Færsluflokkur: Bloggar
18.1.2017 | 18:46
7 einfaldir hlutir sem slá á sykurlöngun
Færð þú stundum óhemjandi löngun í sykur?
Ég hef alltaf verið mikið fyrir sætindi. Hér áður fyrr þurfti ég nánast undantekningarlaust að fá mér einn súkkulaðimola, stundum tvo, eftir kvöldmat.
Þegar sætindaþráin lætur finna fyrir sér veit ég að ég þarf að fara aftur í litlu trixin mín 7 sem redda sykurlönguninni nær samstundis, á mun hollari hátt heldur en að grípa í nammið!
Sykur kveikir á ákveðnu streituhormóni sem veldur kviðfitu og þyngdaraukningu. Einnig getur sykur ollið síþreytu, mígreni, einbeitingaskort, bjúgsöfnun, baugum og almennri vanlíðan. Öll höfum við gott af því að minnka sykurinn og vona ég að trixin mín 7 komi sér vel!
Prófaðu þessi ráð gegn sykurpúkanum...
Fáðu þér eina matskeið af kókosolíu
Kókosolían er frábær fyrir meltingu, heilastarfsemi og hjálpar að slá á sykurlöngun. Fitan í henni er einstök þar sem hún inniheldur mestmegnis miðlungs fitusýruhlekki, eða MCT sem veitir góða seddu nær samstundis sem þar af leiðandi hjálpar gegn sætindaþörf. Mér finnst máli skipta að velja hágæða kókosolíu uppá bæði bragð og næringu.
Prófaðu að fá þér eina matskeið af kókosolíu þegar sykurlöngunin kallar.
Bættu við sætleika náttúrunnar
Það eru fullt af öðrum valkostum en sykur þegar manni langar í eitthvað sætt og margir þeirra eru alveg frábærir kostir fyrir heilsuna! Lífrænt dökkt kakó er ein andoxunarríkasta fæða í heiminum, chai te, kanil, vanilluduft, kókosolía eða lakkrísrót eru æðislegar leiðir til að bæta við meiri sætleika í lífið án þess að nota sykur eða frúktósa.
Bættu sætu kryddum náttúrunnar við í daginn þinn.
Skiptu út sykri fyrir fitu
Skortur á fitu getur verið ástæða sykurlöngunar hjá þér. Holl fita gefur seddu sem og jafnar blóðsykur. Avókadó og kókosolía eru frábærir fituforðar og notaðar mjög gjarnan í uppskriftum fyrir ókeypis 14 daga áskorunina sem hefst 30.janúar. Aðrar hollar fitur eru t.d. hörfræolía, omega-3 úr fiski eða jurtaríkinu, möndlusmjör, tahini (sesammauk) og kaldpressuð olífuolía.
Bættu við hollri fitu í hverja máltíð dagsins.
Borðaðu meira grænt
Grænt salat eins og grænkál, klettasalat, spínat eða lambhagasalat eru æðisleg gegn sykurlöngun þar sem beiska bragðið sem það gefur hjálpar að endurstilla bragðlaukana og venja þannig líkamann af sykri. Ekki sakar að grænt salat gefur orku og dregur fram þennan náttúrulega ljóma!
Fáðu þér lúku af grænu salati í búst drykkinn eða á matardiskinn.
Bættu við magnesíum
Skortur á magnesíum getur leitt til þess að við sækjum í sykurinn. Ef þú ert oft undir miklu álagi og streitu eða stundar mikla líkamsrækt getur það bent til að líkaminn þurfi magnesíum. Magnesíum má finna í fæðutegundum eins og dökku kakói, kakónibbum, kasjúhnetum, klettasalati, grænkáli, tahini (sesammauk).
Borðaðu magnesíumríka fæðu.
Drekktu stórt vatnsglas
Oft getur sykurlöngun stafað af vatnsskorti. Vatn hefur það hlutverk að færa næringarefni milli frumna, flytja úrgang og styðja við almenna virkni líkamans. Bættu sítrónu- eða límónusafa, myntu eða ferskum ávöxtum útí vatnið til tilbreytingar.
Fáðu þér stórt glas af vatni næst þear sykurlöngun kemur upp.
Sofðu meira
Skortur á svefni er algeng ástæða fyrir sykurlöngun. Vertu viss um að sofa 7-8 tíma á nóttu og sinna góðri kvöldrútínu sem hjálpar þér að sofna stuttu eftir að þú leggst á koddan.
Sofðu klst lengur.
Sykurlaus áskorun fer alveg að hefjast! Vertu sykurlaus með mér í 14 daga, finndu aukna vellíðan og borðaðu dásamlegan mat eins og þennan hér að ofan! Sykurminni lífsstíll hefur aldrei verið eins auðveldur!
Við skráningu í sykurlausa áskorun færð þú sendar frá mér girnilegar uppskriftir sem slá á sykurlöngun, stuðning þessa 14 daga og mín bestu ráð til þess að komast yfir erfiðasta kaflann!
Heilsa og hamingja,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2017 | 16:00
10 vinsælustu greinar og uppskriftir ársins 2016!
Gleðilegt nýtt ár!
Með nýju ári finnst mér gott að gera tvennt. Hreinsa líkamann og líta til baka.
Síðustu daga hef ég notað 5 daga hreinsun mína til að hressa kroppinn við eftir hátíðarnar. Kröftug hreinsun getur einmitt hjálpað við að minnka magamál, bjúg og sykurlöngun. Þá byrja ég daginn á meltingargerlum í töfluformi, fæ mér heitt vatn með sítrónu og fylgi svo 5 daga matseðli sem skilur líkamann alltaf eftir endurnærðari og léttari! Ef þú hefur áhuga getur þú smellt hér og fengið 1 dags matseðil og nýárstilboð!
Svo langar mig að deila með þér vinsælustu greinunum og uppskriftunum frá 2016. Þetta er flott tækifæri til þess að skoða þær greinar sem þú gætir hafa misst af, eða rifja upp þær bestu!
1. Plöntumiðað mataræði og Crossfit. Viðtal við Önnu Huldu.
Anna Hulda deilir því hvernig hún háttar mataræði sínu, áköfum æfingum og annríki lífsins.
2. Orkulaus seinnipartinn? Prófaðu þessa
Fjórar saðsamar uppskriftir af chia graut sem einfalt er að útbúa og hafa meðferðis í nesti þegar þú þarft á orkuskoti að halda.
3. Afmælistertan mín: Brownie með ostaköku- og jarðaberjakremi!
Þriggja laga kaka, án unnins sykurs, glúteins og mjólkurafurða! Gerist ekki betri eftirréttur!
4. Marsipan konfekt
Aðeins þrjú innihaldsefni og enginn eldunartími! Þessi uppskrift var ein þeirra sem birtist í kökublaði Gestgjafans og sló þar verulega í gegn.
5. Drekktu þennan til að slá á sykurþörfina
Græni sykur-detox drykkurinn minn er ríkur af magnesíum, próteini og góðri fitu sem heldur sykurpúkanum burt.
6. Sjö hlutir til að nota í staðinn fyrir sykur + spennandi tilkynning
Hefur þú velt því fyrir þér hvað þú gætir notað í stað sykurs? Hér er greinin sem hjálpar þér við það!
7. Fimm sekúndna prófið sem segir þér hvort þú þurfir að sleppa sykri
Hér sérð þú áþreifanleg einkenni sykurs, svo þú getur metið hvort þú þurfir á honum að halda eða ekki! Vertu með í næstu sykurlausu áskoruninni, núna í janúar 2017! Smelltu hér til að skrá þig, ókeypis!
8. Þrír æðislegir sumarkokteilar
Sykurlaus margarita, Endurnærandi mojito og Jarðaberja- og myntu sangria
9. Höldum holl og góð jól! Dásamleg sætkartöflumús með ristuðum pecanhnetum
Uppskrift sem hentar bæði í hátíðarmat sem og hversdagsleikann!
10. Súkkulaðikúlur á innan við 4 mínútum, þú verður að prófa!
Þessar hrákúlur gerðu allt vitlaust á samfélagsmiðlum, enda fljótlegir, einfaldar, án unnins sykurs og slá á sykur-og súkkulaðilöngun nær samstundis!
Ókeypis 14 daga sykurlaus áskorun fer að byrja!
Það er alveg að koma að áskoruninni sem beðið hefur verið eftir! Smelltu hér til að skrá þig og vera með ókeypis.
Með skráningu í 14 daga áskorun færð þú uppskriftir, innkaupalista og stuðning til þess að hefja sykurminni lífsstíll! Við byrjum mánudaginn 30.janúar! Allar nánari upplýsingar hér.
Þar til næst hvet ég þig að stefna hátt og setja þig og heilsuna þína í forgang!
Heilsa og hamingja,
Júlía Heilsumarkþjálfi
P.S.
Nýtt líf og Ný þú 4 mánaða lífsstílsþjálfun fer að byrja! Smelltu hér til að fara á forgangslistann!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2016 | 08:44
Smákökur með heitu kakói og kókosrjóma!
Desembermánuður er í miklu uppáhaldi hjá mér!
Ég elska snjóinn og að hlýja mér við bolla af heitu sykurlausu kakói á köldum vetrardögum. Jólatónlistin kemur mér alltaf í hátíðarskapið og ég elska að matreiða holla og góða hátíðarrétti.
Þessi mánuður hefur verið sérstaklega annríkur við tökur, en hef ég tekið upp þætti með ÍNN sjónvarpi sem verða frumsýndir í kvöld! í þáttunum sýni ég þér mínar uppáhalds hátíðaruppskriftir eins og heit kakó og smákökur, karmelluköku og svo jólabúst til að koma til móts við hátíðarkræsingarnar.
Smelltu hér til að sjá fyrri jólaþáttinn!

Bestu súkkulaðibita-smákökurnar
Gefur 25-28 smákökur
1/2 bolli vegan smjör, ég nota frá Earth Balance (keypt í Gló Fákfeni)
1/4 bolli hlynsíróp og 1 tsk stevia frá Via Health (eða notið 1/2 bolla Sweet like sugar stevia duft)
¼ cup kókosmjólk kæld í ískáp
2 tsk vanilludropar
-
2 bollar möndlumjöl, fínt
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk vínsteinslyftiduft
1/2 tsk sjávarsalt
1/2 bolli dökkt súkkulaði, saxað
Forhitið ofninn við 180 gráður.
Setjið smjör, sætuefni, kókosmjólk og vanillu í skál og þeytið með handþeytara þar til silkimjúkt. Bætið við þurrefnum útá og hrærið saman við miðlungshraða. Bætið við súkkulaði undir lok með sleif.
Setjið bökunarpappír á ofnplötu og skammtið matskeið af deiginu og mótið örlítið, kökurnar munu dreifa úr sér svo hafið pláss á milli.
Bakið í 10 mínutur, snúið ofnplötunni við svo kökurnar bakist jafnt og eldið í 10 mínútur til viðbótar. Leyfið smákökum að kólna í 15-20 mínútur og njótið með kaldri möndlumjólk eða ilmandi hlýju kakói.

Heitt kakó með kókosrjóma
Það jafnast ekkert á við heitan kakóbolla á köldum vetrarmorgni.
2 msk lífrænt dökkt kakó
2 bollar möndlu- eða kasjúhnetumjólk
2-4 dropir stevia / hlynsíróp
2 lífrænir vanilludropar
salt
1 tsk kanill eða einn kanilstöng
Hitið allt saman í potti. Hrærið með töfrasprota eða písk þar til blandan er orðin vel heit. Berið fram með kókosrjóma.
Kókosrjómi
Kókosrjómi er afar einfaldur og kom sem bjargvættur eftir að ég breytti um lífstíll, enda er ég mikið fyrir ís og rjóma!
Ein dós kókosmjólk
2 steviudropar með vanillu
Kælið kókosmjólkina í ísskáp yfir nóttu. Hellið mestum vökvanum úr dósinni, þar til bara hnausþykki parturinn situr eftir og setjið í matvinnsluvél ásamt steviudropum. Hrærið eins og þið mynduð hræra venjulegan rjóma þar til áferðin minnir á hefðbundinn rjóma.
Jólahefðir má alltaf hagræða á hollari máta og þurfum við ekkert að óttast breytingarnar. Á þessum uppskriftum má sjá að það er hægt að útbúa hollari kosti á laufléttan hátt, sem eru sko ekkert síðri!
Þangað til næst vona ég að þið njótið hátíðanna með fjölskyldu og vinum og verðið endurnærð eftir jólafríin.
Næsti jólaþátturinn verður birtur á morgun, miðvikudaginn 21.nóvember á ÍNN!
Gleðileg jól elsku vinir!
Heilsa og hamingja,
Júlía Heilsumarkþjálfi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2016 | 12:27
Afmælistertan mín: Brownie með ostaköku- og jarðaberjakremi!
Hæhæ!
Nú fer alveg að líða að jólum og afmælinu mínu!
Því langar mig að deila með ykkur afmæliskökunni minni í ár: Þriggja laga tertu með browniebotni, ostakökufyllingu og jarðaberjakremi!
Að sjálfsögðu er hún laus við unninn sykur, dásamlega holl og ljúffeng! Það vantar aldeilis ekki uppá sætindin í desember og kjörið er að breyta gömlum siðum til hins betra.
Mér finnst brownie tertan falleg þegar hún er borin fram eins og lagterta, þá nota ég ílangt silikon form en einnig má nota hringlaga smelluform. Ég elska kakó og fær mér dökkt súkkulaði daglega og liggur því beint við að það sé kakó í afmæliskökunni minni. Ostakökur og jarðaber eru einnig í miklu uppáhaldi og þykir mér því þessi samsetning himnesk.
Fyrir ykkur sem vilja koma og læra um sykurlausa konfekt og desertgerð er síðasta námskeiðið í kvöld 13.desember, á Gló Fákafeni. Enn eru sæti laus og mæli ég með því að tryggja þér eitt af þeim og eiga skemmtilega kvöldstund með mér þar sem þú lærir að búa til allskonar hollt og gott góðgæti!
Smelltu hér til að tryggja þér sæti á síðasta jólanámskeiðið, þriðjudaginn 13.desember.
Brownie með ostaköku og jarðaberjakremi
Súkkulaðibrownie:
2 bollar möndlur
1 1⁄2 bolli döðlur
1 bolli kókosmjöl
2 msk kakó
Salt
Ostaköku krem:
3 bollar kasjúhnetur (lagðar í bleyti í um það bil 1-2 klukkustundir)
3/4 bolli kreistur sítrónusafi
1/2 bolli hrár kókospálmanektar/hlynsíróp
1 tsk vanilludropar eða meira
-
3/4 bolli kókosolía (brædd í vatnsbaði)
Jarðaberjakrem:
1 bolli af ostakökukreminu
2 bollar jarðaber fersk (ef þið notið frosin er gott að afþýða)
1-2 msk kókosolía fljótandi
tsk vanilludropar
Setjið öll hráefnin fyrir brownie-botninn í matvinnsluvél og hrærið. Þjappið niður í 23cm hringlaga smelluform eða ílangt sílikonform, ég notaði 22x8 cm form.
Gerið næst ostakökukrem með því að blanda öllu nema kókosolíu í matvinnsluvél eða blandara og vinna þar til silkimjúk áferð fæst. Bætið kókosolíu í fljótandi formi yfir að lokum. Takið 1 bolla af kreminu frá eða skiljið eftir í vélinni og hellið rest yfir kökuna. Geymið kökuna síðan í frysti í 2-4 klst eða þar til kremið hefur stífnað.
Á meðan má útbúa jarðaberjakrem með því að hræra öll hráefni saman út í það sem eftir var af ostakökukreminu og hella að lokum yfir. Kakan er svo geymd í frysti yfir nótt. Takið út klukkustund áður en hún er borin fram og skreytið.
Ég nota hráan kókospálmanektar, sem er síróp unnið úr blómum kókostrésins. Sírópið fæst í Nettó sem og Gló og afar lágt í frúktósamagni.
Ég vona að þú njótir kökurnar! Ef þér finnst uppskriftin spennandi má líka deila henni á samfélagsmiðlum :)
Sjáumst vonandi í kvöld, á desert- og konfekt kvöldinu!
Heilsa og hamingja,
Júlía Heilsumarkþjálfi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2016 | 11:34
Sykurlaus og ljúf jól
Hæhæ og gleðilegan desember!
Þar sem konfekt og sætindi munu skreyta hvert heimili og vinnustað þennan mánuð, fannst mér við hæfi að deila uppskrift af afar einföldum og ljúffengum marsipankonfektmolum!
Það er næstum lygilegt að þeir séu hollir og án nokkurs sykurs eða hveitis. Það er afar lítil fyrirhöfn með þeim þar sem ekki þarf að baka þá í ofni! Þeirra má virkilega njóta með góðri samvisku sem er það besta!
Smelltu hér fyrir uppskriftina!
Einnig langar mig að segja þér frá nýju námskeiðunum sem eru framundan. Á þessum jólanámskeiðum mun ég hjálpa þér að upplifa vellíðan og ljóma yfir hátíðirnar! Námskeiðin hafa slegið í gegn og verða nú með nýjum uppskriftum og í hátíðarskapi! Sætin eru fljótt að fyllast, smelltu á dagsetninguna til að læra meira og trygga þér stað!
Á morgun þri 6.des Námskeið í Vegan og hátíðarhráfæðisréttum á Gló fákafen (nokkur sæti laus!)
Fimmtudag 8.des Námskeið í sykurlausri jóladesertum og konfekti, Kea Hótel, AKUREYRI kl 19:00
Þriðjudaginn 13.des Námskeið í sykurlausri jóladesertum og konfekti á Gló fákafen, Rvk kl: 17:30!
Marsipan Konfekt
Ég vona að þú prófir uppskriftina! Hún er líkleg til að slá í gegn á hverju heimili.
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi
p.s Sjáðu hvað aðrir hafa að segja eftir námskeiðin:
,,Með uppskriftunum frá Júlíu hef ég bætt lífsgæði mín mikið. Ég hef tapað 10 kílóum og grætt í staðinn mikla vellíðan og öðlast trú á sjálfa mig. Ég hef loksins náð að koma reglu á mataræðið mitt. Í dag notast ég nánast eingöngu við hennar uppskriftir. - Lára Ólafsdóttir
,,Áður upplifðum við mjög oft þreytu og slen þrátt fyrir góðan nætursvefn og reglulega líkamsþjálfun. Uppskriftir Júlíu hafa aldeilis slegið í gegn á okkar heimili, með þeim finnum við betri líðan og orku ásamt þeim góða bónus að mittismál hefur minnkað umstalsvert. Við mælum hiklaust með uppskriftum Júlíu. - Aðalsteinn Scheving
Námskeiðið sýndi mér hversu létt þetta er og lærði ég inná ýmis ný hráefni. Mjög góð upplifun og get ég mælt með námskeiðinu. - Ragna Fanney Óskardóttir
Smelltu hér fyrir síðustu sætin á morgun í jóla og hátíðarnámskeiðið á Gló, örfá sæti laus!
Bloggar | Breytt 6.12.2016 kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2016 | 08:51
Dásamleg sætkartöflumús og Jólanámskeið!
Gleðilega aðventu!
Væri ekki æðislegt að fríska upp á jólamánuðinn með einföldum og hollum hátíðarmat sem bragðast ómótstæðilega?
Þar sem ég er nýorðin hráfæðiskokkur hef ég sett saman nýjan hátíðarmatseðil og held sérstakt jólanámskeið næstkomandi þriðjudag með blöndu af hráfæði og létt elduðum réttum!
Á námskeiðinu förum við yfir hin ýmsu ráð fyrir jólaboðin, hreinsun og hvað gott er að gera fyrir góða þarmaflóru og ljóma yfir hátíðirnar. Einnig förum við yfir glænýja fræðslu um vegan osta og snittumat! Þú vilt ekki missa af þessu.
(Ath: Vegna anna verður þetta eina námskeiðið sinnar tegundar og er ekki á áætluninni að halda það aftur)
Smelltu hér til að koma á glænýtt jólanámskeið, næstkomandi þriðjudag á Gló Fákafeni!
Þangað til datt mér í hug að deila með þér þessari ómótstæðilegu sætkartöflumús sem klikkar aldrei og er æðisleg bæði sem aðalréttur með allskyns gómsætum salötum eða sem meðlæti með öðru!
Ég nota lífræna kókosmjólk frá Coop sem fæst í Nettó og gerir sætkartöflumúsina sérlega rjómkennda og girnilega. Hún er svo toppuð með ristuðum pecanhentum sem gefur stökka áferð og falleg útlit þegar hún er borin fram.
Dásamleg sætkartöflumús með ristuðum pecanhnetum
1 meðalstór elduð sætkartafla, afhýdd
2-4 msk kókosmjólk eða meira eftir smekk
1 tsk kókosolía
1/4 tsk salt
Krydd ( 1/8 tsk kanill, 1/8 tsk engifer, 1/8 tsk múskat)
1 tsk hlynsíróp eða hrár kókospálmanektar eða notið 2-4 dropa stevia (val)
1/3 bolli pecanhnetur, muldar
1. Eldið sætu kartöflurnar með því að sjóða þær í 20-25 mín eða þar til auðvelt er að stinga gafli í gegnum þær. Leyfið að kólna örlítið.
2. Hitið ofn við 180 gráður. Smyrjið eldfast mót með kókosolíu.
3. Hrærið saman öll innihaldsefni fyrir utan pecanhnetur í hrærivél, blandara eða skál með handþeytara þar til silkimjúkt. Dreifið kartöflublöndunni jafnt yfir eldfast mótið. Bakið í 20 mín, takið út, stráið pecanhnetum yfir og bakið í 20 mín til viðbót eða þar til pecanhneturnar eru stökkar. Einnig má rista pecanhneturnar úr olífuolíu, salti og hlynsírópi til að hafa þær sérstaklega sætar.
Ég vona að þú prófir og njótir!
Vonandi sjáumst við svo næstkomandi þriðjudag á Jólanámskeiðinu þar sem við göldum fram einfalda og ljúffenga rétti með hátíðarbrag (og að sjálfsögðu smökkum á öllu!) ! Sjáðu fulla dagskrá námskeiða í desember hér neðar.
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi
Vegan- og hráfæðisréttir fyrir jólin - 6.des á Gló Fákafeni
Komdu á skemmtilegt matreiðslunámskeið þar sem ég kenni þér að útbúa einfalda og fljótlega vegan- og hráfæðisrétti sem eru upplagðir yfir hátíðhöldin. Við matreiðum dásamlegan jólamat sem styður við orku og vellíðan, og smökkum auðvitað af öllu. Námskeiðis þáttakendur fá sérstakan jólamatseðill sem þeir geta síðan nýtt sér áfram. Við tölum um vegan ostagerð, hollan snittumat og jólaboðin!
Smelltu hér til að tryggja þér stað á vegan og hráfæðisjólanámskeið 6.desember á Gló í Fákafeni.
Ath: Námskeiðið inniheldur nýjar uppskriftir og ef þú hefur komið á matreiðslunámskeið Júlíu áður er tilvalið að koma aftur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2016 | 15:48
3 sykurlaus námskeið í desember!
Hæhæ!
Þá er ég er komin heim eftir mánaðardvöl í LA. Ég greip með mér smá kvef í veðurfarsbreytingunum en það er ekkert sem grænn safi hristir ekki af mér!
Mér tókst að stútfylla töskurnar mínar af bókum og glósum (ásamt nokkrum nýjum flíkum, einhverjum jólagjöfum og hnotubrjótum!).
Ég hlakka til að deila með ykkur fullt af nýjum hugmyndum, uppskriftum og fróðleik í desember!
Námskeiðin eru komin á flug aftur og sætin eru að fyllast! Eftir mikið af fyrirspurnum held ég loks námskeið á Akureyri þann 8. des! :)
Vegan- og hráfæðisréttir fyrir jólin - 6.des á Gló Fákafeni
Komdu á skemmtilegt matreiðslunámskeið þar sem ég kenni þér að útbúa einfalda og fljótlega vegan- og hráfæðisrétti sem eru upplagðir yfir hátíðhöldin. Við matreiðum dásamlegan jólamat sem styður við orku og vellíðan, og smökkum auðvitað af öllu. Námskeiðis þáttakendur fá sérstakan jólamatseðill sem þeir geta síðan nýtt sér áfram. Við tölum um vegan ostagerð, hollan snittumat og jólaboðin!
Smelltu hér til að tryggja þér stað á vegan og hráfæðisjólanámskeið 6.desember á Gló í fákafen.
Ath: Námskeiðið inniheldur nýjar uppskriftir og ef þú hefur komið á matreiðslunámskeið Júlíu áður er tilvalið að koma aftur.
Eftir mikið af fyrirspurnum kem ég loksins til Akureyrar með sykurlausa námskeiðið sem slegið hefur í gegn, nú með glænýjum jólauppskriftum. Við töfrum fram dýrindis hrákökur og konfektmola og smökkum af öllu! Við tölum um hvernig hægt er að breyta hefðbundnum bakstursuppskriftum í hollari útgáfur og hvernig má gera hrákökur án hneta og fræja. Allar uppskriftirnar eru sykurlausar, dásamlegar og sektarlausar! :)
Sykurlausir jóladesertar og konfekt - 13.des á Gló Fákafeni
Sívinsæla sykurlausa námskeiðið nú með nýjum uppskriftum og jólaívafi. Við töfrum fram hrákökur og konfektmola og smökkum að sjálfsögðu af öllu! Við tölum um hvernig hægt er að breyta hefðbundnum bakstursuppskriftum í hollari útgáfur og hvernig má gera hrákökur án hneta og fræja. Allar uppskriftirnar eru sykurlausar, dásamlegar og sektarlausar! :)
Smelltu hér til að tryggja þér pláss, sætin eru fljót að fyllast og síðast var uppselt! Við bjóðum einnig upp á sérstakt tilboð ef bæði námskeiðin á Gló eru tekin saman.
Ath: Námskeiðið inniheldur nýjar uppskriftir og ef þú hefur komið á matreiðslunámskeið Júlíu áður er tilvalið að koma aftur.
-
Ekki hika við að senda okkur línu ef þú ert með einhverjar spurningar út í námskeiðin eða annað!
Þekkir þú einhvern sem gæti haft áhuga á að koma á námskeið? Endilega deildu á Facebook!
Vonast til að sjá þig í desember!
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2016 | 16:45
Kveðja frá hráfæðisskólanum í LA!
Hæhæ!
Það er búið að vera svo gaman hér í hráfæðiskóla Matthew Kenney í sólríku Kaliforníu..
Við byrjum snemma á hverjum degi og gerum uppskrift eftir uppskrift af girnilegum hráfæðisréttum. Ég kæmi trúlega rúllandi heim ef maturinn væri ekki svona hollur og ég dugleg að hreyfa mig!
Eftir skóla reyni ég svo ýmist að njóta borgarinnar eða sleikja sólina á ströndinni.
Í skólanum gerum við allt frá morgunmat til aðalrétta og eftirrétta sem er ótúlega skemmtilegt og því mikil reynsla sem maður kemur með til baka.
Núna á föstudaginn berum við fram okkar eigin 3 rétta kúrs sem lokaverkefni og það verður spennandi að sjá hvað maður nær að malla fram.
Ég vil því bjóða þér að fylgjast betur með á Facebook, Instagram og Snapchat ef þú ert ekki nú þegar að því. Þú getur bætt mér við á snapchat með notendanafninu: lifdutilfulls
Hér sérð þú m.a. ómótstæðilegan hvít-súkkulaði ostakökuís sem við gerðum, með bláberja tvisti, ostakökubotni og súkkulaði fudge sósu þarf að segja eitthvað meira?!
Raw ostabakki:
Ég hlakka mikið til að koma aftur á klakann og deila með þér þekkingunni úr skólanum, enda með töluvert margar nýjar hugmyndir undir beltinu
Heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi
p.s. Þar sem jólin eru handan við hornið er ég að opna fyrir sérstakt tilboð á sannprófuðu 5 daga matarhreinsuninni okkar og uppskriftabókinni! Það er upplagt að taka smá hreinsun áður en jólin skella á! Smelltu hér til að sjá tilboðið!
Ef þú vilt gefa bókina sem jólagjöf, sérð þú líka "4 fyrir 3" tilboð hér!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2016 | 21:16
Læknirinn í eldhúsinu - Spjall og uppskrift
Síðan hugmyndin um að skrifa matreiðslubókina Lifðu til fulls kviknaði hjá mér hef ég verið svo gríðarlega lánsöm að fá að kynnast fleirum í þeim geira og þeirra á meðal er hann Ragnar Freyr Ingvarsson.
Ragnar eða Læknirinn í eldhúsinu eins og hann er oft kallaður hefur gefið út þrjár matreiðslubækur. Ragnar hefur einstaka ástríðu fyrir eldamennsku og er nýfluttur aftur til Íslands með fjölskyldu sinni eftir að hafa verið búsettur erlendis og eins og sjá má á myndum hér að neðan þá er hann strax búinn að koma sér vel fyrir í eldhúsinu á nýja staðnum. Ragnar hefur einstakt lag á að vera bæði jákvæður og hress og þegar ég settist fyrst niður með honum yfir kaffibolla (eða Reishi cappuccino sætað með steviu à la Gló í mínu tilfelli) kom það fljótt í ljós hvað hann er mikill fjölskyldumaður og matgæðingur.
Hann deildi með mér sínum matarvenjum ásamt því að vippa fram einni uppskrift úr nýjustu bók sinni.
Hvenær kviknaði áhuginn á eldamennsku?
Áhugi minn á mat og matseld kviknaði snemma. Ætli ég hafi ekki verið 10-12 ára gamall þegar foreldrar mínir settu okkur bræðrunum fyrir verkefni að elda einu sinni í viku. Þetta fór þannig fram að við fengum að velja hvað ætti að vera í matinn, kaupa inn, elda hann og ganga frá. Við vorum bæði uppátækjasamir sem og praktískir í eldhúsinu þar sem við vissum að við þyrftum alltaf að ganga frá eftir að búið var að elda. Foreldrar mínir hafa alla tíð haft mikin áhuga á eldamennsku og eru þekkt fyrir að halda skemmtileg matarboð með vinum og vandamönnum. Þetta smitaðist yfir til okkar bræðranna. Þegar ég fór að búa með Snædísi, sömdum við um að ég myndi sjá um eldhúsið og hún um þvottinn. Þar voru eiginlega örlögin ráðin. Áhugamálið óx síðan með árunum, sérstaklega eftir að ég fór að blogga þá fór maður eiginlega að keppast við að læra eitthvað nýtt til að greina frá á blogginu. Og þegar nýju aðferðirnar heppnast og maturinn verður dásamlega ljúffengur og lesendur taka vel undir þá veitir það manni innblástur til að halda áfram á vit nýrra ævintýra í eldhúsinu.
Hvað borðarðu oftast í morgunmat?
Ég fæ mér alltaf gott kaffi með smá skvettu af nýmjólk eða jafnvel rjóma ef vel liggur á mér. Stundum fæ ég mér soðin egg, steikt egg, hrærð egg eða jafnvel ommilettu alveg eftir því hvað tíminn leyfir mér. Ef ég á gott súrdeigsbrauð er það náttúrulega auðvelt og ljúffengt val.
Fylgirðu einhverju sérstöku varðandi mataræði?
Ég borða náttúrulegan mat og elda eiginlega allt sem ég get frá grunni. Ég reyni eins og ég get að kaupa mat sem liggur mér landfræðilega nálægt og jafnframt reyni ég að fylgja árstíðunum eins vel og ég get.
Hvernig heldurðu þér í formi?
Ég er alltaf að ströggla við að halda mér í formi og þar er matarnautn minni um að kenna. Ég reyni að stunda virkan lífsstíl, stunda veggjatennis og lyftingar nokkrum sinnum í viku.
Hvað finnst þér lykilatriði þegar kemur að mat og eldamennsku?
Eins og ég nefndi hérna að ofan þá finnst mér það algert lykilatriði að reyna að elda frá grunni. Ég þoli eiginlega ekki tilbúin mat og mat sem kemur í kössum troðfullum af aukaefnum til að lengja hillulífið. Ég hef líka algera óbeit á gosi og borða eiginlega aldrei sælgæti (með einstaka undantekningum).
Hvaða uppskrift ertu spenntastur að prófa úr bókinni Lifðu til fulls?
Það er fullt af spennandi uppskriftum í bókinni þinni, Lifðu til fulls! Ég mun án efa prófa nokkur af salötunum sem er að finna í bókinni. Svo ætla ég að prófa að gera flatbökuna með blómkálsbotninum sem mér finnst afar spennandi. Svo var líka hvítlaukssósa á bls. 141 sem mér finnst sérstaklega spennandi.
Hvernig reynist þér bókin og fyrir hvern finnst þér hún hæfa?
Það eru margar leiðir að betri heilsu. Að elda frá grunni úr náttúrulegum hráefnum er án efa ein besta leiðin. Bókin inniheldur fjölda fallegra og hollra uppskrifta sem geta stuðlað að bættri heilsu.
Hverja telur þú vera kosti þess að sleppa sykri og aðhyllast mataræði eins og er í bókinni Lifðu til fulls?
Ofneysla sykurs er sennilega orsökin fyrir þeim faraldri af offitu og tugum af afleiddum sjúkdómum t.d. sykursýki tegund 2, fitulifur og efnaskiptavillu. Það að takmarka sykurinntöku eins og framast er kostur er sennilega mikilvægasta skrefið í átt að betri heilsu. Í bókinni er fullt af skynsamlegum leiðum í átt að betri heilsu.
Getur þú gefið dæmi frá skjólstæðingi sem hefur breytt mataræðinu til hins betra?
Flestir sjúklingar sem ég sinni í mínu daglega starfi eru með gigtarsjúkdóm. Það er því miður lítið vitað um áhrif matarræðis á þessa sjúkdóma en mig grunar að margt eigi eftir að koma í ljós á næstu árum hvað það snertir. Sérstaklega varðandi matarræði og þarmaflóru okkar og hvernig það getur haft áhrif á heilsuna. Þegar matarræði kemur til tals, sérstaklega hjá ofþungum, háþrýstum, sykursjúkum með efnaskiptavillu ráðlegg ég öllum að skerða inntöku kolvetna eins og framast er kostur og ef á að neyta þeirra neita grófra kolvetna sem frásogast hægt og hafa lítil áhrif á blóðsykurinn.
Ertu með einfalda og góða uppskrift frá þér sem þú vilt deila með okkur?
Þessi uppskrift er einföld og fljótleg og eitthvað sem ég veit að maðurinn þinn mun kunna að meta. Þessi uppskrift var í bókinni minni Grillveislan sem kom út núna í vor.
Gómsæt grænmetisbaka
4 rauðlaukar
4 hvítlauksrif
250 g sveppir
50 ml olía
2 kúrbítar
2 eggaldin
8 stórir tómatar
4 msk heimagerð hvítlauksolía
salt og pipar
- Sneiðið rauðlauk og saxið hvítlaukinn smátt.
Steikið helminginn í olíunni þar til laukurinn er mjúkur og farinn að taka á sig lit. Saltið og piprið og setjið í botninn á eldföstu móti sem það hafð smurt með hvítlauksolíu.
- Skerið sveppina í sneiðar. Hitið afganginn af olíunni í sömu pönnu ásamt einni matsskeið af hvítlauksolíunnu og steikið sveppi þar til að þeir hafa tekið á sig lit. Saltið og piprið. Raðið ofan á laukinn.
- Sneiðið kúrbít, eggaldin og tómata þunnt og raðið á endan í eldfasta mótið. Drefið restinni af hvítlauksolíunni yfir og saltið og piprið.
- Bakið í heitum ofni í eina klukkustund.
Hvað er framundan hjá þér og hvar getum við fylgst með þér?
Það er nóg um að vera hjá mér á næstu mánuðum. Ég mun halda upp á 10 ára afmæli Læknisins í Eldhúsinu þann 9. desember næstkomandi. Ég er fara að vinna í nýrri heimasíðu, ætla að prófa að taka upp myndbönd til að dreifa á síðunnni minni. Þá er ég einnig með hugmynd fjórðu bókinnni sem kemur kannski út á næsta ári.
Hér er hægt að sjá meira um nýjustu Bók Ragnars:
Læknirinn í eldhúsinu - Grillveislan
-------------
Ég vona að þetta hafi vakið áhuga hjá þér!
heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi
ps. Endilega fylgstu með Lifðu til Fulls á Snapchat og Instagram! @lifdutilfulls
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2016 | 10:13
Ekta súkkulaði brownie sem er líka holl!
Mmm... mjúk súkkulaðikaka, silkimjúkur kókosrjómi og fersk ber.
Eins og sannur sælkeri á ég erfitt með að standast gómsætar tertur og þessi hittir ávallt í mark. Hún er ein af mínum uppáhalds, enda þykir mér fátt betra en dökkt súkkulaði.
Uppskriftin er úr bókinni Lifðu til fulls sem er nú mest selda uppskriftabók landsins, en þið sem hafið nælt í eintak af bókinni vitið þegar hvað ég elska sætindi.
Ef þú elskar hollan og góðan mat minni ég á námskeið mín framundan. Ég mun kenna þér að gera hollan og einfaldan mat ásamt sætubitum sem bragðast ómótstæðilega, gefa líkamanum orku og fá hann til að ljóma! Nú er að fyllast á námskeiðin, smelltu hér til að tryggja þér sæti.
Kakan er einföld og þægileg að eiga í frysti þar sem hægt er að borða hana nærri strax og hún er tekin út. Þar sem hún er úr möndlum og avókadó gefur hún góða fyllingu og getur oft ein væn sneið róað sykurpúkann og við þurfum ekki meir.
Ekta súkkulaði brownies
Botn:
1 bolli möndlur (lagðar í bleyti í 2 klst. eða yfir nótt)
¾ bolli mjúkar döðlur, fjarlægið steininn
salt á hnífsoddi
Súkkulaðikrem:
1 og ½ (c.a ¾ bolli) stórt fullþroskað avókadó
½ bolli kakóduft
¼ bolli kókosolía í fljótandi formi
¼ bolli mjúkar döðlur, fjarlægið steininn
4 dropar stevía frá via health
vanilluduft á hnífsoddi eða 1 tsk. vanilludropar
salt á hnífsoddi
Malið möndlurnar vel í matvinnsluvél á lægstu stillingu. Bætið döðlum og salti út í og hrærið þar til blandan myndar deigkúlu sem helst vel saman (ef deigið er of þurrt má bæta við 1-2 tsk af kókosolíu í fljótandi formi). Þrýstið niður í 23 cm smelluform og geymið í kæli á meðan þið útbúið krem.
Setjið næst öll innihaldsefni fyrir súkkulaðikremið í matvinnsluvél eða blandara og blandið þar til kremið er orðið silkimjúkt. Smyrjið kreminu á botninn og geymið kökuna í kæli eða frysti í klukkustund áður en hún er borin fram eða frystið yfir nótt.
Njótið með kókosrjóma og berjum. Kissuber eða Jarðaber eru mitt uppáhald.
Kókosrjómi
Kókosdós, ég nota frá Coop merki í Nettó
2-3 steviudropar með vanillubragði (ég nota frá via health)
- Kælið kókosmjólkina í ísskáp yfir nóttu.
- Hellið mestum vökvanum úr dósinni, þar til bara hnausþykki parturinn situr eftir og setjið í matvinnsluvél ásamt steviudropum. hrærið eins og þið mynduð venjulegan rjóma þar til áferðin minnir á hefðbundinn rjóma.
Farðu hér til að flétta í gegnum bókinni og sjá hvar hún er fáanleg!
Heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi
p.s Fylgstu með Hringbraut sjónvarpsstöð á föstudag, ég verð í þættinum. Ég verð einnig í Eymundsson, Kringlunni, næstkomandi laugardag frá 14 - 16 að kynna bókina! Segðu hæ ef þú átt leið framhjá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)