Færsluflokkur: Bloggar
4.6.2019 | 11:55
Af hverju sumarið er BESTI tíminn að taka heilsuna í gegn
Sumarið er tíminn sem fólk vill grilla, halda partý og matarboð, borða ís og gera vel við sig í sumarfríum. Tilhugsunin um það að fara eftir matarprógrami eða sleppa sykri getur því verið óspennandi á þessum tíma.
Ég slæ þessa efasemd alltaf strax útaf borðinu því ég vil meina að sumarið sé einmitt einn besti tíminn til að taka mataræðið í gegn!
Enda sýnir 30 daga námskeiðið þér að það sé vel hægt að borða góðan mat, grilla með vinum og meira að segja ís og sætindi í sumar OG á sama tíma öðlast aukna orku, léttari líkama og vellíðan. Og það þarf ekki að vera vesen eða tímafrekt.
Saga Sigrúnar sem ég deili með þér í dag akkúrat sú sem segir betur frá því.
Sigrún hefur lokið Frískari og orkumeiri námskeiðinu og hefur hún verið ótrúlega dugleg að deila myndum af mat og uppfærslum af ferðalagi sínu í átt að betra matræði og heilsu. Hún er algjör fyrirmynd og með mjög heilbrigt viðhorf gagnvart lífsstílsbreytingum, hún tekur þetta algjörlega eftir sínum takti og hefur náð frábærum árangi.
Frá 110 kílóum niður í 83 kíló
ÞÞegar Sigrún byrjaði að taka mataræðið í gegn var hún 110 kg. Með heilbrigðum breytingum eins og að minnka djús og brauð náði hún sér niður í 89 kg en rétt áður en hún byrjaði á Frískari og orkumeiri námskeiðinu var hún ekki á góðum stað, fékk sér oft í glas og nammi og Dominos pizzur. Rétt áður en ég byrjaði hjá ykkur var ég að rokka á milli 87-89kg. Mig hefur dreymt um að komast niður í kjörþyngd þ.e.a.s. 79-80kg. Segir Sigrún.
Sigrún er dugleg að deila með okkur myndum af matnum sínum og ferlinu.
Ótrúlega fljótlegur árangur, án öfga
Það fóru strax tvö kíló á fyrstu 1-2 vikunum. Engin löngun í sætabrauð né sykur, þá nammi og þess háttar. Þremur mánuðum eftir að ég byrjaði hjá ykkur var ég komin niður um 4 kg. segir Sigrún og bætir við að hún sé orkumeiri og sofi að jafnaði betur. Þrátt fyrir þennan fljótlega árangur hefur Sigrún alls ekki tekið þetta á öfgunum. Kýs frekar að gera þetta í smáskrefum og í dag kíki ég reglulega á gögnin frá námskeiðinu til að minna mig á og fá fleiri hugmyndir. segir hún.
Eftir námskeiðið er ég meðvitaðari um sykurneysluna og huga að fjölbreyttu matarræði
Lítið stress fyrir sumarið
Við höfðum áhuga á að heyra hvernig Sigrún sæi sumarið fyrir sér, nú þegar hún er komin af stað með lífsstílsbreytinguna, Ég er að fara til Portúgals í sumar, mun borða það sem er á boðstólnum þar en passa samt að versla hollt. segir hún. Er að vinna í að skipuleggja ísskápinn líka. Trúi því að með tíð og tíma að ég mun eyða minna í mat.
Námskeiðinu fylgir góður stuðningur og hugmyndir. Gaman að deila reynslunni til hinna líka. bætir hún við.
Frískari og orkumeiri námskeiðið er sniðið til þess að fólk geti breytt mataræðinu en samt fengið sér ís, grillað með vinunum og gert vel við sig í útilegum og fríum. Þetta snýst frekar um að lítil skref í átt að betra lífi!
Taktu heilsuna með trompi í sumar og tryggðu þér SUMARTILBOÐIÐ á meðan þú getur!
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi
Bloggar | Breytt 27.6.2019 kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2019 | 10:10
Hvað þýðir það að vera besta útgáfan af sjálfri þér?
Játning...
Lengi vel þoldi ég ekki frasann að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Mér fannst merking hans vera óljós og frasinn vera ofnotaður... Fyrr en fyrir tæpum mánuði síðan þegar það var eins og eitthvað smylli hjá mér og ég áttaði mig loks á því hvað það að vera besta útgáfan af sjálfum sér þýðir.
Þýðingin er einföld en þegar við náum að tileinka hana getur hún haft stórvægileg áhrif á líf okkar, til hins betra.
Eins og ég skildi þá þýðir það Að vera besta útgáfan af sjálfri sér einfaldlega...
Að velja á hverjum degi að næra þig fyrst og gefa þér þær tilfinningar sem þú leitast eftir.
Það er svo oft sem við förum í gegnum daginn og leyfum aðstæðum að stjórna líðan okkar, á meðan hamingjan kemur innan frá og hefst með vali á hverjum degi.
Jú suma daga munum við vera of upptekin og leyfa hungri eða aðstæðum að stjórna, hreyta í krakkana okkar eða svara samstarfsaðilum í pirruðum tón.
En ef við reynum að hefja alla daga á því að velja þær tilfinningar sem við viljum finna eins og gleði, hamingju, tilhlökkun, þakklæti og setja heilsuna í forgang...
..Þá erum við besta útgáfan af sjálfum okkur
Þessi uppljómun fékk mig til að hugsa aftur til baka þegar ég var að byrja Lifðu til fulls, fyrir tæpum 7 árum og það var kona í þjálfun hjá mér sem hét Guðrún. Í sameiningu ákváðum við Guðrún, að hún skyldi byrja alla daga á því að skrifa niður 3 hluti sem hún var þakklát fyrir.
Viku síðar heyrði ég aftur í Guðrúnu og tók hún eftir meiri jákvæðni og að hafa hlegið meira yfir vikuna. Þessu var líka tekið eftir og hafði samstarfskona hennar orð á því hvað hún hefði góða nærveru! Það besta er að Guðrún sagði að skrifa þessa hluti hafi ekki tekið hana nema 2 mínútur aukalega á morgna!
Þvílík áhrif sem þessar 2 mínútur höfðu. Ekki bara fyrir Guðrúnu heldur einnig þeirra í kringum hana.
Þakklæti er aðeins eitt af mörgu sem hjálpar okkur að verða besta útgáfan af okkur.
Lykilatriðið sem ég vill skilja eftir er að það að vera besta útgáfan af þér það byrjar með vali. Daglegu vali.
Talandi um fyrirlesturinn sem ég hélt um daginn, ég er að bjóða á hann aftur 28.maí kl 20 gegn skráningu hér! Þú lærir um 5 fæðutegundir sem auka orkuna, fáðu uppskrift sem slær samstundis á sykurlöngun og próf sem sýnir þér hvar heilsan er stödd og hvað er til ráða svo þú getir orðið besta útgáfan af þér!
Heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2019 | 10:32
Uppáhalds vörurnar mínar
Ég fæ oft fyrirspurnir um það hvaða vörur ég nota svo mér datt í hug að deila með ykkur mínum uppáhalds þessa dagana!
Ég vona að þetta gefi ykkur innblástur fyrir sykurlausar vörur sem hægt er að kaupa.
Prótein frá Vivolife
Ég er mjög vandlát þegar kemur að plöntumiðuðum próteinum því ég þoli ekki prótein-eftirbragð og vil að próteinið sem ég nota sé hágæða. Ekkert soja, sykur, aukaefni eða annar óþarfi. Vivolife er einnig hráfæði (raw), inniheldur ensím sem gera það auðmeltanlegra (betra fyrir meltinguna) ásamt því að innihalda meditional mushrooms sem er algjör súperfæða og túrmerik sem dregur úr vöðvabólgu og endurhæfingu líkamans. Síðast en ekki síst er próteinið sykurlaust og sætað með stevíu, án þess að bragðast eins og stevía á nokkurn hátt. Vivolife fæst í verslun yogi.is. Ég er einnig mjög hrifin af macaduftinu þeirra og sustain sem ég nota fyrir æfingar. Svo voru þau að fá nýjung, Magic duft til að gera heita ofurfæðis-drykki sem kemur í þremur bragðtegundum (kakó, túrmerik latté eða matcha latté) það er algjört æði og fæ ég mér það um helgar. Í það er notaður kókossykur sem sætugjafi.
Sveppaelíxar frá foursigmatic
Ef þú hefur fylgst með mér á instastory ættir þú að vita að ég er sjúk í sveppaelíxerduftin frá foursigmatic. Sveppblöndurnar sem ég nota eru mismunandi eftir þörfum, ein eykur einbeitingu, önnur veitir slökun á og önnur eykur orku. Ég skrifaði grein um chagasveppi nýlega ef hún fór framhjá þér mæli ég með að kynna þér greinina um hvernig á að nota sveppa elíxer duftin til að fá sem mesta næringu úr þeim.
Duftin fást í Veganbúðinni hér á Íslandi.
Kókospálmanektar frá Biona
Kókospálmanektar frá Biona er uppáhalds sætugjafinn minn samhliða stevíudropum. Kókosnektarinn má nota í staðinn fyrir annað síróp eins og hlynsíróp eða hunang, í sömu hlutföllum eða aðeins minna magn en uppskriftin segir til um. Kókosnektarinn er unninn úr blómum kókostrésins, er lágur í frúktósa sem þýðir betri fyrir heilsuna. Kókosnektarinn frá Biona fæst t.d í Nettó og Heilsuhúsinu.
Magnesíumsprey
Þar sem ég fótbrotnaði nýlega hef ég notað magnesíumsprey meira en áður og finnst mér það flýta fyrir bata. Ég sprauta þá magnesíum beint á fótinn eftir sturtu og nudda aðeins, svo nota ég rakt handklæði stuttu síðar og þerra yfir. Margir íþróttamenn nota magnesíumsprey til að flýta fyrir bata en einnig má nota spreyið við fótapirring. Magnesíum er lykilsteinefni sem hjálpar okkur að vinna á sykurlöngun og ég mæli sérstaklega með því fyrir þá sem glíma við streitu! Ég hef prófað nokkur sprey og þessa dagana nota ég frá Kiki Health, sem fæst í Veganbúðinni. Magnesíumsprey geta verið missterk og því er stærri dúnkur ekki alltaf betri kaup.
Vivani súkkulaði
Ég gæti ekki lifað án þess að hafa súkkulaði í lífinu. Þessa dagana er ég sérlega hrifin af Vivani súkkulaðinu sem er algjört lostæti. Í dökka 75% súkkulaðinu þeirra nota þau kókossykur sem sætugjafa en annars nota þau hrásykur. Það eru til allskonar bragðtegundir svo ég held að allir ættu að getað fundið súkkulaði frá þeim við sitt hæfi. Vivani fæsti í Heilsuhúsinu og Nettó.
Acaiduft og kókosskálar
Ég held ég fái aldrei leið á acai skálum mínum, svo síðustu meðmælin fær acaiduft sem ég nota frá Kiki Health eða Raw Chocoloate co. og kókosskál. Mér finnst fallegt að bera fram acaiskálina mína í kókosskálum og fegra með ofurfæðum eins og gojiberjum, kakónibbum, múslí eða kókosnasli frá Ape og toppa með góðu möndlusmjöri! Acaiduftið, kókosskálin og kókossnaslið fæst m.a. í Veganbúðinni en acai duftið má einnig kaupa í Nettó eða Heilsuhúsinu undir merki Raw Chocoloate co.
Viltu fríska upp á líkamann og fá meiri orku?
Með sumarið í vændum er ég að bjóða ókeypis fyrirlesturinn á netinu 3 einföld skref til að tvöfalda orkuna, losna við sykurlöngun og auka brennslu náttúrulega en þar fer ég yfir þær leiðir sem ég notast við til að viðhalda orku, vellíðan og jafnvægi alla daga og gef betri innsýn í mataræði, sætugjafa sem eru góðir og ráð sem koma orkunni strax af stað! Smelltu hér til að skrá þig á ókeypis fyrirlesturinn - þú færð uppskrift sem svínvirkar á sykurpúkann!
Heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2019 | 14:57
,,Upplifði sykurlöngun hverfa á fyrsta degi"
Ég varð bara að deila þessu með þér.
Eitt af því sem gleður okkur hjá Lifðu til fulls hvað mest, er að heyra árangurssögur og við gætum ekki ekki verið stoltari af Kolbrúnu.
Kolbrún skráði sig á Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðið fyrr á árinu í von um að ná þeirri heilsu og líkama sem hún hafði lengi þráð.
Draumur í 10 ár að losna við sykurlöngun
Ég var frekar orkulaus, búin að eiga við svefnvandamál í mörg ár, ca.2 kg.yfir kjörþyngd. segir Kolbrún um ástandið á sér áður en hún skráði sig á námskeiðið.
Fyrir 10 árum síðan kynntist Kolbrún konu sem hafði losnað við brjóstakrabbamein eftir að hafa tekið mataræðið í gegn og tekið út sykur. Kolbrúnu fannst svo magnað að heyra svona frá fyrstu hendi, nú mörgum árum síðar er konan enn laus við krabbameinið!
Mig hefur dreymt um í 10 ár að losna við sykurlöngun. Mér fannst þetta magnað og áttaði mig á að sykur er eitur sem við eigum ekki að láta fara inn fyrir okkar varir. Ég skráði mig því á námskeiðið hjá ykkur í von um að það myndi verða það sem ég þurfti til að komast á draumastaðinn að verða laus við sykurlöngun. segir Kolbrún.
Léttari í lund vegna sykurleysisins og sigursins
Kolbrún léttist um 2 kíló eða losaði sig við björgunarhringinn eins og hún orðar það, sem hún var í stöðugu basli við að ná af sér. Það er ótrúlegt hvað ég á auðveldara með að skokka núna þar sem mér finnst ég mun léttari um miðjuna/magann. Ég er líka léttari í lund, bæði vegna sykurleysisins en ekki síst vegna sigursins að finna að ég hef stjórn á mér, meira að segja í boðum þar sem ýmislegt góðgæti er á borðum. En hér áður hlakkaði ég oft meira til að borða heldur en að hitta fólkið í boðunum! segir Kolbrún.
Ég vissi að það var óheilbrigð hugsun en ég hafði engin verkfæri" til að taka á því hér áður fyrr
Upplifði sykurlöngun hverfa á fyrsta degi
Reynsla Kolbrúnar af því að taka mataræðið í gegn var ekki góð. Hún tengdi það við kvíða og depurð yfir því að þurfa að mega ekki fá sér neitt gott.
Ég upplifði sykurlöngun hverfa á fyrsta degi. Mér finnst það alveg magnað! Núna langar mig ekki að fá mér þó mig langi í bragðið. Núna er auðvelt að fá sér ekki sætindi því ég er búin að þjálfa hugann og líkamskerfið í að skilja að þó sætindi séu góð á bragðið þá valda þau mér vonbrigðum á einhvern hátt ef ég borða þau. Ég hef aldrei áður náð þessum árangri þó ég hafi tekið stutt, sykurlaus tímabil.
Það sem Kolbrún talar um, að þjálfa hugann, er einmitt það sem við leggjum mikla áherslu á í fyrsta skrefinu á námskeiðinu. Fólk nær ótrúlegum árangri bara með þessu eina skrefi, eins og Kolbrún - að losna við sykurlöngun á einum degi.
Stuðningurinn gríðarlega mikilvægur
Stuðningurinn spilaði stórt hlutverk í árangri Kolbrúar og segir hún; Mér fannst gríðarlega mikilvægt að hafa aðgang að svörum frá ykkur því þegar ég geri eitthvað þá geri ég það alla leið. Mér þótti því gríðarlega gott að geta hent inn spurningu um t.d. hvort mætti borða þetta eða hitt því ég vildi alls ekki svindla. segir Kolbrún. Það var og er mjög gaman og hvetjandi að fylgjast með því sem hinir á námskeiðinu voru/eru að upplifa.
Sparar og fer betur með peningana að kaupa hollan mat
Spurð út í fjárfestinguna segir Kolbrún fyrstu innkaupin hafa verið dýrari en venjulega, en síðan þau seinni alls ekki.
Þegar ég var búin að borga námskeiðið hugsaði ég: "Það er eins gott að þetta virki!" því loforðin í kynningunni hjá Júlíu hljómuðu mjög sannfærandi og ég vonaði að ég væri ekki að kaupa eitthvað prógram sem virkaði ekki fyrir mig. Það sem kom mér svo skemmtilega á óvart var að námskeiðið svínvirkaði.
-
Það er orðið mun auðveldara að versla.
-
Úr því að við hjónin borðum ekki lengur sykur, og ýmislegt annað óhollt, þá er maður ekki að grípa sér hitt og þetta í búðinni og það sparar auðvitað pening á móti, fyrir utan að mér finnst ég núna vera að fara miklu betur með peningana okkar þar sem við erum að kaupa hreinan og hollan mat sem nærir okkur. Það er frábær tilfinning. Það er í raun orðið mun auðveldara að versla, eftir að maður komst svolítið af stað á námskeiðinu og lærði inn á þetta allt saman, því nú veit ég hvað ég ætla að kaupa.
Langar alls ekki í gamla lífið aftur
Kolbrún fékk manninn sinn í lið með sér og segir árangurinn hafa breytt miklu í lífi þeirra hjóna. Þau voru engir sukkarar áður en orkulaus, voru óviss hvernig fæðusamsetningar þau ættu að borða og elduðu ekki nógu næringarmikinn mat.
Núna sneiðum við enn hjá sykri, mörgum vikum seinna og okkur langar alls ekki í gamla lífið aftur. Þetta er skrítin tilfinning en alveg rooooosalega góð! Skrítið að horfa á sætindi hjá öðrum en fá sér ekki og langa ekki í þau vegna slæmu áhrifanna sem þau hafa, sem er orkuleysi.
Maðurinn minn upplifði aukna orku og skýrari hugsun og eins og hann segir: "Þegar byrjað var að borða hollan, hreinan og næringarríkan mat þá var eftirleikurinn auðveldur". Sykurlöngunin hvarf því hann var alltaf mettur. Kærar þakkir fyrir okkur!
Ég segi bara það sama til baka; TAKK Kolbrún fyrir að gefa okkur möguleika á að miðla þessari þekkingu og fá að fylgjast með árangrinum. Við gætum ekki verið stoltari af ykkur hjónunum!
Skráningar á Frískari og orkumeiri námskeiðið eru nú opnar og á sumartilboði en það lokar fyrir á miðnætti á morgun, miðvikudaginn 1.maí !
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2019 | 11:46
10 vinsælustu greinar og uppskriftir ársins 2018!
Eins og alltaf voru janúar og febrúar alveg pakkaðir hjá mér. Það er alltaf mikið að gera í kringum sykurlausu áskorunina, auk þess sem við opnuðum á ný fyrir skráningar á Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðið. Það er greinilegt að byrjun árs er tíminn sem allir vilja taka heilsuna í gegn og skráningar í ár slógu öll met hjá okkur!
Eitt af því sem ég geri alltaf í upphafi árs, sem ekki gafst tími í, er að rifja upp vinsælustu greinar og uppskriftir frá liðnu ári. Þetta er gott tækifæri til að rifja upp girnilegar uppskriftir og sjá eitthvað sem þú gætir hafa misst af!
1. Fáðu matarskipulagið mitt og uppskriftir!
Einfalda sunnudags-matarskipulagið mitt sló aldeilis í gegn, það gladdi mig mikið að sjá hversu margir nýttu sér það eða yfir 1.500 manns! Ef þú hefur ekki prófað get ég lofað þér því að þetta mun einfalda þér lífið. Í matarskipulaginu gaf ég uppskriftir af kókosjógúrtinu mínu, súkkulaðikúlum og fleira sem ég geri á sunnudögum og hjálpar mér að halda mig við hollan lífsstíl þrátt fyrir annríki vikunnar. Sækið matarskipulagið ókeypis hér.
2. Vanillu- og myntudraumur sem seðjar sykurþörfina!
Himneskur drykkur með vanillumjólk og myntuþeyting, algjört nammi! Smellið hér fyrir uppskrift.
3. Vanillubollakökur með hindberjasmjörkremi (vegan og glútenlausar)
Jafn bragðgóðar og þær eru fallegar! Ekki skemmir fyrir að þær eru hollar og einfaldar, fáið uppskriftina hér.
4. Konur og ketó
Ketó mataræði var mikið umtalað á síðasta ári og virðast vinsældir þess bara fara vaxandi. Mér fannst því mikilvægt að bæta í umræðuna hvaða áhrif ketó mataræði hefur á konur og hvað þarf að hafa í huga. Ef þú ert kona og ert að íhuga ketó, lestu þetta fyrst!
5. Súkkulaði trufflur með lakkrís
Þarf að segja meira? Þessi uppskrift er algjörlega ómótstæðileg. Ef þú hefur ekki prófað mæli ég með að gera það sem allra fyrst! Ekki gera ráð fyrir að vilja deila! Trufflurnar eru tímafrekar í framkvæmd en vá hvað þær eru þess virði.
6. Blómkálssteik með kókosrjómasósu og granateplum
Mín útgáfa af jólasteikinni sem á vel við sem páskamatur fyrir grænkera. Uppskriftin er afar einföld enda blómkálssteikin sett í ofn og því næst borin fram með sósu!
7. Streita og magnesíum
Þessa mæli ég með að lesa ef þú hefur ekki gert svo nú þegar! Magnesíum er gríðarlega áhrifaríkt gegn streitu og tek ég inn magnesíum daglega.
8. Fáðu glænýja sumar-matarskipulag mitt og uppskriftir!
Matarskipulag vol.2! Hér gaf ég fljótlegar og einfaldar uppskriftir t.d af hvítlaukssósu, sætkartöflumús, kínóa og laxasalati sem ég geri þegar ég ferðast innanlands. Skipulagið hentar þó vel fyrir einstaklinga og fjölskyldur með þétta dagskrá yfir vikuna og vilja hafa hollan og góðan mat heimavið. Smelltu hér fyrir matarskipulag vol. 2 ókeypis!
9. Grillaður þorskur með granateplasalsa og hvítlaukssósu
Dásamlegur réttur sem allir elska og kemur granateplasalsað skemmtilega á óvart. Hægt er að elda þorskinn á pönnu eða ofni ef það hentar betur.
10. 5 óvæntar fæðutegundir sem losa þig við bólgur og bjúg
Öll glímum við við bólgur og bjúg einhvern tímann á lífsleiðinni. Þú átt sennilega eitthvað af þessum fæðutegundum nú þegar.
Mér þótti gaman að rifja upp hvað var vinsælt frá liðnu ári og vona ég að þú hafir átt gagn af því! Ekki gleyma ef deila á greininni á samfélagsmiðlum og þú prófar uppskrift að tagga mig á Instagram @julias.food!
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2019 | 09:31
Fæðutegundir sem draga úr bólgum og hrista burtu flensu á sólarhring!
Glímir þú við bólgur, bjúg eða flensu?
Rót bólguvandamála getur verið margþætt og mikilvægt er að finna rót vandans áður en lengra er haldið.
Margir læknar og sérfræðingar í dag eru sammála því að sykur er leiðandi orsök í inflammation eða bólgumyndum í líkamanum. Sykur getur skert ónæmiskerfið og minnkað upptöku næringarefna, sem þýðir að við erum ekki fyllilega að nýta þá næringu sem við gefum líkamanum, og getur sykurinn leitt til meiriháttar kvilla.
Því mæli ég ávallt með breyttu mataræði til að halda bólgum í burtu til lengri tíma. Ef það er eitthvað sem þú hefur áhuga á mæli ég með að skoða Frískari og Orkumeiri á 30 dögum námskeiðið hér, enda lýkur skráningu á miðnætti á morgun!
Túrmerik (curcumin)
Eftir mikla rannsóknarvinnu á bólgueyðandi fæðu varð mér ljóst að túrmerik er ein fremsta fæðan. Túmerik hefur lengi verið notað í gegnum árin í lækningarskyni og hefur græðandi áhrif. Túrmerkið eflir meltingu, styrkir ónæmiskerfið og vinnur gegn sjúkdómum. Mér finnst 100% hrein túrmerik skot virka hvað áhrifaríkast á líkamann. Túrmerik Latté er önnur leið að njóta túrmeriks og hef ég notað blöndu frá Sonnentor en það fæst í litlum kössum í Nettó sem dæmi.
Engifer
Engifer hefur svipuð bólgueyðandi áhrif og túrmerik en er einnig góður við meltingatruflunum, ógleði, loftmyndun og krampa í maganum. Einnig er engiferjurtin örvandi fyrir blóðrásina og rík af b-vítamínum, járni, mangan, magnesíum og sinki. Æðislegt að taka skot með túrmerik, engifer og svörtum pipar (svartur pipar bætir upptöku túmeriks).
Omega-3 fitursýrur
Omega-3 fitusýrur örva fitubrennslu og draga úr vökvasöfnun og sætindafíkn. Þær hafa einnig góð áhrif á húðina og nauðsynlegar fyrir virka meltingu. Chia fræ, lax/silungur, hörfræ olía eða hemp olía (t.d frá Biona sem fæst í Nettó) eru góð uppspretta af omega-3 fitusýrum.
Kollagen
Kollagen er eitt helsta uppbyggingarprótein líkamans og er að finna finna í öllum liðum, liðamótum, vöðvum, sinum og beinum mannslíkamanum. Kollagen er sérlega bólgueyðandi vegna áhrifa sem það hefur á meltingaveginn. Líkamsstarfsemi framleiðir kollagen en það fer að hægast á þeirri framleiðslu um 25 ára aldurinn og þá er í hættu að vefir líkamans veikist, liðir stífna og hrukkur myndist. Ég tek kollagen frá Feel Iceland og elska bragðið af því. Kollagen finnst einnig í beinasoði, en beinasoð er ofboðslega græðandi og gott í meltingu. Bone and Marrow eru íslenskir framleiðendur af beinasoði.
Smelltu hér fyrir 1 dags skipulagið mitt sem dregur úr bólgum og hristir burtu flensuna á sólarhring! Þetta er dæmi um mataræði mitt sem vinnur vel á bólgum líkamans og eflir ónæmiskerfið.
Þangað til næst sendi ég þér heilsu og hamingju,
Júlía heilsumarkþjálfi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2019 | 09:41
7 einföld ráð til að minnka sykurneyslu
Það að draga úr sykurneyslu er margþætt og vex okkur oft í augum.
Oft er ég spurð að því hvernig ég fer að því að borða aldrei sykur og að hafa ekki einu sinni löngun í sykur, svo ég ákvað að setja saman 7 ráð sem við getum öll nýtt til að minnka sykurinn og halda sykurpúkanum í burtu.
1. Finndu staðgengla fyrir uppáhalds sætindin þín
Náttúruleg sæta býður upp á endalausa möguleika og ég get (nánast) lofað þér því að það eru til staðgenglar fyrir öll þau sætindi sem þér finnst góð! Njóttu þess að prófa þig áfram í eldhúsinu með bollakökum, súkkulaði sjeiknum mínum og fylltum döðlum.
2. Ekki falla í gildruna ef ég fæ mér smá, þarf ég að borða allan kassann
Ég þekki þetta vel sjálf og átti ég til að klára heilan tromppoka á aðeins nokkrum mínútum! Það er eðlilegasti hlutur í heimi að fara aðeins útaf sporinu og er það eitt það mikilvægasta sem þú skalt muna sértu að breyta mataræðinu þínu. Alls ekki fara í uppgjöf og troða í þig fullum kassa af sælgæti þó þú stelist til að fá þér eitt. Taktu eitt skref í einu, hrósaðu sjálfri/sjálfum þér fyrir litlu breytingarnar frekar en að brjóta þig niður fyrir að fara örlítið útaf sporinu.
3. Passaðu upp á holla fitu
Holl fita er gríðarlega mikilvæg fyrir seddu og jafnari blóðsykur og ef við fáum ekki nóg af henni getur það brotist út sem sykurlöngun. Fæðutegundir eins og avókadó, olíur, fiskur og hnetur gefa okkur góða fitu sem er nauðsynleg fyrir líkamann.
4. Passaðu upp á svefninn
Svefn spilar gríðarlega mikilvægt hlutverk í Leptin hormóni sem stýrir því hvort við séum södd. Oft endum við með að borða meira en vanalega og sækja í eitthvað saltað og sætt þegar svefninn er í ójafnvægi. Reyndu eftir fremsta megni að sofa 7-8 1/2 klst á nóttu.
5. Gerðu vel við þig án þess að fá þér nammi
Flest okkar tengja einhverskonar huggun og unnun við að fá okkur eitthvað sætt, því er svo mikilvægt að finna aðrar leiðir til að gera lífið sætara. Heitt bað, kertaljós og góð bók eða að kaupa blóm eru góð dæmi um hvernig við getum gert vel við okkur án þess að hafa sykurinn með.
6. Farðu varlega í gervisætur
Gervisætur eru oft ekkert betri en hvítur sykur og margar þeirra geta orsakað magaverki og óþægindi. Nýttu þér fremur náttúrulega sætugjafa og stilltu þeim í hóf.
7. Drekktu nóg vatn
Vatn er svar við ótrúlegustu löngunum! Það er staðreynd að við ruglum oft svengd saman við þorsta. Drekktu nóg vatn yfir daginn (a.m.k 2 lítra) og næst þegar sykurlöngun kallar prófaðu að fá þér stórt vatsnglas!
Vertu með í 30 daga námskeiðinu sem allir eru að taka um og fyllir þig orku, eykur vellíðan og losar um aukakíló náttúrulega!
Þar gef ég sannreynd og einföld skref, fullbúna matseðla og stuðning við að útrýma uppgjöf í breyttu mataræði, spara þér tíma og kem þér að árangri! Ef þú hefur áhuga smelltu hér til að lesa meira. Námskeiðið er kjörið fyrir þá sem eiga annríkt og vilja allt skipulagið tilbúið fyrir sig!
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2019 | 10:21
5 mistök til að forðast þegar þú hættir að borða sykur
Af hverju er svona erfitt að halda sig við sykurleysið?
Í dag deili ég með þér 5 algengustu mistökunum þegar við ætlum að sleppa sykri eða halda áfram í sykurminna mataræði.
Mistökin eru vissulega dýrkeypt enda er sykur ávanabindandi og ef við höldum áfram að borða hann án þess að gera okkur grein fyrir því, losnar líkaminn aldrei fyllilega við hann og orkuleysi, slen og aukakíló sitja eftir. Með grein dagsins muntu þó sjá að það er vel hægt að forðast mistökin.
1. Að hunsa sykurþörfina
Þetta hljómar kannski undarlega í samhenginu - að losna við sykurfíkn, en það að sneiða algjörlega hjá öllu sætu er ekki góð lausn til lengdar og ýtir undir það að við gefumst upp og borðum yfir okkur af sætindum. Við þurfum öll eitthvað smá sætt til að gefa lífinu lit. Svo í stað þess að hunsa algjörlega sykurþörfina veldu frekar hollari sætabita sem eru sætaðir t.d með kakó, kanil, steviu, kókos, rúsínum, berjum eða banana.
2. Að forðast eingöngu nammi
Því miður er það ekki svo einfalt að sykur sé bara í nammi. Góðar líkur eru á því að eitthvað af matvörunum sem þú kaupir séu fullar af sykri án þess að þú vitir af því t.d dósamatur, sósur, keypt múslí, morgunkorn og ávaxtasafar. Það hljómar kannski yfirþyrmandi að þurfa að lesa aftaná allar umbúðir en það þarf alls ekki að vera þannig. Enda er margt af því sem við kaupum í dag gert af vana, gefðu þér smá tíma í búðinni til að velja betri kosti og þá ert þú strax betur sett/ur.
3. Að þekkja ekki leyninöfn sykurs
Ekki nóg með það að sykurinn leynist víða heldur gengur sykurinn líka undir hinum ýmsu nöfnum! Það tekur ekki nema 1-2 mín aukalega að lesa á innihaldslýsingar og oftast er þá tekið fram sugar eða fructose ef varan inniheldur sykur en til eru ótal dulnefni yfir sykur.
4. Að vinna ekki á rót sykurlöngunarinnar
Eins og í mörgu öðru, þá er besta lausnin á vandanum að finna rót hans og byrja þar. Það gæti komið þér á óvart að sykurlöngun stafar af ójafnvægi í næringu, t.d skortur á svefni eða vöntun á hollri fitu og steinefnum. Í stað þess að snúa mataræðinu skyndilega við og sneiða algjörlega hjá sykri, byrjaðu á því að spyrja sjálfa/n þig hvað gæti verið að valda sykurlönguninni? Gæti þig vantað steinefni? Eru einhver vítamín sem þú ert ekki að fá nóg af?
Ef þú kemst að því hvað líkama þínum vantar, er svo margfalt auðveldara að losna við sykurpúkann. Við erum öll einstök og höfum mismunandi þarfir, sykurfíknin gæti einfaldlega verið að segja þér að líkamann vanti járn!
5. Að sækja þér ekki stuðning
Mörg okkar gefast upp á sykurleysinu einfaldlega vegna þess að okkur skortir stuðning og utanumhald. Fáðu fjölskyldu og samstarfsaðila með þér í að minnka sykurinn enda er svo oft sagt að við séum líkust þeim sem eru í kringum okkur.
Ef þú vilt vita meira, getur þú skráð þig á ókeypis fyrirlestur HÉR sem er stútfullur af fróðleik og einföldum ráðum til að losna við sykurfíknina. Aðeins takmarkaður fjöldi sem kemst að, svo tryggðu þér stað í dag.
Heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi
Bloggar | Breytt 13.2.2019 kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2019 | 13:45
Svona setur þú markmið og nærð þeim
,,Ég set mér oft markmið en gefst svo uppá þeim, hvernig á ég að setja mér markmið sem ég næ?
Þetta er áhugaverð spurning sem við fengum senda frá lesanda og mér fannst kjörið að nýta nýja árið í að svara henni enda eru heilsumarkmið eflaust mörgum ofarlega í huga núna. Í janúar fyllast oft líkamsræktarstöðvar af fólki með há markmið sem oft á tíðum fara sér of geyst og gefast fljótlega upp.
Hér koma 5 ráð til þess að setja þér heilsumarkmið sem þú nærð
1. Skrifaðu markmiðin þín niður
Rannsóknir hafa ítrekað sýnt mátt þess að skrifa niður markmiðin. Hversu einfalt er þetta ráð!? Með því að skrifa markmiðin niður ert þú allt að 42-50% líklegri til að ná þeim. Fáðu þér fallega stílabók eða dagbók og njóttu þess að strika markmiðin út á nýju ári.
2. Settu þér mörg lítil og raunhæf markmið
Það á aldrei að hætta að dreyma og auðvitað áttu að setja þér stór markmið. Hafðu bara í huga að hafa þau raunhæf og gefðu þér tíma til að ná þeim. Ef markmið eru of stór eða óraunhæf getur það orðið til þess að við frestum eða verðum vonsvikin með sjálf okkur. Ef markmiðið er stórt, skiptu því þá niður í minni markmið, t.d í stað þess að segja ég ætla aldrei aftur að drekka gos segðu frekar ég ætla að hætta að drekka gos á öllum dögum nema laugardögum.
3. Skrifaðu markmiðin niður á hvetjandi hátt
Fyrir sum okkar gæti það haft neikvæð áhrif að setja sér markmiðið ég ætla að sleppa sykri í 14 daga áskorun á meðan fyrir aðra gæti það verið jákvætt. Þegar þú skrifar markmið þín og segir frá þeim, hafðu þau með jákvæðum skilaboðum. Í dæminu að ofan gætir þú jafnvel viljað íhuga markmiðið mig langar að borða hreina og holla fæðu í 14 daga eða ég set mig í forgang og ætla að borða fæðu sem nærir mig og gefur mér orku í 14 daga.
4. Minntu þig reglulega á markmiðin þín og af hverju þú ert að vinna eftir þeim
Ástæða þess að mörg okkar byrja vel í upphafi en missa svo dampinn er sá að við einfaldlega höfum gleymt af hverju við settum markmiðin. Þegar við viljum venja líkaman við nýja rútínu eins og að fara í ræktina verðum við að minna okkur stöðugt á það og setja það ef til vill í dagatalið svo við gleymum því ekki.
5. Leitaðu stuðnings við að ná markmiðum þínum
Rannsókn sem gerð var við Háskóla í Hollandi sýnir að þeir sem hafa gott félagsnet og stuðning eru allt að 80% líklegri til þess að ná varanlegum árangri. Segðu fjölskyldunni, samstarfsaðilum og vinum frá markmiðum þínum og biddu um stuðning þeirra, þau gætu jafnvel vilja vera með þér!
Fáðu stuðninginn til að byrja árið orkumeiri, léttari og með heilsuna í forgangi með 14 daga sykurlausu áskoruninni gegn ókeypis skráningu hér og segðu öllum vinum þínum að vera með! Skrifaðu markmiðin niður hjá þegar þegar við byrjum mánudaginn 28.janúar - með því að skrifa niður og fá stuðning getur þú verið viss um að þetta ár byrji vel! ;)
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2019 | 11:22
Svona lítur hreinsunardagur út
Á nýju ári þykir mér tilvalið að taka einn dag í það minnsta í smá hreinsun. Einföld hreinsun eins og sú sem ég deili með þér í dag frískar uppá líkamann, losar um bólgur og kemur manni rétt af stað inn í nýja árið.
Það er algengur misskilningur að við þurfum að fasta eða drekka eingöngu safa til þess að hreinsa líkamann. Hreinsunardagurinn hér neðar inniheldur bæði safa, jógúrt, hrökkkex, súpu og meira að segja súkkulaðikúlu.
Hreinsun er tími til að borða hreina fæðu og gefa meltingunni hvíld frá reyktum og sykruðum mat sem oft fylgir hátíðarhöldum. Góður svefn og að hlúa að líkamanum er eitthvað sem ég legg frekar áherslu á á hreinsunardegi.
Smá undirbúningur daginn áður en hreinsunardagur er tekinn er ávísun á að dagurinn gangur betur fyrir sig. Gefðu þér klukkustund eða svo til að versla inn og undirbúa. Einnig er hægt er að kaupa tilbúna safa eða búst drykki t.d frá Gló til að minnka fyrirhöfn.
Hreinsunardagur
Morgunmatur - Grænn og hreinsandi safi
Millimál - Súkkulaðikúlur
Hádegi - Kókosjógúrt með jarðaberjum og banana
Millimál - Hrökkbrauð og hummus
Kvöldmatur - Létt súpa eða Linsubaunaréttur
(t.d frá Frískari og orkumeiri námskeiðinu sem byrjaði núna í janúar)
Undirbúningur
Verslið inn daginn áður, leggið chia fræ í bleyti fyrir jógúrt, útbúið hrökkbrauð eða/og súkkulaðikúlur til að hafa við hendi, einnig má flýta enn frekar fyrir og útbúa safann og jógúrtið.
Byrjið daginn á grænum safa og borðið næst þegar hungurtilfiningin kallar. Ef svengd er ekki mikil yfir daginn er óþarfi að borða allan matinn hér á matseðlinum. Ykkur er velkomið að skipta uppröðun uppskrifta eftir hentisemi, þetta hér að ofan er bara tillaga en má algjörlega hliðra til.
Vertu svo með í ókeypis 14 daga sykurlausu áskoruninni sem hefst 28.janúar! Ég get lofað því að áskorunin í ár verður sú allra besta hingað til! Færðu uppskriftir, innkaupalista og hagnýt ráð að sykurleysinu. Er skráning hafin HÉR!
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)