7 einföld ráð til að minnka sykurneyslu

DSC_1523Það að draga úr sykurneyslu er margþætt og vex okkur oft í augum.

Oft er ég spurð að því hvernig ég fer að því að borða aldrei sykur og að hafa ekki einu sinni löngun í sykur, svo ég ákvað að setja saman 7 ráð sem við getum öll nýtt til að minnka sykurinn og halda sykurpúkanum í burtu.

1. Finndu staðgengla fyrir uppáhalds sætindin þín

Náttúruleg sæta býður upp á endalausa möguleika og ég get (nánast) lofað þér því að það eru til staðgenglar fyrir öll þau sætindi sem þér finnst góð! Njóttu þess að prófa þig áfram í eldhúsinu með bollakökum, súkkulaði sjeiknum mínum og fylltum döðlum.

2. Ekki falla í gildruna “ef ég fæ mér smá, þarf ég að borða allan kassann”

Ég þekki þetta vel sjálf og átti ég til að klára heilan tromppoka á aðeins nokkrum mínútum! Það er eðlilegasti hlutur í heimi að fara aðeins útaf sporinu og er það eitt það mikilvægasta sem þú skalt muna sértu að breyta mataræðinu þínu. Alls ekki fara í uppgjöf og troða í þig fullum kassa af sælgæti þó þú stelist til að fá þér eitt. Taktu eitt skref í einu, hrósaðu sjálfri/sjálfum þér fyrir litlu breytingarnar frekar en að brjóta þig niður fyrir að fara örlítið útaf sporinu. 

3. Passaðu upp á holla fitu

Holl fita er gríðarlega mikilvæg fyrir seddu og jafnari blóðsykur og ef við fáum ekki nóg af henni getur það brotist út sem sykurlöngun. Fæðutegundir eins og avókadó, olíur, fiskur og hnetur gefa okkur góða fitu sem er nauðsynleg fyrir líkamann. 

4. Passaðu upp á svefninn

Svefn spilar gríðarlega mikilvægt hlutverk í Leptin hormóni sem stýrir því hvort við séum södd. Oft endum við með að borða meira en vanalega og sækja í eitthvað saltað og sætt þegar svefninn er í ójafnvægi. Reyndu eftir fremsta megni að sofa 7-8 1/2 klst á nóttu.

5. Gerðu vel við þig án þess að fá þér nammi

Flest okkar tengja einhverskonar huggun og unnun við að fá okkur eitthvað sætt, því er svo mikilvægt að finna aðrar leiðir til að gera lífið sætara. Heitt bað, kertaljós og góð bók eða að kaupa blóm eru góð dæmi um hvernig við getum gert vel við okkur án þess að hafa sykurinn með.

6. Farðu varlega í gervisætur

Gervisætur eru oft ekkert betri en hvítur sykur og margar þeirra geta orsakað magaverki og óþægindi. Nýttu þér fremur náttúrulega sætugjafa og stilltu þeim í hóf.

7. Drekktu nóg vatn

Vatn er svar við ótrúlegustu löngunum! Það er staðreynd að við ruglum oft svengd saman við þorsta. Drekktu nóg vatn yfir daginn (a.m.k 2 lítra) og næst þegar sykurlöngun kallar prófaðu að fá þér stórt vatsnglas!

Vertu með í 30 daga námskeiðinu sem allir eru að taka um og fyllir þig orku, eykur vellíðan og losar um aukakíló náttúrulega!

Þar gef ég sannreynd og einföld skref, fullbúna matseðla og stuðning við að útrýma uppgjöf í breyttu mataræði, spara þér tíma og kem þér að árangri! Ef þú hefur áhuga smelltu hér til að lesa meira. Námskeiðið er kjörið fyrir þá sem eiga annríkt og vilja allt skipulagið tilbúið fyrir sig!

 

Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi


5 mistök til að forðast þegar þú hættir að borða sykur

 

Af hverju er svona erfitt að halda sig við sykurleysið?

Í dag deili ég með þér 5 algengustu mistökunum þegar við ætlum að sleppa sykri eða halda áfram í sykurminna mataræði.

Mistökin eru vissulega dýrkeypt enda er sykur ávanabindandi og ef við höldum áfram að borða hann án þess að gera okkur grein fyrir því, losnar líkaminn aldrei fyllilega við hann og orkuleysi, slen og aukakíló sitja eftir. Með grein dagsins muntu þó sjá að það er vel hægt að forðast mistökin.

DSC_1300ADAL

1. Að hunsa sykurþörfina

Þetta hljómar kannski undarlega í samhenginu -  að losna við sykurfíkn, en það að sneiða algjörlega hjá öllu sætu er ekki góð lausn til lengdar og ýtir undir það að við gefumst upp og borðum yfir okkur af sætindum. Við þurfum öll eitthvað smá sætt til að gefa lífinu lit. Svo í stað þess að hunsa algjörlega sykurþörfina veldu frekar hollari sætabita sem eru sætaðir t.d með kakó, kanil, steviu, kókos, rúsínum, berjum eða banana.

2. Að forðast eingöngu nammi

Því miður er það ekki svo einfalt að sykur sé bara í nammi. Góðar líkur eru á því að eitthvað af matvörunum sem þú kaupir séu fullar af sykri án þess að þú vitir af því t.d dósamatur, sósur, keypt múslí, morgunkorn og ávaxtasafar. Það hljómar kannski yfirþyrmandi að þurfa að lesa aftaná allar umbúðir en það þarf alls ekki að vera þannig. Enda er margt af því sem við kaupum í dag gert af vana, gefðu þér smá tíma í búðinni til að velja betri kosti og þá ert þú strax betur sett/ur.

 

3. Að þekkja ekki leyninöfn sykurs

Ekki nóg með það að sykurinn leynist víða heldur gengur sykurinn líka undir hinum ýmsu nöfnum! Það tekur ekki nema 1-2 mín aukalega að lesa á  innihaldslýsingar og oftast er þá tekið fram “sugar” eða “fructose” ef varan inniheldur sykur en til eru ótal dulnefni yfir sykur. 

4. Að vinna ekki á rót sykurlöngunarinnar

Eins og í mörgu öðru, þá er besta lausnin á vandanum að finna rót hans og byrja þar. Það gæti komið þér á óvart að sykurlöngun stafar af ójafnvægi í næringu, t.d skortur á svefni eða vöntun á hollri fitu og steinefnum. Í stað þess að snúa mataræðinu skyndilega við og sneiða algjörlega hjá sykri, byrjaðu á því að spyrja sjálfa/n þig hvað gæti verið að valda sykurlönguninni? Gæti þig vantað steinefni? Eru einhver vítamín sem þú ert ekki að fá nóg af?

Ef þú kemst að því hvað líkama þínum vantar, er svo margfalt auðveldara að losna við sykurpúkann. Við erum öll einstök og höfum mismunandi þarfir, sykurfíknin gæti einfaldlega verið að segja þér að líkamann vanti járn!

5. Að sækja þér ekki stuðning

Mörg okkar gefast upp á sykurleysinu einfaldlega vegna þess að okkur skortir stuðning og utanumhald. Fáðu fjölskyldu og samstarfsaðila með þér í að minnka sykurinn enda er svo oft sagt að við séum líkust þeim sem eru í kringum okkur.

 

Ef þú vilt vita meira, getur þú skráð þig á ókeypis fyrirlestur HÉR sem er stútfullur af fróðleik og einföldum ráðum til að losna við sykurfíknina. Aðeins takmarkaður fjöldi sem kemst að, svo tryggðu þér stað í dag.

 

Heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband