Færsluflokkur: Lífstíll

Nýtt ár, nýtt útlit og ný síða

Gleðilegt Nýtt ár

Takk fyrir það sem er liðið og vona ég innilega að árið í vændum verði enn heilsusamlegra og gæskuríkara.

Ég er ofboðslega þakklát fyrir að fá að skrifa til þín vikulega og hjálpa þér á einhvern hátt að taka skref að léttari líkama, meiri orku og vellíðan með lífsstílsbreytingu.

Með Nýja árinu, vildi ég gefa þér innskot inní hvernig árið hjá okkur Lifðu Til Fulls mun líta út ásamt því að segja þér spennandi fréttir! (sem ég hef beðið í 6 mánuði með að segja þér frá!)

Í dag fer í loftið ný heimasíða, www.lifdutilfulls.is með nýju útliti! Síðan er full af fróðleik og gerir upplifun þína á bloggi, uppskriftum og ofurfæði ennþá ánægjulegri.

 

nytt-ar-nytt-utlit-og-ny-sida

 

Annað sem hefur veit mér svo mikla gleði og spennu síðasta árið er að skapa uppskriftir, sem styðja við þyngdartap og orku en líka bragðast ómótstæðilega, fyrir uppskriftabók mína sem kemur út í bókabúðir um land allt (meira neðar)

Hér fyrir neðan hef ég sett upp lítinn leiðarvísi sem getur hjálpað þér að fá sem mest úr upplifun þinni á nýju síðunni:

Þetta hefur verið skemmtilegt ferli að breyta henni til hins betra og það gleður mig mikið að þú getir nú notið góðs af henni!

 

Uppskrifta dálkurinn

Uppskriftadálkurinn hefur verið algjörlega umbreyttur sem gerir upplifun þína að uppskriftum við að þyngdartapi og orku auðvelda og skemmtilega þar sem við höfum nú fullt af nýjum myndum. Geturðu lesið þig til um helstu innihaldsefni í fæðu sem styðja við orku og þyngdartap og er það flokkað í 3 flokka Grænmeti, Hnetur & Fræ og Kryddjurtir. Sérðu uppskriftirnar nú flokkaðar undir Drykki, Morgunmat, Snarl, Salöt, Aðalrétti og ekki má gleyma Sætubitum. Lestu svo um mín helstu Ofurfæði og sjáðu hvaða góðu uppskriftir ég hef undir hverju og einu.

 

 

Um okkur dálkurinn

Um okkur dálkurinn er nú skiptur í 3 flokka þar sem þú getur lesið um mig og af hverju ég byrjaði lífsstíl minn. Í “um okkur” má lesa meira til hvað við gerum og sjá má þau fallegu andlit sem starfa bakvið Lifðu Til Fulls. Einnig má lesa til um þau góðgerðarmál sem við styrkjum þegar þú kaupir eða gengur í þjálfun hjá okkur.

 

Árangursögurnar

Fáðu hvatningu að því að þú getur breytt um lífsstíl með því að lesa yfir þær ótal árangursögur frá þeim sem hafa lokið þjálfun hjá okkur. Kannski kannastu við eitthver andlit…

 

Bloggið

Sjáðu nú bloggið 3 ár aftur í tíman, þetta gæti tekið smá tíma en er engu að síður nóg af heilsuvisku og ráðum til að koma þér af stað að breyttum lífsstíl.

 

Bloggið er nú skipt upp í 8 flokka sem gerir þér auðvelt að sækja nákvæmu ráð í því sem þú þarfnast. Lestu til milli Mataræðis, Þyngdartap, Orku, Lífsstíls, Skjaldkirtils, Hreyfingu, Hamingju, og Hugarfars.

 

Þjálfun dálkurinn

Fáðu það þyngdartap sem þú þráir, öðlastu betri líðan og fáðu orku alla daga í þjálfun með mér. Byrjaðu á 5 daga matarhreinsun, Vertu með í næstu Nýtt líf og Ný þú 4 mánaða lífsstílsþjálfun eða fáðu lúxus upplifun í heilum degi með mér þar sem við verslum, eldum saman og förum yfir allt sem snýr að lífsstíl þínum.

 

Uppskriftabók væntanleg…

Bókin verður með uppskriftir fyrir allt sem þú getur ímyndað þér, allar styðja við þyngdartap, orku og vellíðan! Er fæðan laus við glúten, mjólkurafurðir, hvítan sykur, egg og verður mestmegnis Vegan uppbyggð (en þó er kafli fyrir kjöt sem ég tileinka eiginmanni mínum og hjálp minni í hans lífsstílsbreytingu)

Hefur bókin verið í fæðingu síðustu 4 ár og veit ég að hún mun hjálpa þér að breyta um lífsstíl varanlega!

 

Árið 2016 hjá okkur

Við munum halda áfram með okkar sívinsælu ókeypis sykurlausu áskoranir sem við höldum 2-3 yfir árið,farðu hér til að vera með í næstu áskorun sem byrjar eftir örfáar vikur!

Í haust tekur svo aftur við okkar 4 mánaða lífsstílsþjálfun sem hefur í dag hjálpað yfir hunduðum konum og hjónum að setja lífsstílsbreytingu í fastar skorður og finna hvað gefur þeim orku, þyngdartap og vellíðan!

 

 

 

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi


Jólabooztið sem styður við þyngdartap

Fyrir ári varð vínkona mín húgt á Acai-dufti

Hún vissi samt ekkert hvað hún átti að gera með Acai berin en hún varð að fá þau.

Það endaði með að ég birtist heim til hennar með stóra jólakörfu með Acai dufti, Acai- og bláberja tei og Acai súkkulaði svona uppá grínið og skemmtum við okkur vel að útbúa mismunandi Acai tilraunir.

Þú ert kannski forvitin að heyra af hverju vinkona mín varð svona húgt á Acai?

Málið er að Acai duftið er náttúrulegt ofurfæði sem er þekkt fyrir þyngdartaps eiginleika sína og hefur duftið farið sigurförum í heilsuheiminum síðastliðin ár og er góð ástæða fyrir því.

Acai berin eru stútfull af andoxunarefnum og nauðsynlegum amínósýrum og steinefnum.

Einnig eru þau ótrúlega bragðgóð og sérstaklega með dökku súkkulaði, sem sakar ekki.

Ef þú vilt bara auka orkuna en ekki léttast er þér öruggt að fá þér Acai duftið og nýtur líkaminn þá frekar góðs af góðu andoxunarefnunum og öðrum kostum Acai ofurfæðunar.

Í dag fannst mér tilvalið að gefa þér uppskrift af Acai jólaboozti, enda tilvalin svona yfir hátíðhöld með tilheyrandi kræsingum.

Því með því að hlúa að þinni heilsu geturðu fyrirbyggt ofát eða að þú gleymir að fá þér að borða.

Ef þú varst ekki búin að næla þér í jólagjöfina frá mér með vikulegri áætlun sem styður við heilsu þína á hverju degi geturðu sótt hana hér :) 

 

 

melbournes-best-acai-bowls-550x550

ACAI JÓLABOOZT
~ UPPSKRIFT FYRIR 2

2 tsk acai duft

4  handfylli af spínati*

½ avocadó (eða banani)

handfylli kakónibbur eða hrátt lífrænt kakó

2 tsk chia fræ

3 msk af kasjúhnetum (ath ekki ristaðar, né saltaðar)

4 dropar stevia

1 bolli bláber

1 1/2 bolli vatn og nokkrir klakar

 

*Fyrir þá sem eru með vanvirkan skjaldkirtil, notið lambhagasalat í stað spínats.

Blandið allt saman þangað til mjúkt og kekkjalaust. Njótið strax.

Önnur skemmtileg leið að njóta Acai Jólabooztsins er í skál með skeið og þá toppað með ferskum berjum og/eða uppáhalds múslíinu þínu.

 

Acai duftið fæst í verslunum Nettó og frábært frá Rainforest merkinu.

 

Kæra vínkona ég kveð þig að sinni og bíð þér gleðilegrar hátíðar, það hefur verið sannur heiður að fá að skrifa til þín á árinu.

 

Jólaknús, heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

Og Lifðu til fulls teymið

 

p.s Ekki gleyma svo að sækja jólagjöfina frá mér :) Vikuleg áæltun til að hlúa að þinni heilsu fæst ókeypis með skráningu hér.

Gleðileg jól!


Piparkökubústið sem styður við þyngdartap

Það líkist ekkert á við góðan drykk sem bæði lyktar og bragðast eins og jólin og þú veist að þú getur drukkið með góðri samvisku.

Hér kemur piparkökubústinn sem styður við þyngdartap, orku og kemur jafnvægi á kræsingar og konfekt áti sem tilheyrir svo oft hátíðunum.

Ef þú varst svo ekki búin að næla þér jólagjöfina frá mér með einn hlut til að gera fyrir heilsu þína í 10 mín á dag í skemmtilegu dagatali frá mér, Náðu í hana hér á meðan þú getur. :)

Ég verð að játa að ég er ekkert sérstaklega hrifin af piparkökum en þessi dásamlegi piparkökubúst finnst mér æðislegur. 

Þessi dásamlegi boost gefur öll þau góðu brögð sem piparkökur innihalda, og tryggir að þú komist í jólaskapið. Til viðbótar við bragðið gefur hann líka góða næringu.

Kanil hjálpar til við að stjórna blóðsykri og getur unnið gegn sveppasýkingum og bakteríumyndun í líkamanum. Hann hjálpar einnig til gegn uppþembu og styður við losun á kviðfitu.

Engifer hjálpar meltingunni og hjálpar til gegn bólgum í líkamanum. Það eru fleiri frábær innihaldsefni í drykknum eins og kardimommur, sem er frábært fyrir hreinsun líkamans.

Kókosmjólkin í uppskriftinni getur einni stutt við þyngdartap þar sem uppbygging kókoshnetunnar gerir okkur auðveldara fyrir að brenna henni í orku. Einnig er kókosmjólkin góð fyrir meltingu og hjálpar okkur að upplifa orku og seddu yfir daginn. (samkvæmt eatingwell og bbcgoodfood).

gingerbread-smoothie1

PIPARKÖKU BÚSTIN FYRIR ÞYNGDARTAP 

    1 dós kókosmjólk

    2 msk möndlusmjör

    ¼ tsk kanil

    ¼ tsk engiferkrydd

    2-4 dropar steiva eða  1 tsp hlynsíróp/hunang/agave/

    ¼ tsk múskat

    ¼ tsk muldar kardimommur

    1 bolla ísmolar

    ½ frosinn banani

1. Setjið allt í blandara og hrærið þar til vel sameinað. Neytið sem búst eða í skál með skeið. Neytið um strax fyrir jólaskap og hlýju.

 

Kæra vínkona ég kveð þig að sinni og bíð þér gleðilegrar hátíðar, það hefur verið sannur heiður að fá að skrifa til þín á árinu.

Jólaknús, heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

Og Lifðu til fulls teymið

p.s Þú getur enn sótt jólagjöfina frá mér hér, með daglegum skrefum að þyngdartapi og orku. Áætlunin gefur þér skref að betri lífsstíl, mataræði og hreyfingu og tekur aðeins 10 mín á dag. (Hún fæst ókeypis með skráningu hér.)


7 ráð fyrir holl jól

7 sæt RÁÐ AÐ ORKU OG VELLÍÐAN FYRIR JÓL

Flest okkar búa við streitu og taka eftir þreytu og óskýrri hugsun sem henni fylgir. Annað sem fylgir streitu sem ekki mörg okkar vita er að streita hægir á brennslu og getur aukið insúlínmagn sem leiðir þannig til fitumyndunar.

Í jólaáætlun okkar leggjum við sérstaklega uppá dagleg hollráð sem styðja við jafnvægi á orkustigi, skapi og brennslu. Það gerir að verkum að þú ert viðbúnari þegar kringumstæður koma upp sem gætu orsakað streitu.

Náðu í jólaáætlunina hér fyrir jafnvægi, orku og þyngdartap hér og notaði þessi 5 einföldu ráð fyrir meira jafnvægi þessi jól.

 

shutterstock_223147579 copy

1. Andaðu

Eitt það mikilvægasta fyrir heilsuna að mati Dr. Andrew Weil, metsöluhöfundar er að anda djúpt og vel. Þetta styður við langlíf, heilsu og minnkar streitu sem er í dag talin allt að 90% orsök sjúkdóma.

Taktu þér 30 sek pásu frá því sem þú ert að gera þegar þú finnur fyrir því að þú eigir allt óklárað og andaðu 4 góða og djúpa andardrætti með því að draga andann djúpt inn um nasirnar og út um munninn!

 

2. Ekki koma of svöng í jólaboðið

Forðastu að mæta of sársvöng í jólaboðið eða veisluhöld þar sem það getur ýtt undir ofát. Fáðu þér eitthvað um klukkutíma áður en þú mætir  eins og grænan drykk, mandarínu eða epli og lúku af möndlum. Það mun hjálpa þér að missa þig síður yfir kræsingunum og fá þér passlega á diskinn þess í stað. Þú getur þannig farið sátt og sæl frá kvöldinu.

 

3. Ekki missa úr máli

Ekki sleppa hádegismat sama hversu annríkt þú telur þig hafa, kaffi og smákökur telst ekki með. Þetta getur leitt til þess að við borðum meira yfir kvöldverð og að missa úr máli getur orsakað hægari brennslu.  Einnig getur svengd orsakað lélegri ákvarðanir, einbeitingaskorti, sykuráti og streitu þar sem blóðsykur okkar er úr jafnvægi.

Ég tek gjarnan með mér rauðrófusafa, boost  eða hrástöng (raw bar) til að halda blóðsykri í jafnvægi.

 

4. Hreyfðu þig í 5-10 á dag að lágmarki.

Hreyfing styður við hjarta og æðakerfið þitt og kemur brennslu af stað fyrir daginn. Þegar hjarta og lungu starfa betur hefur þú meiri orku til þess að sinna daglegum verkefnum.. Þú getur farið í göngu um morgun eða um miðjan dag eða gert nokkrar æfingar heima.

Náðu í jólaáætlun með nokkrum einföldum æfingum hér.

 

5. Fáðu þér meira af grænmeti á diskinn. 

Með meira af grænmeti á diskinn þinn verður minna pláss fyrir reykta kjötið eða aðrar kjötafurðir. Grænmeti styður við hreinsun og inniheldur mjög lítið af kaloríum. Sem dæmi inniheldur 500 gr poka af spínati rúmlega 100 kaloríur Þar sem grænt grænmetið er sérstaklega ríkt af B-vítamínum getur það hjálpað þér að vinna gegn streitu.

 

6. Gerðu eitthvað fyrir þig í 10 mínútur á dag.

Það er engin ástæða til að að nota allan jólamánuðinn sem afsökun til þess að missa okkur í óhollustu því þú ert raunverulega góð við sjálfa þig þegar þú styður við heilsuna mestmegnis af jólamánuðinum. Fylgdu daglegu ráðleggingum frá jólaáætluninni og gerðu eitthvað fyrir þig í 10 mín á dag.

 

7. Passaðu sykurinn og gerðu þinn eigin sætumola.

Fáðu 7 sætar og góðar uppskriftir til að narta í hér í Sektarlaus sætindi rafbók ókeypis

Tryggðu þér þitt eintak af jólaáætlun og fáðu vikuáætlun fyrir orku og vellíðan yfir jól. Náðu í hana hér á meðan þér býðst með því að skrá þig og deila með vinum á facebook. 

 

Óskum þér gleðilegra jóla

Júlía heilsumarkþjálfi og Lifðu til fulls teymið

 

 


Náðu í jólaáætlun að þyngdartapi og orku

Í ár ákvað ég að gera sjálf aðventukransinn og skreytti heimilið rauðum kertum, greinum og könglum. Að mínu mati er fátt huggulegra en kertaljós og jólasöngvar á dimmu vetrarkvöldi.

Kappmál okkar ætti að vera að taka eftir því litla og töfralega sem gerist á hverjum degi þennan mánuð, því streitan bætir engu við líf okkar og þá sérstaklega ekki heilsuna.

Leyndardómurinn er fólgin í því að gefa fyrst til þín, þótt það sé ekki nema 10 mín á dag.

Við hjá Lifðu til fulls viljum gefa þér jólagjöf með áætlun sem tekur þig 10 mín á dag og hjálpar þér að lifa betur í núinu, styðja við þyngdartap og auka orkuna þessi jól.  Öll höfum við 10 mín á dag (ef ekki, gætir þú þurft að endurskoða forgangsröð þína).

 

Náðu í jólaáætlun þína hér. 

Screenshot 2015-12-07 10.46.52

Til að fá jólaáætlunina þarftu einfaldlega að skrá þig með nafni og netfangi og deila henni með vinum þínum á facebook og gefa þannig þér og vinum þínum gjöf af heilsu yfir jól líka.

Þegar þú hefur skráð þig og deilt sendum við þér jólaáætlunina í fallegu pdf formi til útprentunar og þú getur hafist handa að sáttari jólum, aðeins 10 mín á dag.

 

Óskum þér gleðilegra jóla

Júlía heilsumarkþjálfi og Lifðu til fulls teymið


Hvernig á að skipta út sykri í bakstri og uppáhalds smákökurnar mínar!

 

Aðventan býður uppá margar freistingar.

Ilmurinn frá nýbökuðum smákökum á köldum vetrardegi er erfitt að standast, það er því upplagt að gera þær sætar og góðar fyrir þig líka.

 

Í dag fást svo ótal margar tegundir af hollum og góðum sætuefnum sem sniðugt er að skipta út fyrir hefðbundinn hvítan sykur og betrumbæta uppskriftina að heilsunni.

Það er bara svo huggulegt að eiga eitthvað sem þú getur nartað í og hvað þá með góðri samvisku.

 

 

MYNDHVERNIG Á AÐ SKIPTA ÚT SYKRI Í JÓLABAKSTRINUM

Það er einfalt að skipta út hefðbundnum hvítum sykri fyrir náttúrulegri sætu í jólabakstrinum án þess að skerða bragð eða að nokkur setji útá það.

Hér eru nokkur náttúruleg sætuefni (þá á ég við sætuefni sem fást frá náttúrunnar hendi en eru ekki unnin sem sykuralkahól) sem má skipta út fyrir í jólabakstri. Sjálfsagt er listinn ekki tæmandi, en hann samsvarar uppgefið magn af einum bolla af hefðbundnum hvítum sykri.

Sjálfsagt má minnka magn sætu ef þú ert ekki vön að neyta sykurs daglega. Hægt er að nálgast sætuefnin í heilsuvöruverslunum og mörgum verslunum í dag og alltaf mikilvægt að kaupa lífrænt og/eða gæða vöru þar sem hún inniheldur fleiri næringarefni, bragðast gjarnan betur og er hollari fyrir þig...

 

 

 

 

HOLLAR OG SÆTAR SÚKKULAÐIBITAKÖKUR JÚLÍU

IMG_1995-2

Vegan, sykurlausar, glútenlausar. Dásamlegar.

 

Þú trúir varla að þessar séu hollar.

 

1 bolli glútenlausir hafrar, malaðir

1 1/4 bolli möndlumjöl

1/2 tsk. matarsódi

1/2 tsk. vínsteinslyftiduft

1/2 tsk. salt

1/2 bolli + 1 msk ólífuolía

1/4 bolli hunang

4-6 dropa steviu

1 tsk. vanilludropar

1/2 bolli lífrænt 70% súkkulaði eða dekkra

 

1. Forhitið ofn við 180°C .

2. Malið hafrana í matvinnsluvél eða blandara þar til úr verður hveitiáferð. Sameinið möndlumjöl, malaða hafra, matarsóda og lyftiduft í stóra skál.

3. Sameinið olíu, hunang og vanilludropa í litla skál.

4. Sameinið blautu blönduna í litlu skálinni við þurrefnin í stóru skálinni og hrærið saman með sleif. Bættu við söxuðu súkkulaði.

5. Takið deigið með matskeið og setjið á bökunarpappír. Hafið hverja köku um 4 cm með því að dreifa aðeins úr þeim með blautum fingrum og hafið 4 cm á milli þeirra.

6. Bakið við 180°C í 12-15 mín. og slökkvið þá á ofninum. Látið kökurnar bíða í ofninum í um 7-10 mínútur áður en þær eru fjarlægðar úr ofninum. Látið kólna.

 

Njóttu með kaldri möndlumjólk í samveru við fjölskyldu!

 

Langar þig í fleiri ljúffengar uppskriftir smelltu hér fyrir ókeypis rafbók með 7 einföldum uppskriftum.

 

Heilsa og kærleikskveðja

 

Júlía heilsumarkþjálfi


Í staðinn fyrir hafragrautinn í fyrramálið, prófaðu þetta!

Eitt af mínum helstu ráðum þegar hefja á lífsstílsbreytingu er að byrja að breyta morgunsiðum til hins betra.

Góð byrjun gefur start að heilsusamlegum degi og sýna rannsóknir að það hjálpar til við þyngdarstjórnun, einbeitingu yfir daginn og jafnvel lækkun kólesteróls.

Nýlega deildi ég 5 fæðutegundum sem geta aukið brennslu og minnkað kviðfituna hér.

Heilir hafrar eru þar helst upp taldir. Rannsóknir (1, 2) sýna að það að neyta hafra getur hjálpað til við að léttast, þ.e.a.s ef þú ert ekki með glútenóþol að neinu leiti. Heilir hafrar eru í sínu upprunalegu formi á meðan haframjöl eins og flestir nota, er þegar hafrarnir hafa verið soðnir og flattir út. Þannig geymast þeir lengur og þú ert  fljótari að matreiða þá. Með smávægis undirbúningi er hægt að stytta eldunartíma með heilum höfrum eins og sjá má með uppskriftinni hér að neðan

Hér kemur hlýlegur og seðjandi morgungrautur með eitthvað af þeim 5 fæðutegundum sem hlýjar líkamann og kemur brennslu af stað. Ekki að minnast að hann bragðast dásamlega..

shutterstock_185461556

HLÝLEGUR HAFRAGRAUTUR MEÐ CHIA OG KANIL

½ bolli heilir hafrar (lagðir í bleyti yfir nótt)

1 bolli möndlumjólk/önnur hnetumjólk/vatn

1 tsk kanill

1/4 tsk cayenne pipar

3-4 dropar stevia

Hnífsoddur salt

 

Útá er bætt við

Chia fræ (lögð í bleyti)

¼ bolli niðurskorinn epli/banana (val)

1-2 msk niðurkornar pecan/valhnetur/möndlur (val)

  1. Leggðu hafra í bleyti yfir nótt. Daginn eftir máttu hreinsa hafrana.
  2. Bættu við hnetumjólk eða vatni og eldaðu Heila hafra í potti eins og þú myndir gera venjulega hafra en í 30 mín.
  3. Þegar tilbúið bættu við kanill, cayenne, salti, steviu og chia fræjum.

 

Til að flýta fyrir má elda hafrana að kvöldi í 1 mín við suðu, slökkva á hellunni og daginn eftir er þetta rétt hitað upp með örlítið meira af möndlumjólk/hnetumjólk ef þess er óskað.

Aðrar útfærslur:

  • Fyrir kakó graut bættu við 1 msk af lífrænu kakó dufti
  • Fyrir meira prótein bættu við 1-2 msk af hemp fræjum eða/og möndluflögum
  • Fyrir graskers- og þakkargjörðarútgáfu má bæta við 1/4 tsk múskat, 1/4 tsk negul, 1/4 tsk engifer

 

Grænt te var fimmta fæðutegundin sem getur aukið brennslu, því er upplagt að drekka góðan bolla af grænu te með.

Njóttu fyrir dásamlegan morgun.

 

Líkaðu svo við á facebook og deildu með vinum þínum fyrir léttari jól.

 

heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi


10 hlutir sem styðja við hreinsun og þyngdartap

Að viðhalda hreinum líkama er eitt það mikilvægasta sem við getum gert fyrir heilsuna, meiri orku og þyngdartap.

Í nóvember deildi ég með tölublaði Man hvernig á að komast að fæðuóþoli og hvað er til ráða. Fæðuóþol/viðkvæmni getur komið með árunum ef við leyfum uppsöfnuðum eiturefnum frá mataræði, lífsstíl eða umhverfi að safnast upp. Eiturefni geta komið jafnvel frá streitu eða skorti á svefni og því mikilvægt að viðhalda og sinna hreinsun líkamans reglulega. Hér koma mín helstu hreinsunarráð, þau sem ég geri mitt fremsta til að sinna daglega.

 

shutterstock_280416734

 

10 HREINSUNARHOLLRÁÐ

 

  1. Vatn

Drekktu meira af vatni yfir daginn og reyndu að fara upp í 2 lítra á dag.

 

  1. Byrjaðu morgnana á bolla af heitu vatni með kreistri sítrónusneið.

Heitt vatn með sítrónu hjálpar líkamanum að losa sig við eiturefni ásamt því að bæta meltingu og auka þyngdartap vegna pectin-trefja og basískra eiginleika sítrónunnar.

 

  1. Taktu acidophilus (probiotic) daglega.

Acidophilus bætir jákvæða bakteríuflóru líkamans og hjálpar meltingu þinni að starfa á sem ákjósanlegastan hátt og þannig flytja úrgang hraðar út.

 

  1. Bættu við kryddjurtum,

kryddjurtir hafa sérstaka hreinsunareiginleika sem hjálpa líkamanum að hreinsa náttúrulega.

 

  1. Fáðu nægan svefn

Vertu viss um að þú fáir nægan svefn svo líkami þinn geti endurnýjað sig að innan sem utan og líffæri hreinsað sig náttúrulega.

 

  1. Hægðu á þér á meðan þú borðar og tyggðu vandlega.

Einbeittu þér að bragði og samsetningu máltíðarinnar og forðastu rafrænar truflanir eins og frá síma, tölvupósti eða sjónvarpi meðan á máltíð stendur. Þú ert líklegri til að skynja hvenær þú ert södd/saddur þegar þú ert ekki að gera tíu aðra hluti á sama tíma.

 

  1. Hreyfðu þig meira yfir daginn.

Farðu út að ganga, lyftu eða hvað sem fær þig til þess að svitna og komdu blóðflæðinu af stað og eiturefnunum út.

 

  1. Farðu í gufu

líkaminn hreinsar sig einna helst út frá húðinni og því er frábært að fara í gufu.

 

  1. Þakklæti

Taktu eftir einhverju einu sem þú ert þakklát/ur fyrir áður en þú ferð að sofa á hverju kvöldi. Að beina huganum að því jákvæða í lífi þínu er frábær leið til að ljúka deginum.

 

  1. Fylltu líkamann af andoxunarefnum og hreinsandi fæðu.

Bláber, krækiber, sveskjur og jarðarber eru fæða sem eru rík af andoxunarefnum og gott að bæta við útí boozt-drykk sem dæmi.

 

Ef þú vilt taka skrefinu lengra geturðu sótt 1 dags matseðil úr 5 daga matarhreinsun minni hér með uppskriftum sem styðja við hreinsun, þyngdartap og orku.

 

 

Líkaðu svo við á facebook og deildu með vinum þínum fyrir léttari og orkumeiri jól.

  

Heilsa og hamingja

Júlía

 


5 fæðutegundir sem hjálpa þér að brenna burt bumbuna

Þegar við konur nálgumst miðjan aldur, á hlutfall fitu í líkamanum það til að aukast (því miður meira en á körlum) og fitugeymslan fer að færast á efri hluta líkamans í stað mjaðma og læra, eða um bumbuna. Jafnvel þótt þú þyngist í raun ekki, þá getur mittislínan stækkað um nokkra sentímetra þar sem iðrafita (í kringum líffærin) þrýstir á kviðarvegginn.

Iðrafita er bendluð við fjöldann allan af langvarandi sjúkdómum og þar á meðal hjarta- og æða sjúkdóma, astma, brjóstakrabbamein, og heilabilun.

En það eru leiðir sem þú getur farið til að minnka samansöfnun af iðrafitu. Góðu fréttirnar eru að hún umbrotnar betur í fitusýrur en fita sem leggst á mjaðmir eða lærin.

Með öðrum orðum; þá er auðveldara að losa um kviðfituna en fituna sem sest að mjöðmum og lærum.

Leiðin til að losna varanlega við iðrafitu og kveðja bumbuna fyrir fullt og allt eru skref-fyrir-skref lífsstílsbreytingar í m.a mataræði og hreyfingu.

Samhliða lífsstílsbreytingum eru nokkrar fæðutegundir sem vinna sérstaklega með því að losna við bumbuna svo þú getir upplifað mjórra mitti og bætta meltingu.

 

178864091_XS

 

1. CHIA FRÆ

Þessi næringarríku litlu fræ eru frábær í að stuðla að eðlilegu þyngdartapi, þar sem þau jafna blóðsykur, eru trefjarík og endurbæta insúlínviðkvæmni. Insúlín eru ein aðal fitugeymslu hormón líkamans, og að endurbæta insúlín viðkvæmnina getur minnkað magn insúlíns sem berst út í blóðstreymið, sem getur þá minnkað fituna. Chia er einnig ríkt af Omega-3 fitusýrum, próteinrík og hjálpa að draga úr sykurlöngun.

Prófaðu nokkrar matskeiðar af chia í möndlumjólk ásamt smá vanillu og stevíu fyrir gómsætan og seðjandi drykk eða bættu chia fræjum útí boozt drykkinn.

 

2. CAYENNE

Cayenne pipar eykur hitaframleiðslu líkamans og inniheldur capsaicin, sem rannsóknir hafa sýnt að brenni fitu á maga.

Cayenne pipar er frábær til að bragðbæta flest allan mat eins og kjötrétti, fiskirétti, kínóa, grænmetisrétti, súpuna eða booztin. Passaðu þig þó að missa ekki Cayenne staupinn því lítið af honum fer langa leið.

 

cinnamon-sticks-and-powder-on-wooden-table

 

3.  KANILL

Kanill dregur úr blóðsykri, minnkar slæma kólesterólið í blóðinu, er andoxunarríkt og getur unnið gegn sveppasýkingum og bakteríumyndun í líkamanum, einnig er kanilinn þekktur fyrir að draga úr bólgum í líkamanum.

Þrátt fyrir að kanilinn mun ekki auka fitubrennslu getur hann hjálpað þér að brenna fitu sem safnast við kvið. Kanilinn getur einnig bætt insúlin viðkvæmni líkt og chia fræin gera sem styður við minni fitusöfnum.

Kanil er góður útá grænmetisrétti, á hafragraut, í boozt drykkinn og einnig fást te með kanil víða og sérstaklega núna þegar nær dregur jólum.

 

4. HEILIR HAFRAR

Hafrarnir í sinni náttúrulegu mynd – sannir grófir hafrar. Rannsóknir sýna að borða hafra getur hjálpað til við að léttast. Hafrana er auðvelt að melta, þeir eru ekki líklegir til að valda uppþembdum maga. Leggðu þá í bleyti yfir nótt, hreinsaðu, bættu við vatni, steviu og smá kanil fyrir hollan hafragraut. Eldaðu Heila hafra í potti eins og þú myndir gera venjulega hafra en í 30 mín. Sjálfsagt má bæta við chia fræjum útá líka og jafnvel hnífsoddi af kanil.

 

greentea5

 

5.  GRÆNT TE

Eins og við komum inná í greininni hér  þá getur grænt te hvatt til oxunar á fitu sem hefur áhrif á brennsluna, grænt te er andoxunarríkt og getur lækkað kólesteról og stutt við ónæmiskerfið. Í grænu te er einnig efnið ECGC (e. epigallocatechin gallate), en það er andoxunarefni sem styður við hjarta- og taugakerfið og getur minnkað líkur á heilablóðfalli.

Grænt te getur einnig hjálpað að stjórna matarlist og matarskömmtum.

Fleiri rannsóknir  á grænu te  sýna að stór hluti fitubrennslu sé við kviðinn.

Gott er að drekka ekki nema 1-2 te bolla af grænu te á dag.

 

 

 

Heilsa og hamingja,

Júlía heilsumarkþjálfi


Hætt að léttast og alltaf þreytt? Hér eru 4 ástæður..

Ert þú strand þegar kemur að þyngdartapi og orku?

Eða finnst þér þú vera að gera allt rétt, en bara einhvernvegin ert ekki komin með þá þyngd eða líðan sem þú þráir?

Ef svo er er grein dagsins eitthvað fyrir þig. Deili ég með þér einhverju sem gæti trúlega stytt ferðalag þitt að meiri orku og meiri sátt í þínu skinni.

Þetta eru einmitt þeir hlutir sem héldu mér orkulausri, í basli við aukakíló og rugluðu alla eðlilega hormóna starfsemi líkamans sem olli frekari heilsukvillum (þar sem hormón eru stærsti áhrifavaldur heilsu okkar og þyngdartaps!).

 

4 hlutir sem halda þyngd og orkuleysi í stað

 

24_BellyFat02

1. Að borða fæðu sem heldur kílóum í stað og ýtir undir orkuleysi og verki

Vissir þú að allt að 75% manna eru með fæðuóþol- eða viðkvæmni án þess að vita af því?

Þetta sýnir rannsókn frá Dr. Natasha McBride og Dr. Mercola. Einnig hefur Dr. Mark Hyman (höfundur The Ultra Mind Solution) fundið tengsl á milli líkamskvilla og andlegrar depurðar og óþekkts fæðuóþols.

Það sem ég hef séð eftir að hafa unnið með yfir hunduði kvenna er að líkaminn okkar breytist og þær fæðutegundir sem þú neyttir þegar þú varst yngri eru ekki endilega þær fæðutegundir sem eru að gera þér gott í dag!

Því það sem svo mörgum okkar yfirsést er að fæðuóþol getur komið fram með tímanum og árunum (samkv. Doktor Elizabeth W. B Pharm).

Á meðan fæðuofnæmi sýnir okkur einkennin strax eftir neyslu þá geta einkenni fæðuóþols oft verið undirliggjandi og með tímanum valdið ójafnvægi í líkamanum eins og þyngdaraukningu, orkuleysi og liðverkjum.

Ef þetta ert þú þá gætir þú upplifað:

Reglulega uppþembu, vindgang, niðurgang, harðlífi, stöðuga svengd, orkuleysi, líkamskvilla, astma, exemi, höfuðverk, þyngdaraukningu, þyngdarstöðnun, verki í vöðvum og liðum, og þróttleysi.

 

2. Að elda einhæft og sérfæði

Þyngdartap snýst EKKI um einhæfa fæðu, TAKMARKAÐ fæðuval eða KVÖL.

Bæði getur einhæf fæða skapað fordóma og sérfæði orðið gríðarlega tímafrekt.

Segjum að þú ákveðir að borða máltíð sem er með jafnvægi af kolvetnum, próteinum og fitu. Við það hækkar dópamín stig í líkamanum og vellíðunar tilfinningin rís.

Ef þú neytir sömu máltíðar síðan aftur og aftur, marga daga í röð mun dópamín stigið hækka minna og minna, og endanlega fara hverfandi.

Heilinn tekur sérstaklega eftir nýjum og spennandi fæðutegundum og mismunandi brögðum.

Hann þróaðist á þann hátt í fyrsta lagi til þess að finna fæðu sem hefur úldnað og í öðru lagi vegna þess að því fjörbreyttari mat sem við borðum því líklegri erum við til þess að fá öll þau næringarefni sem við þurfum (samkvæmt Dr. Nicole Avena höfundur bókar “Af hverju megrunarkúrinn virkar ekki”).

Til að halda þessu gangandi þurfum við stöðugt að borða fjölbreyttan mat

Góðu fréttirnar eru þær að það er hægt að upplifa þyngdartap, orku og vellíðan með spennandi nýjum fæðukostum sem gefa þér vellíðan og ánægju og seddu, eitthvað sem við gerum í Nýtt líf og Ný þú þjálfun.

 

3. Uppsöfnuð eiturefni

Líkaminn vill vera í sínu besta ástandi, en oft þegar líkami okkar er fullur af eiturefnum frá óæskilegri fæðu, streitu, lífsstíl, umhverfi eða ekki nægri hreyfingu getur það valdið því að þyngd haldist í stað, verkir blossa upp og við finnum okkur síþreytt.

Ef þetta ert þú þá gætir þú upplifað:

Orkuleysi, líkamskvilla, astma, exemi, höfuðverk, þyngdaraukningu, þyngdarstöðnun, verki í vöðvum og liðum, pirring, andlegri depurð, hreyfileysi.

Við það að hreinsa líkamann nær hann að koma sér í sitt æskilega ástand og því algengur fylgifiskur að margir upplifa að sykurlöngun hverfur, þyngdin fer niður á við, við getum upplifað mikla orku og heilsa okkar bættist til muna.

 

 

frustration image

 

4. Að velja skammtímalausn í stað lífsstíls breytingu

77% þeirra sem hefja megr­un­ar­kúr þyngj­ast aft­ur eft­ir fyrstu vik­una og 33-66% sem fara í megr­un­ar­kúr enda með því að þyngj­ast um meira en áður en þau byrjuðu megr­un­ar­kúr­inn

Bendir önnur rannsókn við Yale háskóla að þetta hlutfall sé hærra og að 95% þeirra sem fara í megrun enda á því að þyngjast aftur um þessi fyrr nefndu kíló innan nokkurra mánaða.

Flest okkar kannast við að prófa kúr, léttast og síðan enda á því að þyngdast aftur um þau kíló ef ekki fleiri.

En vissir þú að því oftar sem þú ferð í megrun því meiri verður fitusöfnunin í líkamanum hverju sinni!   

Þetta komst Dr Keith Ayodd læknir frá Einstein College of Medicine að og talar um að við þetta geti streita myndast í lifur sem veldur fitusöfnun og hefur einnig slæm áhrif á teygjanleika húðar og slagæða- og stoðkerfi líkamans.

Þessi rokkandi þyngd getur verið sérstaklega hættuleg fyrir okkur konur og hefur hún áhrif á ónæmiskerfið og hversu vel búinn líkaminn er gegn veikindum, jafnvel alvarlegum sjúkdómum.

Því þarf að finna hvað gefur okkur árangur ekki bara í dag, heldur áfram út lífið, þá sem við erum sátt með og gefur okkur jafnvægi.

 

Eru skrefin í þjálfun þau sem hafa komið mér og yfir hundruðum öðrum að óskaþyngdinni, FULLT af orku, hreysti og vellíðan

Svo þegar ég segi að ég skapaði Nýtt líf og Ný þú þjálfun til þess að sýna þér leiðina að því hvað getur virkað fyrir þig – þá meina ég hvert orð.

Ef þú kannast við eitthvað af þessum atriðum og finnst þú vera tilbúin að segja bless við megrunarkúrinn og aukakílóin fyrir fullt og allt geturðu sótt ókeypis myndbönd með hollráðum og lært meira Nýtt líf og Ný þú þjálfun hér.

 

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband