Færsluflokkur: Lífstíll

Hvað á að borða fyrir þyngdartap og orku? + uppskrift

Ertu að klikka á grænu?

Eitt af því sem ég byrjaði að elska meira og meira þegar ég hóf lífsstílsbreytingu var allt þetta græna – því ég fann hvað það smurði líkama minn af ást  (ef ég má taka svo til orða)!

Grænt salat eins og grænkál, klettasalat, spínat eða lambhaga salat er ein helsta fæðan sem hjálpar til við að hreinsa líkamann, styrkja þarmaflóruna, byggja upp ónæmiskerfið, veita orku og draga fram þennan náttúrulega ljóma!

Grænu laufblöðin hjálpa að draga úr löngun í sykur, þar sem sykurlöngun er gjarnan afleiðing af ójafnvægi eða skorti á næringarefnum eins og m.a magnesíum, króm eða skorti á fitu eða próteini í mataræðinu.

Grænu laufblöðin innihalda prótein, fitu og einnig steinefni, járn, kalk, zink, magnesíum, og A,C,E vítamín sem gerir þau að sannkallaðri súperfæðu.

Með því að blanda grænum laufblöðum í blandara hjálpar það til við upptöku næringarefna án þess að líkaminn og meltingin þurfi að vinna mikið og því kemur hér ein uppskrift af orkugefandi og hreinsandi grænum boozt.

 

Hreinsandi grænn drykkur Júlíu

 

2 bollar vatn

2 góð Handfylli af blaðgrænu (spínat/lambhagasalat)

1/2 gúrka

2 sellerý stönglar

1 lífrænt epli

1 banani

2 msk sítrónusafi

Klakar (val)

Nokkrir dropar af stevia eða/og fersk mynta (Val)

1. Allt sett í blandarann. Má bæta við frosnu mangó eða berjum.

 

Að bæta við meira af grænu er eitt af fyrstu skrefunum í Nýtt líf og Ný þú þjálfun sem hefst eftir rúma viku!

Gerist Nýtt líf og Ný þú þjálfun aðeins einu sinni til tvisvar á ári, og það er ekki á dagskrá  að halda hana aftur fyrr en haustið 2016!

Svo ef þú hefur íhugað hvernig það væri að breyta um lífsstíl og ert leið á að enda alltaf í sama farinu… Ef þú þráir að öðlast varanlegt þyngdartap, orku og allsherjar heilsu! Gæti þetta verið tíminn þinn!

Ef þú hefur áhuga á að skoða meira um þjálfun og fá sendan leiðarvísi með uppskriftum, kennslu úr þjálfun og árangurssögum smelltu hér

Eru skrefin í þjálfun þau sem hafa komið mér og yfir hundruðum öðrum að óskaþyngdinni, FULLT af orku, hreysti og vellíðan.

Ég skapaði Nýtt líf og Ný þú þjálfun til þess að sýna þér leiðina að því hvað getur virkað fyrir þig – þá meina ég hvert orð.

Ég trúi að þér er ætlað að lifa fulla af orku, laus við leiðinda kílóin sem eru fyrir þér og þar sem þú ert frjáls að fara upp fjöll og firnindi án þess að verkja í skrokkinn —- þar sem þú ert lífsglöð og sátt!

Lærðu meira um Nýtt líf og Ný þú lífsstílsþjálfun og hvernig hún getur hjálpað þér með því að sækja leiðarvísinn hér 

 

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi


Er fólkið í kringum þig að draga úr árangri þínum?

Ég er algjör nörd.

Eitt af því sem ég naut þess að gera í sumar, fyrir utan að vera út í náttúrunni, var að sökkva mér ofaní efni sem tengdist langlífi, heilsu og leiðum sem hjálpa okkur að lifa sem hamingjusamari manneskjur.

Ég lærði eitthvað svo ótrúlegt frá David Wolfe, einum af mínum kennurum, um þau gríðarlegu áhrif að hafa gott félagsnet í kringum okkur. 

Því þeir sem eru í kringum okkur hafa meiri áhrif á okkur en þú heldur. . .

Þú þekkir eflaust að við erum mótuð af þeim 5 einstaklingum sem eru mest í kringum okkur, en áhrifin á þína heilsu og hamingju hefur svo miklu víðtækari áhrif en við gerum okkur grein fyrir.

Rannsókn sem gerð var við Háskóla í Hollandi sýnir að þeir sem hafa gott félagsnet og stuðning eru allt að 80% líklegri til þess að ná varanlegum árangri.

Þú þekkir það eflaust að bara með því að fara með vinkonu í ræktina eða hafa einhvern félaga með þér að peppa þig áfram færðu aukin drifkraft og eldmóð til þess að halda áfram.

Ekki eingöngu bætti samfélag jákvæðra líkur á árangri heldur sýndi rannsóknin einnig að fólkið var almennt hamingjusamara, jákvæðara og síðast en ekki síst bætti líkur á langlífi.

 

flott- hugmynd-mynd-22.sept

 

Hér eru aðeins nokkrar leiðir sem þú getur byrjað að nýta þér til þess að auka líkur á árangri í haust.

Þú getur strax byrjað að hvetja fólk á vinnustaðnum. Vertu sú/sá sem hvetur aðra áfram til breytinga og að bættri heilsu á vinnustaðnum. Með því að hjóla í vinnuna, ganga um með vatnsbrúsa í stað kaffibolla og hvetja aðra til þess líka eða koma með hollar veitingar þegar allir eiga að koma með eitthvað á borðið.

Deildu einhverju jákvæðu á samfélagsmiðlum og vertu í grúppum sem styðja þig áfram. Við ráðum hvort við umkringjum okkur jákvæðum eða neikvæðum einstaklingum og byrjaðu að sýna það í verki og deildu jákvæðum póstum og þannig sérðu hverjir líka við póstinn þinn.

Einnig gætir þú verið með í hlaupa- eða fjallagönguhóp nálægt þér.  Á Íslandi eru svo ótal margir hópar sem hægt er að vera í og þannig getur þú strax byrjað að umkringja þig fólki sem deilir einnig sömu áhugamálum og þú. 

 

Þetta eru aðeins nokkur dæmi um hvernig þú getur byrjað að búa til hvetjandi samfélag í kringum þig og bæta árangur í þínu lífi.

Það er sannarlega kraftur sem fylgir því að vera samferða öðrum að árangri.

Þú ert heppin/n því okkar lífsstílsþjálfun “Nýtt líf og Ný þú “ fer rétt að hefjast (en við opnum þjálfun aðeins 1-2 á ári) 

Með henni ertu umkringd þeim sem eru á sama stað og þú og eru að fara í gegnum lífsstílsbreytingu með þér.

Þær sem hafa lokið þeirri þjálfun segja hvað það virkilega munar að hafa stuðninginn og hann kemur þeim alla leið.

Ég gæti ekki lagt í svona ferð án þess að hafa stuðning, þetta gerir maður ekki einn og óstuddur. – Anna Guðrún Valdimars, Hjúkrunarfræðingur

 

Ef þetta vekur áhuga þinn, gæti þinn tími verið núna  að koma þér í gömlu fötin í fataskápnum, bæta orkuna og upplifa yngri líðan um jafnvel 10-20 ár (það segja yfir tugi kvenna og hjóna sem hafa lokið þjálfun), svo ekki hika við að skrá þig hér til þess að læra meira. 

…vegna vinsælda er ennþá hægt að skrá þig í ókeypis myndbandsþjálfun sem sem gefur þér einföld og viðráðanleg skref að varanlegu þyngdartapi og orku sem þú getur tekið strax í dag til að hefjast handa og fengið ítarlegri upplýsingar um þjálfun, getur þú horft á myndböndin hér núna.

 

 

Ef þér fannst greininn gagnleg og jákvæð,  líkaðu og deildu á facebook og sjáðu hvaða vinkona eða vinur líkar við.

 

heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

Taktu stjórn á þinni heilsu og skráðu þig hér, þinn tími gæti verið komin.


7 hollráð til að koma þyngdartapi og orku af stað

Eitt af því sem mörg okkar vilja sjálfsagt öðlast eftir sumarið er að koma þyngdartapi af stað og að fá meiri orku, ekki satt? Í dag langar mig að deila með þér 7 hollráðum sem þú getur nýtt þér strax í dag til þess að koma einmitt þessu af stað.


1. Vatn

 

Vatn styður við flutning næringarefna á milli líffæra, eykur brennslu, vinnur gegn sykurlöngun og sjúkdómum. Vatn ásamt olíu getur einnig hjálpað til við að vinna gegn streitu.

 

2. Meira grænt

Grænu laufblöðin innihalda prótein, fitu og einnig steinefni, járn, kalk, zink, magnesíum, og A,C,E vítamín sem gerir þau að sannkallaðri súperfæðu. Þau hjálpa til við að hreinsa líkamann, styrkja þarmaflóruna, byggja upp ónæmiskerfið, veita orku og draga fram þennan náttúrulega ljóma!

 

 

3. Minni sykur. taktu alveg út eða borðaðu afar lítið af honum.

Sykur eykur innri bólgur líkamans, bólgur eru talin vera  helsta orsök heilsukvilla, sykursýki 2  og hjartasjúkdóma.

 

4. Þekktu streitumörkin þín.

Streita er helsti orsakavaldur kviðfitu vegna hækkunar á Cortisol hormónum. Streita dregur úr hæfni líkamans til að nýta magnesíum og flýtir fyrir öldrun.

 

5. Minna salt.

Of mikil saltneysla hækkar blóðþrýsting sem eykur líkurnar á heilablóðfalli og hjartaáfalli.  Svo borðaðu salt í hófi en hágæða og sjáðu hvernig þú getur byrjað að nota minna án þess að það bitni á bragðlaukunum

 

6. Fleiri kryddjurtir.

Kryddjurtir hafa sérstaka eiginleika til að hreinsa líkamann sem er nauðsynlegt fyrir heilbrigða þarmaflóru og þyngdartap. Ferskar kryddjurtir hafa þann frábæra eiginleika að fríska upp á líðan okkar og auka orkuna.

 

7. Gerðu heilbrigði  hluta af ferðalagi þínu.

Dr. Lipton talar um að því oftar sem við förum í megrun því meiri verður fitusöfnun hverju sinni og því er mikilvægt að huga að heilbrigði ekki sem átaki heldur sem lífsstílsbreytingu og taka eitt skref í einu sem skapar góða rútínu.

 

Náðu í 3 skrefa leiðarvísi að meiri orku

 

Að gera heilbrigði sem hluta af rútínunni þinni og finna hvað hæfir akkúrat þér ER það sem ég sérhæfi mig í að gera í Nýtt líf og Ný þú lífsstílsþjálfun. Núna er ég að halda ókeypis myndbandsþjálfun þar sem ég deili hollráðum að þyngdartapi og orku og fæst skráning hér, www.nyttlifnythu.is 

 

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi 


Ertu alveg viss um að þú ættir að fara í megrunarkúr?

Ertu að hugsa um að byrja á nýjum megrunarkúr? Hugsaðu aftur…

Því 77% þeirra sem hefja megrunarkúr þyngjast aftur eftir fyrstu vikuna og 33-66% sem fara í megrunarkúr enda með því að þyngjast um meira en áður en þau byrjuðu megrunarkúrinn.

Sannleikurinn er að þyngdartap hefur ekkert að gera með viljastyrk.

Í nýlegum Ted fyrirlestri með Sandra Aamodt, segir hún frá hvernig hugurinn verður auðveldlega annars hugar. Hún talar um að heilinn hafi skoðun á því hvað þú ættir að vera þung og hafi ákveðið “set-point” eins og hún orðar fyrir ákveðna þyngdartölu sem heilinn er búinn að stilla sig inná og vill viðhalda, getur þetta “set-point” verið einhverstaðar á bilinu 5-10 kíló.

Copy of 14 daga sykurlaus áskorun (6)

Undirstúkan í heilanum stjórnar þá raunverulega þyngdinni þinni

Ef þú missir of mörg kíló í einu bregst heilinn þannig við að hann telur þig vera að svelta þig og vöðvarnir þínir brenna minna af orku.

Ef þú bætir á þig og ert lengi í hærri þyngdartölu en þú ert vön fer heilinn að breyta sínum svokallaða “set-point” og aðlagast nýrri þyngd. Þetta getur tekið nokkur ár, en því hærri sem “set-point-ið” þitt er því erfiðara verður að fara niður fyrir það og haldast í þeirri þyngd, þar sem heilinn leitast alltaf við að vera í því jafnvægi sem hann þekkir.

Þeir sem kunna að hlusta á líkamann eru minna líklegri til að þyngjast mikið eða hugsa stanslaust um mat.  En þeir sem nota aðeins viljastyrk eru líklegri til að hugsa stanslaust um næstu máltíð, borða yfir sig og þyngjast hratt.

40 % þyngjast aftur

Rannsókn sem Sandra sagði frá sýndi að 5 árum eftir megrunarkúr höfðu flestir þyngst um alla þá þyngd sem þeir misstu og 40% höfðu þyngst meira. Það virðist því vera þannig að þú ert líklegri til þess að þyngjast ennþá meira við að fara í megrunarkúr til lengri tíma litið heldur en að léttast.

sneaky-ways-to-eat-less-10-pg-full

Leyndarmálið liggur í því að þekkja líkama þinn og kunna að hlusta á hann

Mikilvægt er að vera til staðar við máltíðina og gefa þér tíma, slökkva á öllum truflunum frá síma, tölvu eða sjónvarpi og borða þegar þú ert svöng/svangur og stoppa þegar þú ert orðin södd/saddur.

Stór hluti þyngdaraukningar er þegar við borðum en erum ekkert svöng.  Því getur verið mikils virði að læra að skilja líkamann og merkin sem hann gefur.

Fyrir 5 árum í dag ákvað ég að allt sem ég myndi kenna og hjálpa öðrum konum gera varð ég að prófa á sjálfri mér

Ótrúlegt en satt prófaði ég nær alla þessa megrunarkúra.

En ég komst að því að á einn boginn virkuðu þeir allir að vissu leyti en á annan bogin gerðu þeir það ekki. Það sem ég sá frá þessari reynslu var að ég þurfti að hlusta á líkamann og skapa lífstíll.

Því ef megrunarkúrinn myndi vera svona frábær, værum við þá ekki öll grönn og fit?  Af hverju endurtökum við þá alltaf sömu mistökin og búumst við annarri útkomu?

 

Ný nálgun, lífstíll

Það styttist í að við gefum út spennandi myndbandaseríu um Nýtt líf og Nýja lífsstílsþjálfun sem ég veit að þú vilt ekki missa af.

Ég gef eitthvað af mínum bestu ráðum og leiðum að því að varanlega léttast, auka orkuna og upplifa algjöra sátt í eigin skinni!

Þannig að vertu viss um að skrá þig hér og fá fyrst að vita þegar þau birtast!

 

 

Ef greinin vakti áhuga smelltu á like og deildu með vinkonu á facebook sem gæti hagnast!

 

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi


Hvernig ég vann bug á lötum skjaldkirtli

Spínat og skjaldkirtils greinin mín sem birtist fyrir rúmum 2 árum fékk yfir 12.000 deilingar á facebook svo ég vissi að umræðuefnið væri eitthvað sem þú hefðir virkilegan áhuga á.

Hef ég beðið spennt eftir því að deila með þér grein dagsins, því þetta er eitthvað sem ég veit að mun breyta hugmyndum þínum um vanvirkni skjaldkirtils.

Hefur saga mín frá því að greinast með latan skjaldkirtil og upplifa mig ráðavillta, orkulausa og í vangetu með að léttast…

…yfir í að standa í dag með heilbrigðan skjaldkirtil, þurfa tveggja tíma minni svefn en áður og hafa meiri stjórn á heilsu og þyngdartapi.

Það sem ég hef lært hefur ekki bara hjálpað mér að vinna bug á lötum skjaldkirtli með lífsstíl og mataræði, án nokkurra lyfjanotkunar heldur einnig þeim konum sem hafa verið hjá mér í Nýtt líf og Ný þú þjálfun.

Hvað er latur/vanvirkur skjaldkirtill?

Skjaldkirtill hægir á brennslustarfsemi líkamann og getur því verið orsakavaldur þess að margir ná ekki að léttast. Farðu hér til þess að lesa meira um einkenni þess sem fylgja vanvirkum skjaldkirtli.

Ég vil taka það fram að öll erum við ólík og því get ég aldrei gefið loforð um að þær leiðir sem ég notaði geti virkað á þig. Alltaf er best að vinna bug á lötum skjaldkirtli eins snemma og greining eða vitund um það fæst, eins og ég gerði. Hafa þessar leiðir hjálpað konum að efla starfsemi skjaldkirtils og efla brennslu mjög fljótt á meðan hjá öðrum tók það lengri tíma. Var það allt gert í samstarfi við lækna.

Hér er hvernig ég hvatti starfsemi skjaldkirtilsins

shutterstock_146526803

Ég tók út fæðu sem dró úr hæfni líkamans að nýta joð…

Skjaldkirtillinn þinn framleiðir hormón sem hafa stjórn á notkun líkamans á orku, sérstaklega á notkun líkamsfitu. Til að framleiða þessi hormón krefst líkaminn steinefnis sem kallast joð. Efni í hráu spínati, grænkáli, brokkolí og fleira sem kallast Goitrogens getur dregið tímabundið úr hæfni líkamans til að nýta joð úr fæðu. Ég tók úr mataræðinu hráar afurðir í þessum fæðuflokkum og léttsteikti eða eldaði þær þess í stað.

 

Ég tók inn Joð…

Þegar skjaldkirtillinn er óheilbrigður þá nær hann ekki að geyma nægjanlegt joð. Þess vegna tók ég inn Joð í dropaformi í samráði við lækna til að efla starfsemi skjaldkirtilsins.

 

Ég passaði að hafa jafnvægi í fæðunni…

Í mínu tilfelli var of mikið af hráu grænmeti og of lítið af dýraafurðum sem olli því að skjaldkirtillinn minn starfaði hægar.

Er þetta góður minnispunktur um að hætta að hlusta á hvernig mataræði maður á og á ekki að borða og leyfa megrunarkúrunum að halda okkur trú um loforði sem kannski á ekki við okkur.

Ég tók inn vítamín sem efla skjaldkirtil…

Vítamín eins og zink, selen og d-vítamín er m.a eru mikilvæg til að efla starfsemi skjalkirtilsins og eru meðal þeirra sem ég bætti við.

 

Síðast en ekki síst hreinsaði ég líkamann með hreinni fæðu og lífsstílsþáttum

Margir þættir geta verið orsakavaldar fyrir vanvirkum skjaldkirtli, þ.a.m streita, mataræði og fleiri lífsstílsþættir og því hélt ég streitu í skefjum og hlúði vel að líkamanum.

Ég vona að þær leiðir sem ég deili með þér hjálpi að efla skjaldkirtilinn þinn og jafnframt opni augu þín hvað lífsstíll og mataræði getur hjálpað.

Ef þú vilt stuðning að taka skrefið lengra og setja aðferðirnar í framkvæmd að því að efla skjaldkirtilinn þinn og ná varanlegu þyngdartapi, orku og vellíðan væri frábært að hjálpa þér með Nýtt líf og Ný þú þjálfun sem fer rétt að byrja. Geturðu farið hér til þess að læra meira, vera fyrst að frétta þegar þjálfun hefst og fá leiðarvísi með fæðu og uppskrift sem þú getur strax byrjað að neyta að náttúrulegu þyngdartapi, vellíðan og orku.

 

Vakti greinin áhuga þinn?

Ef svo er máttu deila með vinum þínum á facebook og sérstaklega ef þú átt vinkonu sem glímir við vanvirkan skjaldkirtil eða upplifir hæga brennslu.

 

 

Heilsa og hamingja,

Júlía heilsumarkþjálfi


5 einföld og fljótleg ráð fyrir ferðalagið

Hluti af því að skapa lífsstíl og upplifa langvarandi árangur að þyngdartapi og heilsu er að velja ávallt það besta fyrir líkama þinn, líka þegar þú ert upptekin eða á ferðinni.

Mörg okkar geta verið sammála því að við njótum þess að ferðast og fara til sólarlanda og þegar við erum í fríi, viljum við helst bara vera í fríi og sleppa öllum „skyldum” sem við setjum okkur heimavið hvað varðar mataræði og hreyfingu.

Þegar haldið er heim skellur þá gjarnan raunveruleikinn við á ný, því við áttum okkur á því að við þurfum að fara taka okkur á eftir sukkið!

Hollráðin sem ég deili með þér í dag eru einmitt þau sem hjálpa mér að viðhalda þyngd, orku og heilsu þegar ég ferðast, án þess að líða eins og ég sé að „banna” mér um neitt. 

 

1. Gott Snarl

Oftast áður en ég fer í ferðalag er ég búin að finna hollustu verslun eins og Whole foods eða aðrar í nágrenni við dvalarstaðin minn. Það geri ég einfaldlega með því að nota google.com. Þá kaupi ég gjarnan eitthvað sem einfalt er að grípa í milli mála eins og lífræna ávexti, raw stangir eða hnetur. Ef ég finn ekki verslun nálægt dvalarstaðnum áður en haldið er í frí tek ég einfaldlega með mér eitthvað slíkt í ferðatöskuna. Ég hef meira að segja gengið svo langt að taka sérstaka gulrótarsafa minn með mér í ferðatökuna umvafin 3 plastpokum fyrir helgarferð.

 

2. Góðan vatnsbrúsa

Copy of 14 daga sykurlaus áskorun (2)

Ég drekk mjög mikið vatn. Þegar ferðast er til landa í heitu loftslagi er mikilvægt að drekka nóg af vatni. Gott er að hafa vatnsbrúsa með hreinsandi síu fast við ef vatnið í landinu sem þú ferðast er ekki drykkjarhæft. Með þessu sparar þú bæði pening og styður við græna jörð. Kostur þess að ganga um með vatnsbrúsa er einnig sá að það getur hvatt þig til þess að drekka meira vatn og minna af öðru.

 

3. Vítamín 

 

Copy of 14 daga sykurlaus áskorun (1)

Þegar ég ferðast tek ég vítamínin mín með mér. Ég set vítamín fyrir hvern dag fyrir sig í lítið ílát eða plastpoka svo auðvelt sé að grípa í um morguninn, því í ferðalögum vill ég nýta allan tíman sem ég hef í útivist, afslöppun og skemmtun. Þar sem mörg borða öðruvísi í ferðalögum og gjarnan mjög framandi mat getur það að taka vítamín stutt við jafnvægi á matarlöngunum, dempum á sykurþörf, þyngdarstjórnun og orku.

 

4. Grænt ofur duft 

 

Copy of 14 daga sykurlaus áskorun (3)

 

Ef ég hef litla sem enga aðstöðu að útbúa morgunmat á þeim stað sem ég dvel tek ég gjarnan með grænt næringar- og prótein duft í poka sem ég útbý sjálf og um morguninn bæti ég því út í vatn og hristi. Mitt val í þessu ferðalagi var að nota næringarduft ríkt af gerlum og sjávarþörungum sem ég fæ frámammaveitbest í einnota pokum. Þar sem ónæmiskerfi margra veikist gjarnan við nýtt umhverfi, öðruvísi loftslagi og mataræði getur það ollið því að meltingarflóran finni til. Þá kemur græna næringarríka duftið sérstaklega vel inn og styður við heilbirgða flóru, veitir orku og kemur í veg fyrir hægðartregðu.

 

5. Chia, chia, chia

Ég elska chia fræ og nota þau mikið þegar ég ferðast. Henta þessi litlu, orkumiklu og hentugu fræ sér vel þegar huga á eftir einhverju fljótlegu. Það er auðvelt að bæta þeim út í vatn, ásamt grænu næringardufti (sem ég talaði um í lið 4) og drekka. Einnig má blanda chia fræjunum við vatn og neyta sem graut með berjum, banana og/eða möndlumjólk. Blandaðu einfaldlega 1 msk af chia saman við 4 msk af vatni og njóttu í morgunmat eða miðdegissnarl til að temja hungur eða sykurþörf.

 

Ef greinin vakti áhuga smelltu á like hnappann og deildu með vinkonu/vin sem ferðast.

Lífsstíll er það sem ég hef skapað mér. Sá sem gefur mér varanlegan árangur í þyngdartapi, orku og vellíðan. Mér líður aldrei eins og ég sé að „banna” mér um neitt. Ég hef leitt yfir hundruðir kvenna og hjóna að slíkum lífsstíl með „Nýtt líf og Ný þú þjálfun”.

Getur þú farið hér og fengið einfaldan 3 skrefa leiðarvísi og komið orku og þyngdartapi af stað.

 

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi


Sannleikurinn um sykur, hormón og liðverki

Ég verð bara að segja þér, yfir 14 þúsund voru sykurlausir og sáttir í gær!

Ég er ofboðslega þakklát og uppfull af gleði eftir þessa 14 daga og ótrúlega gaman að heyra þátttakendur tala um bætta líðan, jafnari orku, þyngdartap og losun verkja!

“Mér líður svo vel á þessu sykurlausa fæði búin að missa 5kg og verkir í höndunum farnir og sef miklu betur, og ég hef ekki fengið höfuðverk eða slæmt mígreniskast síðan ég byrjaði sem er æði og ég er orku meiri :D” — María Erla Ólafsdóttir

Með reglulegri neyslu á sykri geta áhrifin á líkamann oft farið framhjá okkur. Því sannleikurinn er að sykur getur haft heilsuspillandi áhrif á liðverki, hormón og skjaldkirtil!

 

Sannleikurinn um sykur, hormón og liðverki

Hormón

Hormón eru boðefni líkamans sem ferðast um blóðrásina til vefja og líffæra. Hormón okkar hafa gríðarleg áhrif á getu að léttast, svefn, skap, kyngetu og margt fleira.

Sykur og einföld kolvetni eru þekkt fyrir áhrif á þyngdaraukningu, en þessar fæðutegundir hafa einnig mikil áhrif á fyrirtíðarspennu og einkenni á breytingaraldrinum. Sérstaklega þegar kemur að þreytu, sleni, matarlöngunum (sykurlöngun) og skapsveiflum.

Sykur hefur ekki aðeins áhrif á sveiflur í skapi og orku heldur truflar hann líka eitt af kraftmesta hormóninu í líkama okkar, insúlíninu sem stýrir þyngdartapi. En það tengist líka öðrum hormónum í líkama okkar eins og estrógeni og testósteróni. Þegar insúlín hækkar mikið, oftast eftir máltíð fulla af sykri, getur það leitt til lágs gilda af ákveðnu próteini sem kallast SHBG. SHBG bindur auka estrógen og testósterón í blóðinu, en þegar það er lágt þá aukast þessi hormón. Insúlín eykur einnig framleiðslu á testósteróni, sem er síðan umbreytt í ennþá meira estrógen.

Með því að koma ójafnvægi á hormónabúskap líkamas margfaldar það einkenni eins og pirring, kvíða, gleymni og konur á breytingaraldri upplifa ennþá sterkari einkenni eins og hitakóf, nætursvita og kviðfitusöfnun. 

 

 

Ef þú upplifir eitthvað af þessu gæti það að sleppa sykri verið ein leið að náttúrulegum bata. Þetta er eitthvað sem ég veit margar konur hjá mér sem hafa lokið Nýtt líf og Ný þú þjálfun vitna um, sem málesa meira um hér. Sýna jafnframt margar rannsóknir að sterk tengsl milli mataræðis og hormóna, m.a að slæmt mataræði, vítamín- og steinefnaskortur getur aukið á einkenni fyrirtíðarspennu.

 

Skjaldkirtill

Skjaldkirtillinn stjórnar efnaskiptum líkamans, hitastigi og orkuframleiðslu. Hann fær örvun frá heiladingli (TSH) um að framleiða hormónin T4 og T3. Meirihluti T4 umbreytist í T3 í lifrinni þannig að eðlileg starfsemi hennar er mjög mikilvæg.

Rétt mataræði er lykillinn að heilbrigðum skjaldkirtli og þarf það að innihalda mikið af sinki, seleni og joði til að framleiða ensím sem umbreyta T4 í T3. En sykur bindur skjaldkirtilshormónið sem gerir það ófáanlegt líkamanum. Hann hefur því slæm áhrif á skjaldkirtilinn og er ekki mælt með mikilli sykurneyslu fyrir þá sem eru með hægan skjaldkirtil.

Ef þú ert með vanvirkan skjalkirtill getur sykur verið einn þeirra þátta sem veldur ójafnvægi, kíktu á greinar frá mér um skjaldkirtilinn hér og hér til að kafa dýpra um rétt mataræði fyrir vanvirkan skjaldkirtil.

 

Liðverkir

Liðverkir og gigt stafa oft af bólgum í líkamanum. Hafa þarf í huga að bólgur eru hluti af eðlilegri svörun ónæmiskerfisins til að vernda okkur gegn sýkingum og krabbameinum, þær eru því ekki alltaf slæmar. En tilefnislausar og sívarandi bólgur í líkamanum eru hins vegar óeðlilegar og geta stuðlað að sjúkdómum.

 

 

Harvard Women´s Health Study rannsóknin sýndi fram á að konur sem borðaðu fæðu með háum sykurstuðli höfðu aukna bólguvirkni.

En fleiri rannsóknir sýndu einnig fram að sveiflur í blóðsykri sem verða t.d. við sykurneyslu eða eftir neyslu einfaldra kolvetna, eins og hvít brauð og pasta geti aukið framleiðslu á bólguvaldandi efnum í líkamanum og þar með stuðlað að bólgu.

Flest okkar geta trúlega tengt við að vakna uppþembd daginn eftir saumaklúbbinn þar sem sykraðar tertur voru á boðstólnum.

Spilar mataræðið, vítamín og lífsstíll sjálfsagt hlutverki í liðverkjum en eftir að hafa leitt yfir hundruð kvenna í Nýtt líf og Ný þú þjálfun okkar sé ég að sykurinn spilar leiðandi hlutverk í liðverkjum.

Vatn er nauðsynlegt að flytja næringarefni milli líffæra og viðhalda heildbrigðri meltingu og starfsemi, svo ef þú upplifir gjarnan verki í liðamótum bættu við vatni og reyndu þitt besta að forðast sykurneyslu til að draga úr bólguvirkni í líkamanum.

 

Ef þú hefur verið með okkur í sykuráskorun vona ég að þú haldir áfram þeirri braut og takir þekkinguna og ávinninginn með þér inní sumarið.

Ef þú hefur áhuga á að kafa dýpra og fá stuðning frá A-Ö og upplifa þig 20 árum yngri, fyllast orku og ná þyngdartapsmarkmiði þínu ekki örvænta því að við munum byrja okkar Nýtt líf og Ný þú þjálfun í haust. Svo vertu viss um að fara hér og hoppa um borð á biðlistann svo þú sért fyrst að frétta þegar við opnum og gefum frá okkur ókeypis kennslugögn og leiðarvísi úr þjálfun.

 

Eigðu umfram allt yndislega viku og ef þú lærðir eitthvað nýtt af greininni væri ég þakklátt ef þú deildir henni á facebook

 

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband