Færsluflokkur: Bloggar
26.2.2020 | 10:11
2 mín æfing sem hjálpar þér að elska líkama þinn
Þurrburstun er frábær leið til þess að koma blóðflæði líkamans af stað og auka flæði sogæðakerfisins, sem hjálpar að hreinsa burtu óþarfa eiturefni og fitu sem hafa safnast upp í líkamanum. Einnig dregur þurrburstun úr appelsínuhúð.
- Takið þurrbursta eða grófan þvottapoka og standið nakin inná baði. Gott að gera fyrir sturtu. Ekki er mælt með að setja þurrbursta undir vatn í sturtu.
- Burstið húðina með hringlaga hreyfingum í átt að hjarta og þar til húðin er orðin örlítið bleik (hægt að gera á annað hvort þurra eða raka húð).
- Endurtakið yfir allan líkamann og sérstaklega yfir fætur, rass og handleggi.
- þegar þið eruð að bursta líkamann, horfið á líkamann og segið ég elska þig. Horfið í spegilinn og segið ég elska þig og/eða horfið á þá líkamsparta sem þið eruð ánægð með. Gerið í 2 mín í senn.
Fyrir bestu útkomuna notið þurrburstun þrisvar sinnum í viku (má gera tvisvar sinnum á dag).
Ég vona að þú prófir þessa þurrburstun og að það, hjálpa þér að hugsa fallegra til þín líkama þíns.
Ekki gleyma svo að deila með vinkonu, sérstaklega þeirri sem gæti þurft á smá sjálfsumhyggju að halda!
Heilsa og hamingja,
Júlía Magnúsdóttir, heilsumarkþjálfi
www.lifdutilfulls.is - Instagram Lifðu til fulls - Facebook síða Lifðu til fulls
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2020 | 12:05
10kg farin og orkan hefur margfaldast!
Helga, meðlimur í Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðinu hjá Lifðu til fulls, hefur náð stórglæsilegum árangri og er hér birt viðtal við hana þar sem hún deilir með reynslu sinni.
Skapsveiflur, bjúguð og of þung
Áður en ég byrjaði á námskeiðinu þá leið mér ekki vel. Ég sveiflaðist í skapi, sem truflaði mjög einbeitingu. Ég var með bjúg og mig verkjaði í nára og liðum. Ég var orkulaus og allt of þung og háði það mér í dansinum og útivistinni sem ég stunda. Segir Helga um ástand sitt áður en hún byrjaði á námskeiðinu Frískari og orkumeiri á 30 dögum. Mín ósk var að losna við sykurpúkann, öðlast meiri orku, léttast og breyta um lífstíl til að geta mögulega hætt að taka inn blóðþrýstingslyfin bætti hún við
Svo sá ég auglýsingu frá ykkur þar sem útivistarkona sagði frá hvernig þetta prógram hafði breytt lífi hennar og kveikti það í mér. Ég sé ekki eftir því segir hún.
Fyrsta sem ég upplifði var aukin orka og meiri gleði
Í dag tek ég betur á í dansinum og fer oftar í göngur, því ég er orkumeiri. Mér líður miklu betur, miklu minna ber á skapsveiflum og ég er ekki eins ör og næ því betur að einbeita mér. Orkan hefur margfaldast og dregið hefur verulega úr verkjum segir Helga.
Helga léttist um 6 kg með því að fylgja matarprógraminu frá Frískari og Orkumeiri námskeiðinu og 3 mánuðum seinna hefur hún lést um 10 kg og segir hún Matarprógrammið sem er fyrir 4 vikur, teygði ég yfir 7 vikur þannig að þetta var auðveldara en ég hélt
Léttist og léttist án þess að hafa fyrir því
Hræðsla við að mistakast var næstum búið að draga úr þáttöku
Ég hafði efasemdir. Ég hugsaði hvort ég ætti nokkuð að vera að splæsa í námskeið sem myndi mistakast. Þessar efasemdir voru óþarfar því þetta var minna mál en ég hélt. Maður fær svo góðar leiðbeiningar og tók ég góðan tíma í undirbúning sem er mjög mikilvægt.
Fékk stuðninginn og skipulagið sem kom henni á leiðarenda
Uppsetningin á námskeiðinu er mjög góð. Ég lærði mikið af því að horfa á myndböndin á heimasvæðinu og þau hvöttu mig áfram í fyrstu skrefunum. Mér fannst æðislegt að geta fylgt matarprógrammi, þurfa ekki að hugsa hvað eigi að vera í matinn. Og maturinn er fjölbreyttur og góður segir Helga og bætir við
Ég hef fengið góðan stuðning á FB-síðu Frískari og orkumeiri á 30 dögum hópsins og í spjalli þegar ég hef þurft að fá svör við spurningum mínum. Á FB-síðunni hef ég getað tjáð mig um hvað hefur áunnist hjá mér og hjálpaði það mér að komast á leiðarenda
Gott matarplan hélt mér við efnið
10 kg farin og varanleg lífstílsbreyting tekin við
Núna 3 mánuðum seinna er Helga ennþá að fylgja mataræðinu og hefur þetta að segja. Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið í langan tíma. Það gengur mjög vel í dag að loknum 3 mánuðum. Ég held mig við sykurlausan lífstíl og hef hugsað mér að gera það áfram. Þetta verður minn lífstíll, vonandi um ókomna tíð. Maður er búinn að setja sig í ákveðnar stellingar og hef ég ekki í hyggju að breyta þeim.
Ef þú ert að hugsa um að skrá þig, ekki hika! Líkt og Helga segir:Þetta getur ekki klikkað ef þú undirbýrð þig vel, horfir á kennslumyndböndin og heldur þig við prógramið. Þú þarft ekki að hugsa um hvað á að vera í matinn næstu vikurnar.
Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja upplifa meiri orku og vellíðan án öfga! Ef það er eitthvað sem heillar þig, endilega nýttu þér tilboðsverðið áður en það rennur út!
Heilsa og hamingja,
Júlía Magnúsdóttir, heilsumarkþjálfi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2020 | 08:56
7 einfaldir hlutir sem slá á sykurlöngun
Hver vill ekki læra um auðveldar leiðir sem slá á sykurlöngunina?
Hér er listi yfir einfalda hluti sem þú getur byrjað að innleiða inní þína daglegu rútínu strax í dag og kvatt þar með sykurpúkann!
Fáðu þér eina matskeið af kókosolíu
Kókosolían er frábær fyrir meltinguna, heilastarfsemi og hjálpar að slá á sykurlöngun. Fitan í henni er einstök þar sem hún inniheldur mestmegnis miðlungs fitusýruhlekki, eða MCT, sem veitir góða seddu nær samstundis sem þar af leiðandi hjálpar gegn sætindaþörf. Mér finnst skipta máli að velja hágæða kókosolíu uppá bæði bragð og næringu.
Prófaðu að fá þér eina matskeið af kókosolíu þegar sykurlöngunin kallar.
Bættu við sætleika náttúrunnar
Það eru fullt af öðrum valkostum en sykur þegar manni langar í eithvað sætt og margir þeirra eru alveg frábærir kostir fyrir heilsuna! Lífrænt dökkt kakó er ein andoxunaríkasta fæða í heiminum. Chai te, kanil, vanilluduft, kókosolía eða lakkrísrót eru æðislegar leiðir til að bæta við meiri sætleika í lífið án þess að nota sykur eða frúktósa.
Bættu sætum kryddum náttúrunnar við í daginn þinn.
Skiptu út sykri fyrir fitu
Skortur á fitu getur verið ástæða sykurlöngunar hjá þér. Holl fita gefur seddu sem og jafnar blóðsykur. Avókadó og kókosolía eru frábærir fituforðar. Aðrar hollar fitur eru t.d. hörfræolía, omega-3 úr fiski eða jurtaríkinu, möndlusmjör, tahini (sesammauk) og kaldpressuð olífuolía.
Bættu við hollri fitu í hverja máltíð dagsins.
Borðaðu meira grænt
Grænt salat eins og grænkál, klettasalat, spínat eða lambhagasalat eru æðisleg fæða gegn sykurlöngun þar sem beiska bragðið sem það gefur hjálpar að endurstilla bragðlaukana og venja þannig líkamann af sykri. Ekki sakar að grænt salat gefur orku og dregur fram þennan náttúrulega ljóma!
Fáðu þér lúku af grænu salati í búst drykkinn eða á matardiskinn.
Bættu við magnesíum
Skortur á magnesíum getur leitt til þess að við sækjum í sykurinn. Ef þú ert oft undir miklu álagi og streitu eða stundar mikla líkamsrækt getur það bent til að líkaminn þurfi magnesíum. Magnesíum má finna í fæðutegundum eins og dökku kakói, kakónibbum, kasjúhnetum, klettasalati, grænkáli, tahini (sesammauk).
Borðaðu magnesíumríka fæðu.
Drekktu stórt vatnsglas
Oft getur sykurlöngun stafað af vatnsskorti. Vatn hefur það hlutverk að færa næringarefni milli frumna, flytja úrgang og styðja við almenna virkni líkamans. Bættu sítrónu- eða límónusafa, myntu eða ferskum ávöxtum útí vatnið til tilbreytingar.
Fáðu þér stórt glas af vatni næst þegar sykurlöngun kemur upp.
Sofðu meira
Skortur á svefni er algeng ástæða fyrir sykurlöngun. Vertu viss um að sofa 7-8 tíma á nóttu og sinna góðri kvöldrútínu sem hjálpar þér að sofna stuttu eftir að þú leggst á koddann.
Sofðu klukkutíma lengur.
Viltu læra fleiri ráð sem hjálpa til við að vinna gegn sykurlöngun ásamt því að veita þér aukna orku og vellíðan?
Skráðu þig á ókeypis fyrirlestur sem ég er að halda í beinni frá netinu þriðjudaginn 21. janúar kl 20:00. Með því að koma færðu einföld og sannreynd skref sem þú getur strax hafist handa á, uppskrift sem dregur úr sykurlöngun, próf sem tekur mið af heilsunni, næstu skref í breyttum lífsstíl og margt margt fleira! Ég mæli með að tryggja þér pláss HÉR strax í dag.
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi
Bloggar | Breytt 6.2.2020 kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.11.2019 | 12:10
Óttastu að þyngjast yfir hátíðirnar? Lestu þetta...
Sigríður Jónsdóttir lauk Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðinu hjá mér fyrir um það bil tveimur mánuðum. Hún hefur alltaf verið svo jákvæð og dugleg að ég gat ekki annað en fengið hana til þess að deila sögunni sinni öðrum til innblásturs.
Stjórnast ekki lengur af sykrinum
,,Ástæðan fyrir að ég skráði mig var sú að ég vildi hætta að þurfa að leita í sykurinn til að fá orku. Það helsta sem ég vildi fá útúr þessu var að ná stjórn á sykurlönguninni. Það besta sem ég upplifi eftir Frískari og orkumeiri námskeiðið er að orkan jókst og ég er EKKI sælgætisgrís lengur!
Sigríður bætir við að núna tveimur mánuðum eftir að námskeiðinu lauk fylgi hún að mestu sykurleysi en alls ekki í neinum öfgum. ,,Ég læt sykurinn ekki stjórna mér! Ég nota ennþá uppskriftir frá námskeiðinu og keypti mér líka bókina. Annað var að mig langaði að læra á ýmis matvæli sem eg kunni ekkert á sem ég sannarlega gerði með námskeiðinu segir hún.
Yfirþyrmandi til að byrja með, en orkan tók við eftir fyrstu vikuna
,,Mér óx öll matargerðin í augun en það lagaðist eftir fyrstu vikuna! segir Sigríður, en orka hennar jókst líka strax í fyrstu vikunni, ,,ég fann ég þurfti ekki að skella í mig Prins Polo til að fá orku.
Það er nefnilega besta hvatningin þegar maður byrjar að finna árangur. Það besta við Frískari og orkumeiri námskeiðið er að árangurinn lætur oft bera á sér á fyrstu dögunum!!
Sigríður hefur öðlast ótrúlega hollt viðhorf gagnvart mat, algjörlega án öfga og nýtur þess að borða. ,,Ég skoða innihaldslýsingar matvæla með öðru hugarfari, er meðvitaðri um það hvað ég borða dagsdaglega, borða minna en hreinni fæðu sem ég elda frá grunni! segir hún.
Hjónakornin léttust án öfga
,,Eiginmaðurinn ætlaði ekkert í þetta með mér en naut þess að fá nýja og fjölbreytta fæðu og komst einnig yfir sykurþörfina og léttist! segir Sigríður.
Það kom henni einnig skemmtilega á óvart að losna við óþægindi í munni sem hún hefur haft eftir krabbameinsmeðferð og að hafa unnið í mygluhúsnæði. ,,Auk þess fóru nokkur kíló segir Sigríður hress en það var algjörlega bara plús í hennar augum.
,,Ég er sátt við fjárfestinguna því þetta hjálpaði mér að breyta um lífsstíl í mataræði án öfga.
Tímaskortur er hindrun sem maður skapar sjálfur
,,Tímaskortur er hindrun sem maður skapar sjálfur segir Sigríður.
,,Númer eitt er bara að skrá sig og borga, þá ertu búinn að skuldbinda þig til að taka skref í áfanga að breytingum þér til góðs.
,,Byrja síðan að horfa á undirbúningsmyndböndin, prenta út matseðla og bara yfirstíga hræðsluna að byrja!
Þetta snýst ekki um hvenær á að byrja, þetta snýst bara um að byrja. Enda er þetta lífstíll - ekki átak. Desember er því besti tíminn, því það hjálpar þér þegar freistingarnar og mest er um að vera - að velja hollar og velja það sem styður við bestu útgáfuna af þér.
Takk kærlega Sigríður fyrir að veita okkur innblástur og minna okkur á að lífsstílsbreyting getur verið skemmtileg og auðveld!
Vilt þú gera 2020 að þínu heilsuári?
Tengir þú við sögu Sigríðar og óskar þess að þú gætir fengið það sama?
Sláðu til með Frískari og Orkumeiri á 30 dögum námskeiðinu, enda förum við að loka fyrir skráningu og tilboðsverðið (33% afsláttinn). Ekki er vitað hvenær námskeiðið opnar á nýju ári og námskeiðsverðið hækkar um áramót.
Þegar þú ert skráð hér færðu tafarlausan aðgang að ráðum og uppskriftum sem örva brennsluna og byggja upp orkuna, þannig getur þú notið jóla og allra kræsinganna með meira jafnvægi þessi jól. Engin bjúg eða aukakíló takk!
Svo tekur þú matseðilinn og námskeiðið með trompi í janúar! (Auðvitað getur þú verið töffari og byrjað strax á matseðli!)
Heilsa og hamingja,
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2019 | 10:42
4 fæðutegundir sem auka kynhvötina
Hvað er betra en að fá fæðutegundir sem auka kynhvötina?
Hér kemur listi fullur af náttúrulegum fæðutegundum sem auka kynhvötina og kveikja á ástarbálinu!
Dökkt lífrænt súkkulaði
Fólk hefur borðað súkkulaði á ýmsa vegu síðan 450 fyrir Krist! Súkkulaði var oft bendlað við guði og talið vera algjört undrameðal og var notað við ýmsum kvillum.
Í súkkulaði er efnið trýptófan, sem er eitt grunnefnanna í serótóníni sem tengist kynferðislegri örvun. Annað efni sem er í súkkulaði er phenylethylamine sem er örvandi efni, sem losnar úr læðingi þegar fólk verður ástfangið. Hér er æðisleg uppskrift af súkkulaðisjeik með fudge-sósu!
Macaduft
Maca rótin er ættuð frá Perú og er þekktust fyrir að hafa orkugefandi og hormónajafnandi áhrif. Rannsóknir hafa sýnt að maca getur aukið kynhvöt hjá bæði konum og körlum.
Ef þú ætlar að prófa maca mæli ég með að velja gelatíniserað maca. Sjálf nota ég aðeins gelatíniserað maca duft þar sem það meltist betur, en sem barn glímdi ég við Iðruólgu (IBS) sem lýsir sér með meltingarkrömpum og hægðatregðu daglega. Ég hef því aldrei þolað maca fyrr en ég prófaði gelatíniserað maca. Ég nota þetta hér sem fæst í yogi.is, netverslun. Ég set macaduftið oft útí búst, t.d. þessa grænu orkubombu sem er fullkomin til að byrja vikuna!
Kakósmjör
Fitan úr kakóbauninni sem ilmar eins og súkkulaði er leynivopnið sem þú þarft í svefnherbergið og í súkkulaði og eftirréttagerðina.
Ég hef notað kakósmjör frá Raw chocolate company sem mér finnst æði, það hef ég fengið í Heilsuhúsinu og Nettó. Ég set stundum aðeins af kakósmjöri í heita chaga-kakó mitt (sjá hér!) Einnig hef ég fundið kakósmjör varasalva frá versluninni Mamma Veit Best.
Ginkgo jurtin
Halló náttúruleg lausn við stinningarvanda og getuleysi karla!
Gingko Bilopa er þekktust fyrir góð áhrif á æðakerfi og blóðstreymi, minni, einbeitingu og úthald. Það hefur gagnast mörgum við mígreni og haft góð áhrif á hand og fótkulda.
Konur geta einnig haft gott af Ginko Bilopa þar sem það eykur blóðflæði, slakar á vöðvum og er talið geta létt lundina. Ég mæli með þessum hér frá Solary sem fæst í Heilsuhúsinu.
Ég vona að greinin hafi vakið lukku hjá þér og þínum heittelskaða, en ég hef beðið lengi eftir að deila þessari grein með ykkur.
Viltu læra um fleiri fæðutegundir sem hafa jákvæð áhrif á heilsu og orku?
Skráðu þig á ókeypis fyrirlestur sem ég er að halda í beinni frá netinu miðvikudaginn 20. nóvember kl 20:00. Með því að koma færðu einföld og sannreynd skref sem þú getur strax hafist handa á, uppskrift sem dregur úr sykurlöngun, próf sem tekur mið af heilsunni, næstu skref í breyttum lífsstíl og margt margt fleira! Þetta er síðasti fyrirlesturinn á árinu svo ég mæli með að tryggja þér pláss HÉR strax í dag.
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2019 | 12:30
Við erum 7 ára! Afmælistilboð og árangurssögur
Ég trúi þessu varla, Lifðu til fulls er 7 ára! Tíminn flýgur aldeilis!
Það sem mig langar mest af öllu að gera í dag er fagna afmælinu með þér!! Ertu ekki til í smá afmælisgleði?
Við byrjum gleðina á afmælistilboði og 7 lærdómsríkum árangurssögum!
Uppskriftabók Lifðu til fulls
Bókin mín gefur yfir 100 uppskriftir fyrir orku og ljóma. Allar lausar við glútein, sykur, mjólkurafurðir og henta því þeim sem eru vegan. Gefinn er sérkafli með kjöt- og fisk uppskriftum. Smelltu hér til að tryggja þér afmælistilboðið.
Frískari og Orkumeiri á 30 dögum og Lifðu til fulls uppskriftabókin í kaupbæti
Námskeiðið sem er A-Ö áætlun að fyllast orku, losna utan sykurfíkn og öðlast sátt í eigin skinni. Láttu verða að þeim líkama og vellíðan sem þú átt skilið. Þetta námskeið er engu öðru líkt og það er ekki að ástæðulausu að hundruðir manns eru sammála um það. Sem afmælistilboð færðu 33% afslátt og uppskriftabók mína í kaupbæti! Smelltu hér til að tryggja þér afmælistilboðið.
Ath: afmælistilboðin gilda aðeins í dag.
Lifðu til fulls konurnar
Hér koma nokkrar sögur frá árunum sem standa uppúr, við urðum að velja af handhófi enda svo MARGAR flottar konur með sína sögu að segja og allar jafn dásamlegar.
Hvort sem þú ert á námskeiði hjá okkur eða ekki, mundu að svona sögur eru hér til að hvatningar, uppörvunar, ekki til að svekkja þig á því að vera ekki komin nægilega langt eða miða okkur við aðra.
ÞÚ þarft að skapa þína útgáfu af því að Lifa til fulls.
,,Finnst ég fallegri, sterkari og sjálfsöruggari það er ekki hægt að biðja um meira." - Guðrún Auður
Guðrún Auður var í tilvistarkreppu og óánægð með sjálfa sig (hver kannast ekki við það!) þangað til hún tók ákvörðun að breyta til og hefja heilbrigðan lífstíl með FO námskeiðinu (stendur fyrir Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðinu)! Hún missti 11,8 kíló, fylltist orku og losnaði við verki og höfuðverk sem hrjáðu hana! (Sjá fulla sögu hér)
Saga Guðrúnar sýnir okkur hvernig við getum ákvarðað hvernig líf okkar spilast. Við ráðum hvort við ætlum að halda áfram í tilvistarkreppu eða gera eitthvað í okkar málum!
,,Ég hef fengið að kynnast svo allt annari vellíðan, meiri orku og er loksins laus við verki og þreytu." - Marta
Marta er kærkomin vinkona í dag og heyrumst við reglulega. Hún býr í Þýskalandi þessi frú og hættir ekki að blómstra! Hún hefur lést um rúmlega 40 kíló á síðustu 3 árum, er laus við heilsukvilla, er full af orku og lifir lífinu til fulls, ekki hömluð af verkjum og kvillum.
Lykilinn að velgengni Mörtu er að vera ekki í megrun, heldur einblína á fæðu sem er hrein og stuðlar að vellíðan!
,,Ég upplifði sykurlöngun hverfa á fyrsta degi. Mér finnst það alveg magnað!" - Kolbrún
Ef þú ert með mikla sykurlöngun bíddu þangað til að þú kynnist Kolbrúnu! Það hafði verið draumur hennar í 10 ár að losna við sykurinn og LOKSINS náði hún því með hjálpar hugarvinnu. Hugarvinnan er í raun afar einföld og þjálfar hugann af því að vilja sykur. Aðferð sem tekin er á FO námskeiðinu. Kolbrún segir námskeiðið vera það besta á markaðinum þegar kemur að því að sleppa sykri og breyta mataræðinu (og hefur hún prófað þau mörg). (Sjá fulla sögu hér).
Átt þú draum sem þú vilt láta verða að veruleika, sama hversu lítill eða stór þá sýnir saga Kolbrúnar að hann getur ræst.
,,Aldrei of seint að breyta um lífsstíl - Þorgerður
-
Þorgerður er meðlimur í FO samfélaginu. Sagan hennar ætti að veita öllum innblástur til að setja heilsuna í forgang því hún sýnir svo greinilegan árangur bæði andlega og líkamlega.
Eftir erfitt ár og áföll, og eftir að hafa þurft að hætta að vinna, náði Þorgerður að snúa blaðinu algjörlega við. Hún var uppá sitt allra besta á sjötugsafmælinu! Það er nefnilega aldrei of seint. (Sjá fulla sögu hér)
,,Sumarið er BESTI tíminn að taka heilsuna í gegn - Sigrún
Þegar Sigrún byrjaði að taka mataræðið í gegn var hún 110 kg. Hún hefur náð glæsilegum árangri, sefur betur og er orkumeiri. Sigrún var alltaf ótrúlega dugleg að deila myndum af mat og uppfærslum af ferðalagi sínu í átt að betra matræði og heilsu á Frískari og orkumeiri námskeiðinu.
Sigrún lagði sérstaka áherslu á að það væri tilvalið að taka heilsuna í gegn á sumrin og læra að njóta á sama tíma og maður nær jafnvægi á mataræðið. Það er enginn tími betri en annar! Það þarf bara að taka fyrsta skrefið. (Sjá fulla sögu hér).
,,Léttist um 13 kg og fann sjálfstraustið - Bryndís
Bryndís hafði prófað allt, að eigin sögn, og ekkert virkaði. Hún þjáðist m.a. af verkjum sem höfðu alvarlega fylgifiska, en hún tók gríðarlegt magn af verkjatöflum til að halda þeim niðri, sem er alls ekki gott til lengri tíma. En árangurinn var enn meiri en að losna við verki og þyngdartap, því Bryndís fann sjálfstraustið til að fara enn lengra og skráði sig meira að segja í förðunarnám sem hana hafði dreymt um í mörg ár!
Það besta við lífsstílsbreytingu Bryndísar er að henni hefur auðveldlega tekist að halda aukakílóunum af og að halda lífsstílnum við! Enda er þetta langtímalausn.
Besta fjárfesting sem ég hef gert til þessa svei mér þá!" - Katrín
Katrín losnaði við bakverki og liðverki, ásamt því að tala um aukna orku á degi 2 á mataræðinu! Hún missti 3 kíló en árangurinn var mun dýrmætari en bara það, þar sem lífsgæðin aukast til muna við það að losna við verki.
Breytt mataræði hefur oft áhrif á alla fjölskylduna en Katrín talaði um að bæði börn hennar og eiginmaður hrósuðu henni daglega fyrir þessa frábæru rétti sem hún var að töfra fram!
Það sem Lifðu til fulls stendur fyrir er...
- Sykurlaust en náttúrulega sætt
- Plöntumiðað að mestu
- Engin vigtun, einblína á að elska þig
- Engin boð og bönn
- Hugarvinna
- Jákvæð sjálfsmynd
- Að finna hvað hentar þér en ekki hvað hentar öðrum
Vertu með í Lifðu til fulls samfélaginu með því að nýta þér afmælistilboðin í dag! Smelltu hér til að kaupa bókina. Smelltu hér til að kaupa Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðið og fá bókina í kaupbæti.
Endilega deildu greininni yfir á samfélagsmiðla til að fagna 7 ára afmælinu með okkur!
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2019 | 14:48
4 heilbrigðar leiðir að þyngdartapi
Ef þú vilt vita leyndarmálið til að léttast náttúrulega og viðhalda þyngdartapinu, þá er þetta grein fyrir þig.
Ég styðst við þessar 4 einföldu leiðir til að koma í veg fyrir þyngdaraukningu og hjálpa mér að viðhalda sátt í eigin skinni.
1) Borðaðu þegar þú finnur fyrir hungri og hættu þegar þú hefur fengið nóg.
Kennari sem kenndi mér næringarfræði sagði alltaf að hungur væri nákvæmur mælikvarði á þarfir líkamans. Þetta er algjörlega satt. Suma daga er maður mjög svangur og aðra finnur maður ekki jafn mikið fyrir hungri. Það er nauðsynlegt að hlusta eftir þessum þörfum.
Ég reyni því eftir fremsta að nota núvitund þegar ég borða og stoppa þegar ég er södd en ekki að springa. Auðvitað koma skipti sem ég treð aðeins of mikið í mig (kemur fyrir okkur öll!) en ég reyni að huga vel að þessu enda finn ég muninn sem það hefur á svefn, orku og meltingu til hins betra.
2) Veldu máltíðir, ekki nart.
Það gæti komið þér á óvart en flesta daga narta ég ekki og borða engin millimál. Fyrir nokkru síðan stóð ég sjálfa mig að því að vera stanslaust að narta heimavið, sérstaklega ef það var einhverskonar álagstímabil og mikið að gera. Síðan ég hætti þessu finnst mér ég ná betur að hlusta á líkamann og finna hvort ég sé í alvöru svöng. Þegar ég ferðast fæ ég mér auðvitað eitthvað eins og próteinstykki, hnetur eða kakónibbur en þá eru rútínan og matmálstímar oft breytilegri.
Það þarf alls ekki að vera að þetta eigi við þig og kannski þarft þú á millimálum að halda. Ég hvet þig til að íhuga þetta og sjá hvort henti þér að borða stærri máltíðir sjaldnar eða borða léttar og oftar.
3) Ekki leyfa svindlinu að eyðileggja.
Þetta er svo ótrúlega mikilvægt atriði. Mistök sem alltof margir gera er að hafa allt eða ekkert hugarfarið.
Það getur lýst sér þannig að ef þú færð þér eitt nammi einhvern daginn finnst þér þú vera búin að eyðileggja þann dag, brýtur þig niður og ákveður að það skipti ekki máli þó þú troðir þig núna út, þessi eini sælgætismoli eyðilagði hvort sem er bindindið.
Eða svona; þú ákveður að taka mataræðið í gegn, tekur út allt sætt, allt brauð og í raun allt sem þér finnst gott, en kemur ekki með neitt í staðinn.
Þetta eru ekki raunhæfar nálganir og ekki eitthvað sem þú munt endast í, þannig er það bara. Við þurfum að taka þetta í skrefum og gera raunhæfar breytingar, sem við sjáum fram á að ná að halda við. Sama hversu litlar þessar breytingar eru, bara það t.d. að sleppa gosi getur gert helling!
4) Ekki borða tilfinningar þínar.
Fjórða og trúlega mikilvægasta reglan er að láta ekki tilfinningarnar stjórna mataræðinu. Það mun hvorki láta okkur vera södd, né líða betur.
Þegar mér líður illa eða er pirruð þá reyni ég að leysa úr því áður en ég borða. Ég vil frekar bíða aðeins og ná að njóta máltíðarinnar, heldur en að borða á röngum forsendum og líða jafnvel enn verr eftirá. Ég þori nánast að lofa því að þessi regla gæti breytt lífi þínu.
Skapaðu þér mataræði sem virkar fyrir þig!
Undanfarin ár hef ég skuldbundið mig því að gerast sérfræðingur á sviði heilsu og lífsstíls og er það mín löngun er að einfalda og stytta þér leiðina að bættri heilsu og hjálpa þér að komast loksins að því hvað virkilega virkar fyrir þig!
Lærðu 3 skref til að koma þér af stað með vellíðan, orku og ánægjulegu þyngdartapi! Á þessum einstaka fyrirlestri mun ég svara spurningum í beinni, gefa próf sem tekur stöðuna á heilsu þinni og gefa uppáhalds uppskrift mína.
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2019 | 10:16
Aldrei of seint að breyta um lífsstíl
Eftir erfitt ár 2017 hrakaði heilsu Þorgerðar mikið og hún endaði með að hætta í vinnu. Lífið snerist þó við eftir að hún sló til og skráði sig á Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðið, í byrjun sumars.
Hér er viðtal við Þorgerði og minni ég á að skráningu í næsta hóp fyrir Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðið lýkur á miðnætti á fimmtudag!
Árið 2017 reyndist erfitt, missti í kjölfarið orkuna og heilsuna
Þorgerður gekk í gegnum mikið álagstímabil árið 2017 vegna áfalla og veikinda í fjölskyldunni, auk þess sem hún sinnti 90% vaktavinnu.
Síðan 2018 þegar ég fer í sumarfrí þá bara fer orkan. Ég var bara eins og tuska, ekkert veik en bara orkulaus. Ég hef alltaf verið frekar orkumikil. segir Þorgerður og bætir við að hún hafi á tímabilinu tekið verkjatöflur flesta daga vegna verkjakasta.
Þorgerður varð oft örmagna og missti úr daga í vinnu, sem leiddi til þess að hún sagði á endanum upp.
Það minnkaði álagið en ég var samt ekki góð. Ég var ekki sátt við mig. Svo sé ég Frískari og orkumeiri námskeiðið auglýst á Facebook og hendi mér í þetta... og þetta fékk ég allt til baka. segir hún.
Henti sér af stað og árangurinn fór fram úr hennar björtustu vonum
Strax á annarri viku námskeiðsins, fann Þorgerður orkuna aukast ótrúlega fljótt og að verkirnir voru farnir. Ég hef ekkert fundið fyrir verkjunum síðan ég byrjaði á mataræðinu. Ekkert. Þetta fór alveg fram úr mínum björtustu vonum. Ég er bara enn að átta mig á þessu!segir Þorgerður glöð og bætir viðÍ dag þá bara langar mig ekki í sætindi!
Eftir að ég fór að finna hvað mér leið betur þá fór ég að hugsa bíddu ég hef verið að éta í mig vanlíðan! Ég hefði bara ekki trúað því, og ég er enn að kyngja þessu, að það sem maður innbyrðir sé svona mikilvægt.
Aukin lífsgæði og meira til staðar fyrir barnabörnin
Þorgerður segir mikilvægasta árangurinn vera lífsgleðina og orkuna til að njóta daglegs lífs.
Nú næ ég bara að njóta þess sem ég er að gera.
Ég get líka sinnt barnabörnunum með ánægju og næ að njóta stundarinnar. Ég hugsa aldrei að ég sé slöpp og það henti illa að þau gisti. Það er aldrei svoleiðis, ég er alltaf klár!
Ég er í leikfimi sem ég hef verið á bara á veturnar, en nú er ég líka í sumar og það er bara allt í einu orðið svo gaman!
Ekkert eins og hinir kúranir sem hún hefur prófað
Þorgerður segist hafa prófað ótal kúra í gegnum tíðina sem ekki hafa gengið upp. Eins og margir getur hún fengið algjöra þráhyggju fyrir vigtinni og lætur hana hreinlega eiga sig í dag.
Ég finn alveg að fötin passa mér betur, en ég vigta mig ekki, það hefur aldrei reynst mér vel en orkan og lífskrafturinn er mér miklu mikilvægara.segir Þorgerður.
Ég verð sjötug núna í ár og besta útgáfan af mér á sama tíma.
Fjárfestingin kom margfalt til baka
Þorgerður hikaði við að leyfa sér að fjárfesta í námskeiðinu, sérstaklega þar sem hún sá jafnvel fyrir sér að endast ekki í þessu. En hún var sátt með þá ákvörðun að fjárfesta í heilsunni og segir Þorgerður Enda fékk ég eitthvað fyrir allan peninginn, það er bara þannig."
Mér finnst rosa gott að hafa uppskriftirnar, stuðningurinn er æðislegur bara. Get alltaf verið í sambandi ef ég þarf. Það er gott að hafa aðgang að ykkur og að þið svarið alltaf strax
Manninum sem fannst hollusta vond tók þátt með henni
Það er gott þetta nammi sem þú varst að búa til sagði maður Þorgerðar um sykurlaust nammi sem hún bjó til, en hún segir hann ekki hafa verið hrifinn af hollustumat hingað til. Við elduðum sama matinn og borðuðum bara það sama! bætir hún glöð við.
Það verður að segjast eins og er, hann hefur fengið að kenna á því þegar ég hef verið á ótal kúrum í gegnum dagana. segir Þorgerður og hlær. Þannig að hann hefur kannski ekki haft von á því að þetta myndi endast. En ég held að hann hafi verið svolítið hissa.. Þetta hefur bara gjörbreytt mínu lífi.
Þorgerður má svo sannarlega vera stolt af þessum árangri og heilbrigða viðhorfi sínu til lífsins. Við hlökkum til að fanga 70 ára afmælinu með henni!
Viltu fá 1 dags matseðil sem styður við orku og vellíðan?
Fáðu 1 dags matseðilinn hér á meðan hann er ókeypis. Matseðilinn gefur uppskriftir og sýnishorn frá Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðinu.
Ef þú glímir við orkuleysi, verki eða sykurlöngun og vilt koma þér af stað eftir sumarið - Ekki bíða lengur. Náðu þér í matseðilinn og kynntu þér á sama tíma námskeiðið betur enda lýkur skráningu eftir aðeins 2 daga!
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2019 | 14:07
Svona nærð þú árangri án öfga!
Ert þú líka svona?
Um daginn var ég að keyra frá Joylato ísbúðinni í 101 með vinkonu minni og hún sagði ,,Já veistu ég þarf bara að verða rosalega hörð við mig og fara að neita mér um ís, og hollan ís líka, til að komast lengra með heilsuna.
Mig langaði mest að stoppa bílinn og slá hana utan undir! En ég ákvað að hlusta á hana og reyna að skilja hvaðan þetta væri að koma.
Því mínútum áður hafði ég hrósað henni fyrir hvað hún væri dugleg og að árangurinn væri farinn að sjást. Hún er nefnilega búin að léttast núna síðasta árið og var komin í þá þyngd sem hún var í áður en hún átti börnin sín þrjú! Ekki nóg með það heldur finnur hún allsherjar vellíðan í líkamanum, er nú laus við kvilla og meltingaróþægindi sem hún var farin að þróa með sér og er ekki lengur með stanslausu sykurþörfina!
En það merkilega er að hún náði þessum árangri EKKI með öfgum, boðum og bönnum, heldur breyttu mataræði og lífsstíl, m.a. með því að losa sig við sykurinn!
Ég spurði hana ,,Bíddu hvað ertu búin að vera gera til að koma þér þangað sem þú ert í dag? Ertu búin að vera beita öfgum?
Hún sat ráðvillt og svaraði ,,Nei reyndar ekki..
,,Svo af hverju fara í öfga, munt þú ekki bara springa á endanum? Og eftir allt munt þú hvort sem er ekki ná að breyta neinu varanlega.
Hún var sammála þessu og ég fann sem betur fer að hugarfar hennar breyttist örlítið.
Því það að er alltof oft sem við höldum í gamlar hugmyndir sem eru hreinlega orðnar úreltar og gera okkur svo miklu erfiðara fyrir.
Enda er staðreyndin sú að 77% þeirra sem hefja megrunarkúr og beita öfgum þyngjast aftur eftir fyrstu vikuna og 36% þeirra sem fara í megrunarkúr þyngjast um meira en þau gerðu áður en þau fóru í megrunarkúr! Skammtímalausnir og öfgar eru hreinlega lélegar!
Ef þú ert að beita öfgum í mataræðinu, spurðu sjálfa þig þá að þessu:
1. Er maturinn sem ég er að borða í dag sá sami og ég myndi vilja halda áfram að borða þegar ég er orðin sjötug?
Ef svarið er já ertu að taka lífsstílsval. Ef svarið er nei er þetta líklega mataræði sem þú munt þá gefast uppá og hægt og bítandi detta aftur í sömu venjurnar. Spyrðu þig svo:
2. Hvar gætir þú verið að flækja hlutina í breyttu mataræði og hvað þarf til að öðlast heilbrigðan lífsstíl?
Notaðu þessa æfingu til að spyrja sjálfa þig hvort þú hafir hollar eða óhollar venjur í tengslum við mataræðið í dag.
Ef þú óviss með svarið við þessari síðari spurningu, ekki örvænta því við vorum að opna fyrir skráningar og sérstakt tilboðsverð á Frískari og orkumeiri á 30 dögum. Á þessu námskeiði ferð þú í gegnum 3 skref sem hjálpa þér að breyta mataræðinu án öfga, en þetta eru m.a þau skref sem ég hjálpaði vinkonu minni með til að losna undan sykurlöngun, fá meiri orku og þrek og léttast á heilbrigðan hátt!
Taktu heilsuna með trompi í haust, tryggðu þér TILBOÐSVERÐ og skráðu þig á meðan þú getur!
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi
Bloggar | Breytt 16.8.2019 kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2019 | 13:41
Losnaðu við bólgur og hægðatregðu með réttum gerlum!
Aukakíló, bjúgur og hægðatregða eiga því miður til að vera fylgifiskar sumarsins.
Rótina má oftast rekja til of mikillar neyslu á sykri og salti eða fæðuóþols. Slíkt veldur álagi á meltinguna sem þar af leiðandi veldur meltingaróþægindum líkt og hægðatregðu, bjúg og aukakílóum.
Því er þó oftast hægt að koma í betra horf með réttum meltingargerlum.
Hvað eru meltingargerlar?
Meltingargerlar (probiotics) eru lifandi góðgerlar sem bæta eða koma jafnvægi á meltingarflóruna. Þær finnst í gerjaðri fæðu sem og inntöku á litlum töflum. Probiotic er góði gerlagróðurinn sem heldur til í allri þarmaflórunni. Þrátt fyrir að orðið baktería eða gerill sé venjulega tengdur sýklum og veikindum þá aðstoðar þessi líkamann að viðhalda heilsunni og berjast gegn veikindum og sjúkdómum.
Af hverju að nota meltingargerla?
Rannsóknir staðfesta hvað eftir annað mikla þörf á góðum góðgerlum fyrir alhliða heilsu, betra ónæmiskerfi, bætta upptöku næringarefna og sterkara ónæmiskerfi. Það mætti því segja að heilbrigð melting sé grunnur að heilbrigðum líkama.
Hvernig gerla á að nota?
Það eru til mismunandi meltingargerlar sem þjóna mismunandi tilgangi en eiga það sameiginlegt að styrkja undirstöðuna að góðri heilsu og vellíðan. Hér eru nokkrir sem mér sjálfri finnst ómissandi að taka reglulega.
Acidophilus
Meltingargerlar eins og acidophilus stuðla að heilbrigðri starfsemi meltingarfæranna. Við laktósaóþoli er líka gott að taka acidophilus/laktasa töflur (sem brjóta niður laktósa) áður en mjólkurvara er neytt. Acidophilus er einnig mikilvæg hjálp við flestum kvillum í meltingarfærum og stór hluti af meðferð gegn sveppasýkingum. Þessir gerlar sinna mikilvægu hlutverki og hjálpa til við að byggja upp heilbrigða og vel starfandi meltingaflóru.
Acidophilus fæst m.a. frá; Mercola, Terranova eða Optibac, þessi blanda frá Garden of Life inniheldur einnig acidophilus.
Lactobacillus
Lactobacillus eru sérstaklega góðir fyrir konur. Fleiri en 20 tegundir lactobacillus fyrirfinnast í leggöngum kvenna í heilbrigðu ástandi. Röskun á þessu jafnvægi, eða skortur á góðu gerlunum, getur skapað ofvöxt óæskilegra baktería eða sveppa. Margar rannsóknir hafa sýnt að það að taka inn Lactobacillus getur skilað sér í minni sveppasýkingum og bakteríum, betra sýrustigi í leggöngum sem og betri alhliða heilsu kvenna í gegnum bætta meltingu. Lactobacillus getur einnig minnkað þembu og losað vind úr meltingunni.
Lactobacillus fæst frá Mercola og Optibac.
Góðgerlar unnir úr jurtum
Jurtir eins og ætiþistill, maríuþistill, títa (boldo), túnfífill og fjallagrös geta bætt meltinguna. Lakkrísrót og regnálmur eru græðandi og góðar við magabólgum. Til að úr verði góðgerlar úr jurtum eru þær eru gerjaðar, við gerjunina margfaldast gerlafjöldinn. Svona gerlar næra og styrkja þarmaflóruna og eru frábærir gegn bólgum og bjúg. Ég mæli hiklaust með því fyrir alla að prófa gerla úr jurtum.
Ég mæli með t.d. meltingargerlum frá Terra nova. Fæst í heilsuhúsinu.
Hvaða tíma dags og hversu mikið á maður að taka?
Meltingargerla er að gott að taka inn á fastandi maga á morgnana eða fyrir svefn. Lykilregla sem skal hafa í huga við notkun á meltingargerlum er að rótera þeim reglulega. Taka þá eina tegund í mánuð og svo aðra næsta mánuðinn. Fyrir extra búst fyrir meltinguna eða fyrir þá sem þurfa að vinna á bólgum og bjúg má taka tvær til þrjár tegundir í einu.
Ég á sjálf alltaf til nokkrar týpur sem ég rótera á milli. Gamall kennari minn líkti inntöku meltingargerla við að kasta títuprjóni í tóman brunn - þú getur aldrei tekið of mikið. Ég vísa oft í þessa góðu myndlíkingu.
Langtíma plan
Samhliða reglulegri notkun á góðgerlum mæli ég með breyttu mataræði til að fyrirbyggja að fyrrnefndir kvillar komi aftur. Tryggðu þér pláss á ,,3 skref til að losna úr vítahring sykurs, tvöfalda orkuna og auka brennslu á náttúrulegan hátt ókeypis fyrirlestur 14.ágúst kl 20!
Á þessum fyrirlestri mun ég sýna þér fæðutegundir og leiðir til að fá frelsi undan sykurlöngun og auka orkuna! Við tökum mið á heilsunni þar sem þú færð sent stutt heilsupróf og gef ég uppskrift og áætlun sem þú getur fylgt áfram eftir tíma okkar.
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)