Færsluflokkur: Bloggar

16 kílóum léttari og uppgötvaði leyndarmálið að hinni fullkomnu húð!

Ég er alltaf jafn spennt að deila með ykkur árangurssögum frá flottu konunum á Frískari og orkumeiri námskeiðinu hjá okkur! Þær veita mér endalausan innblástur. 

Birta lauk Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðinu hjá mér fyrir um það bil þremur mánuðum og hefur náð ótrúlegum árangri og breytt lífi sínu og fjölskyldu sinnar til hins betra. 

Hún hefur misst 16 kíló (10 á 30 dögum), veit nákvæmlega hvað hún á að borða fyrir hámarks vellíðan, hefur aukna orku til þess að sjá um 8 mánaða dóttur sína og hefur uppgötvað leyndarmálið að fullkominni húð.

Við tókum létt viðtal við Birtu til þess að undirstrika árangur hennar og deila með öðrum sem innblæstri til þess að taka sömu ákvörðun um að hefja hollari lífsstíl.

Þetta snýst nefnilega allt bara um þessa einu litlu ákvörðun. Ákvörðun að setja þig í forgang og ekki leyfa kringumstæðum að segja til um eigin getu.  Allt annað fylgir.  

 Hélt hún gæti ekki haldið út 

Birta byrjaði heilsuferðalag sitt með vafa um eigin getu…

„Ég hélt ég myndi ekki geta haldið þetta út og hélt í alvöru að ég gæti aldrei borðað sykur aftur ef ég myndi fara á þetta námskeið, en ég bara höndlaði þetta, hélt þetta út og uppgötvaði að það má leyfa sér innan heilbrigðs lífsstíls” 

Kom í ljós að…

„Þetta var alls ekki eins svakalegt og ég hélt” 

Mesta áskorunin var að stundum var ekki búið að undirbúa mat vikunnar (sem fólk lærir á námskeiðinu), en ef það er stærsta áskorunin þá er maður í góðum málum! 

Sykurþörfin hvarf strax

„Ég var mjög mikill nammigrís, var alltof mikið í nammi og gosi, og oftast fékk ég mér oft á diskinn og var ógeðslega svöng”

Birta fann þó strax mun á fyrstu vikunni og upplifði sykurþörfina hverfa og hana langaði ekkert í sætindi og segir hún „Eftir námskeiðið hefur mig ekkert langað í sætindi, fæ ég mér bara einn disk og er saddari. Núna er lífsstíllinn algjör andstæða”

Árangurinn lét ekki á sér standa 

Ég skráði mig því ég var komin í 3 stafa tölu á vigtinni og er núna í tveggja, er alveg að komast niður í 80 kílóa markið. 

Ég var í 110kg þegar ég byrjaði á námskeiðinu, léttist um 10kg á meðan á því stóð á þessum 30 dögum og er komin í 94kg núna, held áfram að fara hægt og sígandi niður á við.”

Það var hinsvegar ekki allt sem hún fékk út úr þessum 30 dögum: „Já ég léttist mikið, en svo fékk ég svo miklu meiri orku. Var t.d. ekkert mikið í því að fara út með dóttur mína en núna fer ég hvern einasta dag og fæ hreyfingu sjálf í leiðinni!”

10kg á 30 dögum, húðin ljómar og orkan er mun meiri, það er ekki hægt að biðja um betri árangur!

 En hvað með fjölskylduna? 

Meira að segja þegar maðurinn sat við hliðina á henni með sætindi freistaðist hún ekki, töluvert afrek að vera komin á þann stað!
„Maðurinn vildi ekki vera með og vildi frekar styðja við mig, hann hélt áfram að borða nammi en mig langaði ekkert í og það truflaði mig ekkert” 

Maturinn féll vel í kramið hjá fjölskyldunni en einn réttur stóð alveg upp úr!
Birta er ánægð með að hafa fleiri hollar uppskriftir þar sem lítið var um þær áður
„Við vorum mikið í kjötinu áður, ég gerði linsubauna bolognese einn daginn og hélt að þetta myndi ekki vera neitt rosalega gott en þetta var bara eitt það besta sem ég hef borðað lengi!”

Við gátum ekki fengið álit frá dóttur hennar þar sem hún var aðeins of ung til að geta smakkað en „manninum fannst samt linsubauna bolognese það besta sem hann hefur smakkað líka.”

Viðheldur árangrinum í dag

Birta bætir við að núna þrem mánuðum eftir að námskeiðinu lauk heldur hún í sykurleysið og segir þetta um það mikilvægasta sem hún tók með sér frá námskeiðinu maður þarf ekkert sykur, vitandi hvað það er mikill sykur í öllu mögulegu kíki ég alltaf á innihaldslýsinguna og tékka hvað mikill sykur og hvernig sykur er í matnum sem ég kaupi.” 

Það hefur gengið rosalega vel að halda mataræðinu við: „Þær uppskriftir sem ég nota mest ennþá frá námskeiðinu eru Avókadó stappan, linsubauna bolognase og súrdeigsbrauðið með heimagerðu “nutella sem er það besta” 

(uppskriftir sem fást gegn skráningu í Frískari og Orkumeiri samfélagið)

Hún fær sér hollari valkosti þegar hana langar í snarl: „Stundum langar mann í nammi en þá fæ ég mér eitthvað annað frá uppskriftum námskeiðs og það bjargar mér algjörlega!”

Í lokin er hér það sem Birta vill koma á framfæri við fólk sem er að íhuga námskeiðið: 

„Fyrir þá sem eru að íhuga námskeiðið segi ég, GO FOR IT”

Vel sagt Birta og það sem við hjá Lifðu til fulls erum stolt af þér!

Tengir þú við sögu Birtu og þráir eitthvað öðruvísi fyrir sjálfa þig?

Afhverju ekki „go for it” eins og Birta segir og trúa aðeins á eigin getu?

Málið er að við munum aldrei finnast okkur vera tilbúin, alveg eins og sagan hennar Birtu sannar snýst þetta allt um ákvörðun  – það er bara að demba sér í djúpu laugina.

Núna er tíminn til að setja heilsuna í forgang – engar fleiri frestanir kannski hefur þú verið að velta þessu fyrir þér fram og aftur. Alltaf að fresta til morgundags.

Sláðu til fyrir sjálfa þig og taktu heilsuna með trompi með réttum stuðning og a-ö áætlun núna í janúar.

Skráningar í Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðið standa nú yfir næstu 2 sólarhringa í viðbót og bjóðast á sérstöku afmælis tilboði, bestu kjörum sem við höfum veitt. Verð hækkar þar eftir.

Einnig þegar þú skráðir þig kemstu í pottin að getað unnið vitamix blandara að andvirði 74.900 kr. Það gerist ekki betra!

Um leið og þú skráir þig færðu tafarlausan aðgang að 5-mín drykkjar uppskriftum sem slá vel og hratt á sykurþörfina, draga úr bjúg og efla brennslu og svo hefjumst við handa í 30 dagana í janúar!

Framtíðarútgáfan af þér treystir á þig að vera djörf og fara út fyrir þægindaramman!

Þetta er þitt tækifæri. Þú ert þess virði og þú ERT tilbúin!

Tryggðu þér A-Ö áætlunina og baklandið til að gera það sem eftir er árs að þínu heilsuári!

Heilsa og hamingja, 

Júlía


Hvernig er hægt að gera smákökurnar hollari?

mbl2

Er nokkuð of snemmt að fara hugsa um jólabaksturinn?

Kannski, en það má þá allavega byrja leyfa sér að dagdreyma um ljúfu lyktina úr ofninum við heimabakaðar smákökur og aðeins að byrja að skipuleggja baksturinn. 

Það er ýmislegt til ráða til að gera uppáhalds smákökurnar hollari án þess að mikill bragðmunur finnist.

Það er til dæmis hægt að taka hvaða uppskrift sem er og nota hrásykur eða kókospálmasykur í staðinn fyrir hvítan sykur.

Svo má einnig minnka sykurmagnið um 20-25% og sjá hvernig útkoman verður. Oftar en ekki er lítill sem engin bragðmunur á.

“Hvernig er hægt að léttast og njóta jólakræsinga” er ókeypis net-fyrirlestur sem ég er að bjóða upp á. Þetta verður fræðsla í beinni þar sem ég mun fara yfir fljótleg og einföld ráð sem allir getað tileinkað sér í desember til að stilla sér betur hófs og geta notið hátíðanna án aukakílóa og slens - og taka við nýja árinu fersk og orkumeiri.

Ég mun gefa 5 mín uppskrift sem eykur brennslu, fara yfir hvaða staðgenglar sykurs eru betri og hverja ætti að forðast, ásamt því að gefa vinninga og halda uppi góðu fjöri með fólki í BEINNI.

Ókeypis Skráning í net-fræðslu og jólapartý hér: https://lifdutilfulls.lpages.co/jolagledi

Takmörkuð pláss í boði.

 

Heilsa og hamingja, 

Júlía

 


Mikilvægt að finna jafnvægi

mbl4-scaled

Nú þegar jólin nálgast er mikilvægt að halda í hollustuna og stilla sér hófs svo hægt sé að fara inn í jólamánuðinn án þess að missa sig alveg í kræsingum og konfekti.

Það kannast eflaust flestir við það að ætla bara að fá sér einn konfektmola, en um leið og hann er horfinn kemur upp hugsun á þessa leið: “æji ég er hvort eð er ‘dottin í það’, best að fá sér nokkra mola í viðbót” og svo stuttu seinna er konfektkassinn búinn... 

Fyrsti bitinn er jú yfirleitt bestur, en svo getur verið ansi erfitt að stoppa eftir það, ekki satt?

Að geta notið sín í hófi og fundið jafnvægi sem hentar okkur getur vissulega skipt sköpum þegar kemur að vigtinni og ekki síst orku okkar og vellíðan. Að njóta í hófi hjálpar okkur að detta ekki alveg í macintosh dósina kvöld eftir kvöld.

Við finnum þetta fullkomna jafnvægi m.a. með því að:

  • Passa vel upp á daglegu næringu okkar
  • Borða morgunmat svo maður sé ekki sólginn í eitthvað fram eftir deginum (og þá líklegri til að borða mun meira um kvöldið)
  • Stilla af jafnar/reglulegar máltíðir yfir daginn
  • Gera sér hollustudrykki inn á milli smákökumola

Þetta mun ég fara ítarlega í á ókeypis net-fyrirlestri mínum „Aukin brennsla og jafnvægi yfir jólin án þess að missa þig algjörlega”. Það kostar ekkert að skrá sig og veglegir vinningar eru í boði fyrir þá sem mæta.            

Allir sem koma munu einnig fá 5 mín heilsudrykk minn sem slær á sykurþörf og inniheldur náttúrulega fæðu sem styður við brennslu líkamans. Ég deili ráðum sem hjálpa okkur að finna þetta yin-yang jafnvægi í mataræðinu svo að við getum notið hátíðanna án bjúgs, aukakílóa eða slens. Ég fer líka yfir hvaða staðgengla sykurs er hægt að nota til að setja hollt ‘twist’ á gömlu góðu smáköku uppskriftirnar sem margir notast við um jólin.

Skráning hér: https://lifdutilfulls.lpages.co/jolafyrirlestur/

Okkar matarvenjur eru ekkert nema vani og ef við náum að innvikla meiri hófsemi getum við byrjað að skapa venjur, ekki bara fyrir desember mánuð, heldur venjur sem við tökum með okkur inn í nýtt ár og áfram næstu árin..

 

Heilsa og hamingja, 

Júlía

 


Mín persónulega reynsla við að vinna úr áföllum

IMG_0194

 

Í síðustu viku fékk ég Dr. Don Wood til að vera gestur á blogginu. 

Þessa viku langar mig að deila með ykkur persónulegri reynslu minni eftir að hafa unnið með honum vegna þess að ég tel það geta hjálpað þér að uppgötva hvernig þú getur sjálf átt þína persónulegu umbreytingu.

Ég kynntist Dr. Don Wood á ráðstefnu í San Diego í nóvember 2019, hann var fenginn sem einn af talsmönnum ráðstefnunnar og byrjaði á að útskýra áhrif sem áföll geta haft á daglegt líf fólks. 

Ég hef gert allskonar hluti fyrir minn persónulega vöxt í gegnum árin, t.d. með Tony Robbins og Katie Byron. Ég leitast alltaf eftir að verða betri útgáfa af sjálfri mér (ein ástæða þess að ég varð heilsumarkþjálfi).

Dr. Don Wood greip því athygli mína strax með því sem hann var að tala um og þegar kom að síðdegistímanum spurði Don hvort einhver í salnum vildi koma upp og vera sýnidæmi.

Ég bókstaflega hefði ekki getað teygt meira úr höndinni þegar ég rétti hana upp, sem varð til að hann sagði „Unga konan þarna aftast, komdu upp”.

Þar sem ég labbaði inn á sviðið fyrir framan salinn hugsaði ég með mér „Hvað í ósköpunum er ég nú búin að koma mér út í?”

Dr. Don bað mig að velja atvik frá æsku sem hafði valdið áfalli (hafið í huga að atburðirnir þurfa ekki endilega að vera úr æsku, þeir geta líka verið frá táningsárum eða jafnvel síðar).

Ég valdi atburð sem hafði gerst þegar ég var í sjötta bekk í grunnskóla. Ég fer ekki út í smáatriði vegna þess hve persónulegt það er.

Dr. Don bað mig um að brjóta atburð minn niður í 10 hluta sem hann endurraðaði síðan í huganum mínum þannig atburðurinn gerðist í annari röð. 

Eftir það gerðum við nokkrar æfingar til viðbótar.

Þegar við kláruðum fann ég fyrir mikilli vellíðan, ég fann fyrir aukinni friðsæld gagnvart fólkinu sem tók þátt í atvikinu (vil taka fram fyrir þá sem hafa áhyggjur af mér að atvikið var ekki kynferðislegs eðlis og ekki líkamlegt ofbeldi).

Flest höfum við gengið í gegnum ýmislegt í lífinu, þó mismikið. En jafnvel þótt þér finnist þú hafa gengið í gegnum svo margt og að það tæki heila eilífð að fara yfir hvern atburð að þá er svo áhugavert að um leið og við förum yfir sirka 3 áföll að þá fer undirmeðvitund okkar sjálfkrafa að vinna úr öllum öðrum áföllum með sama hætti.

Þetta kvöld sagði Dr. Don að undirmeðvitund mín myndi fara í að uppfæra og vinna úr nýju upplýsingunum og ég vaknaði næsta dag algjörlega endurnærð og hress.

 


Læt ekkert stoppa mig í dag!

 

Þegar ég horfi nú til baka til síðustu ára sé ég að svo alltof oft hafði ég afsakanir fyrir að gera ekki hluti sem ég vildi og afsakanir fyrir að eltast ekki við draumana mína. En í dag hefur viðhorf mitt til sjálfs míns gjörbreyst. Núna finnst mér kjánalegt að hafa trúað þessum ranghugmyndum sem ég hélt í áður en ég vann úr minni fortíð.

Til að gefa ykkur persónulegt dæmi að þá má nefna að í janúar 2019 sagði ég sjálfri mér að ég þyrfti 10 árangurssögur í viðbót frá kúnnum til þess að geta farið með fyrirtæki mitt og þjónustu á alþjóðamarkað (þrátt fyrir að hafa ógrynni af árangurssögum nú þegar frá frábærum konum alls staðar úr þjóðfélaginu). Það sem bjó að baki var einfaldlega sú trú að ég væri ekki nógu góð og ég var lömuð af ótta við hvernig aðrir myndu líta á mig. 

Mig hafði langað að fara á alþjóðamarkað með starfsemi mína (stofna annað fyrirtæki og gera það sem ég geri á ensku) í nokkur ár. Af hverju hafði ég ekki gert það?

Einfaldlega vegna viðhorfa sem voru alltaf til staðar, grafin í huganum, vegna áfalla í æsku. Eitthvað sem hafði gerst þegar ég var í 6. bekk og hafði enga stjórn á. Atburður sem í undirmeðvitund minni fékk mig til þess að trúa því að ég væri ekki nógu góð og hefði ekki það sem til þyrfti. 

Það var ástæðan fyrir því að ég reyndi stöðulega að fresta markmiðum mínum. Ég reyndi að telja mér trú um að nokkrar árangurssögur til viðbótar myndu ná að stappa í mig stálinu og að þá yrði ég kannski þess virði og gæti haldið áfram. En auðvitað var það bara afsökun í undirmeðvitund minni til að bíða með að eltast við mína drauma..

Þetta hefur bókstaflega verið lífsbreytandi reynsla fyrir mig og ég get sagt full sjálfstrausts að ég er nú aðeins nokkrum vikum frá því að opna þetta alþjóðlega fyrirtæki og uppfylla það sem ég veit að ég er hér á jörðinni til að gera: hjálpa konum að verða heilbrigðasta útgáfan af sjálfum sér og stuðla þannig að heilbrigðari heimi fyrir komandi kynslóðir.

 

Ég deili þessari sögu til að hvetja þig til að skoða áföll eða atburði í þínu lífi sem eru óleyst og geta á einhvern hátt verið að hafa áhrif á þig í dag.

Áhrifin geta brotist út í formi streitu, neikvæðra viðbragða í daglegu lífi (t.d. komumst auðveldlega í uppnámi, erum auðveldlega pirruð), bakverki, maga- eða meltingarvandamál, liðverki og neikvæða sjálfsmynd o.s.frv.

Ég hélt áfram að taka þátt í þjálfun Dr. Don og í sumar notaði ég tímann til þess að vinna úr öðrum atburði sem kom í ljós. 



Upp í bústað að fylgja Dr. Don Wood kúrsinum núna í sumar.

 

Dr. Don hefur gert sérstaka vefsíðu til þess að þið sem komið yfir frá Lifðu til fulls getið kynnt ykkur fyrirtækið og fengið sérstakt tilboð á námskeiðinu! Það felur í sér 21 dags námskeiðið hans og kaupaukann „Persónuleg heilsuþróun” hljóðupptöku syrpu (e. Fitness Score Personal Development audio series) að verðmæti $495 (u.þ.b. 70.000kr)!
Ef þið skráið ykkur hér getið þið fengið kaupauka að verðmæti $495 (rétt tæplega 70.000kr)!

Þið getið einnig fundið hann á FacebookYouTube og Instagram.

 

 

Heilsa og hamingja,

Júlía

P.s. sæktu ókeypis uppskriftir að sykurlausum eftirréttum hér!


Áföll og áhrif á heilsu okkar með Dr. Don Wood

 

Vissir þú að líkamlegri verkir, þunglyndi og streita getur átt uppruna sinn í tilfinningum og áföllum úr bernsku sem ekki hefur verið unnið úr?

Það er einmitt það sem vinur minn, Dr. Don Wood ætlar að deila með okkur í dag. Við höfum öll lent í áfalli af einhverju tagi og það getur mótað upplifanir og lífsgæði okkar.

Ég kynntist Dr. Don Wood fyrir rúmlega ári síðan á ráðstefnu í San Diego þar sem mér gafst tækifæri á að vinna með honum persónulega og eftir það hef ég lesið bókina hans, tekið þátt í þjálfun hans og er í dag mikill aðdáandi! 

Síðan þá hefur mig langað að fá hann í smá spjall á bloggið okkar hjá Lifðu til fulls og er svo ánægð að geta deilt þessu viðtali með ykkur í dag!

 

Fyrir fólk sem þekkir ekki til þín og starfs þíns, hver er Dr. Don Wood og hver er bakgrunnur þinn?

Ég er upphaflega frá Toronto, Kanada en fjölskylda mín flutti til Bandaríkjanna fyrir tæpum 30 árum. Áður en ég flutti til Bandaríkjanna vann ég í fjármála geiranum en eftir að við fluttum til Bandaríkjanna byrjuðum við að vinna með fjölskyldum í neyð í gegnum samtök sem við stofnuðum sem aðstoða við leit og björgun týndra barna. Samtökin unnu einnig að öryggisvörnum, í gegnum myndskilríkja og fingrafara-forrit sem við stjórnuðum á landsvísu og dreifðum til yfir 40 landa um allan heim. Sú reynsla leiddi til þess að fjölskylda mín byrjaði að leita leiða til að stækka við okkur og við ákváðum að bæta við aðstoð fyrir fólk sem lent hefur í áföllum. Ég lauk doktorsprófi í klínískri ráðgjöf og uppgötvaði að þegar við getum læknað sálræn áföll er virkni einstaklings á hærra stigi. Það var innblásturinn fyrir „The Inspired Performance Institute” (Innblásinn-árangur stofnunin). Við þjónustum stofnanir sem hjálpa hermönnum, sjúkraliðum, slökkviliði, lögreglu, neyðarlæknum og fórnarlömbum kynferðislegs ofbeldis og þeim sem hafa t.d. sigrast á brjóstakrabbameini.

 

Hvað varð til þess að þú fóst að rannsaka áföll og áhrif þeirra á fólk í daglegu lífi? Hvernig komstu að þínum niðurstöðum?

Helsta hvatning mín voru eiginkona mín og dóttir. Báðar höfðu lent í áföllum sem börn og ég sá daglega áhrif þess á þær. Einnig sáum við hve margir þurftu á hjálp að halda og sáum marga sem glímdu enn við afleiðingar áfalla sinna, jafnvel þótt þeir væru að fá einhverskonar hjálp, þar á meðal dóttir mín.

 

Glíma allir við áföll á einn eða annan hátt?

Algjörlega. Það eru ekki aðeins alvarleg áföll sem hafa áhrif á huga okkar, það sem ég vísa til sem „tilfinningaleg áreiti“ hefur einnig áhrif. Þetta eru atburðir sem geta virst léttvægir miðað við alvarleg áföll en geta haft veruleg áhrif á okkur.

 

 Hér má sjá Dr. Wood halda fyrirlestur

 

Hvað eru einkenni eða merki sem birtast í okkar daglega lífi sem gætu sagt til um að áföll í fortíð hafi áhrif á heilsu okkar, sambönd og/eða starfsferil?

Ef þú lest allar sjálfshjálparbækurnar þarna úti munu þær benda þér á að stunda núvitund; lifa í núinu til þess að njóta friðsældar í lífinu. Það er hinsvegar erfitt ef hugur þinn heldur áfram að fara í gegnum fyrri áföll eða upplifanir sem voru sársaukafullar eða erfiðar á einhvern hátt. Ég bið fólk að segja mér hvort það upplifi einhverjar sérstakar tilfinningar, uppnám eða geðshræringu þegar það hugsar um atburði frá fortíð sinni. Það sem ég útskýri er þetta, ef þú hefur tilfinningar, geðhræringu eða ert í uppnámi, þá kallar hugurinn á aðgerð/framkvæmd. Hvaða aðgerð er möguleg varðandi atburð sem gerðist þegar þú varst barn? Þetta er galli, villuboð. Þessi upplýsinga-lykkja hefur áhrif á getu þína til að vera til staðar í núinu, sem hefur truflandi áhrif á heilsu, starfsferil og sambönd.

 

Hvaða aðferðir notarðu til þess að hjálpa fólki að vinna í gegnum áföll sín?

„Innblásinn-árangur” þjálfunin (e. The Inspired Performance Program, TIPP) er sértæk tækni sem kemur til vegna þúsunda klukkustunda þróunar. Ég kynnti mér margar mismunandi aðferðir og sá nokkrar sem voru áhrifaríkar og aðrar sem voru það ekki. Ég fínpússaði það sem ég sá að virkaði og sameinaði nokkrar af þessum aðferðum í mína eigin nýjungaraðferð.

 

Eru þessar aðferðir öruggar fyrir alla, sama hversu alvarleg áföll maður hefur upplifað? Jafnvel fyrir fólk með mikinn kvíða, þunglyndi og áfallastreitu-röskun?

Aðferðin er fullkomlega örugg fyrir lang flesta. Ef einhver þjáist af alvarlegum geðrænum kvillum eins og geðklofa, myndi ég ekki mæla með því að sá einstaklingur notaði þessa tækni án þess að fagmaður viðkomandi geðrænum kvilla sé viðstaddur.


Er nauðsynlegt að vinna í gegnum hvert og eitt áfall og fyrir sig?

Nei, þetta er eitt það besta við þjálfun okkar. Við leggjum áherslu á tvo til þrjá atburði og þá er hugurinn fær um að beita þessum nýju aðferðum á aðra atburði. Við þurfum líka ekki að fara í hvert smáatriði, umræða um áfallið er ekki meira en tveggja til þriggja mínútna löng, aðeins er farið í aðalatriði.

 

Hversu langan tíma tekur það að lækna áföllin? Hversu fljótt getur fólk séð árangur?

Meirihluti vinnunnar gerist í einni fjögurra tíma lotu. Eftir lotuna hlustar viðkomandi á upptökur næstu 28 daga sem heldur áfram að uppfæra og styrkja það sem unnið var með í lotunni.

 

Hvaða árangri má búast við í tengslum við heilsu og vellíðan, eftir að hafa unnið í gegnum fyrri áföll? Getur þú gefið okkur dæmi af einstaklingum sem hafa tekið þátt og hver árangurinn var?

Rebekah Gregory hafði verið viðstödd sprengingu í Boston maraþoninu og þjáðist af áfallastreitu-röskun í fimm ár eftir það. Hún fékk martraðir á hverri nóttu í þessi fimm ár. Eftir að fjögurra tíma lotu okkar lauk hefur hún læknast af áfallastreitu-röskuninni og sömuleiðis martröðunum. Árangurssögu hennar má finna á vefsíðu okkar. Marko Cheseto keppti um íþróttastyrk í maraþonhlaupi í háskóla en lenti í slysi og missti tvo útlimi. Hann hóf að hlaupa á gervifótum og var að keppa með góðum árangri þegar þjálfarar hans sögðust hafa gert allt sem í þeirra valdi var og engin frekari framför möguleg þrátt fyrir aukna þjálfun hans. Þeir lögðu til að hann færi í gegnum þjálfunina okkar og níu dögum eftir fjögurra tíma lotuna tók hann 15 sekúndur á mílu af tíma sínum í keppni. Nokkrum mánuðum síðar hljóp hann í Boston maraþoninu 2019 og sló heimsmet fatlaðra íþróttamanna. Þremur mánuðum eftir það hljóp hann í Chicago maraþoninu, braut hann sitt eigið heimsmet um fimm mínútur og fékk samning hjá Nike. Michelle Sill sigraðist á 17 ára eiturlyfjafíkn og er búin að vera edrú í 18 mánuði. Michelle hefur endurheimt sambandið við fjölskyldu sína og fékk aftur forræði yfir átta ára dóttur sinni. Það eru margar svipaðar árangurssögur á vefsíðunni okkar. 

 

Hvar getur fólk kynnt sér þjálfun ykkar frekar?

Við höfum gert sérstaka vefsíðu til þess að þið sem komið yfir frá Júlíu getið kynnt ykkur fyrirtækið og fengið sérstakt tilboð á námskeiðinu! Það felur í sér 21 dags námskeiðið og kaupaukann „Persónuleg heilsuþróun" hljóðupptöku syrpu (e. Fitness Score Personal Development audio series) að verðmæti $495 (u.þ.b. 70.000kr)!
Ef þið skráið ykkur hér getið þið fengið kaupauka að verðmæti $495 (rétt tæplega 70.000kr)!

Þið getið einnig fundið okkur á Facebook, YouTube og Instagram.

 

 

 

Heilsa og hamingja,

Júlía

 

p.s sæktu ókeypis uppskriftir að sykurlausum eftirréttum hér


10 hlutir sem næra líkama og sál yfir Covid

 

julia-4.ag

 

Það er svo frískandi að skella sér aðeins út í náttúruna. Mér fannst ég mjög heppin að geta yfirhöfuð farið út úr húsi, hvað þá að fara út í fallegu náttúruna okkar. Við erum öll mjög lánsöm hvað Ísland er að jafna sig vel eftir þennan heimsfarald sem er í gangi.

Ég og maðurinn ákváðum að leigja þennan líka notalega sumarbústað, aðeins tveggja tíma akstur úr bænum og VÁ hvað það var þess virði!

Þetta var hin fullkomna leti-dekur vika í burtu sem minnti mig á að slaka á og þjálfa núvitund.

 

 

Á meðan ég var í bústaðnum grillaði ég grænmeti nánast daglega, hér er réttur með linsubaunum, gulrótum og villtum sveppum borinn fram með hvítlaukssósu frá Frískari og orkumeiri námskeiðinu (sjá hér um námskeiðið) og geitaosti.

 

 

Hér fórum við hjónin í spontant lautaferð við repjuræktun á Hellu með acai skál.

 

 

 

Hér borðuðum við úti eitt kvöldið, íslensk náttúra alveg yndislegt útsýni yfir kvöldmatnum!

 

Hér eru nokkrir hlutir sem ég gerði í sumarfríinu mínu til að næra líkama og sál, ég vona að þeir veiti ykkur innblástur fyrir dekur og sjálfsumhyggju yfir Covid:

 

  1. Sjálfsspeglun. Hugleiða. Skrifa. Það getur verið svo endurlífgandi fyrir sálina og líkamann að komast í jafnvægi við þarfir þínar og langanir.

  2. Jóga. Barre. Æfingar. Hoppa á stóra trampólíninu sem við vorum með í bakgarðinum!

  3. Grilla fullt af grænmeti og gæða íslenskum fisk.

  4. Skoða fallega fossa og fara upp fjöll.

  5. Búa til sektarlaus sætindi, ég bjó til 3 uppskriftir úr Sektarlausu rafbókinni, súkkulaði fudge og 2 útgáfur af orkukúlunum. (Smelltu hér til að ná í rafbókina!)

  6. Týna íslenskar kryddjurtir (t.d. blóðbergi) sem hægt er að þurrka og nota í te og eldamennsku.

  7. Hlæja og leika sér! (t.d. er hægt að mála, prjóna og fara á hestbak).

  8. Lesa og læra (ég á mörg net-námskeið og þetta gaf mér tækifæri til að mennta mig og fá innblástur. Ef þú ert t.d. á Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðinu er sumarfríið kjörinn tími til þess að rifja upp kennslur þar).

  9. Horfa á gamlar og góðar kvikmyndir, því kvikmyndaframleiðsla er auðvitað í hléi svo engar nýjar myndir eru að koma út (nema nokkrar Netflix myndir, eins og fyndna Eurovision myndin auðvitað) en líka vegna þess að ég elska að horfa aftur á klassískar kvikmyndir (ég horfði t.d. Á Dirty dancing, Grease og Pitch perfect).

  10. Andlitsmaski (ég notaði maska frá Sóley, sá maski sem ég notaði var úr íslenskum eldfjalla leir og þið getið notað afsláttarkóða: lifdutilfulls20 fyrir 20% afslátt og fría heimsendingu).

 

 

Heilsa og hamingja,

Júlía

p.s sæktu ókeypis uppskriftir að sykurlausum eftirréttum hér


Öflug 4 mín hugaræfing til að brjótast úr gömlu fari

Síðustu helgi átti ég alveg æðislegan dag með konum sem eru hjá mér í Nýtt líf og Ný þú Eðalþjálfun, í töfrandi umhverfi í Hveragerði.

Við byrjuðum daginn á því að konurnar áttuðu sig á gömlum sögum um líkama sinn sem voru að valda neikvæðum hugsunum og halda þeim í sama fari. Málið er að við eigum öll þá tilhneygingu að hugsa oftar neikvætt en jákvætt.

Þegar við tökum eftir neikvæðum hugsunum höfum við val um það að trúa þeim eða varpa þeim svolítið í kastljóstið og spurja okkur hvort þær séu raunverulega sannar eða ekki, og beðið þær síðan vinsamlegast um að hverfa á brott.

Hugsanir óspurðar leiða til þjáningu í lífinu segir Byron Katie, ein af mínum mentorum.

Eitt af því sem ég deildi með dömunum um helgina var einmitt einföld 4 mín æfing til að brjótast úr gömlum hugsunum.

Þessi einfalda og öfluga æfing byggist á 4 spurningum og tækifærin til að nota hana eru óendanleg. Dæmi um hugsanir sem hægt er að vinna úr væri; "ohh ég er svo feit..." eða "ég er pirruð útí manninn minn", "ég er ekki að standa mig nógu vel" "ég kem mér ekki af stað til að byrja" "ég er ómöguleg, mér tekst þetta aldrei..."

Æfingin "the work" eftir Byron Katie

1. Er það satt? (já eða nei svar)

2. Getur þú algjörlega vitað að þessi hugsun er sönn? (já eða nei svar)

3. Hvað gerist og hvernig bregst þú við þegar þú trúir þessari hugsun?

4. Hver eða hvað værir þú án þessarar hugsunar?

Svo snýrð þú dæmi þínu við með fjórum "turnarounds" eins og Byron Katie kallar það þar sem þú tekur upprunulegu hugsun þína, snýrð henni við og spyrð þig hvort það sé ennþá  satt. Hér má sjá fulla æfingu á ensku ef þú skyldi vilja prenta æfinguna út. Til að fá dýpri skilning mæli ég svo eindregið með því að kynna þér vefsíðu Byron Katie og youtube þar sem má finna fjölda myndbanda.

Heilsa og hamingja,
Júlía Magnúsdóttir, heilsumarkþjálfi


Orkulaus og nærð ekki að léttast? Þetta gætu verið ástæðurnar

Við konur eigum því miður auðveldara með að geyma fitu en karlar vegna hormónsins estrogen og áhrifum þess á líkamann. Það minnkar getu okkar til að brenna fitu eftir máltíð, sem leiðir af sér að meiri fita sest á líkamann og þá gjarnan á kviðinn.

Hér eru 5 ástæður sem geta verið að koma í veg fyrir að þú náir að léttast og upplifir líkama fullan af orku.

 

1. Þú ert föst í vítahring skammtímalausna

Að fara í átak í stuttan tíma getur verið freistandi en endar það nokkurn tímann sem langtímalífsstíll?

Vandamálið liggur í hugarfarinu og undirmeðvitund okkar sem stýrir 90-95% af því sem við gerum. Undirmeðvitundin leitast ávallt eftir því að endurtaka gamla farið óháð því hvort við viljum það eða ekki. Þetta þýðir að ef við höfum vanið okkur á að fara í átök eða kúra sem hafa endastöð eftir ákveðinn tíma er ekki óeðlilegt að byrja og gefast svo upp.

Ef þetta ert þú gætir þú upplifað:

Mynstur sem hefur haldið þér í sama farinu síðastliðin ár, þegar árangur næst eða álag kemur, gefstu upp á þínum markmiðum og rútínan fer í rugl.

Mörg okkar halda því fram að með breyttum lífsstíl megum við aldrei aftur borða það sem okkur þykir gott. Það er stór misskilningur en heilbrigður lífsstíll gæti ekki verið ólíkari, enda snýr hann frekar að því að njóta matarins og finna það jafnvægi sem gefur okkur bæði árangur og lífshamingju. Boð eða bönn virka ekki!

 

2. Óhreinn ristill

shutterstock_528334321

Grunnurinn að góðri heilsu er heilbrigð þarmaflóra.

Ristillinn þinn virkar sem fráveitukerfi líkamans og með vanrækslu á honum breytist hann í geymslustað fyrir eiturefni og starfsemi hans skerðist. Þá leysir ristillinn frekar eiturefni út í blóðrásina sem hefur áhrif á heilastarfsemi, taugakerfi, líffæri og skjaldkirtilinn. Þegar þessir hlutir eru undir neikvæðum áhrifum hefur það einnig neikvæð áhrif á orku þína.

Ristillinn tengist því einnig hvort við nýtum þá næringu sem við fáum frá fæðu og bætiefnum eða ekki. Ef ristillinn er uppfullur af eiturefnum þá nýtast næringarefnin verr sem leiðir til næringarskorts þrátt fyrir að verið sé að neyta næringarefnanna!

Ef þetta ert þú gætir þú upplifað:

Færri en 2-3 á klósettferðir á dag, uppþembu, orkuleysi, slappleika, depurð, vanlíðan og fleira. Taktu stutt hreinsunarpróf hér til að sjá hvort þú þurfir á hreinsun að halda eða ekki.

Áhrifaríkasta leiðin til að koma koma þarmaflórunni í eðlilegt ástand er með blíðlegri hreinsun með alvöru mat (ekki aðeins með söfum en slíkt getur haft slæm áhrif á nýrnahettur og skjaldkirtil).

 

3. Skaðleg fæða

Vissir þú að allt að 75% einstaklinga eru með fæðuóþol eða viðkvæmni án þess að vita af því?

Fæðuóþol er gjarnan undirliggjandi og getur með tímanum valdið ójafnvægi í líkamanum eins og þyngdaraukningu, orkuleysi og liðverkjum. Því er mikilvægt að vera vör um þegar líkaminn tekur slíkum breytingum (sem gjarnan gerist hjá konum á fertugsaldri og uppúr) og gera þá breytingar samhliða þeim í mataræði og lífsstíl.

Ef þetta ert þú gætir þú upplifað:
Reglulega uppþembu, vindgang, niðurgang, harðlífi, stöðuga svengd, liðverki, orkuleysi, líkamskvilla, astma, exemi, höfuðverk, þyngdaraukningu, þyngdarstöðnun, verki í vöðvum og liðum, þróttleysi og skjaldkirtilsvandamál.

Mikilvægt er að finna þær fæðutegundir sem geta verið skaðlegar þínum líkama og orsaka orkuleysi, þyngdaraukningu, heilsukvilla, verki o.s.frv. og á móti fundið hvaða fæða það er sem gefur þér orku, vellíðan og léttari líkama með lífsstíl sem þú viðheldur. 


4. Streita

shutterstock_192268697

Stöðug og lúmsk streita leggur grunn að flestum vandamálum tengdum heilsu í dag.

Stresshormón eins og kortisól orsaka þyngdaraukningu og fitusöfnun, og þá sérstaklega um kviðinn. Streita í lifrinni, hvort sem það sé frá ytri kringumstæðum, fæðutegundum, jó-jó þyngdartaps eða sykri er nátengd hormónaójafnvægi, þyngdaraukningu, svefntruflunum,  orkuleysis og vanupptöku næringarefna.

Ef þetta ert þú gætir þú upplifað:
Kviðfitu, bólgur, sykurlöngun, bauga, erfiðleika með að róa taugakerfið, svefntruflanir, yfirþyrmd við minnsta áreiti, samskiptaerfiðleikar, meltingartruflanir o.fl.

Streitulosandi atriði, regluleg hreyfing, minni sykur og koffín og að losa líkamann við fæðutegundir sem eru honum skaðlegar eru nauðsynleg atriði í að viðhalda jafnvægi líkamans sem gerir okkur kleift að takast betur á við streitu í daglegu lífi.

 

5. Vanvirkur skjaldkirtill

Einn af hverjum fimm einstaklingum eftir fertugt glímir við sjaldkirtilsvandamál. Algengast er þá vanvirkur skjaldkirtill og er það ein ástæða þess að konur eftir fertugt eiga erfitt með þyngdartap og glíma við orkuleysi. Láttu því athuga skjaldkirtilinn hjá lækni og ekki óttast ef upp kemur að þú glímir við vandamál í skjaldkirtlinum. Þrátt fyrir að gen spili hlutverk í því er margt til ráða með mataræði og lífsstílsbreytingum enda mataræðið talið 50% orsök fyrir lötum eða vanvirkum skjaldkirtli.

Ef þetta ert þú gætir þú upplifað:
Orkuleysi, þróttleysi, þreytu, verki í vöðvum og liðum, sinadráttur, óþol gagnvart kulda, höfuðverkur og tíðatruflanir. Þurra og föla húð, þunnar neglur og hár.

Bætiefni, fæðutegundir og rétt hreyfing geta hjálpað til að vinna upp heilsu skjaldkirtils og halda honum í heilbrigðu ástandi. 

 

Vilt þú kveðja gamla farið og skapa breyttan lífsstíl?

Ef þig hefur lengi langað að breyta um lífsstíl og öðlast varanlegt þyngdartap, orku og allsherjar bætta heilsu en ekki vitað hvar þú átt að byra, þá er þetta þinn tími! Núna getur þú getur tryggt þér eitt af síðustu plássunum í Nýtt líf og Ný þú þjálfun sem er að hefjast 8. apríl. Þar er farið yfir hugarfar, mataræði og hreyfingu og unnið að því að fyllast vellíðan orku og finna lífsstíl sem hentar þér!

Smelltu hér til að segja já við þér með Nýtt líf og Ný þú þjálfun!

Hér má svo sækja leiðarvísi með girnilegum og grænum uppskriftum, fróðleik og stuttu hreinsunarprófi svo þú sjáir betur hvar líkami þinn og heilsa eru stödd. Með skráningu lærir þú einnig um skrefin sem við tökum í Nýtt líf og Ný þú þjálfun og hverskonar árangri má búast við.

 

Heilsukveðja,

Júlía magnúsdóttir, heilsumarkþjálfi


7 fæður sem efla ónæmiskerfið

Vegna kórónuvírussins hefur landlæknir tekið fram mikilvægi þess að efla ónæmiskerfið. Að sjálfsögðu ættum við alltaf huga að ónæmiskerfi okkar og stuðla að heilbrigðu varnarkerfi líkamans en á tímum sem þessum er það einstaklega mikilvægt. Hér koma því nokkrar frábærar fæður sem styrkja ónæmiskerfið.

Fæðutegundirnar munu hagnast þér best samhliða því að halda sykri, streitu og áfengi í lágmarki, passa uppá svefninn og að hreyfa sig reglulega. Einnig er vert að minnast á að D-vítamín, góðgerlum og Omega-3 fitusýrur eru einnig nauðsynlegar öllum.

Höfum það einnig hugfast að passa okkur á að detta ekki í þunglyndi yfir öllu sem er í gangi í heiminum í dag og höldum í jákvæðnina einsog við getum. En jákvætt hugarfar skiptir sköpum á tímum sem þessum.

Hér koma 7 almennar fæðutegundirnar sem efla ónæmiskerfið:

Hvítlaukur

Hvítlaukur inniheldur allísín sem er ónæmisstyrkjandi efnasamband sem hjálpar hvítu blóðkornunum að berjast gegn flensu og vírusum, og hjálpar til við að fyrirbyggja bakteríumyndun. Hvítlaukur hefur einnig jákvæð áhrif á frumur í líkamanum sem berjast gegn utanaðkomandi ógnum. Notkun: Bætið við í pottrétti eða dressingar. Einnig er hægt að taka inn hvítlauk sem bætiefni í hylkjaformi frá ýmsum framleiðendum.

Laukur

Laukur inniheldur kversetín (quercetin) sem er andoxunarefni sem kemur í veg fyrir slímmyndun á meðan það styrkir ónæmiskerfið á sama tíma. Kversetín er líka bólgueyðandi, vinnur gegn krabbameinsfrumum og hjálpar líkamanum að stjórna blóðsykrinum. Að borða hráann lauk gefur ónæmiskerfinu búst á aðeins nokkrum klukkutímum. Notkun: Bætið við útí pottrétti eða steikjið á pönnu með grænmeti eða kjúkling/tófu.

Sítrus ávextir

Flestir eru vanir að fá sér C-vítamín þegar þeir fá kvef og það er góð ástæða fyrir því vegna þess að það styrkir ónæmiskerfið svo um munar. C-vítamín er einnig talið auka framleiðslu á hvítum blóðkornum líkamans sem eru lykilatriði þegar kemur að því að berjast gegn smiti. C-vítamín má finna í miklu magni í t.d. Mandarínum, appelsínum, sítrónum, límónum og vínberum. Notkun: Borðið eitt og sér eða setjið út á salatið.

Rauð paprika

Ef þú hélst að sítrus ávextir innihéldu mesta magnið af C-vítamíni þá er það ekki alveg rétt. Rauð paprika er hreinlega stútfull af þessu krafmikla vítamíni. Rauða paprikan er einnig góð uppspretta af beta-karótín sem hjálpar t.d. að viðhalda heilbrigðri húð og augum. Notkun: Bætið við í salöt eða borðið eitt og sér.

Túrmerik (kúrkúmín)

Túmerikrótin hefur verið notuð í mörg ár í lækningarskyni og vinnur gegn bólgum og bjúg og eflir ónæmiskerfið. Túrmerikrótin er einnig andoxunarík sem hjálpar við hreinsun líkamans. Túrmerik er einnig talið öflugt vopn í að hjálpa til að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma, krabbamein, þunglyndi og liðagigt. Notkun: Túrmerikduft útí pottrétti, búst, soðið kínóa eða kaupið rótina og djúsið. Ef þið djúsið rótina passið ykkur á því guli liturinn sem rótin smitar frá sér og gæti ollið því að djúserinn ykkar litist. Ef það gerist má losna við litinn með því að láta könnuna standa úti í sól í smá tíma.

Engifer

Engifer hefur svipuð bólgueyðandi áhrif og túrmerik en er einnig frábært við meltingartruflunum, ógleði, loftmyndun og krampa í maganum. Einnig er engiferjurtin örvandi fyrir blóðrásina og rík af B-vítamíni, járni, mangan, magnesíum og sinki. Notkun: Bætið við í búst, pottrétti eða grænmeti á pönnu. Æðislegt að taka skot með túrmerik, engifer og svörtum pipar (svartur pipar bætir upptöku túrmeriks).

Brokkolí

Brokkolí er önnur frábær uppspretta af C-vítamíni. Það inniheldur líka öflug andoxunarefni eins og t.d. súlfórafan. Súlfórafan hindrar m.a. hrörnun fruma í líkamanum og er bólgueyðandi. Brokkolí er frábært grænmeti til að neyta reglulega til að styrkja ónæmiskerfið. Ef þér líka engan veginn við brokkolí, prófaðu þá spínat sem hefur einnig góð áhrif á ónæmiskerfið. Veljið lífrænt hér þegar það er í boði. Notkun: Bætið við frosnu eða fersku lífrænu brokkolí/spínat í bústinn. Léttsteikið með lauk og/eða hvítlauk á pönnu. Bakið í ofni.



Hefur þú áhuga á að öðlast meira jafnvægi í heilsu og hreyfingu, finna mataræði sem hentar þér persónulega og veitir þér orku og vellíðan og ná að tileinka þér persónulegan lífsstíl sem þú virkilega nýtur að fylgja eftir? þá gæti Nýtt líf ný þú námskeiðið hjá Lifðu til fulls verði eitthvað fyrir þig. 

"Þjálfunin er ekki skyndilausn heldur breyttur lífsstíll."

"Ég hef prófað svo margt að ég get ekki talið það allt upp hér. Þegar ég byrjaði þjálfun vildi ég léttast og var blóðsykurinn of hár. Þessi þjálfun er algjör snilld! Ég er búin að léttast um 13 kg og er laus við liðverki, bjúg og mígrenni sem hefur háð mér frá barnsæsku.

Í dag á ég betra með að sinna daglegum störfum og að taka erfiðar ákvarðanir og er andlega mikið sterkari. Ég er ekki sama manneskjan í dag og þegar ég hóf þjálfunina. Mér líður bara svo miklu betur á allan hátt. Lífið er yndislegt!

Mér finnst skipta svo miklu máli í þessari þjálfun að upplifa allan þennan stuðning bæði í formi fræðslu og ekki síður stuðninginn frá hópnum. Maður er aldrei einn. Þjálfunin gefur eftirfylgni og er langtíma plan og árangur! Þetta er ekki skyndilausn heldur breyttur lífsstíll." – Margrét Baldursdóttir

                               


Lokað er fyrir skráningar í Nýtt líf og Ný þú þjálfun eins og er. Aðeins er opnað fyrir skráningar árlega og þá unnið í 4 mánuði að því að skapa sérsniðinn lífsstíl sem hentar hverjum einstakling persónulega (og það án allra öfga, vesens eða agabeitingar).

Smelltu hér til að fara á forgangslistann og fá fyrstu fréttir þegar þjálfunin hefst.

Heilsa og hamingja,
Júlía Magnúsdóttir, heilsumarkþjálfi

 


2 mín æfing sem hjálpar þér að elska líkama þinn

Í síðustu viku þegar ég var í Kaliforníu átti ég spjall við vinkonu mína þar sem hún sagði mér frá glímu sinni við líkamsímyndina og að hún ætti erfitt með að horfast í augun við líkama sinn í speglinum.

Hún horfði í spegilinn og hugsaði með sér “ohh ég er svo feit”, “afhverju er ég með fitu í handarkrikanum” — þú kannski þekkir þetta líka enda held ég að flestar konur hafi einhverntímann haft einhverskonar svona hugsun.

Neikvæðar hugsanir um líkamann leiða til þessa að við verðum pirruð í skapi og leið. Slíkar hugsanir gera okkur það einnig 10 sinnum erfiðara að ná árangri því hugurinn er fastur í vandamálinu en ekki lausninni. Enda hafa allar hugsanir áhrif á undirmeðvitund okkar og stýrir hún öllu sem við gerum. Ef við segjum við okkur að við erum feit sem dæmi, þá fer undirmeðvitundin ósjálfrátt í það að láta það gerast t.d með því að við borðum meira en við ættum eða halda fast í ósiði sem við vitum að eru ekki að þjóna okkur.

Ég deildi þessari einfaldri æfingu með vinkonu minni og hjálpar hún okkur að horfast í augu við líkama okkar, elska hann alveg eins og hann er og þannig byggja upp jákvæða sjálfsmynd. Þessi æfing heitir þurrburstun og tekur ekki nema 2 mín og gott að gera fyrir eða eftir sturtu.


Þurrburstun er frábær leið til þess að koma blóðflæði líkamans af stað og auka flæði sogæðakerfisins, sem hjálpar að hreinsa burtu óþarfa eiturefni og fitu sem hafa safnast upp í líkamanum. Einnig dregur þurrburstun úr appelsínuhúð.

  1. Takið þurrbursta eða grófan þvottapoka og standið nakin inná baði. Gott að gera fyrir sturtu. Ekki er mælt með að setja þurrbursta undir vatn í sturtu. 
  2. Burstið húðina með hringlaga hreyfingum í átt að hjarta og þar til húðin er orðin örlítið bleik (hægt að gera á annað hvort þurra eða raka húð).
  3. Endurtakið yfir allan líkamann og sérstaklega yfir fætur, rass og handleggi. 
  4. þegar þið eruð að bursta líkamann, horfið á líkamann og segið “ég elska þig”. Horfið í spegilinn og segið “ég elska þig” og/eða horfið á þá líkamsparta sem þið eruð ánægð með. Gerið í 2 mín í senn.

Fyrir bestu útkomuna notið þurrburstun þrisvar sinnum í viku (má gera tvisvar sinnum á dag).

Ég vona að þú prófir þessa þurrburstun og að það, hjálpa þér að hugsa fallegra til þín líkama þíns. 

Ekki gleyma svo að deila með vinkonu, sérstaklega þeirri sem gæti þurft á smá sjálfsumhyggju að halda!

Heilsa og hamingja,
Júlía Magnúsdóttir, heilsumarkþjálfi

www.lifdutilfulls.is  - Instagram Lifðu til fullsFacebook síða Lifðu til fulls


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband