Losnaðu við flensu á 24 klst

Ert þú búin að vera að glíma við flensu eða veikindi síðustu daga?

Ég er að jafna mig eftir eina slíka, hef verið með væga hálsbólgu, slappleika og flensueinkenni. Mig langar að deila með þér ráðum sem ég geri sem styrkir ónæmiskerfið og flýtir fyrir bata. 

1) Svefn

Svefn er gríðarlega vanmetin, en hann hjálpar líkamanum að endurnýja sig! Farðu fyrr í háttinn, leggðu þig þegar þú ert þreytt og sofðu eins og líkaminn þarf.

2) Nóg af vatni

Mikilvægt er að flytja næringarefni milli fruma, halda meltingu gangandi með hreinu íslensku vatni. Drekktu allt að 2 lítrum af vatni á dag.

3) Oreganó olía

Oreganóolía er eitt það besta sem þú getur gefið líkamanum. Hún er bakteríudrepandi og vinnur gegn kvefi og flensu kvillum, ásamt því að vera bólgueyðandi og jafnvel talin hafa verkjastillandi áhrif! Setti nokkra dropa útí vatn eða undir tungu. Meira um oreganó olíu hér

4) Laukur og hvítlaukur

Laukur og hvítlaukur eru sérlega bakteríudrepandi. Mér finnst gott að fá elda lauk og hvítlauk með rótargrænmeti í ofni og borða þannig. Meira um lauk og hvítlauk hér. newsletter

5) C-vítamín, zink og d-vítamín

Best er að taka þessi vítamín sem fyrirbygging, ef þú ert orðin slöpp sakar þó ekki að taka þau inn og birgja líkaman af ónæmiseflandi vítamínum.

6) Engifer og túrmerik

Engifer og túrmerik eru bæði gríðarlega bólgueyðandi. Túrmerik hefur verið notað í lækningarskyni í fleiri fleiri ár og . Engiferinn er sérlega góður í hálsinn og getur bætt meltingu. Heilsuskotið mitt er mjög sniðugt að gera þegar flensa kallar og tekur ekki nema 5 mín. sjá uppskrift hér. Einnig er sniðugt að drekka engiferte fyrir hálsinn eða bæta engiferrót eða túrmeríkrót við í matargerðina.

7) Hugleiðslur, afslöppun og heitt bað

Veikindi getað oft komið þegar einstaklingur þarf á hvíld að halda, kannski var álagstímabil hjá þér í vinnu eða þá að þú þarft að sýna einhverju andlegu sérstaklegri aðgát. Gefðu þér tíma til að hugleiða, liggja í heitu baði með tónlist eða skrifa í dagbók þær hugsanir sem eru á sveimi til að fá innsæi í aðstæður.

Hreinsun er eitt það besta sem þú getur gert til að koma líkamanum aftur í gott ról eftir frí, súkkulaði át eða veikindi.

Hreinsun þarf þó ekki að þýða að þú borðir gulrætur og drekkir safar allan daginn, í raun getur getur slík hreinsun haft skaðleg áhrif á hormón kvenna og skjaldkirtill þar sem hún setur líkamann í ástand þess að svelta!

Núna er tækifæri til að læra áhrifaríka leið sem hefur verið sannreynd á hundruði kvenna til að hreinsa líkamann með góðum mat (súkkulaði er meira að segja leyft) og þannig ná tökum á sykurpúkanum, fyllast orku og léttast með varanlegum og náttúrulegum hætti!

Fáðu innsýn inní hreinsandi fæðu, lærðu ráð sem getað hjálpað þér að slökkva á sykurþörfinni, losa um bjúg og endurræsa kerfið ókeypis með skráningu hér!

 

Heilsa og hamingja,

Júlía heilsumarkþjálfi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband