Færsluflokkur: Bloggar

Ráð til að efla meltingu eftir sumarfrí

 

 

Slæm melting og bólgur (innflammations) orsakast oft vegna röskunar á rútínu okkar og mataræði.  Slíkt á til að hægja á brennslunni og starfsemi allra líffæra sem getur valdið sýkingum, þyngdarstöðnun, orkuleysi og ýmsum kvillum.

Grunnstoð heilsunnar er heilbrigð melting. Meltingin spilar lykilhlutverk í að líffærastarfsemi okkar sé virk og að líkaminn vinni rétt úr fæðunni. Meltingarflóran spilar einnig stórt hlutverk í styrkingu ónæmiskerfisins þar sem það býr að stórum hluta í meltingarfærunum. Tenging er á milli meltingarflórunnar og heilastarfsemi okkar og því slæm melting oft afleiðing andlegrar depurðar eða öfugt.

Með því að efla meltinguna stuðlum við að meiri orku, virkari brennslu og bættri andlegri líðan.

 

Elskaðu góðu bakteríurnar

Þarmaflóran þarfnast góðra meltingargerla fyrir virka starfsemi. Mitt helsta ráð þegar kemur að meltingagerlum er að gefa líkamanum fjölbreytt úrval gerla fyrir sem bestan árangur. Mér finnst gott að rótera eftir tegundum gerla sem ég nota hverju sinni og oft á ég til 2-3 mismunandi tegundir gerla heima sem ég skipti á milli daga. Góðar bakteríur finnast einnig í ýmsum fæðum eins og sýrðu grænmeti, gerjuðum jógúrtum og kombucha drykkjum. Gott er að neyta þessara fæðutegunda allt að þrisvar í viku eða oftar.


Skiptu út bólgumyndandi fitum og olíum

Holl fita skiptir gríðarlegu máli fyrir virka meltingarstarfsemi þar sem hún hjálpar til við upptöku og geymslu næringarefna. Holl fita heldur einnig heilastarfsemi og brennslu í lagi og getur dregið úr bólgum í meltingarfærum. Það er liðin tíð að telja að hollar fitur stuðli að þyngdaraukningu enda hefur verið sannað að þær geta þvert á móti stuðlað að þyngdartapi sem og almennri vellíðan. Mikilvægt er þó að velja réttu olíurnar. Olíur frá soja, maís og dýraafurðum geta verið erfiðar fyrir meltinguna. Skiptið þeim út fyrir kaldpressaðar olíur, eða með því að borða fisk, hemp- og hörfræ, kókos-, avókadó- og ólífuolíur. Fæðutegundir sem eru sérstaklega ríkar af hollri fitu eins og hnetur, möndlur, fiskur, kókos og fræ, hjálpa einnig við að efla meltingu og brennslu.


Minnkaðu sykurinn

Aldrei er góð vísa of oft kveðin! Hvítur sykur getur myndað meltingarkvilla og bólgur í meltingarvegi. Minnkaðu sykur í mataræðinu með því að skipta út sykruðum drykkjum fyrir sódavatn eða vatn. Temdu þér að lesa á innihaldslýsingar svo þú sért ekki að innbyrða sykur að óþörfu og forðastu að kaupa sykraðar mjólkurvörur eða aðrar vörur sem innihalda viðbættan sykur. Veldu frekar náttúrulega sætugjafa eins og döðlur, stevíu, hlynsíróp, hunang eða kókospálmanektar sem fara mun betur í meltinguna.

Svitnaðu streituna burtu

Streita hefur bein tengsl við upptöku næringarefna og meltingu. Því er mikilvægt að halda streitu í skrefjum fyrir heilbrigða meltingu. Hreyfing er tilvalin þar sem hún dreifir huganum og kemur okkur aftur niður á jörðina. Rannsóknir hafa sýnt mikilvægi þess að hafa jafnvægi á æfingunum enda getur of áköf líkamsþjálfun haft skaðleg áhrif, t.d. á nýrnahetturnar, hægt á brennslunni og valdið streitu. Hugaðu því að jóga, göngum eða öðrum rólegri æfingum samhliða ákafari æfingum sem hækka púlsinn.

melting

Hreinsaðu líkamann

Meltingarvegurinn fyllist af eiturefnum eftir óheilbrigt líferni, slæmt mataræði, streitu, áföll eða sýklalyf.  Hreinsun með fæðu getur því verið mjög áhrifarík og góð, en ef hún er ekki gerð rétt eða í hófi geta áhrifin verið skaðleg. Það er mikilvægt að fara rétt að og fylgja góðri hreinsunaráætlun. Sem heilsumarkþjálfi mæli ég alltaf með að hefja stutta hreinsun til að losna við löngun í sykur og óhollustu, koma meltingunni af stað, auka orkuna og undirbúa líkamann þeirra fyrir lífsstílsbreytingu!

Til að koma þér af stað í hreinsandi mataræðinu er gott að huga að því að bæta við góðum trefjum, t.d. frá chia- og hörfræjum, döðlum og þurrkuðum ávöxtum.

 

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Ég tala um áhrif fleiri fæðutegunda á sykurlöngun, og ýmislegt annað, á fyrirlestrinum  3 einföld skref til að losna úr vítahring sykurs, tvöfalda orkuna og léttast náttúrulega

Fyrirlesturinn er ókeypis og fer fram í gegnum netið, svo eina sem þú þarft að gera er að smella hér og skrá þig! :)

Heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi

35 kíló farin og breyttur lífsstíll enn 6 árum síðar

Marta Klein skráði sig fyrst í Nýtt líf og Ný þú þjálfun hjá mér árið 2015 þegar hún var komin með nóg af sjálfri sér, búin að prófa allar hugsanlegar lausnir þarna úti og líkamleg vanlíðan í hámarki. 

Síðan þá hefur hún náð ótrúlegum árangri og öðlast algjörlega breytt líf og lífsstíl sem hún elskar og viðheldur. 

Þar sem Marta býr í Þýskalandi hittumst við í fyrsta sinn fyrir nokkrum mánuðum, 6 árum eftir að hún byrjaði heilsuferðalag sitt með mér og tókum við spjall okkar upp á myndband sem ég deili hér neðar.

Árangur hennar og saga mun að öllum líkindum gefa þér sparkið til að trúa á sjálfa þig og vonandi hjálpa þér að ná breytingu til betri vegar.

Smelltu hér til þess að sjá söguna hennar Mörtu.

2015-2021 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Átti erfitt með að léttast og óttaðist að enda í hjólastól

„Ég var búin að eiga mjög erfitt með að ná af mér fitunni. Var orðin mjög þung, komin með sykursýki, bakverk, háan blóðþrýsting, ég var orðin þunglynd og átti erfitt með að ganga. Ég á þrjá hunda og það var orðið þannig að ég gat bara labbað svona 100 skref og þurfti þá að stoppa út af bakverkjum, af því ég var orðin svo þung.“ 

Áhyggjur Mörtu náðu yfir ýmsa þætti hennar daglega lífs og má þar nefna sem dæmi að ef hana langaði að setjast niður og fá sér kaffi á ítölskum veitingastað, þar sem stólarnir eru svo litlir, þá var hún hrædd um að festast í stól þar. „Ég óttaðist að enda í hjólastól því ég varð alltaf máttminni og minni eftir að ég fitnaði þannig ég ákvað að gjörbreyta um líf.“

 

Búin að prófa alla kúrana

Að eigin sögn hafði Marta prófað svo gott sem alla megrunarkúra sem til eru, svo sem danska kúrinn, föstur, LKL og fleira, en alltaf brugðust þeir henni; „Með öllum þessum megrunarkúrum léttist ég alltaf um 10-15 og stundum 20 kíló og var ofboðslega ánægð en svo smátt og smátt át ég alltaf á mig 5-10 kg meira en ég var, þannig að ég fitnaði og fitnaði með árunum.“

 

Að taka skrefið

Það var þá árið 2015 sem Marta sá auglýsingu á Facebook um Nýtt líf og Ný þú þjálfun sem hún ákvað að slá til og sér hún sko ekki eftir því enda árangur hennar algjörlega umbreytandi!

Með fyrsta námskeiðinu árið 2015 náði hún af sér 20 kílóum á aðeins 4 mánuðum og hefur hún ekki litið til baka. 2 árum síðar hafði hún misst 35 kíló sem enn í dag hafa ekki látið sjá sig og hefur hún öðlast gjörsamlega nýtt líf.

 

„Nýtt líf fyrir mig!“

Marta er nú farin að geta gengið með hundana sína þrisvar á dag og er byrjuð í leikfimi, hún er laus við þunglyndi, sykursýki og verki og nýtur þess að vera til.

„Í dag er ég mikið mikið ánægðari, sátt með lífið og mikið fjörugri, dugleg að fara í ferðalög og gera það sem mig langar. Allir verkir eru horfnir, bakverkir eru farnir. Ég sef betur og hef meiri orku og nýtt lífsins í botn! Í dag líður mér alveg rosalega vel og er alveg eins og nýfædd. Bara nýtt líf fyrir mig!“

 

Áður var ég feitust alveg sama hvert ég kom en nú er ég grennst í öllum hópum“

 

Ég borða hvað sem ég vil

„Þetta er ekki megrunarkúr, þetta er bara breytt mataræði“. Sumir trúa því ekki að Marta borði allt sem hana langar í og hafi samt náð af sér öllum þessum kílóum en eins og hún segir sjálf: „Ég borða allt saman, ég blanda því bara þannig að ég þyngist ekki. Hjálpin hjá mér að halda þetta út er árangurinn sem ég hafði. Ég veit að þessi matur gerir mér gott og ég veit að ég þyngist ekkert af honum, það finnst mér það flottasta! Það er ekkert bannað, þú getur valið úr öllu og þarft ekki að fara eftir megrunarplani. Ég hlakka til að borða matinn minn og borða það sem mér finnst gott. Ég finn heldur ekki lengur fyrir þessari svakalegu löngun í einhverja fæðu eins og í gamla daga og þarf ekkert á því að halda. Maður minn er mikil kjötmaður en hann er með mér í þessu og brosir bara að nýja lífsstílnum! Mataræðið er mjög einfalt, ef þig langar að hafa mikið fyrir því þá getur þú gert það en ef þú ert að flýta þér þá geturðu undirbúið þetta daginn áður.“ 

 

Árangur sem endist

Námskeiðið er mjög einfalt og mjög þægilegt að fara í gegnum. Ég upplifði þetta námskeið þannig að þessi vanlíðan var farin, nú líður mér svo vel og allt gengur svo vel. Ég er orðin svo sjálfsörugg. Ég hef fengið að kynnast svo allt annarri vellíðan, meiri orku og hef miklu meira þrek og er loksins laus við verki og þreytu. Margir hafa spurt mig hvað ég hef verið að gera og segja að ég hafi yngst því húðin er svo fín og hárið glansar alveg! Þegar ég lít til baka á mína ákvörðun þá sé ég náttúrulega ekki eftir neinu og er mjög stolt að ég hafi náð þessum árangri. Ef þú ert að glíma við þetta þá ráðlegg ég þér að bóka þig á námskeið hjá henni Júlíu.“

 

Vilt þú öðlast árangurinn sem þig hefur lengi dreymt um fyrir heilsuna?

Varanlegur lífsstíl sem þú endist í, er markmiðið með Nýtt líf og Ný þú þjálfun. Þú ættir ekki að þurfa að skrá þig í neinn annan kúr þar eftir enda leggjum við upp úr því að finna hvað hentar ÞÉR og þínum líkama og hvað gefur þér árangur sem endist!

Þetta gæti því verið þitt tækifæri til að enda orkuleysið og þyngdarströgglið, kvilla sem oft er sagt að fylgja aldrinum og segja skilið við frestun og afsakanir!

Smelltu hér til þess að lesa meira um Nýtt líf og Ný þú þjálfun.

 

Heilsa og hamingja,

Júlía heilsumarkþjálfi.

 

 


Sjokkerandi sannleikur um megrunarkúrinn!

Hefurðu hugsað þér að byrja á megrunarkúr? Hvort sem það er Ketó, LKL eða föstur…

Ég veit að þessir þessir kúrar getað verið freistandi og auðvelt að falla í þá gildru að hugsa með sér; „Æjji ég tek mig bara á í mánuð með þessum nýja kúr og þá mun ég vera orðin fit og flott og ná að halda mér þannig“

En er það virkilega það sem gerist?

Eru kúrar og strangur agi það sem virkar til lengri tíma? 

megrun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sannleikurinn um megrunarkúrinn

Rannsóknir sýna að 77% þeirra sem hefja megrunarkúr þyngjast aftur og allt að 66% þeirra sem fara í megrunarkúr enda á að bæta á sig fleiri kílóum en þau höfðu áður en þau byrjuðu á kúrnum.

Nokkrar langtíma rannsóknir hafa sýnt fram á að konur sem fara á megrunarkúr á unglingsárum, eða snemma á fullorðinsárum, eru þrisvar sinnum líklegri til þess að eiga við offituvandamál að stríða seinna á lífsleiðinni, jafnvel þær sem voru í eðlilegri líkamsþyngd sem börn og unglingar (þetta kemur fram í TED fyrirlestrinum hennar Sandra Aamodt, sem er taugafræðingur og rithöfundur).

Megrunarkúrar eru því vægast sagt mjög óáreiðanlegir. 

“Og í raun því oftar sem þú ferð í megrunarkúr, því meiri fitusöfnun verður hverju sinni.”

Þetta verður meira áberandi eftir því sem við eldumst, því brennsla hægist um 5% með hverjum áratug. 

Af hverju virka megrunarkúrar ekki?

Þegar við neitum okkur um mat til lengri tíma ógnum við undirstúkunni (Hypothalamus) í heilanum, en það er sá hluti heilans sem heldur reglu á líkamsþyngdinni, stjórnar efnaskiptum, hormónum og hungurtilfinningu. 

Þegar við erum í ástandi þar sem orka er af skornum skammti, líkt og í megrun, sendir undirstúkan þau fyrirmæli að við þurfum meiri orku og nauðsynlegt sé að hægja á brennslunni. Okkur langar því í ennþá meiri mat þegar við erum að neita okkur um hann og fljótlega springum við og borðum yfir okkur. Fyrir áhugasama má lesa meira um þetta hér og hér.

Það er nefnilega þannig að líkaminn okkar vill halda þyngdinni í jafnvægi. Hann berst á móti öllum öfgum og er alls ekki gerður til þess að þola löng tímabil sveltis.  

Hvað getum við gert í staðinn?

Besta lausnin sem ég hef fundið er fólgin í því að læra að hlusta á raunþörf líkamans og finna mataræði sem hentar þínum einstaka líkama, með skref-fyrir-skref lífsstílsbreytingu.

Það getur vissulega tekið tíma að læra inn á hvers líkaminn þarfnast, en útkoman er langtíma breyting og langtíma þyngdartap.

Fyrir 10 árum síðan ákvað ég að allt sem ég myndi kenna og hjálpa öðrum konum að gera, varð ég að prófa á sjálfri mér fyrst.

Ótrúlegt en satt að þá prófaði ég nær alla þessa megrunarkúra.

Ég komst að því að á annan bóginn virkuðu þeir allir að vissu leyti, en á hinn bóginn gerðu þeir það ekki. Það sem ég lærði af þessari reynslu var að ég þurfti að hlusta á líkamann, læra inn á mataræði sem virkaði fyrir MIG og skapa mér lífsstíl sem ég yrði sátt með til frambúðar. 

Útkoman varð sú að ég hef losnað við aukakílóin, ég borða það sem mig lystir og það besta af öllu er að ég finn fyrir frelsi og vellíðan með þessum breytta lífsstíl.

Ný nálgun og lífsstíll sem endist!

Nýtt líf og Ný þú þjálfun er sérsniðin konum sem vilja kveðja megrunarkúrinn fyrir fullt og allt og í staðinn öðlast ánægjulegt þyngdartap, orku og vellíðan og vera sátt með varanlegum lífsstíl.

Engar áhyggjur ef þú ert alveg týnd og veist ekkert hvar á að byrja í breyttu mataræði eða lífsstíl eða hvar ætti að byrja þegar kemur að því að fara vinna upp góða heilsu – Ég hef hreinlega unnið alla vinnuna og skipulagið fyrir þig! Skráðu þig á biðlista fyrir þjálfun hér.

Heilsa og hamingja,

Júlía heilsumarkþjálfi.


Góð ráð ef þú ætlar að leggja leið þína að eldgosinu...

Í gær sagði ég ykkur frá mögnuðu ferðalagi mínu að eldgosasvæðinu og nú langar mig til þess að gefa ykkur nokkur góð ráð.

Ef þú stefnir að því að fara á eldgosasvæðið eða í aðra langa fjallgöngu gæti þetta nýst þér en ég ætla að deila með ykkur hvað ég tók með í nesti og hvernig ég náði endurheimt í fótum eftir þessa heiftarlegu og erfiðu göngu.

image2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nesti í fjallgöngur eða ferðalag að eldgosi:

  • Súpa frá Móðir Náttúru í hitabrúsa (kemur sér vel þegar kalt er úti)
  • Hrökkkex eða heimagert hörfræ/chia kex
  • Harðfiskur (steinbítur þykir mér bestur)
  • Hnetur, fræ og rúsínublanda
  • Próteinríkt orkustykki
  • Súkkulaðistykki eða heilsusamlegri súkkulaðibita-smákaka (ég keypti í Vegan búðinni. Alltaf gott að eiga eitthvað sætt sem verðlaun þegar maður er í langri göngu)
  • Brauðmeti, ég átti afganga af heimagerðri pizzu sem ég nýtti, einnig hægt að nota heilkornasamloku með hummus og grænmeti, rúgbrauð með áleggi eða slíkt
  • Kókosvatn, náttúrulegir og sykurlausir vítamín drykkir
  • Vatn í góðum brúsa sem ekki lekur

 

Endurheimt vöðva eftir fjallgöngu:

Með þessum aðferðum er hægt að lágmarka bólgur og harðsperrur.

  • Cold Therapy eða kaldar sturtur 1-2 á dag og strax eftir gönguna
  • Magnesíum slökunarduft eða/og í töfluformi (ég tók bæði kvöldið eftir göngu)
  • Magnesíum spray (því spreyjaði ég yfir kálfa og fætur kvöldið eftir göngu og daginn eftir)
  • Túrmerik eða/og kanill (bæði bólgueyðandi og ég tók inn daginn eftir göngu)
  • Collagen 
  • Omega 3 fitusýrur

Ráð fyrir langar fjallgöngur

  • Takið alltaf með meira en minna af nesti og vatni. Við kláruðum vatnið fljótt og matinn líka. Þó er gott að reyna að ferðast létt og því ekki taka með fyrirferðamiklar dósir eða box.
  • Daginn fyrir göngur og samdægurs er gott að huga að því að borða vel og vera vel nærður til þess að hafa jafna orku. Þetta gerðum við bæði og orkan var góð alveg þangað til síðustu 15 mínútur ferðalagsins en þá voru fætur aðeins farnir að gefa sig.

 

Í lokin vil ég aftur minna á flaggskips þjálfun Lifðu til fulls, 4 mánaða þjálfunina „Nýtt líf og Ný þú“ sem fer fljótlega af stað í níunda sinn.

Þessi þjálfun er sannarlega engu lík og hvergi annars staðar sem þú getur öðlast slíka umbreytingu. Við förum djúpt í alla þætti lífsstílsins og saman sköpum við lífsstíl sem gefur þér varanlegt þyngdartap, orku og eins og margar hafa sagt; „10 ára yngri líðan og útlit“ - Ekki bara þessa 4 mánuði okkar saman heldur þar eftir líka… Þetta er virkilega það síðasta sem þú þarft að prófa til þess að ná árangri!

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

Heimasíða Lifðu til fulls - Þar er að finna ýmsar uppskriftir, ráð og fleira gagnlegt

Biðlisti fyrir Nýtt líf og Ný þú 4 mánaða þjálfun - Fimm sannreynd skref að varanlegu þyngdartapi, orku og vellíðan

Instagram

Facebook


Fjallganga mín að eldgosasvæðinu

Vinsælasta afþreying Íslendinga þessa dagana er að ganga að eldgosasvæðinu í Fagradalsfjalli og fá þannig að upplifa að sjá það með berum augum. Ég gerði mér ferð þangað um helgina og langar að deila upplifun minni með ykkur.

Ég kom heim um klukkan 2 eftir miðnætti aðfaranótt mánudags, með steina í töskunni og blauta fjallaskó í bakpokanum.

Við hjónin ákváðum að skella okkur á eldgosasvæðið fyrr um daginn ekki vitandi hvað í hvað stefndi, örugglega líkt og mjög margir aðrir (sjá meira á Instagram Lifðu til fulls).

eldgos-villi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Myndina hér að ofan tók Villi maðurinn minn.

Ferðalagið á tveimur jafnfljótum var tæplega 6 klukkustundir í heildina, þar sem lögregla hafði takmarkað svæðið vegna sprungu í jarðvegi hjá eldgosasvæði.  

Að sjá þetta stórbrotna eldgos var þó vægast ólýsanlegt og var ég dolfallin yfir þessari náttúrufegurð sem ég stóð frammi fyrir.

Stemningin við eldgosið og á leiðinni var góð og þrátt fyrir að vera að ganga í myrkri veitti það hvatningu og öryggi að fleiri voru með.

Veðrið versnaði mikið með kvöldinu og vindurinn var orðinn það mikill að ég gat varla notið súpunnar sem ég tók með, þar sem hún fauk nokkrum sinnum í úlpuna mína. Á leið til baka þurfti ég svo að halda í manninn minn til þess að koma í veg fyrir að ég myndi hreinlega bara fjúka sjálf!

Þetta var ævintýri, það get ég sagt þér!

Hefði ég farið ef ég hefði fyllilega vitað hvað ég væri að fara út í? Í dag er ég næstum alveg á því, en á síðustu metrum ferðalagsins var ég það alls ekki!

Á mánudeginum var eldgosasvæðinu svo lokað tímabundið vegna gasmengunar sem mældist í hættulegu magni. 

 

Í öðrum fréttum vil ég líka tilkynna að nú styttist óðfluga í eina flottustu þjálfun mína, Nýtt líf og Ný þú.

Þessi þjálfun er sannarlega engu lík og hvergi annars staðar sem þú getur öðlast slíka umbreytingu. Við förum djúpt í alla þætti lífsstílsins og saman sköpum við lífsstíl sem gefur þér varanlegt þyngdartap, orku og eins og margar hafa sagt; „10 ára yngri líðan og útlit“ - Ekki bara þessa 4 mánuði okkar saman heldur þar eftir líka… Þetta er virkilega það síðasta sem þú þarft að prófa til þess að ná árangri!

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

Heimasíða Lifðu til fulls - Þar er að finna ýmsar uppskriftir, ráð og fleira gagnlegt

Biðlisti fyrir Nýtt líf og Ný þú 4 mánaða þjálfun - Fimm sannreynd skref að varanlegu þyngdartapi, orku og vellíðan

Instagram

Facebook

 


Einkenni kulnunar og hvernig á að vinna úr henni

Líður þér eins og aldrei gefist tími til að hugsa um þig og að þú hangir aftast í forgangsröðinni?

Hangir heilsan hjá þér á bláþræði?

Glímir þú við streitu eða síþreytu?

…Ef svo er, þá eru góðar líkur á því að þú sért að keyra þig út eða að heilsan sé nú þegar komin í þrot. Þetta kallast kulnun eða “burnout” á ensku.

 

Hvað er kulnun?

Langt tímabil sem einkennist af yfirvinnu, streitu og svefnleysi, þar sem viðkomandi hugar að öllu öðru en heilsunni, er m.a. það sem veldur burnout eða útkeyrslu.

Að keyra okkur út getur orsakað ýmsa heilsubresti og getur tekið langan tíma að vinna upp góða heilsu á ný. Margir enda á að þurfa að taka leyfi frá vinnu og getur það hreinlega endað í algjörri tilfinningalegri uppgjöf.

Kulnun felur í sér algjöra örmögnun, bugun í starfi og þeirri tilfinningu að vera ekki að standa sig í vinnunni eða öðru sem viðkomandi hefur fyrir stafni. Margir fara að finna fyrir tilfinningalegum dofa gagnvart lífinu og miklum erfiðleikum við að klára það sem þarf að klára. Hægt er að lesa meira hér.

 

Konur og kulnun

Við konur erum í sérstökum áhættuhópi, en rannsóknir hafa sýnt að konur eru mun næmari fyrir áhrifum streitu. Flestir sem eru á leið með að keyra sig út átta sig þó ekki á því fyrr en eftir á, þegar of seint er að koma í veg fyrir afleiðingarnar.

Vinnustaðir þar sem konur eru stærstur hluti starfsmanna búa yfir hæstu tíðni kulnunar. Auk þess er algengara að konur taki á sig meiri ábyrgð en karlmenn heima fyrir, varðandi húsverk, uppeldi barna og annað sem verður til þess að streita eykst enn frekar.  

 

Hvernig veistu hvort þú stefnir í burnout

Eftirfarandi eru einkenni þess að þú sért að keyra þig út…

  • síþreyta
  • lægri kynhvöt
  • slæm melting
  • þreyta
  • vöðvabólga
  • höfuðverkur
  • hárlos
  • óreglulegar blæðingar
  • svefnleysi
  • andlegt ójafnvægi
  • þunglyndi
  • þyngdaraukning
  • bakverkir
  • of hár blóðþrýstingur
  • liðverkir
  • gleymska
  • pirringur
  • áhugaleysi
  • tilfinningaleg örmögnunviðkvæmni fyrir hávaða og áreiti
  • öndunarerfiðleikar
  • hægari brennsla

Kulnun er ekki eitthvað sem ætti að taka léttilega og getur það haft alvarlega fylgikvilla eins og breytingar á virkni skjaldkirtilsins og alvarlegar hjartsláttartruflanir svo eitthvað sé nefnt.

DSC_5989b

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvernig á að vinna sig upp úr kulnun?

Það fyrsta sem þarf að breytast er forgangsröðun. Kulnun eða burnout verður til þegar forgangsröðun er brengluð. Þú hefur verið aftast á forgangslistanum og það mun ekkert gerast fyrr en þú ákveður að setja þína heilsu í forgang.

En oft er sagt að ekki sé hægt að gefa af tómum brunni og slíkt á vel við þegar talað er um kulnun. Til þess að gefa af til annarra verðum við fyrst að gefa til okkar.

Þetta er sannarlega auðveldara sagt en gert og ýmsar leiðir til að byrja þessa endurröðun á forgangi m.a. með eftirfarandi atriðum:

  • Skrifaðu niður allar ástæðurnar fyrir því að þessi nýja forgangsröðum muni hjálpa þínum nánustu
  • Leitaðu þér aðstoðar, játaðu fyrir þér að þitt mynstur er að setja aðra í forgang á undan þér, þetta er veiki punkturinn þinn. Fáðu aðstoð við að koma þér á gott skrið og breyta þessu mynstri. Að lenda í burnout ætti ekki að vera feimnismál heldur fylgifiskur lífsins og merki um það að okkur er annt um að standa okkur í vinnu og hugsa um okkar nánustu. Stundum vinnusemin og metnaður okkar að standa okkur vel tekið yfir og haft áhrif á heilsuna, það að játa okkur sigraðar er fyrsta skrefið.
  • Skoðaðu dagatalið þitt og allt sem þú ert búin að skuldbinda þig við, finndu út hverju þú getur sleppt eða frestað í ákveðinn tíma og hvernig þú getur dreift ábyrgðinni á ákveðnum hlutum yfir á aðra. Oft getur verið gagnlegt að skoða dagatal okkar aftur í tímann til að finna þá þætti sem sem virkilega valda okkur streitu og aðra þætti sem draga úr streitu.

Lausnin sem hefur vænlegasta árangurinn til að vinna úr burnout er að skapa þér nýtt jafnvægi á milli þess að sinna heilsunni og daglegum skyldum. Þá er mikilvægt að vinna ekki einungis í mataræðinu heldur einnig hugarfari, streitulosun og hreyfingum enda helst þetta allt í heldur. 

Þetta er akkúrat það sem við gerum með okkar flaggskipsþjálfun „Nýtt líf og Ný þú“, 4 mánaða þjálfun sem hefst nú í níunda sinn, þar sem ég leiði þig skref fyrir skref að lífsstíl sem gefur þér vellíðan, sátt í eigin skinni og jafnvægi! Sú þjálfun er sniðin að konum sem hafa keyrt sig út og vilja setja heilsuna í forgang, aðeins er opið fyrir skráningar einu sinni á ári eins og er. Skráðu þig á biðlista hér! 

Heilsa og hamingja,

Júlía heilsumarkþjálfi.


1 mínútu trix sem slær á sykurlöngun

Vissir þú að það eru 5 fæðutegundir sem hjálpa okkur losna við sykurþörf?

Ein þeirra er kókosolía!

Eitthvað sem ég geri oft þegar ég fæ sykurlöngun er að fá mér 1 msk af kókosolíu beint í munninn (mér finnst hún mjög bragðgóð) en einnig er hægt að setja hana út í búst. Það er til lyktar- og bragðlaus kókosolía ef þér finnst hún ekki bragðgóð.

Kókosolían er líka frábær fyrir aukna brennslu.

coconut-2

 

Önnur fæðutegund sem minnkar sykurþörf er grænt kál!

Bragðið af dökku grænu káli, eins og grænkáli og spínati, getur dregið úr sykurlöngun þar sem beiskjan í því hefur þau áhrif á bragðskynið!

Grænkál er líka ofurfæða, stútfull af vítamínum, steinefnum og trefjum, sem eru nauðsynleg fyrir þyngdartap!

Viltu læra meira? Ég tala um áhrif fleiri fæðutegunda á sykurlöngun, og ýmislegt annað, á fyrirlestrinum „3 einföld skref til að tvöfalda orkuna, losna við sykurlöngun og brenna fitu náttúrulega!

Fyrirlesturinn er ókeypis og fer fram í gegnum netið, svo eina sem þú þarft að gera er að smella hér og skrá þig! :)

Heilsa og hamingja,

Júlía heilsumarkþjálfi.


6 gildrur mataræðis sem hægja á árangri

Kannastu við að vera alltaf að prófa nýjasta heilsukúrinn og finna ekki neitt sem virkilega ENDIST? Það er svo endalaust margt í boði að það er eðlilegt að veða algörlega ringlaður í öllum þessum heilsumálum.

Ég hef sjálf prófað ýmislegt og ég var algjörlega óviss um hvort ég væri að gera það rétta fyrir mig.

Vandamálið var að það voru allt of margir að segja mér hvað ég „átti” að vera að gera.

Einkaþjálfarinn sagði mér að drekka próteinduft eftir æfingu en maginn minn blés út og ég fékk krampa.

Ég vissi að ég ætti að hætta að borða sykur og þegar ég prófaði að vera sykurlaus olli það bara meiri löngun í sykur og ég endaði á að „detta í sykurinn“ reglulega, sérstaklega þegar ég var stressuð eða bara ef mér leiddist.

Ég man hvað ég var óánægð með útlit mitt og mér fannst ég vera ein í heiminum.

Í dag er ég laus við alla þessa kvilla, ég hef orku allan daginn, ég held mér í þeirri þyngd sem ég vil og geri það án þess að fylgja takmörkunum eða vera í ræktinni alla daga og ég er sátt og hef betri heilsu en ég hef nokkur tímann haft... En þú mátt vita að þetta gerðist ekki á einni nóttu.

Það sem mig langar að deila með þér í dag er eitthvað sem þú getur sett í framkvæmd og trúlega stytt ferðalag þitt að þínu hugsjónarlífi og líkama. Þú munt hugsa þig tvisvar um næst þegar þú færð þá hugdettu að skella þér í enn einn kúrinn.

Þetta eru akkúrat þær „gildrur“ sem ég féll í og skemmdu fyrir mér og minni heilsu og nú þarft þú ekki að lenda í því sama.

 

Eru þessar gildrur að skemma fyrir þér?

 

prótein duft

 

1. Takmörkun í fæðuvali veldur meiri löngun

Þegar ég fylgdi „bannlista“ uppgötvaði ég að ég gat ekki hætt að hugsa um fæðuna sem ég mátti ekki fá. Ég var eins og smákrakki sem vildi sleikjó á búðarkassanum.

Löngun mín jókst svo mikið að ég gat ekki ímyndað mér líf án fæðunar á bannlistanum og ég stalst í hana eftir að hafa verið svo dugleg að sleppa fæðunni og sagði við mig að ég ætti það skilið.

Einn hluti af huganum setur þá reglu að fylgja ákveðnu mataræði. Annar hluti bregst við henni eins og það sé verið að svipta hann um eitthvað. Hugur okkar gerir ýmislegt ómeðvitað og við förum að búa til afsakanir sem hafa áhrif á hvað við borðum og hversu mikið. Þetta er vegna þess að ekki allir hlutar hugans hafa samþykkt regluna um hvað má borða, og þá hefjast átökin.

Þú byrjar að finna leiðir til þess að brjóta regluna sem þú settir þér og langar stöðugt að borða það sem þú „mátt ekki“. Hugur þinn er fróðleg vera.

(Lesa meira hér) 

Við búum í líkama okkar alla ævi, svo eyddu tímanum í að byggja upp hamingjusamt, elskulegt og ánægjulegt samband við hann og matinn sem nærir hann vel.

 

2. Þyngdaraukning

Ég tók eftir því að því oftar sem ég tók mig á eða fór í megrun því lengur datt ég af brautinni, missti dampinn og orkustig mitt féll og þyngin kom aftur.

Höfundar flesta skyndikúra halda því fram að þeir geti hjálpað þér að léttast hratt og auðveldlega með lágmarks fyrirhöfn af þinni hálfu.
Þegar þú prufar skyndikúr, missir þú líkega einhver kíló á nokkrum dögum eins og lofað er því þú ert á ströngu mataræði. Því miður er meiri hluti þeirrar þyngdar sem þú tapar aðeins vatnsþyngd. Þegar þú hættir á stranga mataræðinu og færir þig yfir í eðlilegan lífsstíl, eru líkurnar á að þú munir fá alla þyngdina aftur – með nokkrum viðbótar kílóum.

 

3. Breytt efnaskipti

Þegar ég hætti að hlusta á líkama minn og fylgdi frekar mataráætlun kúra ruglaði það efnaskiptin í líkamanum mínum.

Vegna þess að flestir skyndikúrar krefjast þess að þú borðir ákveðið magn af mat á ákveðnum tíma, getur það endað með því að trufla þín náttúrulegu efnaskipti. Líkaminn hefur náttúrulega hæfileika til þess að segja þér hvenær á að borða og hvenær á að hætta að borða. Að fara gegn þessu náttúrulega mynstri getur haft neikvæð áhrif á þín efnaskipti, og þessi neikvæðu áhrif geta varað lengi eftir kúrinn.

Eitt sem ayurveda, indverskar lækningar kenndu mér var að: Líkaminn þinn er með nákvæman mælikvarða á því hversu mikinn mat þú þarft.

 

4. Næringarskortur

Þegar ég takmarkaði kolvetni tók ég eftir þeim áhrifum að fókusinn minn varð minni og ég varð gjarnari á að gleyma og eftir nokkrar vikur varð löngunin mín í kolvetni gífurleg (þá meina ég rosalega). Þegar ég fékk ekki nægt prótein varð ég föl í framan, hárið mitt þynntist og vöðvar minnkuðu. Þegar mig vantaði fitu tók ég eftir því að ég gúffaði í mig fitu við hvert tækifæri og líkami minn öskraði á sykur og súkkulaði. Ég gæti haldið svona áfram endalaust.

Flestir kúrar eru með ákveðnar fæðutegundir á bannlista. Kannski krefst mataræðið þess að skera út kolvetni eða ákveðna gerð af fitu úr daglegu mataræðinu þínu. Þetta getur leitt til alvarlegs næringarskorts. Kolvetni eru mikil uppspretta orku og það að svipta þig af þeim getur valdið orkuleysi og síþreytu. Ekki öll fita er slæm fyrir þig. Góð fita, svo sem omega-3 fitusýrur, eru nauðsynlegar ef þú vilt halda góðri heilsu.

Hafðu hugfast að þú ert einstök, það sem virkar fyrir annan þarf ekki að virka fyrir þig.

 

5. Leiði

Hefur þú einhvern tímann fengið leið á því sem þú ert að gera fyrir þína heilsu?

Ég man eftir því að keyra í ræktina og reyna að finna hvaða sannfærandi afsökun sem er til að fara ekki, ég var hundleið á að takmarka matarskammtana, hreyfa mig í hreyfingu sem mér fannst leiðinleg og ná engum árangri.

Þetta er staðurinn sem ég sé að flestir lenda í vandamálum með. Þegar pirringur og leiði er kominn upp þá er svo auðvelt að gefast upp og hætta.

Þegar þú byrjar að finna fyrir þessu, taktu skarið og breyttu matnum sem þú ert að borða.

 

Bónus nr 6. Að lifa eftir þessu til lengri tíma

Þegar ég prófaði nýjan kúr sem sagði að væri mín „næsta lífsstílsleið“ leið ekki á langt eftir kúrinn að ég datt aftur í sama farið.

Auk þess sá ég enga leið að kaloríutal myndi endast mér alla ævi

„Slæmar venjur þurfa að vera brotnar og góðir siðir að verða ný leið til að lifa, og þetta tekur tíma“ segir næringarfræðingurinn Joanna Shinewell.

Ert þú tilbúin í varanlega lífsstílsbreytingu í staðinn fyrir alla kúrana sem þú heldur bara út í nokkra daga?

Ef svarið er já, skráðu þig þá hér á biðlista fyrir Nýtt líf og Ný þú þjálfun!

 

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

 


Spínat og skjaldkirtillinn þinn

Í dag langar mig til þess að deila með ykkur ástæðum þess að ég fór frá því að borða um 1/2 kg af spínati á viku yfir í að hætta algjörlega að borða hrátt spínat og velja frekar fæðutegundir sem hæfðu mér!

Spínat, eins hollt og okkur er sagt að það sé, hentar ekki fyrir alla.

Til þess að fyrirbyggja allan misskilning vil ég nefna það strax að ég er ég ekki að mæla með því að þú hættir alveg að borða spínat eins og ég þurfti að gera. Þessi skæra og græna fæða er ein hollasta fæða sem völ er á, stútfull af C, E, og K-vítamínum, full af andoxunarefnum og fleiri frábærum eiginleikum sem styðja við heilsu þína. Þrátt fyrir alla þessa kosti þá þurfa konur samt að vera á varðbergi.

Ástæðan er sú að konur eru viðkvæmari fyrir hægari og vanvirkari starfsemi skjaldkirtilsins. Með of miklu spínati í mataræði mínu og of lítið af dýraafurðum kom í ljós að skjaldkirtillinn minn starfaði hægar.

Þetta gerði það að verkum að ég var þrjá mánuði í mjög góðri hreyfingu en sá engan árangur!! 

Málið er að…
Skjaldkirtillinn þinn framleiðir hormón sem hafa stjórn á notkun líkamans á orku, sérstaklega á notkun líkamsfitu. Til að framleiða þessi hormón krefst líkaminn steinefnis sem kallast joð. Efni í hráu spínati sem kallast goitrogens getur dregið tímabundið úr hæfni líkamans til að nýta joð úr fæðu.

Og hvað er þá joð..
Joð er snefilefni sem finnst í mjólkurafurðum, kjöti, fiski, flestum ávöxtum og grænmeti (þó getur magnið verið mismunandi eftir ástandi jarðvegs á vaxtaskeiði grænmetisins). Joð er einnig viðbætt í matarsalt sem veldur því að joðskortur er sjaldgæfur hjá þróuðum þjóðum. Skjaldkirtillinn þinn geymir hæfilegt magn af joði til framleiðslu skjaldkirtilshormóns.

Sannleikurinn um joð…

Þegar þú færð ekki nóg joð í mataræðinu þá getur líkaminn þinn ekki framleitt nóg af skjaldkirtils hormónum, sem eykur líkur á sjúkdómi sem kallast vanvirkur skjaldkirtill. Vanvirkur skjaldkirtill getur einnig haft fleiri vandamál í för með sér fyrir utan skort á joði. Án nægilegra skjaldkirtilshormóna, getur þú þyngst; orðið viðkvæm fyrir kulda; orðið veik og þreytt; upplifað meltingatruflanir; fengið viðkvæmt hár, neglur og föla húð.

Þegar skjaldkirtillinn er óheilbrigður þá nær hann ekki að geyma nægjanlegt joð.

Að neyta spínats í hófi er þó ólíklegt til þess að draga illan dilk á eftir sér nema þú sért með skjaldkirtils vandamál fyrir.

Heilsa og hamingja,

Júlía heilsumarkþjálfi

P.S. Nýtt líf og Ný þú er þjálfun sem haldin er aðeins einu sinni á ári (eða sjaldnar). Markmið þjálfunarinnar er að koma þér í þitt besta form og skapa lífstíl sem er sérsniðinn þér. Smelltu hér til skrá þig á biðlista og vera fyrst að frétta þegar opnar fyrir skráningar!


Uppáhalds heilsuvörur mínar!

Í dag langar mig að deila með ykkur uppáhalds vörunum mínum. Þessar eru tilvaldar til að gefa sjálfri sér í konugjöf eða fá maka til að splæsa í ;)

 

 

 

 

1. Collagen duft frá Feel Iceland

Kollagen er eitt aðal uppbyggingarprótein líkamans og er að finna í öllum liðum, liðamótum, vöðvum, sinum og beinum. Einnig er kollagen mjög stór partur af húð, hári og nöglum. Feel Iceland er með náttúrulega, lífræna vöru og hægt er að bæta duftinu í búst, chiagraut eða bara drekka með vatni. Duftið er nánast bragðlaust og þegar viðbætt í búst gefur það góða fyllingu og rjómkenndaáferð sem er æði.

Amino Marine Collagen fæst á feeliceland.is og þú getur notað kóðann: julia2021 fyrir 15% afslátt út þessa viku (til og með 21. febrúar)!  

2. Próteinduft frá Vivolife

Prótein er mikilvægt í hverja máltíð. Próteinduft geta veitt seddu-tilfinningu og þannig dregið úr freistingu í sætindi sem og að vera mikilvægt byggingarefni líkamans. Yogi er náttúrulegt plöntuprótein sem inniheldur einnig ofurfæðu, amínósýrur og meltingarprótein. Það stuðlar að bættum árangri, endurhleðslu og uppbyggingu líkamans.

Hægt er að panta hjá yogi.is með kóðanum: lifdutilfulls fyrir 10% afslátt af öllum Vivo life vörum! (Ath. afsláttur gildir til og með 21. febrúar).

3. Stevía frá GoodGood

Stevía er náttúrulegur sætugjafi sem dreginn er úr Stevía plöntunni og inniheldur engan sykur (eða kaloríur) þrátt fyrir að vera rosalega sætt á bragðið, nokkrir droparneru allt sem þarf. Stevía hefur engin áhrif á blóðsykur svo þú festist ekki í þeim vítahring að fá fljótlega orku úr sykri sem fellur síðan niður í orkuleysi eftir smá stund, heldur leiðir til þess að blóðsykurinn helst jafn og orkan líka.

Stevíudroparnir fást í flestum matvörubúðum.

4. Mary’s Gone Crackers frá iHerb

Þetta kex er ekki aðeins glútenlaust, vegan, sykurlaust og ótrúlega bragðgott heldur er fyrirtækið metnaðarfullt þegar kemur að hráefnum og velja lífræn hráefni og sjálfbæra framleiðslu! 

Þú getur fengið kexið frá þeim á iHerb og notað kóða: HEN9393 fyrir 5% afslátt! (Ath. afsláttur gildir til og með 21. febrúar).

5. Balance súkkulaði

Balance súkkulaðið er sætað með Stevíu og ótrúlega gott að setja einn mola í medjool döðlu með möndlusmjöri. Fæst í Nettó og Krónunni!

6. Uppskriftabók Lifðu til fulls

Bók með mínum uppáhalds réttum, þeim sem ég er stöðugt að grípa í. Í bókinni er að finna ýmsan fróðleik um breyttan lífsstíl og eru allar uppskriftir lausar við glúten, mjólk, hvítan sykur og egg að mestu. Bókin er mestmegnis vegan, plöntumiðuð með sérkafla fyrir kjöt og fisk ...og þú vilt sko ekki missa af einum stærsta kafla bókarinnar: EFTIRRÉTTUM!

Bókin er á tilboðsverði og þú getur smellt hér til að tryggja þér eintak!

 

Heilsa og hamingja,

Júlía heilsumarkþjálfi.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband