilvægt að byrja daginn minn á því að fara út í ræktina. Hef ég því aðeins verið að stelast á vigtina, eitthvað sem ég hef ekki gert í mörg ár og allt í einu fór ég að taka eftir því að ég var að þyngjast.

Eins og þú getur rétt ímyndað, var ég ekki sátt við þetta, en á sama tíma vakti það mig til umhugsunar.

Hver þekkir það ekki að horfa í spegil og líða bara vel í eigin skinni en stíga svo á vigtina og fara allt í einu að gagnrýna þá sömu hluti og þú varst rétt áður sátt með.

Þetta munstur gerir það að verkum að við ætlum okkur að fara á “kúr”, skera vel niður þessa vikuna í von um að vigtin segi annað næsta mánudag. En þetta gerir ekkert annað en valda þyngdaraukningu þar sem við springum svo á limminu á föstudeginum og háleitu markmiðin um 3 kíló fyrir mánudaginn verða enn meiri vonbrigði á mánudagsmorgun þegar við horfumst aftur í augu við vigtina.

Á meðan ég furðaði mig á því hvað vigtin var fljót að hafa áhrif á mig í ræktinni fór ég að rifja upp af hverju ég hætti að nota hana upprunalega.

Hér eru 5 ástæður sem gætu fengið þig til að hugsa þig tvisvar um næst þegar þú stígur á vigtina

 

5 ástæður til að segja skilið við vigtina

1) Vigtin er á sífellu róli

Auðvitað er gott að mæla árangur á vigtinni og ef þú hefur einn dag mánaðarlega þar sem þú vigtar þig getur það hjálpað þér að sjá mælanlegan mun á þér. En fæstar okkar geta setið á okkur í heilan mánuð og erum þess í stað að vigta okkur oft í viku, jafnvel á hverjum degi!

Hafa ber hins vegar í huga að vigtin getur rokkað 1-2 kg til og frá eftir því hvenær tíma dags þú stígur á hana og hvað þú borðaðir áður og hvert líkamsástandið er hverju sinni. 

2) Talan á vigtinni einblínir á fæðuna eingöngu

Við þekkjum mörg að um leið og við sjáum töluna á vigtinni þá förum við strax að hugsa um matinn og hvað við höfum borðað og hvernig við ætlum að minnka skammtastærðirnar, en þyngdartap er mun margþættara en eingöngu fæðuvalið og getur streita, svefn, ástand skjaldkirtilsins og jafnvel óþol fyrir fæðu sem við vitum ekki af spilað stærra hlutverk þegar kemur að því af hverju við þyngjumst, en þar komum við einmitt að næstu ástæðu.

3) Talan á vigtinni segir lítið til um heilsu

Talan á vigtinni segir þér lítið til um samspil hormóna, meltingartruflanir eða blóðþrýsting. Þessir þættir hafa töluvert meira vægi en kílóin þegar við ætlum að meta heilsu og þegar þeir hafa komist í jafnvægi fylgir þyngdartalan með.

Það eru fæst okkar sem horfa á vigtina og hugsa með sér “ohh - ég þarf meiri svefn” eða “æj æj ég þarf að hugsa um að halda jafnvægi á blóðsykri í dag” en þetta eru t.d. þættir sem spila stór hlutverk. Þess vegna er vigtin ekki alltaf gott viðmið fyrir heilsu okkar.

4) Vigtin ýtir undir það að við sleppum úr máli

Þegar við sjáum að við höfum þyngst getum við átt það til að fara auðveldu leiðina út og sleppa úr máli. Ég veit þú þekkir eflaust tilfinninguna að borða súkkulaðimola á galtóman maga þegar maður er bara orðinn svo svangur að maður veit varla af sér fyrr en að hann er kominn ofan í maga.

Það að sleppa svona úr máli gerir það að verkum að blóðsykurinn fellur og við sækjum í sykur, en hvaða afleiðingar hefur það?

Að sækja í sykur getur leitt til hægari brennslu sem getur aukið líkur á hægum skjaldkirtli. Einnig er hætta á því að við endum á að borða enn fleiri hitaeiningar yfir daginn en við hefðum annars nokkurn tíma gert ef við hefðum borðað jafnt og hollt.

5) Vigtin heldur huganum óánægðum

Að hugsa stöðugt um þyngdina hefur auðvitað ekki góð áhrif á okkur andlega og getur ýtt undir óheilbrigt samband við fæðuna. Það er einfaldlega óhollt að leyfa tölum að stjórna líðan þinni og jafnvel hvers virði þér finnst þú vera.

Það er ofboðslega sorglegt að morgun- eða eftirmiðdagsvigtunin sé ákvörðunarvaldur þess hvort dagurinn sé góður eða slæmur.

Það sem nefnilega gerist þegar við einbeitum okkur að því að öðlast betri heilsu, orku og sátt og hættum í þessari stöðugu baráttu þá lækkar þyngdin með okkur.

Stígðu af vigtinni og byrjaðu að skapa lífsstíl

Ég ákvað að stíga af vigtinni og finna sátt og form á ný í mínu skinni án fyrirhafnar og ég finn fyrst og fremst fyrir meiri gleði með sjálfri mér.

 

Ef ofangreind atriði hafa átt við þig, þá gætir þú verið á hárréttum stað á hárréttum tíma!

Því Nýtt líf og Ný þú þjálfun fer rétt að byrja!

Ef þetta er eitthvað sem þú tengir við gæti núna verið góður tími að endurskoða aðra þætti sem geta haft samverkandi áhrif á þyngdina, eitthvað sem við gerum með Nýtt líf og Ný þú þjálfun.

Þar byrjum við strax á að breyta hugarfarinu og koma því um borð við að skapa varanlegan lífsstíl með sátt í eigin líkama sem er leiðin að þyngdartapi án fyrirhafnar. Þegar við erum í betra jafnvægi andlega og líkamlega þá næst þetta jafnvægi sem við þurfum til þess að geta náð markmiðum okkar, hver sem þau eru.

Ef þú hefur áhuga á að skoða meira um þjálfun og fá sendan leiðarvísi með uppskriftum, kennslu úr þjálfun og árangurssögum smelltu hér

 

Segðu mér svo frá í spjallinu að neðan; hvað af þessum 5 ástæðum hefur þú upplifað?

Hlakka til að lesa frá þér og styðja við þig

Ef þú tengir við einhvern af ofangreindum hlutum, deildu með vinum á facebook!

 

 

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi


Hvað á að borða fyrir orku og þyngdartap + Páskaleiðarvísir

Ert þú að klikka á því albesta fyrir orku og þyngdartap?

Með páskahátíðina framundan datt mér í hug að deila með þér eitt af mínum albestu ráðum að viðhalda orku og þyngdartapi á sama tíma og súkkulaðieggin taka yfir.

Felst það í því að leyna inn meira af náttúrulegri súperfæðu.

Grænt salat eins og grænkál, klettasalat, spínat eða lambhaga salat er ein helsta súperfæðan sem hjálpar til við að hreinsa líkamann, draga úr löngun í sykur, veita orku og draga fram þennan náttúrulega ljóma! Það er svo auðvelt að auka inntöku á grænu salati með því að skella því í blandarann og drekka.

Þessi dásamlegi drykkur hér að neðan hefur orðið mitt allra uppáhald og sló í gegn þegar ég deildi honum með á snapchat : lifdutilfulls um daginn.

Í honum er einnig Dökkt lífrænt kakó sem getur hjálpað líkamanum að vinna betur úr þeirri næringu sem borðuð er samhliða því. Inniheldur kakó efnið Theobromine sem er gjarnan kennt við vellíðan sem fylgir súkkulaðiáti.

Hemp fræin og býflugna pollen gefa drykknum orkugefandi prótein. Hemp fræin eru talin innihalda besta hlutfall sem hentar manninum af fitusýrum. Omega 3, 6 og GLA ásamt því að innihalda 18 af 20 amínósýrunum. Mér þykir býflugna Pollenið bragðgóð viðbót og styður það einnig við fallega húð og hár.

Með því að blanda öllum þessum ofurfæðum saman ásamt góðri fitu styður þú við hreinsun, orku og þyngdartap yfir páskahátíðina ásamt því að temja sykurlöngun á náttúrulegan hátt.

Ekta súkkulaði drykkur fyrir orku og þyngdartap

 

shutterstock_380864467

 

1 bolli vatn eða hesilhnetu- og möndlumjólkblanda

Handfylli grænt salat (grænkál, lambhagasalat eða spínat)

1/4 gúrka

1 lítil pera með hýðinu

1/2 banani

2 msk lífrænt kakóduft

1/2 tsk möndlusmjör eða tahini (sesammauk)

2 msk hemp fræ

1 msk  bee pollen

2 msk chia fræ, lögð í bleyti (val)

4 dropar af stevia með súkkulaði bragði (ég notaði frá via health stevia)

Klakar

 

Setjið innihaldsefni í blandara og hrærið, bætið klökum við undir lokin

Að bæta við meira af grænu er eitt af fyrstu skrefunum í Nýtt líf og Ný þú þjálfun sem hefst eftir viku!

Með vorið og tilhugsun um eitthvað nýtt í lofti gæti þetta verð þitt tækifæri að skapa eitthvað nýtt fyrir þinn límama og líf. (Enda ekki á dagskrá að þjálfun verði aftur fyrr en 2017!)

Svo ef þú hefur íhugað hvernig það væri að breyta um lífsstíl og ert leið á að enda alltaf í sama farinu… Ef þú þráir að öðlast varanlegt þyngdartap, orku og allsherjar heilsu! Er þetta  tíminn þinn!

Ef þú hefur áhuga að styðja við orku og þyngdartap yfir páska á einfaldan hátt hef ég útbúið leiðarvísir sem þú getur sótt með daglegum hreinsunarráðum og girnilegum uppskriftum hér.

Eru skrefin í þjálfun þau sem hafa komið mér og yfir hundruðum öðrum að óskaþyngdinni, FULLT af orku, hreysti og vellíðan.

.

Ég skapaði Nýtt líf og Ný þú þjálfun til þess að sýna þér leiðina að því hvað getur virkað fyrir þig – þá meina ég hvert orð.

Ég trúi að þér er ætlað að lifa fulla af orku, laus við leiðinda kílóin sem eru fyrir þér og þar sem þú ert frjáls að fara upp fjöll og firnindi án þess að verkja í skrokkinn —- þar sem þú ert lífsglöð og sátt!

Lærðu meira um Nýtt líf og Ný þú lífsstílsþjálfun og hvernig hún getur hjálpað þér strax með því að sækja páskaleiðarvísinn hér

.

Gleðilega páska

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi


5 ástæður af hverju við konur þyngjumst

Weight-loss-scalesÞar sem Nýtt líf og Ný þú þjálfun fer að hefjast fékk það mig til að hugsa aftur og skoða ástæður þess af hverju ég náði ekki að léttast á sínum tíma, ástæður sem þú gætir verið að glíma við í dag.

Það liggur við að ég hafi keypt öll bætiefni sem mér var sagt frá að væru góð eða ég hafði lesið um í fjölmiðlum.

Vandamálið var að það voru alltof margir að segja mér hvað ég „átti” að vera að gera.

Ég vissi að ég ætti að hætta að borða sykur og þegar ég prófaði að vera sykurlaus olli það bara meiri löngun í sykur og ég “datt í sykurinn” af og til, sérstaklega þegar ég var stressuð eða bara ef mér leiddist.

Eins og þú kannski veist þá er ég öfugt við alla þessa hluti í dag, ég hef orku allan daginn, ég held mér í þeirri þyngd sem ég vil og geri það án þess að fylgja takmörkunum eða vera í ræktinni alla daga og ég er sátt og hef betri heilsu en ég hef nokkur tímann haft… En þú mátt vita að þetta gerðist ekki á einni nóttu.

Það sem mig langar að deila með þér í dag er eitthvað sem þú getur sett í framkvæmd og trúlega stytt ferðalag þitt að þínu hugsjónar lífi og líkama.

 

Hér eru 5 ástæður sem orsökuðu að ég náði ekki að léttast og eru algengar hjá okkur konum

 

1. Uppsöfnuð eiturefni

Líkaminn vill vera í sínu besta ástandi, en oft þegar líkami okkar er fullur af eiturefnum frá óæskilegri fæðu, streitu, lífsstíl, umhverfi eða ekki nægri hreyfingu getur það valdið því að þyngd haldist í stað, verkir blossa upp og við finnum okkur síþreytt.

Ef þetta ert þú þá gætir þú upplifað: Orkuleysi, líkamskvilla, astma, exemi, höfuðverk, þyngdaraukningu, þyngdarstöðnun, verki í vöðvum og liðum, pirring, andlega depurð.

Við það að hreinsa líkamann nær hann að koma sér í sitt æskilega ástand og algengur fylgifiskur að upplifa að sykurlöngun hverfi, þyngdin fer niður á við, við getum upplifað mikla orku og heilsa okkar bætist til muna.

Í Nýtt líf og Ný þú þjálfun förum við í gegnum ánægjulega 3 vikna hreinsun. Sjáðu hvað þessi hreinsun gerði fyrir Hildi:

Þegar ég byrjaði matarhreinsunin upplifði ég mikinn létti. Fyrst og fremst að ég fór að léttast en alls ekki síður að ég gerði það án þess að vera svöng. Matseðillinn var fjölbreyttur og góður en án allra öfga, svo ég fann svo skýrt að ég gat þetta. Þegar u.þ.b. vika var liðin af hreinsun áttaði ég mig á því að lið- og bandvefsverkir, sem hafa plagað mig í áraraðir, voru að mestu horfnir. -Hildur Stefánsdóttir

Lærðu meira um matarhreinsun Nýtt líf og Ný þú hér.

 

2. Fæðuóþol án þess að vita af því

Vissir þú að allt að 75% manna eru með fæðuóþol- eða viðkvæmni án þess að vita af því?

Þetta sýnir rannsókn frá Dr. Natasha McBride og Dr. Mercola. Einnig hefur Dr. Mark Hyman (höfundur The Ultra Mind Soulution) fundið tengsl á milli líkamskvilla og andlegrar depurðar og óþekkts fæðuóþols.

Það sem ég hef séð eftir að hafa unnið með yfir hunduðum kvenna er að líkaminn okkar breytist og þær fæðutegundir sem þú neyttir þegar þú varst yngri eru ekki endilega þær fæðutegundir sem eru að gera þér gott í dag!

Á meðan fæðuofnæmi sýnir okkur einkennin strax þá geta einkenni fæðuóþols eða viðkvæmi oft verið undirliggjandi og með tímanum valdið ójafnvægi í líkamanum eins og þyngdaraukningu, orkuleysi og liðverkjum.

Ef þetta ert þú þá gætir þú upplifað: Reglulega uppþembu, vindgang, niðurgang, harðlífi, stöðuga svengd, orkuleysi, líkamskvilla, astma, exemi, höfuðverk, þyngdaraukningu, þyngdarstöðnun, verki í vöðvum og liðum og þróttleysi.

Eitthvað sem þú gerir með Nýtt líf og Ný þú þjálfun er að finna þær fæðutegundir sem valda ójafnvægi í líkama þínum, orsaka orkuleysi, þyngdaraukningu, heilsukvillum o.s.frv. svo þú getir í staðinn öðlast bata með því að eiga við rótina og skapað þér lífsstíl sem þú viðheldur.

“Ég hef lært á líkamann hvað ég má og hvað ekki og líður bara miklu betur og hef meiri orku”. – Kolbrún Benediktsdóttir

 

3. Latur eða vanvirkur skjaldkirtill

Skjaldkirtillinn þinn býr til hormón sem hefur stjórn á því hvernig líkami þinn notar orku en latur eða vanvirkur skjaldkirtill truflar efnaskiptin þín og aðrar hliðar heilsu þinnar.

Rannsóknir í dag áætla að um 10 prósent af fullorðnum glími við vanvirkan skjaldkirtil. Þetta er þó algengari hjá konum (við heppnar, eða hitt og heldur) og mjög algengt er að hann sé greindur vanvirkur á eldri árum.

Samkvæmt http://www.thyroidsupportgroup.org/ segir að mataræðið beri 50% ábyrgð á vanvirkum skjaldkirtli og hef ég séð slíkt aftur og aftur hjá konum sem koma til mín í heilsumarkþjálfun (ásamt mér sjálfri (sjá mína sögu hér)).

Ef þetta ert þú þá gætir þú upplifað eitthvað af eftirfarandi: Þreytu, erfiðleika með að léttast, þyngdaraukning, hárlos, þurra húð, liðverki, og þróttleysi í vöðvum, erfiðar blæðingar, aukna viðkvæmni gagnvart kvefi, og jafnvel þunglyndi. Margir sem upplifa jafnvel latan skjaldkirtill geta upplifað það að vera illt án þess að verða raunverulega veik.

Ef þú tengir við þessi einkenni þá getur þú látið athuga skjaldkirtil þinn með blóðprufu hjá lækni. Getur þú lesið til um sögu mína með vanvirkum skjalkirtill og eru skrefin tekin í Nýtt líf og Ný þú þjálfun þau sem gerðu mér kleyft að efla starfsemi þar sem hann er heilbrigður í dag.

 

4. Hormóna ójafnvægi

Hormón eru boðefni líkamans, þau stjórna þroska hans og vexti og sjá um að halda alls kyns starfsemi hans í jafnvægi.

Þau bregðast við utanaðkomandi áreiti, eins og mat, hreyfingu, streitu, svefn, og fleira og leika stórt hlutverk í því hvernig efnaskipti líkamans starfa.

Ef þetta ert þú gætir þú upplifað: Óreglulegar blæðingar, óhóflega mikið af hárvexti í andliti og líkama, bólur(graftarbólur, unglingabólur), þunnt hár, erfiðleika við að verða þunguð, ásamt óútskýrðri þyngdaraukningu(ekki upplifa allir þó vandamál með þyngdina)

Sumir þekktir megrunarkúrar leggja t.d áherslu á mjólkurafurðir sem leiða margar konur í raun í burtu frá árangrinum. Sýna rannsóknir að þær ýta undir hormónaójafnvægi og geta verið skaðleg fyrir fyrir ónæmiskerfi og mögulega aukið líkur á krabbameini. (samkvæmt, cancer.org og Harvard news)

Mataræði, hreyfing og lífsstílsþættir spila verulega inn í að geta öðlast hormónajafnvægi og frið í líkama og sál. Við setjum grunninn að þínum lífsstíl í Nýtt líf og Ný þú þjálfun til þess að styðja við líkama þinn og hormónajafnvægi.

 

5. Hugarfar á “átakið”

Hugarfar okkar er öflugra en flest okkar gera okkur grein fyrir. Vissir þú til dæmis að undirmeðvitund stýrir 90% af því sem þú gerir?

Undirmeðvitundin stýrist af gömlum venjum, tilfinningum og gjörðum og leitast hann eftir því að endurtaka þær óháð því hvort við viljum það eða ekki. Því er ekki skrítið að við endurtökum gamla munstrið

Ef þetta ert þú gætir þú upplifað: Munstur sem hefur haldið þér í sama farinu síðastliðin ár, þegar árangur næst eða álag kemur, gefstu upp á þínum markmiðum og rútínan fer í rugl.

En hvernig getur þú byrjað að taka við lífsstíl þar sem þú þrífst af orku, sátt og jafnvægi ef hugur þinn er stilltur á að endurtaka alltaf gömlu venjurnar?

Svarið liggur í að kveðja það gamla og setja hugann á varanlegan árangur, eitthvað sem þú gerir í upphafi Nýtt líf og Ný þú þjálfunar.

“Slæmar venjur þurfa að verða brotnar og góðir siðir að verða ný leið til að lifa, og þetta tekur tíma” næringarfræðingurinn Joanna Shinewell

Ef þú hefur íhugað hvernig það væri að breyta um lífsstíl og ert leið á að enda alltaf í sama farinu og sjá tölu á vigtinni sem þú getur ekki breytt… Ef þú þráir að öðlast varanlegt þyngdartap, orku og allsherjar heilsu! Gæti þetta verið tíminn þinn!

Því Nýtt líf og Ný þú lífsstílsþjálfun er opin fyrir skráningu!

Ef greinin talar til þín farðu hér til að fá sendan leiðarvísi með uppskriftum, kennslu úr þjálfun og í framhaldi tækifæri að tala við mig um þína heilsu og þjálfun!

Eru skrefin í þjálfun þau sem hafa komið mér og yfir hundruðum öðrum að óskaþyngdinni, FULLT af orku, hreysti og vellíðan.

Ef þér fannst greinin áhugaverð, endilega deildu henni með vinkonu/vin á facebook

 

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálf


Spurt og Svarað með Júlíu heilsumarkþjálfa

Hæ hæ

Í kvöld þriðjudaginn 8 mars, kl 20:30 ætla ég að deila hvernig hægt er að ná varanlegu þyngdartapi og orku með ókeypis símtali í beinni. 

Í símtalinu býðst þér að spjalla við mig og spyrja úti heilsu þína og hvort Nýtt líf og Ný þú þjálfun sé rétt fyrir þig!

 

Mun ég svara spurningum eins og:

  •      „Hvernig get ég grennst og haldið því út án þess að fara aftur í sama farið?“
  •      „Hvernig get ég haldið orku allan daginn og losnað undan síðdegisþreytunni?”
  •      „Hvernig losna ég við sykurþörfina sem kemur alltaf aftur?“
  •      „Hvernig held ég mig við efnið í mataræði og hreyfingu?

Gef ég sérstakan leiðarvísir með sýnishorni og uppskriftum úr þjálfun Ekki missa af þessu einstaka tækifæri og taktu kvöldið frá!

 

Farðu hér til að tryggja þér stað í símtalinu

Með skráningu núna færðu tafarlausan aðgang af 3 ókeypis myndböndum þar sem ég deili með eitthvað af mínum bestu ráðum sem þú getur tileinkað þér strax!  Þú þarft ekki að kaupa neitt, ráða þjálfara eða eyða peningum í dýr fæðubótarefni til þess að byrja tileinka þér þau ráð!

Ef þú ert leið á skyndilausn og vilt loks komast að því hvað virkar fyrir þig og gefur þér varanlegt þyngdartap, orku og vellíðan! Skráðu þig í símtalið hér!

 

Heilsa og hamingja

Júlía Heilsumarkþjálfi

P.S Kemstu engan vegin í símtalið? engar áhyggjur, ég sendi upptökuna og býð þér að senda inn spurningu þína með skráningu þinni hér


Skráning Er Hafin Í Nýtt Líf Og Ný Þú! (Horfðu Á Myndband 4)

Ég vildi láta þig vita að  

Nýtt líf og Ný þú 4 mánaða þjálfun” sem hefst núna í mars 2016 er nú opin fyrir skráningu!

Þar sem þjálfun opnar aðeins dyr einu sinni til tvisvar yfir árið vildi ég að þú fengir tækifæri að vera með . Farðu hér til þess að horfa á síðasta myndbandið með skráningu í myndbandsþjálfun og fá þannig svörin við þínum spurningum um þjálfun.

Ef þú finnur að þetta sé eitthvað fyrir þig, væri heiður að fá að leiða þig í gegnum 5 skref að varanlegu þyngdartapi, orku og vellíðan og skapa Nýtt líf og Nýja þig 2016!

Eins og við bæði vitum er ekkert eitt til sem virkar fyrir alla eða eitthvað sem heitir töfralausn.

Þess vegna ólíkt trúlega öðru sem þú hefur prófað kemst þú að því með Nýtt líf og Ný þú þjálfun, hvað hentar ÞÉR og þínum líkama og hvað gefur þér árangur sem varir! Saman sköpum við lífsstíl sem styður við þína óskaþyngd, óbilandi orku og hámarksheilsu.

 

 


Í myndbandinu deili ég helstu upplýsingum um þjálfun svo þú getir séð möguleika þína með henni og fyrir hvern þjálfunin er og hvern ekki! (ath: með skráningu færðu tafarlausan aðgang að ókeypis fræðslu úr þjálfun líka!)

Eftir að hafa lært af yfir hundruðum kenninga mataræðis get ég sagt að það er engin önnur þjálfun þar úti líkt Nýtt líf og Ný þú. Hún er allt sem þú þarft í einni þjálfun að því að finna hvað hæfir þér og gefur þér varanlegan árangur og skilur þig eftir með líkama og lífsstíl sem þú elskar!

Þetta er í fimmta sinn sem ég held Nýtt líf og Ný þú þjálfun og hafa hundraðir kvenna og hjóna lokið henni með framúrskarandi árangur.

Um leið og þú skráir þig færðu efni frá mér sem þú getur strax byrjað að tileinka þér, þar sem ég vil endilega að þú byrjir strax að vinna að nýjum lífsstíl. En það eru 3 einföld og kostnaðarlaus skref að náttúrulegu þyngdartapi, bættri meltingu, minni matarskömmtum sem hefur leyft einstaklingum að léttast um allt að 3 kílóum og finna fyrir bættri vellíðan áður en þjálfun byrjar. (ath: án öfga eða ofkeyrslu í ræktinni)

Er Nýtt líf og Ný þú þjálfun rétt fyrir þig ef þú ert að byrja að huga að heilbrigðum lífsstíl eða ert komin vel á leið. Þessi skref sem þú færð strax  munu hjálpa þér að auka orku, draga úr þrota og auka vellíðan í þínum líkama!

 

Skráningarbónusarnir eru aðeins í boði í örfáa daga eða þar til dyr loka fyrir þjálfun 16.mars!

Ef þú ert tilbúin að gefa kúrinn uppá bátinn og komast við stjórn á þinni heilsu, þyngd og vellíðan og fara að njóta lífsins betur í dag, næstu 4 mánuði og langt frameftir, væri það minn heiður að styðja við þig. 

Ég vil þó að þú vitir að ef Nýtt líf og Ný þú er ekki rétt fyrir þig, sama hver ástæðan er. Þá vona ég að ég hafi tækifæri á að styðja við þig, hvernig sem ég get. 

Verð ég  með þér hverja viku hér með okkar ókeypis vikulegu fréttabréfum og samfélagsmiðlum.

Aftur á móti ef Nýtt líf og Ný þú ER eitthvað sem þú finnur að eigi við þig, komdu þá hér og sköpum Nýtt líf fyrir þig. Það er ekki eftir neinu að bíða!

Ég vonast virkilega til að sjá þig í þjálfun

 

Með ást og kærleik,

Júlía heilsumarkþjálfi

 

P.S. Sjáðu fleiri fleiri árangursögur frá þeim sem hafa lokið Nýtt líf og Ný þú hér. (ath: strax að lokum skráningu í myndbandsþjálfun færðu tafarlausan aðgang að fjórða myndbandinu og flottum árangursögum þeirra sem hafa lokið þjálfun)

 

P.P.S Þekkir þú einhvern sem gæti viljað skapað lífsstíl sérsniðin sér? Segðu frá Nýtt líf og Ný þú þjálfun hér.


7 hlutir til að nota í staðinn fyrir sykur og spennandi tilkynning

Margir hafa sett af stað heilsuvæna hefð á nýja árinu með því að sleppa eða neyta minna af sykri núna aðra vikuna í ókeypis sykurlausri áskorun. Nú er önnur vikan hafin og er hægt að vera með og fá innkaupalista og uppskriftir frá heimasíðunni

Í mars hefst okkar 4 mánaða Nýtt líf og Ný þú þjálfun og í því tilefni hefst ókeypis myndbandsþjálfun, 18.feb þar sem ég gef 4 kennslumyndbönd og leiðarvísi sem kenna þér fyrstu skrefin að því að skapa lífsstíl sem gefur orku, þyngdartap og sá sem þú heldur þér við.

Farðu hér til að tryggja þér ókeypis myndbandsþjálfun! 

7 hlutir til að nota í staðinn fyrir sykur 

 

Stevia

maxresdefault

Á meðan sykur hindrar skilaboð til heila sem gefa merki um að þú sért orðin södd, hjálpar stevia að viðhalda heilbrigðri matarlyst og halda blóðsykursstigi í líkamanum í jafnvægi. Rannsóknir sýna einnig að stevia getur einnig lækkað blóðsykurstig líkamans og unnið gegn sykursýki. Stevia er allt að 200-350 sinnum sætari en hvítur sykur og þarf því afar lítið magn hverju sinni, 2-4 dropar eða 1/2-1 tsk af steviu dufti getur oft verið feikinóg. Fyrir þá sem eru ekki hrifnir af steviu eða finna slæmt eftirbragð af því er upplagt að bæta döðlu eða öðrum sætuefnum hér á listanum við til að vega uppá móti bragðinu.

 

Döðlur

dates-health

Bættu við andoxunarefnum frá döðlum í næstu baksturstilraun. Með lágan blóðsykurstuðul og sætt bragð geta döðlur verið fullkomnar í bakstur á köku, brauði, hráköku, múslíbar eða bara einar og sér. Þær svala þannig sykurþörfinni á mun hollari hátt en hvíti sykurinn.

 

Kakó

cocoa-powder-lead

Gott getur verið að nota lífrænt kakó til þess að svala súkkulaðiþörfinni. Lífrænt kakó er ríkt af járni og magnesíum sem hjálpa þér gegn sykurpúkanum og auka orkuna. Bættu við kakó útá chia grautinn þinn eða búst.

 

Kanil

undefined_wide-4e532178c3fbb65e93fc64e8a24d1b450d045834-s900-c85

Kryddaðu uppá morgunkaffið, te-ið eða grautinn með því að setja smá kanil útá. Kanill gefur sætt bragð og styður við ónæmiskerfið án þess að bæta neinum kalóríum við.

 

Bananar

Banana1

Bananar eru náttúrulega sætir á bragðið, stútfullir af vítamínum og steinefnum, sérstaklega B - 6 og kalíum. Bananar innihalda einnig magnesíum sem getur unnið gegn sykurlöngun.  Bættu bönunum útí búst drykkinn, í hrákökuna eða notaðu sem sætu á bakstrinum.

 

Rúsínur

Með því að setja rúsínur í blandara getur þú búið til góða náttúrulega sætu, sem inniheldur trefjar og andoxunarefni. Þetta er upplagt í baksturinn og kemur skemmtilega á óvart.

 

Hunang

Hunang er andoxunaríkt og gefur góða næringu frá hreinni náttúruafurð. Notið þó sparlega þar sem hunang inniheldur frúktósa sem í of miklu magni getur leitt til hækkunar á blóðsykri og fitusöfnunar..  Njóttu þess að setja smá hunang útí te-ið þitt eða útá dressinguna.

 

Ég vona að þetta gefi þér einhverjar hugmyndir til að prófa áfram næst þegar sykurlöngunin kemur upp.

 

Aðeins 2 dagar í  ókeypis myndbandsþjálfun, tryggðu þér stað á meðan tækifæri gefst hér!

Með skráningu færð þú innsýn í efni úr Nýtt líf og Ný þú þjálfun sem hefst í mars og lærir m.a:

  • 5 skrefa leiðarvísi að varanlegu þyngdartapi, orku og betri heilsu
  • Hvernig megrunarkúrinn eykur fitsöfnun og hvað þú getur gert í staðinn
  • Af hverju við gefumst alltaf upp og hvernig þú getur breytt því
  • Hvernig þú getur aukið vellíðan í þínu skinni og dregið úr bólgum - strax í dag

 

Smelltu hér til að tryggja þér sæti

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi


Drekktu þennan til að slá á sykurþörfina

Fyrsti dagurinn í “Sykurlaus í 14 daga” áskorun hófst í gær með tæpum 20.000 djörfum einstaklingum sem eru skráðir til leiks. Enda hefur sykurát okkar Íslendinga verið til mikillar umfjöllunar og skammtíma og langtíma ávinningar miklir að því að sleppa sykri.

Að sleppa sykri hefur sjaldan verið eins einfald eða hvað þá bragðgott með sykurlaus í 14 daga áskorun. Ef þú ert ekki skráð/ur nú þegar vertu viss um að skrá þig ókeypis hér og fá fyrstu uppskriftirnar og innkaupalistann sendan um hæl.

Í hverri viku styðjumst við, við þrjár lykilfæðutegundir sem geta hjálpað líkamanum að draga úr sykurlöngun þar sem gjarnan er sykurlöngun sprottin af ójafnvægi í næringu eða lykilvítamínum eins og þessum.  Til að slá á sykurþörfina er þetta lykilatriði. Sjáðu hér fæðutegundir úr okkar fyrstu viku

 

Copy of Copy of Copy of Copy of Untitled design

 

Hér kemur svo dásamlegur sykur “detox” drykkur sem slær á sykurþörfina.

 

Græn sykur detox

~ fyrir 2

4 góð Handfylli af blaðgrænu (spínat/lambhagasalat)

1/2 gúrka

1 lífrænt epli

1 banani eða 1 avocadó

6 msk sítrónusafi

5 msk Chia fræ

1 msk Möndlusmjör

4 bollar möndlumjólk

 

DSC_nota

 

1.Setjið allt í blandara og hrærið. Bætið við 1-2 dropum steviu fyrir sætara bragð.

Hollráð: Tvöfaldaðu uppskriftina og geymdu í kæli í 2 daga. Neyttu um morguninn og seinnipart.

Smelltu hér til þess að vera með

Sjáðu hvað þú gætir átt von á með því að sleppa sykri í 14 daga…

 

“Betri líðan, jafnari orka og aukin vitund um það sem maður borðar. Svo er þetta er líka þræl gaman, maður hefur gott að því að skoða almennilega hvað maður lætur ofaní sig.” — Svanbjörg Pálsdóttir

“Þetta opnaði augu mín algjörlega fyrir öllum leyndu gildrunum. Mér hefur liðið alveg rosalega vel og finnst maturinn alveg hreint snilldarlega og syndsamlega góður.” — Lovísa Vattnes

“Ég er búin að missa 5kg og verkir í höndunum farnir og sef miklu betur. Ég hef ekki fengið höfuðverk eða slæmt mígreniskast síðan ég byrjaði sem er æði og ég er orku meiri :D” — María Erla Ólafsdóttir

 

 

Ef þér líkaði greinin, smelltu á like á facebook og deildu með vinum og ekki hika við að skrá þig í sykurlausu áskorunina, sykurleysið verður bráð leikur einn fyrir þér

Umfram allt eigðu yndislega viku

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi


7 hlutir sem geta gerst þegar þú sleppir sykri

IMG_0611

 

Það eru aðeins 3 dagar þar til fyrstu uppskriftir og innkaupalisti fara út til yfir 17.000 þátttakenda sem eru skráð í “Sykurlaus í 14 daga” áskorun sem hefst svo næsta mánudag. Ég hef alltaf jafn gaman af því að setja saman nýjar sykurlausar uppskriftir sem slá á sykurþörfina, bragðast dásamlega og taka lítinn tíma í undirbúning. Hérna sérðu mynd frá sykurlausu myndatöku um helgina.

Ert þú búin að skrá þig? Þátttaka er ókeypis, svo smelltu hér til að skrá þig.

Dásamlegir hlutir geta fylgt því að sleppa sykri, hér koma 7 helstu heilsuávinningar að því að sleppa sykri.

 

Hægðu á öldrun

Vissir þú að sykur flýtir fyrir öldrun? Umfram magn af sykri getur breytt uppbyggingu kollagens í húðinni. Þetta veldur bólgum sem veldur því að húðin verður stíf og óteygjanleg sem orsakar ótímabærri öldrum í húð, sem gerir að verkum að við lítum út fyrir að vera eldri og húðin dauflegri.

Háskólinn í Hollandi gerði rannsókn á yfir 600 konum og körlum sem sýndi að þeir sem voru með háan blóðsykurstuðull litu út fyrir að vera eldri en þeir sem voru með lægri blóðsykurstuðull. Fyrir hver 180 gröm af glúkósa á hvern líter af blóði var áætlað að aldur færi upp um 5 mánuði.

 

Sofðu betur

Ójafnvægi í blóðsykri er talið vera næst algengasta orsök svefnleysis.  Blóðsykursfallið sem gerist með sykurneyslu veldur því að líkaminn losar um hormón sem getur örvað heilastarfsemi og vakið okkur. Með því að halda blóðsykrinum í jafnvægi yfir daginn sleppir þú við þessar sveiflur og getur sofið mun betur.

 

Jöfn orka yfir daginn

Þar sem sykur er brotinn niður hratt í líkamanum, skíst blóðsykurinn upp og heilinn hættir að framleiða Orexin, efni sem hjálpar okkur að einbeita okkur og vera vakandi. Að leita í sykur fyrir orku seinni part getur orsakað vítahring eftir gervi orku og stöðvað náttúrulega getu líkamans að halda jafnvægi yfir daginn. Sykurlaust millimál eða stuttur göngutúrar geta hjálpað að viðhalda orkunni yfir daginn.

“Mun meiri orka og jafnari, ekki að sofna seinni partinn  - Ísey Jensdóttir

 

Horfðu á kílóin hverfa

Með því að sleppa sykri tala margir um að þeir sjái kílóin hverfa, þá sérstaklega í kringum kvið og handleggi. Mikið af sykruðum mat í langan tíma getur ollið því að við myndum viðnám gegn hormóninu Insúlíni, sem fær líkama okkar til þess að mynda fitu og hægja á brennslu. Þegar þetta ferli er hafið þá getur verið erfitt að snúa því til baka, þess vegna betra að fyrirbyggja það með minni sykurneyslu.

Líkaminn okkar þekkir best hvernig okkur líður best og hann leitar stöðugt eftir því að finna jafnvægi. Hvort sem það jafnvægi sé að léttast, þyngjast örlítið eða halda þér í stað. Því er óhætt að hefja sykurlaust mataræði ef þú vilt ekki léttast, það á ekki endilega við okkur öll.

“Mér líður svo vel á þessu sykurlausa fæði búin að missa 5kg og verkir í höndunum farnir og sef miklu betur “- María Erla

 

Hættu að vera háð sykrinum

Ert þú sífellt með löngun í eitthvað sætt? Samkvæmt Dr. Mark Hyman, er líffræðilegt ferli keyrt af hormónum og taugaboðum þar á bakvið sem fær okkur til þess að kalla á sykur og einföldu kolvetni. Eina leiðin til þess að losa um þennan vítahring er að hreinsa líkamann af sykrinum fyllilega.

Sykur er talin allt að 14 daga að fara úr líkamanum og því góð ástæða að sleppa honum alveg í þann tíma til að öðlast þannig frelsi frá sykurpúkanum. Ef þig skortir uppskriftir, leiðarvísi og stuðning að því að sleppa sykri, vertu með í okkar sykurlaus í 14 daga áskorun með skráningu hér!

 

Minnkaðu líkur á mörgum kvillum og sjúkdómum

Sykur hefur verið tengdur við margskonar sjúkdóma og er í dag ein helsta orsök sykursýki 2, þunglyndis, síþreytu, ófrjósemi, hjartasjúkdóma og ofþyngdar. Með því að sleppa sykri ertu að minnka líkur þínar á þessum sjúkdómum til munar og stuðla að heilbrigðara og orkumeira lífi.

 

Láttu þér líða vel að innan sem utan

Rannsókn frá Bretland sýndi fram á sterk tengsl á milli sykurneyslu og þunglyndis. Talið er að sykur hafi tvenns konar áhrif á heilann en í fyrsta lagi bælir hann virkni á mikilvægu vaxtarhormóni BDNF. þeir sem þjást af þunglyndi og geðklofa eru þekktir fyrir að hafa lág gildi af BDNF í heilanum.

Í öðru lagi, veldur það keðju af efnahvörfum sem stuðla að langvarandi bólgum í líkamanum. Talið er að bólgur stuðli að óteljandi heilsufarsvandamálum ásamt því að veikja ónæmiskerfið og hafa áhrif á heilann.

Byrjaðu nýja árið sykurlaus og sátt/sáttur!

Það er ekki eftir neinu að bíða, taktu þátt í áskoruninni með skráningu hér og fáðu sendan innkaupalista og uppskriftir sem styðja við sykurlaust líf.  Verður áskorunin með nýjum og skemmtilegum gestum, samstarfsaðilum og leikjum sem þú vilt ekki missa af.

Líkaðu við og deildu með kostum þess að vera sykurlaus á facebook.

 

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi


5 sekúnda prófið sem segir þér hvort þú þurfir að sleppa sykri

Hefur þú velt fyrir þér hvort þú ættir að hætta í hvíta sykrinum?

Við settum upp skemmtilega mynd í tilefni að “sykurlaus í 14 daga” áskorun til að hjálpa þér að svara þeirri spurningu og sýna þér á 5 sekúndum hvort þú þurfir að sleppa sykri.

Þegar við tölum um að sleppa sykri erum við raunverulega að tala um að sleppa frúktósa að mestu. Frúktósi hefur verið tengdur við ýmis neikvæð einkenni

Þar með talið mörg áþreifanleg einkenni sem sjá má hér að neðan:

 5 sekúnda prófið sem segir þér hvort þú þurfir að sleppa sykri (2)

 

 

Ef þú hefur fundið nokkur (eða mörg) einkenni hér að ofan eiga við þig, gæti það að sleppa sykri verið rétta skrefið í átt að betri heilsu og líðan. Ef þú heldur að sykurleysið verði erfitt eða leiðigjarn hefur þú greinilega ekki prófað okkar ókeypis sykurlaus í 14 daga áskorun sem hefst bráðum. Við sendum þér vikulegan innkaupalista, 1 nýja uppskrift fyrir hvern dag vikunnar og hollráð.

 

1. Sykur er hreinsaður út úr kerfinu

Sykur virkar líkt og fíkn í líkamanum og ef sykur er ennþá í kerfinu kallar hann eftir ennþá meiri sykurs. Með því að sleppa sykri í heila 14 daga (sá tími sem það tekur sykur að fara fyllilega úr líkamanum) getur þú upplifað að sykurlöngun hverfi og létt á þeim einkennum sem fylgja sykurneyslu. Þó er mælt með að allir taki sykurleysið á sínum hraða og liggur ákvörðunin hjá þér hvort þú viljir taka hann alveg út eða að hluta.

2.  Næringarefni bætt við sem orsaka sykurlöngun

Skortur á ákveðnum vítamínum og steinefnum eins og magnesíum og zink geta orsakað löngun í sykur. Í sykurlausri áskorun er lögð áhersla á að bæta við fæðu sem er rík af þessum nauðsynlegum vítamínum og steinefnum og þannig slá náttúrulega á sykurlöngun.

3. Gómsætt og gott

Eitt af mikilvægu hlutunum sem þarf að hafa í huga þegar á að sleppa sykri er að hvað kemur í staðinn og bragðist vel. Því engin okkar heldur út leiðingjarnt mataræði. Leggjum við uppá gómsætar uppskriftir sem hæfa byrjendum jafnt sem lengra komnum.

,,Mér líður rosalega vel og finnst maturinn alveg hreint snilldarlega og syndsamlega góður.” - Lovísa Vattnes

,,Mér líður svo vel á þessu sykurlausa fæði búin að missa 5kg og verkir í höndunum farnir og sef miklu betur, Og ég hef ekki fengið höfuðverk eða slæmt mígreniskast síðan ég byrjaði sem er æði og ég er orku meiri :D” — María Erla Ólafsdóttir

Komum þér af stað í nýja árið, sykurlaus og sáttari, skráðu þig til leiks hér ókeypis!

 

Hvaða einkenni hér að ofan tengir þú við? Heldur þú að það sé komin tími að sleppa sykri?

Líkaðu svo við og deildu með á facebook sérstaklega ef þú átt vin/vinkonu sem er að berjast gegn sykurpúkanum.

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi


7 einfaldir hlutir sem minnka sykurlöngun og ókeypis sykurlaus áskorun!

Sykurneysla íslendinga hefur farið gríðarlega vaxandi síðustu ár og er í dag einn helsta orsök sykursýki 2, þunglyndis, síþreytu, ófrjósemi, hjartasjúkdóma og ofþyngdar.

Sykur er aðgengilegasta “fíkniefnið” þarna úti og tekur allt að 14 dögum að fara úr líkamanum samkvæmt Sara Givens næringarsérfræðingi og metsöluhöfundi.

Góðu fréttirnar eru að 14 daga sykur laus áskorun er framundan og skráning hafin ókeypis núna. Með henni hreinsum við sykurinn fyllilega úr líkamanum, borðum gómsæta fæðu og losnum við sykurþörfina.Farðu hér til að skrá þig í áskorunina 8.febrúar með ókeypis þátttöku!

14.000 manns voru með í okkar síðustu áskorun og töluðu þátttakendur um að geta losnað við 3-5 kg, aukið orkuna og bætt svefn til muna!

Hér eru 7 leiðir til að byrja að hreinsa út sykurinn

 

1) Fáðu þér glas af vatni þegar sykurlöngun gerir vart við sig og athugaðu hvort löngunin minnkar ekki. Drekktu uppí 8 glös af vatni á dag.

2) Bættu við ávöxtum og/eða grænmeti sem hafa náttúrulega sætu og trefjar. Epli, bananar, sætar kartöflur eða rófur eru góð dæmi um fæðu sem getur hjálpað við að svala sykurþörf þar sem þau eru nátturulega sæt.

3) Fáðu þér grænan og góðan í morgunsárið.

Grænu laufblöðin hjálpa að draga úr löngun í sykur, þar sem sykurlöngun er gjarnan afleiðing af ójafnvægi eða skorti á næringarefnum eins og m.a magnesíum, króm eða skorti á fitu eða próteini í mataræðinu.

4) Lestu innihaldslýsinguna á þeim vörum sem þú kaupir og gerði þitt fremsta að forðast “falin sykur” eins og t.d dextrose, fructose, high-fructose corn syrup, molasses, sorbitol.

5) Bættu avókadó eða kókosolíu út í boost drykkinn. Góð fita hjálpar til við að halda blóðsykursjafnvægi í líkamanum og eykur seddu.

6) Taktu inn bætiefni sem styðja við jafnvægi. D-vítamín er íslendingum lífsnauðsynlegt en einnig eru til fleiri bætiefni sem geta minnkað sykurþörfina eins og Zink, Magnesíum og króm. Sykurþörfin getur komið hjá mörgum eingöngu vegna skort á eitthvað af þessum þremur næringarefnum.

7) Vertu viss um að borða jafnt yfir daginn. Að borða lítið yfir daginn þýðir að við borðum gjarnan meira á kvöldin þegar meltingarstarfsemi er hægar, einnig getur þetta ollið neikvæðum streituáhrifum og meiri sykuþörf. Gerðu þitt fremsta að halda máltíðum og millimálum yfir daginn og forðastu að missa úr máli.

 

Vertu með í næstu 14 daga sykurlausu áskorun. Sykurlaust hefur varla smakkast betur. Farðu hér til að skrá þig ókeypis og fá þannig 1 sykurlausa og næringarríka uppskrift á dag, hollráð, stuðning að sykurlausu lífi.

Þú munt fljótt komast að því að sykurlaust líf er sko alls ekki leiðingjarnt heldur getur það verið “syndsamlega gott” eins og ein orðaði það hjá okkur

 

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband