Færsluflokkur: Bloggar

10 einföld ráð til að hefja breyttan lífsstíl

shutterstock_515179981

Það eru flestir á því máli að þegar kemur að því að breyta um lífsstíl og mataræði, þá er alltaf erfiðast að koma sér af stað. Við finnum endalausar afsakanir eins og..

Það er of dýrt að versla hollt í matinn.

Ég hef ekki tíma fyrir þetta.

Fjölskyldunni minni finnst svona matur ekki góður.

Ég er undir svo miklu álagi nú þegar.

Ég er svo hugmyndalaus þegar kemur að hollum mat.

Það er svo flókið að skipuleggja sig með stóra fjölskyldu og í vinnu.

 

Það sem mörg okkar gera er að horfa á breyttan lífsstíl sem stórt fjall sem helst þarf að klífa á einni nóttu en lífsstíll hefst með litlum skrefum sem styðja við heilsuna!

Nú hef ég haldið Nýtt líf og Ný þú þjálfunina síðustu 5 árin, og hefur hver einasta sem tekið hefur þátt í þjálfuninni glímt við einhverja af þessum áhyggjum. En það kemur þeim alltaf á óvart hvað lífsstílsbreyting getur verið einföld og skemmtileg. Kynntu þér Nýtt líf og Ný þú þjálfun hér þar sem hún hefst bráðum!

Ég veit það getur verið erfitt að átta sig á því hvar ætti að byrja svo ég hef sett saman 10 einföld ráð að hefja breyttan lífsstíl og taka við haustinu orkumeiri og hraustari!

shutterstock_582703333

10 einföld ráð til að hefja breyttan lífsstíl með meiri orku, minni kviðfitu og vellíðan!


1. Settu þér lítil markmið sem leiða þig áfram

Litlar gulrætur á leiðinni að stóra markinu eru virkilega hvetjandi og verða þess valdandi að við erum líklegri til að halda áfram. Byrjaðu á að setja þér markmið að minnka sykurinn, drekka meira vatn eða gera eitthvað daglega sem hjálpar líkamanum í hreinsun. (Geturu farið hér fyrir ítarlega kennslu um hreinsun ásamt uppskriftum)

 

2. Farðu fyrr í háttinn

Of lítill svefn hefur áhrif á sedduhormónið leptín sem getur leitt til þess að við borðum meira og sækjum í sykur eða óhollustu. Langtíma svefnleysi getur valdið fitusöfnun, bólgum og meltingarvandamálum sem dæmi!  Byrjaðu á því að fara fyrr í háttinn, það er frábært að miða við 7-8 klst af svefni á hverri nóttu.

 

3. Prófaðu nýjar fæðutegundir

Fjölbreytni í mataræði er akkúrat það sem heldur spennu og ánægju við breyttan lífsstíl. Það getur verið áskorun að borða eitthvað nýtt en afhverju ekki fara út fyrir vanann og prófa nýtt grænmeti eða aðra heilsuvöru til að koma þér af stað.

 

4. Svitnaðu smá á hverjum degi

5 mínútur á dag til að ná upp púlsinum og svitna getur skipt sköpum þegar kemur að fitubrennslu, orku og almennri heilsu. Húðin er að auki stærsta líffærið fyrir afeitrun og við höfum öll gott af smá svita daglega. Eitthvað sem ég hvet þær sem eru í Nýtt líf og Ný þú þjálfun til að gera eru er 5-15 mín æfingar sem taka á öllum líkamanum, auka síðan álagið með tímanum. Byrjaðu á að leggja bílnum örlítið lengra í burtu, takta stigann eða farðu út í stutta göngu.

 

5. Verslaðu eftir gæðum ekki magni

Þegar við breytum um lífsstíl er mikilvægt að hafa gæðin í huga fremur en magnið. Sem dæmi, þegar við verslum lífrænt spínat fremur en hefðbundið bragðast það einfaldlega betur! Þar sem næringargildið er hærra þurfum við heldur ekki eins mikið af því sem getur komið út á sama stað hvað varðar kostnað.

 

6. Haltu jafnvægi á blóðsykrinum

Að halda blóðsykri jöfnum er eitt það mikilvægasta sem við getum gert til að koma betra jafnvægi á hormónin að sögn Dr. Deborah Gordon á nýlegum heilsufyrirlestri hérlendis. Þegar blóðsykurinn fer úr jafnvægi hefur það gríðarlega áhrif á hormónin sem stýra hungri, ástandi skjaldkirtils, skapi og meira að segja hitakófum. Hafðu meðferðis hnetur eða avókadó sem snarl til að halda blóðsykri jöfnum.

 

7. EKKI setja þér boð og bönn

Ítrekað þegar ég hef sett mér böð og bönn hafa þau brugðist mér og ég endað með að fitna bara í kjölfarið. Lífsstíll okkar ætti að leyfa okkur að njóta daglega, annars væri lífið voða leiðinlegt ef við gætum aldrei borðað það sem okkur þykir gott. Öll þurfum við að finna mataræði og jafnvægi sem hentar okkur, það er því miður engin töfralausn í boði. í stað banna byrjaðu á að spurja þig næst þegar þú færð þér að borða “Hvað mun þessi fæða gera fyrir mig?”

 

8. Fáðu fjölskylduna um borð

Rannsóknir sýna einnig að við erum 80% líklegri til að ná árangri ef við höfum stuðning. Það er einmitt þess vegna sem ég legg svo ótrúlega mikið uppúr því að mataræðið í Nýtt líf og Ný þú þjálfun sé eitthvað sem allir á heimilinu getað borða af og leggum við mikið uppúr hópefli og stuðning enda er það eitt það helsta sem konur hafa orð á eftir þjálfunina, hversu mikilvægur og góður stuðningurinn er!

Byrjaðu á því að fá fjölskylduna um borð með því að segja þeim afhverju þig langi að bæta mataræðið og hvernig þú heldur að þau muni gagnast af því.

 

9. Minnkaðu streitu

Streita er talin ein helsta orsöki andlegra og líkamlegra heilsukvilla í dag. Streita getur aukið líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, valdið bólgum og aukið sykurmagn í blóðinu. Þrátt fyrir hollt mataræði og góða hreyfingu getur streita verið það sem hindrar árangurinn. Ef þú upplifir mikla streitu í lífinu er uppáhalds lausn mín þakklæti!

 

10. Temdu þér jákvætt viðhorf

Nýjustu rannsóknir sýna að eitt það mikilvægasta hvað varðar heilsu og þyngdartap er viðhorfið þitt og getum við meira að segja fengið vöðva bara með því að hugsa um þá og trúa! Við þurfum að taka lífsstílsbreytingu með opnum örmum og það sama á við með okkur sjálf, vera jákvæð og hugsa fallega til okkar. Hugarfarið er það fyrsta sem við tæklum í þjálfun.

 

Lífstíll snýst um svo miklu meira en mataræði og hreyfingu. Þetta snýst um að skoða hugarfarið, svefnin, slökun, andlegu heilsuna og líka mataræði og hreyfingu og vinna að því að koma þessu öllu í jafnvægi. Það er lífsstíll og það er akkúrat það sem við gerum með Nýtt líf og Ný þú þjálfun!

Ég vona að þú stígir skrefið og verðir með í Nýtt líf og Ný þú þjálfun og skapir lífsstíl sem gefur þér orku, vellíðan og heilsu til frambúðar!

Það er engin afsökun fyrir því að byrja ekki strax.

 

 sigruunnur

Hef lést um 10 kg og farin að setja mér ný markmið!

Ég var óánægð með sjálfa mig, var löt og þung og átti erfitt með að ná mér upp úr sófanum. Ég var með stöðuga liðverki og vöðvabólgu sem höfðu letjandi áhrif á mig. Það sem ég er að upplifa núna er betri heilsa, aukin orka og betri svefn. Meira aðsegja minnið er betra, meltingin er allt önnur og magaverkir hafa alveg horfið. Með aukinni orku er ég farin að nýja og spennandi hluti það gefur mér óneitanlega meiri lífsfyllingu og gleði. “

– Sigrún Unnur Einarsdóttir

magndis-1

,,Betri svefn, minni verki og meiri orka"

Fyrir þjálfun var ég of þung og matur fór ekki vel í mig, bæði maga og allan líkamann. Ég var með efasemdir um að ég ætti erfitt með að fylgja matseðli og svo var líka stutt í jól og miklar freistingar í gangi, en ég hef áður prófað allskyns megrunarkúra og breytt matarræði og líkamsrækt. Í Nýtt líf og Ný þú er mikil fræðsla, góðir matseðlar sem virka og hægt að taka þátt heima án þess að fara útaf heimilinu. Ávinningar í þjálfun er bættur svefn, minni verkir og meiri orka sem hefur þau áhrif að ég er með meiri orku til daglegs lífs og léttari á allan hátt."
Magndís Alexandersdóttir

 

Heilsa og hamingja,
jmsignature

 

P.S. Ég fór ítarlega yfir fyrstu skrefin í hreinsun, hvað væri gott að byrja að borða í undirbúning fyrir hreinsun og hvaða fæðu ætti að borða og ekki í hreinsun í ókeypis kennslusímtalinu “5 skref að tvöfalda orkuna, losna við aukakíló og byrja breyttan lífsstíl!”


Safakúr eða Matarhreinsun?

19932124_481484495519651_5340214159474688000_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég varð bara að fá að deila þessu með ykkur...

Þetta er eitthvað sem gjörsamlega breytti hugsunum mínum um heilbrigðan lífsstíl og hvernig ég gæti fengið meiri orku, minnkað verki, bætt meltingu mína og aukið brennsluna.

Ég hafði oft heyrt um hreinsanir, en í mínum huga þýddi það eingöngu kvöl og svelti. Ég velti oft fyrir mér hvort ég ætti að hreinsa með söfum eða mat - og hvort væri betra. Mér datt í hug að þú gætir verið með slíkar vangaveltur líka svo mig langar að deila með þér sannleikanum um það hvernig má hreinsa á áhrifaríkan og einfaldan hátt, með von að hjálpa þér að komast af stað inn í haustið orkumikil og frísk.

Afhverju að hreinsa?

Við hreinsum til að losa líkaman við eiturefni. Eiturefni getað komið frá margvíslegum áttum sem oft á tíðum við gerum okkur ekki grein fyrir. Lifrin, nýrun og ónæmiskerfi okkar vinna úr eiturefnum jafnóðum og þau birtast í líkamanum. Aftur á móti þegar magn eiturefna verður of mikið fyrir líkamann að vinna úr, safnast þau bara upp sem með tíma getið valdið veikindum og ýmsum kvillum.

Eiturefni geta ýmist komið frá andrúmsloftinu, frá því að vera mikið við tölvur, ipad, raftæki og síma, að vera undir streitu og álagi (þ.á.m. andlegu álagi), frá meltingarvandamálum svefnleysi, sykurneyslu og þungmálmum.

Þarft þú á hreinsun að halda eða ekki? 

Ef þú glímir við eitt eða fleiri af eftirfarandi atriðum gæti líkaminn verið með óhóflegt magn eiturefna og áhrifarík hreinsun þurft að eiga sér stað m.a fyrir meiri orku, léttari líkama, verkjalosun og jafnvægi! 

Ef þú vilt hef ég einnig sett saman einfalt próf til að sjá ástand líkamans. Taktu prófið hér!

  • þyngdaraukning þrátt fyrir hollt mataræði
  • meltingarvandamál
  • hausverk
  • endalausa þreytu og orkuleysi
  • krónísk veikindi og/eða verki sem fara ekki sama hvað
  • SYKURLÖNGUN
  • lélegt ónæmiskerfi
  • liðverki eða liðagigt
  • hormónavandamál
  • skapsveiflur
  • verki í fótum og löppum
  • bakflæði
  • skjaldkirtilsvandamál (mataræði er talið vera 50% orsök vanvirkra skjaldkirtla)
  • svefntruflanir
  • þunglyndi (sum fæða getur valdið þunglyndi)
  • þurrk í húð
  • astma!
  • hátt kólesteról stig

Áhrifarík hreinsun

Byrjaðu haustið með breyttum lífsstíl (3)

Myndir frá áhrifaríkri matarhreinsun í Nýtt líf og Ný þú þjálfun, teknar frá facebook hópsíðu síðasta hóps! Sjá nánar um matarhreinsun í þjálfun hér!)

Þá er komið að því hvort ættir þú að hreinsa með söfum eða mat?

Sú aðferð hreinsunar sem ég hef fundið út að sé áhrifaríkust og fljótlegust til að losna við aukakílóin, fá meiri orku og minni verki — er hreinsun með mat. Þar sem þú ert södd allan tíman.

Við erum öll ólík og er ég alls ekki að gagnrýna ákveðna safakúra, enda eru tilfelli þar sem nokkrir dagar á safakúr geta reynst einstaklingum vel en ítrekað hef ég komist að þeirri niðurstöðu að hreinsun með mat gefi bestu útkomuna á meðan hreinsun stendur og þar eftir.

Hreinsun ætti að þjóni bæði þeim tilgangi að hjálpa þér að koma líkamanum aftur í jafnvægi en einnig að gefa þér árangur sem heldur áfram og þú getur viðhaldið.

Fyrstu skrefin í hreinsun

Ég fór ítarlega yfir fyrstu skrefin í hreinsun, hvað væri gott að byrja að borða í undirbúning fyrir hreinsun og hvaða fæðu ætti að borða og ekki í hreinsun í ókeypis kennslusímtalinu “5 skref að tvöfalda orkuna, losna við aukakíló og byrja breyttan lífsstíl”! Getur þú enn skráð þig hér til að hlusta! (ath: aðeins í takmarkaðan tíma í viðbót). Ég gaf einnig einföld ráð gegn sykurpúkanum.

 

Smelltu hér til að tryggja þér ókeypis kennslusímtalið og læra betur um hreinsun og hvernig má hefja haustið með breyttum lífsstíl!

Í símtalinu sagði ég einnig frá Nýtt líf og Ný þú 4 mánaða þjálfun sem hefst núna í september!

Er þetta í sjöunda sinn sem við hefjum þjálfunina og er ég ofboðslega þakklát að geta sagt frá því að hún hafi  hjálpað hundruðum einstaklinga að léttast varanlega, fá meiri orku, fyllast vellíðan og minnka verki með varanlegum lífsstíl. Fyrsta skrefið sem tekið er í þjálfun er 3ja vikna hreinsun með matseðil og innkaupalista sem er svo girnilegur að þú trúir því varla! (enda sérð þú myndirnar hér ofar)

Ég mæli eindregið með að kynna þér þjálfun hér, enda haldin aðeins einu sinni til tvisvar á ári.

Ef greinin vakti svo áhuga þinn, endilega deildu henni á samfélagsmiðlum!

Heilsa og hamingja,
jmsignature

P.S.  Lærðu um helstu fæðu fyrir meiri orku og leiðir að losa um sykurlöngun með því að skrá þig í ókeypis kennslusímtalið hér! (ath takmarkaður tími eftir)

P.P.S. Ég mæli með að kynna þér um ráðstefnuna "Who wants to live forever" næstkomandi föstudag, 8.september! Frábær ráðstefna um langlífi og heilsu með flottustu talsmönnum þess málefnis í dag. Kíkið á heimasíðu þeirra hér.


Orkulaus? Prófaðu þessar 6 fæðutegundir!

Haustið er sannarlega tíminn til þess að hressa við líkamann og þá koma þessar sex fæður sér vel. Þær eru orkugefandi og hjálpa líkamanum að losna við sykurpúkann og jafnvel einhver aukakíló.

Það besta er hversu einfalt það er að bæta þeim við í daglegt mataræði.

Varstu annars búin að frétta? Þarnæsta miðvikudag kl: 20:00 er ég að halda ókeypis símtal

“5 skref sem tvöfalda orkuna,  losna við aukakílóin og fylla þig vellíðan.”
Skráning er hafin hér, en í símtalinu lærir þú ómissandi ráð að hefja breyttan lífsstíl og færð ókeypis uppskriftir sendar!

Ef þú hefur áhuga á að fara skrefi lengra fyrir heilsuna mun ég segja frá Nýtt líf og Ný þú 4 mánaða lífsstílsþjálfun í símtalinu!

DSCF1354

1. Daglegur grænn drykkur

Eitt af mínum helstu ráðum til að fríska uppá líkamann er að drekka næringarríkan og góðan grænan drykk eða safa á hverjum degi. Þetta gefur líkamanum næringu og algjört orkuskot. Ef þú hefur verið að borða mikið af salti eða sykri getur slíkur drykkur einnig hjálpa við að losa óþarfa eiturefni úr líkamanum sem og seðja matar- og  sykurlöngun.

Hrærðu saman ferskum kryddjurtum, gúrku og salatblöðum ásamt berjum og banana fyrir bragðgóðan drykk eða fylgdu uppskrift hér.

DSCF1369small

2. Meltingargerlar

Heilbrigð þarmaflóra er grunnur að góðri heilsu og getur slæm melting átt afgerandi þátt í myndun óþæginda og kvilla. Góðir meltingargerlar geta því hjálpað að bæta meltinguna sem og draga úr bólgum og efla ónæmiskerfið.

Meltingargerla fást víða í töfluformi og gott er að taka þá inn að morgni á fastandi maga. (t.d frá dr. mercola sjá hér). Einnig eru nokkrar fæðutegundir sem hafa góða meltingargerala eins og sýrt grænmeti, gerjuð kókosjógúrt eða kombucha drykkur.

 

3. Trefjarík fæða

Að koma meltingu í betra horf eftir frí eða þegar þú vilt fríska uppá líkaman er nauðsynlegt. Líkaminn þarfnast bæði leysanlegra og óleysanlegra trefja, sem hægt er að fá úr plöntufæði. Leysanleg trefjaefni eru seðjandi, við fáum þá t.d. úr höfrum, chia fræjum, hörfræjum, baunum og berjum. Óleysanleg trefjaefni hjálpa til við að halda meltingunni á hreyfingu og vinna úr slæmum mat, þá fáum við t.d. úr brúnum hrísgrjónum, hentum, kornmeti og grænmeti.
Bættu trefjum í fæðuna með því að setja chia, hentum eða hörfræ útí búst og salöt.

Fyrir utan elstu te verslun í Kína.
Fyrir utan eina elstu te verslun Kína.


4. Grænt te

Þegar ég ferðaðist nýlega til kína fór ekki á milli mála að kínverjar elska græna te-ið sitt enda ótrúlega bragðgott og frískandi. Ef þú ert ekki vön að fá þér grænt te er aldrei of seint að prófa en grænt te inniheldur náttúrulegt koffín sem talið er auka brennsluna, lækka kólerstról og efla ónæmiskerfið. Einnig inniheldur það adoxunarefnið ECGC (e. epigallocatechin gallate) sem styður við hjarta- og taugakerfið og getur minnkað líkur á heilablóðfalli.

Bættu við bolla af grænu te í stað kaffibolla að morgni.

 

5.  Sítróna

Heitt vatn með sítrónu hjálpar líkamanum að losna við eiturefni, bæta meltingu og stuðla að brennslu vegna pectin-trefja og basískrar eiginleika sítrónunnar. Sítrónur eru einnig c-vítamínríkar og getað dregið úr bólgum.

Byrjaðu daginn á heitu vatni með sítrónu. Best er að kreista hálfa sítrónu í volgt vatn og drekka á tóman maga strax í morgunsárið.

 

6. Holl fita

Oft þegar ég er með löngun í eitthvað sætt, rifja ég upp mataræði mitt yfir daginn og kanna hvort mig skorti holla fitu. Holl fita sem og nauðsynleg næringarefni getað oft verið undirliggjandi ástæða sykurlöngunar. Holl fita er seðjandi, eykur brennslu, jafnar blóðsykurinn og spilar lykilhlutverk í orku.

Bættu við hollri fitu frá avókadó, hempfræjum, hörfræolíu, fiski, tahini, möndlusmjöri eða kókosolía í daglegt mataræði.

 

Ég vona að þessar fæður komi sér vel og að þú bætir einhverjum þeirra við í daglegt mataræði!

Vertu svo með mér og yfir 250 sem eru skráðir í ókeypis símtalið þarnæsta miðvikudag 30.ágúst kl 20 og lærðu ráð til að hefja haustið með breyttum lífsstíll!

Í símtalinu fer ég yfir 5 einföld skref sem tryggja þér árangur sem endist, hvernig megrunarkúrar geta valdið fitusöfnun og hvernig vissar "hollar fæðutegundir geta verið skaðlegar heilsunni.

Þú vilt ekki missa af þessu! Ég mun deila ráðum sem hafa komið mér og yfir hundruðum annara að lífsstíl með varanlegu þyngdartapi, orku alla daga og heilsu og segja þér frá þjálfun sem fer að byrja hjá mér ef þú vilt taka skrefið lengra.

Smelltu hér til að skrá þig! (ath: skráning takmörkuð)

Heilsa og hamingja,
jmsignature


5 fæðutegundir sem losa þig við bólgur og bjúg

Aukakíló, bjúgur, bólgur og meltingaróþægindi eiga því miður til að vera fylgifiskar sumarsins. Bjúgur getur átt margar orsakir en algengt er hann myndist vegna fæðuóþols, próteinskorts eða of mikillar neyslu á salti. Bólgur í frumum líkamans geta valdið margskonar hrörnunarsjúkdómum og má oft rekja þær til lélegs mataræðis og streitu sem hefur oft skelfileg áhrif á líkamann.

Besta meðferðin við bjúg er auðvitað að greina orsök hans og meðhöndla útfrá því, þannig er einnig hægt að fyrirbyggja hann. En það eru margar náttúrulegar leiðir til þess að draga úr bjúg og bólgum sem hafa þar að auki marga fleiri kosti og góð áhrif á líkamann.

Hér eru nokkur atriði sem hjálpa til við að halda meltingunni heilbrigðri og draga úr bólgum og bjúg.


DSC_2886

Túrmerik

Hefur verið notað sem krydd, lækningajurt og litarefni í Suðaustur-Asíu frá því um 600 fyrir Krist. Turmerik rótin hefur verið notuð í indversku Ayurveda læknisfræðunum um þúsund ár. Áhrif túrmeriks hafa mikið verið rannsökuð á síðustu árum og er túrmerik t.d. talið geta dregið úr bólgum, aukið hormónajafnvægi, hafr góð áhrif á heila og minni og hefur náttúrulega andoxunarvirkni.

Túrmerik hylki og hreint túrmerik extraxt fæst t.d. hjá Mammaveitbest.


Engifer

Engifer er gott við meltingatruflunum, ógleði, loftmyndun og krampa í maganum, það er einnig mjög örvandi fyrir blóðrásina. Engiferjurtin er rík af B-vítamínum, járni, mangan, magnesíum og sinki. Einnig inniheldur engifer virk efni sem heita gingerols og hefur það svipuð bólgueyðandi áhrif og túrmerik.
Það er mjög einfalt að koma engifer inn í mataræðið, til dæmis má bæta engiferdufti (fæst hér) í búst og allskyns rétti. Einnig er snilld að taka skot af hreinum engifersafa á morgnanna.
-

DSC_2880-

Hörfræolía

Ein af þessum góðu fitum sem hafa svo góð áhrif á líkamann en hörfræolían er stúfull af Omega-3 fitusýrum sem örva fitubrennslu en draga úr vökvasöfnun og sætindafíkn. Gott er að taka olíuna inn að morgni (1-2 teskeiðar) en svo er að blanda henni saman við morgungrautinn, útí búst eða safa. Olían er sérlega góð fyrir konur á breytingaskeiðinu og hefur mjög góð áhrif á húðina.


Chia fræ

Chia fræ gefa okkur prótein og góða fitu ásamt því að hjálpa til við stjórnun á kolvetnaupptöku líkamans. Þau eru einnig trefjarík og hjálpa því til við að hreinsa eiturefni úr líkamanum og að viðhalda heilbrigðri melting en ásamt því eru þau rík af kalki. Chia fræin eru ein kraftmesta, hentugasta og næringaríkasta ofurfæðan, frábær uppspretta af andoxunarefnum, heilpróteinum, vítamínum og steinefnum. Þau eru einnig ríkasta plöntu-uppspretta af omega-3 fitusýrum í heiminum.


Eplaedik

Eplaedik er náttúrulega hreinsandi og hjálpar við að örva framleiðslu magasýra sem er mikilvæg fyrir góða meltingu. Það er næringarríkt, hefur góð áhrif á blóðsykurinn, minnkar bólgur og verki í líkamanum og getur unnið gegn ýmsum kvillum eins og sveppasýkingu, húðvandamálum, vefjagigt og síþreytu. Mörgum þykir eplaedikið vont á bragðið en það er til dæmis hægt að taka inn matskeið af því á morgnanna eða þá blanda í safa eða búst til að deyfa bragðið.


Mig langar síðan að segja ykkur frá ókeypis kennslusímtalinu sem ég mun halda þann 30.ágúst. Ég hef haldið þetta símtal nokkrum sinnum áður og komast alltaf færri að en vilja.

Í símtalinu fer ég yfir 5 einföld skref sem tryggja þér árangur sem endist, hvernig megrunarkúrar geta valdið fitusöfnun og hvernig vissar "hollar fæðutegundir geta verið skaðlegar heilsunni.

Ekki missa af þessu! Skráning er hafin hér.
-

Heilsa og hamingja,
jmsignature


Einföld og holl millimál til að taka með í ferðalagið

 

DSC_2778

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sumarið er sannarlega tíminn til að sleikja sólina og vera eins mikið úti og mögulegt er.

Þá er sniðugt að hafa eitthvað fljótlegt og hollt með í veganestið þegar svengdin kallar. Í dag langar mig að sýna þér nokkra sniðuga kosti sem þægilegt er að hafa með í ferðalagið, útilegu eða útiveru/lautarferðina.

Í þessari og næstu viku mun ég deila með þér mínum uppáhalds matvælum sem fást í verslunum Nettó auk einfaldra uppskrifta eftir mig. Í dag verður það snarl og millimál en í næstu viku deili ég fljótlegum morgunverðum sem henta vel í útileguna, í ferðalög og jafnvel sem snarl með í flugvél.

Sniðugir kostir til að grípa sér í búðinni

Munið að kíkja á innihaldslýsingarnar. Það er góð regla að velja kost með sem fæstum hráefnum í og helst bara hráefnum sem þú þekkir (eða getur allavega borið fram!)

Fleiri keyptar hugmyndir:

Grænir safar
Raw próteinstangir
Kókosflögur
Þurrkað mangó
Hnetu- og fræblöndur
Dökkt lífrænt súkkulaði
Litlar gulrætur og gúrkur, með hummus
Gúrka og gulrætur í krukku með tahini!
Bananar
Þurrkaðar apríkósur
Þurrkaður þari
Bláber
Súkkulaðihúðuð mórber
Nakd bar
Mary’s gone crackers kex
Hnetusmjör

Ef tími gefst finnst mér einnig ofboðslega gaman að taka með mér heimagerðar súkkulaðikúlur. Ommnomm! Uppskrift finnur þú hér.
 

Fleiri einfaldar uppskriftir af millimáli frá mér:

Hrökkbrauð
Gulrótamuffins
Muffin toffee jógúrt
Tamari ristaðar möndlur (úr Lifðu til fulls bókinni)
Chia og hamp Orkustangir (úr Lifðu til fulls bókinni)
Súkkulaði orkubitar (úr Lifðu til fulls bókinni)

Hér má einnig skoða tillögur frá mér þar sem ég deili einhverju af því sem ég tek með mér til að halda í hollustu á ferðalaginu!

Ég vona að þessar hugmyndir komi sér vel.
Heilsa og hamingja,

jmsignature

P.S. fylgstu með mér á ferðalagi mínu um Evrópu og Asíu í sumar á Instagram!


Ferðalisti og hollráð fyrir ferðalagið í sumar

Hefur þú átt draum sem rættist?

Lengi hefur mig dreymt um að fara í heimsreisu um Evrópu og Asíu! Ég trúi varla að ég sé að segja þetta en.. “síðustu helgi hófst ferðalagið” .
Við hjónin erum farin út í ævintýri!

Ég er að springa úr þakklæti og mun deila með þér myndbrotum frá Instagram og samfélagsmiðlum í sumar af ferðalaginu okkar! Smelltu hér til að fylgjast með mér á Instagram og Facebook,  þú finnur mig á snapchat undir: lifdutilfulls.

Ég mun halda áfram að skrifa þér og deila ráðum að hollu snarli fyrir ferðalögin, uppskriftum af ómótstæðilegum grillmat og fullt af fleiru skemmtilegu!

Mér datt í hug að nýta þessa viku til að deila með þér hvað ég tek með mér í ferðalagið til að halda í heilsuna og borða hollt á bragðgóðan og aðgengilegan hátt. Enda er heilsan í fyrirrúmi hjá mér framyfir auka klæðnað eða farangur.

DSC_2743

Ferðalisti minn fyrir ferðalagið

Vítamín:
meltingargerlar (frá Forever living)*
magnesíum (frá Dr.Mercola)*
omega 3 (frá Calamari Gold vegna hentugra umbúða)*
túrmerik (t.d. gegn bólgum og bjúg eftir flugið)*

Ofurfæður og snarl:
moringa duftpokar
baobab duftpokar
súkkulaði prótein pokar frá Dr. Mercola
chia fræ
hamp fræ
kakónibbur
goji ber
mórber
Aduna raw bars

DSC_3222

Ilmkjarnaolíur:
tea trea (sótthreinsandi)
sítróna (svitalyktareyðir og flugnafælir)
lavender (slökun)
piparmynta (einbeiting og orka)
róandi jurtablanda fyrir svefn í flugvélum (ég tók með mér blöndu frá Ásdísi grasalækni)

Aukalega:
lítil matartaska (ég er með frá sistema sem fæst í Nettó)
sílíkon skurðbretti og lítill hnífur (góðvinur minn og ferðalangur Jayquy mældi með þessu)
gaffall og skeið
BPA laus Tupperware plastbox

 

Ég elska að hafa með mér ofurfæður eins og chia- og hampfræ, gojiber, mórber og kakónibbur til að bæði narta í milli mála eða gera úr kraftmikin chiagraut fyrir daginn. Allar ofurfæðurnar.

Í dagpokan á ferðalaginu mun ég hafa með snarl og millimál eins og hnetur, þurrkaðir ávextir og ofurfæður eða próteinblanda sem ég blanda við útí vatn eða möndlumjólk.

Snarl og millimál þykir mér nauðsynleg í ferðalagið.

Ég vona að listinn hjálpi þér að skipuleggja næsta ferðalag þitt og gefið þér góðar hugmyndir að halda í hollustuna í sumar!

Ef þér líkaði greinin deildu henni endilega á Facebook og höldum holl saman inn í sumarið!

Heilsa og hamingja,
jmsignature


*Nánar um þær vörur sem ég tek með mér:

Meltingargerlar frá Forever living henta vel þar sem þær eru léttar, fyrirferðalitlar og í hetugum umbúðum sem ekki krefjast þess að vera stöðuglega í kæli. Ég tek tvöfaldan skammt af meltingargerlum þegar ég ferðast. Sjá nánar hér. Hægt er að versla án sendingarkostnaðar.

Omega 3 frá Calamari Gold Omega-3 er unnið úr.… Þar sem ég verð í heitu lofslagi henta þær vel þar sem ég mun. Sjá nánar hér.

Túrmerik frá sourse nature fæst í verslun mamma veit best með viðbættum svörtum pipar fyrir bætta upptöku. Sjá nánar hér.

Magneísum frá Dr. Mercola þykir mér nauðsynlegt að hafa með þar sem ég finn mikin mun á því að taka magnesíum hvað varðar fótaóeirð enda verðum við mikið á fótum. Sjá nánar hér.


Bestu vítamínin eftir fertugt (síðari hluti)

Í síðustu viku sagði ég þér frá nauðsynlegum vítamínum eftir fertugt, en það eru ýmsar breytingar sem eiga sér stað í líkamanum með árunum og gott að huga fyrr en seinna að því hverju gott er að bæta við í mataræðið. Hér er seinni hlutinn af góðum vítamínunum að taka eftir fertugsaldurinn og getað hjálpað til að sporna við kvillum og sjúkdómum.
--

DSC_0588 (1)
--

Járn

Konur, sérstaklega eftir fertugsaldur, þurfa lífsnauðsynlega að fá nóg af járni. Járn styrkir blóðrásina og vinnur gegn þreytu og sleni.
Spínat og grænt laufgrænmeti er sérstaklega járnríkt sem og þurrkaðir ávextir eins og apríkósur, fíkjur og rúsínur. Það er hinsvegar mikilvægt að taka ekki járn sem bætiefni nema þörf sé á, þar sem járn er alls ekki gott í of miklu magni.
--

DSC_0581 (1)
--

Omega 3

Omega 3 nauðsynlegt fyrir okkur öll og spilar lykilhlutverk í starfsemi heila og hjarta og getur einnig dregið úr bólgum, liðverkjum og húðvandamálum. Omega 3 er sérstaklega mikilvægt þar sem það hjálpar okkur að vinna gegn aldurstengdum kvillum eins og aukinni hættu á hjartasjúkdómum og hrörnun heilans. Það mýkir upp húðina og stuðlar að fitubrennslu (sérstaklega um kvið).
Feitur fiskur er frábær omega 3-rík fæða, sem og lýsi. Ef þú kaupir hylki, leitaðu þá eftir omega 3, fiskiolíu með DHA.

B1 ( Thiamine )

B1 er eitt af lykilvítamínum sem hefur áhrif á taugakerfi og minnið. Öll B-vítamín hjálpa líkamanum við upptöku næringarefna og að breyta kolvetnum í glúkósa sem virkar eiginlega eins og eldsneyti þar sem líkaminn notar það í að búa til orku. B-vítamín blanda með B1, B6 og B12 hjálpar líkamanum að brenna fitu og próteini. B1 finnst í dýrafurðum og frá plönturíkinu eru sólblómafræ sérlega rík af B1.

 

Þú ert kannski nú þegar að taka inn eitthvað af þessum bætiefnum, ef ekki mæli ég með því að íhuga slíkt sem og bæta við fæðutegundum í daglegu mataræðið.

Ef greinin var gagnleg endilega líkaðu við hana og deildu á samfélagsmiðlum!

Heilsa og hamingja,
jmsignature


Bestu vítamínin eftir fertugt

Vítamín spila lykilhlutverk í að jafna orku, matarlanganir og sykurlöngun líkamans.

Eftir því sem árin líða verður sífellt mikilvægara að hugsa um breytingar á næringu m.a. vegna breytinga á hormónum og eru nokkur vítamín sem eru góð samhliða hollu mataræði.

Hér eru bestu vítamínin fyrir konur eftir fertugt.

 

B12

Eftir fertugsaldur og sérstaklega eftir fimmtugsaldurinn er æskilegt að taka inn B12 vítamín. B12 spilar lykilhlutverk í orku, eðlilegri blóðrás og heilastarfsemi. Skortur á B12 er meðal hárlos, minnisleysi og auknum stresseinkennum.

B12 finnst í dýraafurðum eins og kjúkling, egg og fisk. Upptaka líkamans á B12 er einnig algengt að fari versnandi með árunum, sérstaklega í kringum fimmtugt. Fyrir bestu  upptöku á B12 er gott að taka það inn með mat og í fljótandi eða uppleysanlegu formi eins og með sprey eða freyðitöflu.

 

Magnesíum

Eitt af því sem magnesíum gerir fyrir okkur er að jafna blóþrýstinginn, sem er sérstaklega mikilvægt fyrir konur yfir fertugt þar sem þær eru í áhættuhópi fyrir of háan blóðþrýsting. Ef þú upplifir mikið af bólgum eða streitu getur magnesíum einnig verið frábært bætiefni að taka þar sem magnesíum kemur á jafnvægi og hjálpar að stjóra streituhormónum. Magnesíum styður einnig við upptöku  líkamans á kalsíum og spilar lykilhlutverk í heilbrigðri vöðva-tauga og hjartastarfsemi.

Það gæti komið þér á óvart að magnesíum finnst í grænu laufgrænmeti, baunum, hnetum, fræum og avókadó til dæmis. En það er eitthvað af mínum uppáhalds fæðutegundum og auðvelt að gera úr góðan drykk eða seðjandi salat eins og má finna margar uppskriftir af í bókinni minni Lifðu til fulls. Smellið hér kíkja inn í hana.

Ráðlagður dagsskammtur eftir fertugt er 320 mg. Magnesíum fæst í töflu eða duft formi og eitt besta magnesíum sem ég veit til er frá Dr. Mercola og tek ég það samhliða slökunardufti á kvöldin. Hlustið á líkamann eftir magnesíumþörf eða leitið til læknis fyrir ráðleggingar þar sem ofneysla getur orsakað ógleði, niðurgang og krampa.

 

D-vítamín

D-vítamín er lífsnauðsynlegt og spilar lykilhlutverk í upptöku á öðrum næringarefnum. D-vítamín hefur áhrif á ónæmiskerfi, blóð-æða-vöðva-og taugakerfi og talið sporna fyrir ýmsum aldurstengdum heilsukvillum eins og sykursýki og hjartasjúkdómum.

D-vítamín fæst ekki í fæðunni nema það sé viðbætt og algeng að lýsi og mjólkurafurðir séu viðbætt D-vítamíni. Sama og öll bætiefni er betra fyrir upptöku að velja dropa eða vökva og því væri D-vítamín dropar tilvaldnir.

 

Það getur verið sniðugt að taka vítamínstöðu líkamans hjá lækni til að sjá ef það er eitthvað sem þú þarft að bæta við.

Fylgstu svo með næsta þriðjudag fyrir næsta helming greinar en þar deili ég 3 vítamínum í viðbót sem eru nauðsynleg hjá konum eftir fertugsaldur!

Mundu svo að líka og deila á samfélagsmiðlum!

Heilsa og hamingja,
jmsignature


Góð hreinsunarráð til að hefja sumarið

 

DSC_3022 copy

Dagleg hreinsunarráð til að hefja sumarið

 

1. Drekktu 2 lítra af vatni eða meira.

Oft upplifum við hungur þegar líkaminn þarfnast vökva. Byrjaðu daginn með a.m.k 1/2L af vatni. Bættu örlítið af sítrónu eða klípu af cayenne til að vekja meltinguna.

 

2. Byrjaðu daginn með grænum búst.

Byrjaðu daginn með grænum búst. Takmarkaðu hrátt spínat ef þú ert með hægan skjaldkirtil. Sjáðu uppskriftir af búst hér eða úr Lifðu til fulls bókinni.

 

3. Fáðu þér heitt vatn með kreistri sítrónu á morgnana.

Skiptið út sítrónu fyrir límónu ef þið viljið

 

4. Gerðu öndunnaræfingar og upplifðu þakklæti yfir daginn.

Byrjaðu daginn á djúpri öndun til að fá súrefnið til að flæða, hreinsaðu upptekinn huga og róaðu taugakerfið.

 

5. Hreyfðu þig daglega.

Farðu í göngur eða líkamsrækt. Lotuæfingar eru með þeim bestu til að auka brennslu og auka vöðvamassa. Keyrðu púlsinn upp með því að reyna á þig í 30 sekúndur á milli hvílda.

 

6. Taktu D-vítamín og Omega

D-vítamín er eitt af mikilvægustu vítamínunum sem að líkaminn þarfnast til að halda góðri heilsu, ásamt omega 3 sem er nauðsynlegt fyrir hjarta - og æðakerfið og hjálpar til að vinna gegn bólgum í líkamanum.

 

7. Nærðu þig með ofurfæði

Maca er orkugefandi og er sagt koma jafnvægi á sálina og líkamann. Maca er frábært til að ná jafnvægi á hormónastarfsemina og hefur reynst mjög vel fyrir konur á breytingaskeiðinu. Getur þú lesið meira til um maca hér. Bættu við 1/4 tsk af maca til að byrja með útí búst eða prófaðu uppskrift úr Lifðu til fulls bókinni.

 

Mér þykir einnig frábært að taka 5 daga matarhreinsun mína ef ég vill snögga og áhrifaríka leið að fríska uppá líkamann fyrir sumarið. Er hægt að sækja matseðil fyrir einn dag í hreinsun frá mér ókeypis hér og fá um leið tilboð í 5 daga matarhreinsun og fleiri upplýsingar.

Heilsa og hamingja,
jmsignature


“Af hverju við sækjum í sykur” á Facebook Live í dag!

Gleðilegan valentínusardag!

Sem gjöf til þín held ég Facebook Live í dag þar sem ég deili með þér af hverju við fáum sykurlöngun og náttúrulegar leiðir að slá á sykurlöngunina!

Ég vonast að hafa sem flesta með og mun svara spurningum um sykurinn og veita eins mikinn stuðning og ég get á meðan við erum í beinni.

Smelltu hér kl 16:00 til að vera með í Facebook live

Hér er eitthvað af því sem ég mun svara:

Af hverju við sækjum í sykur

Hvað þú getur gert í framhaldinu eftir sykurlausu áskorunina fyrir orku og vellíðan


Ég vonast til að sjá þig!
Heilsa og hamingja, 
jmsignature

P.S. 

Fáðu aðgang að 5 einföldum skrefum sem tryggja þér árangur sem endist með þessu ókeypis kennslusímtali næsta þriðjudag 21.febrúar kl 20:00.

Þetta er vinsælasta kennslusímtalið sem ég held og mun ég fara yfir atriði eins og:

  • Hvernig megrunarkúrar virka ekki og geta verið skaðlegir heilsunni.
  • Hvernig vissar fæðutegundir og slæmar matarvenjur draga frá þér orku og hindra þig í að ná markmiðum þínum
  • Lykilatriði að því að halda úti árangur og komast upp úr gömlu hjólförunum


Skráðu þig hér strax fyrir ókeypis símtalið!

(Ath: Þátttaka er takmörkuð. Ef þú kemst ekki í beinni skráðu þig samt til að tryggja upplýsingar og ókeypis leiðarvísi í pósti eftir símtalið)

Kennslusimtal


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband