26.3.2021 | 11:43
Góð ráð ef þú ætlar að leggja leið þína að eldgosinu...
Í gær sagði ég ykkur frá mögnuðu ferðalagi mínu að eldgosasvæðinu og nú langar mig til þess að gefa ykkur nokkur góð ráð.
Ef þú stefnir að því að fara á eldgosasvæðið eða í aðra langa fjallgöngu gæti þetta nýst þér en ég ætla að deila með ykkur hvað ég tók með í nesti og hvernig ég náði endurheimt í fótum eftir þessa heiftarlegu og erfiðu göngu.
Nesti í fjallgöngur eða ferðalag að eldgosi:
- Súpa frá Móðir Náttúru í hitabrúsa (kemur sér vel þegar kalt er úti)
- Hrökkkex eða heimagert hörfræ/chia kex
- Harðfiskur (steinbítur þykir mér bestur)
- Hnetur, fræ og rúsínublanda
- Próteinríkt orkustykki
- Súkkulaðistykki eða heilsusamlegri súkkulaðibita-smákaka (ég keypti í Vegan búðinni. Alltaf gott að eiga eitthvað sætt sem verðlaun þegar maður er í langri göngu)
- Brauðmeti, ég átti afganga af heimagerðri pizzu sem ég nýtti, einnig hægt að nota heilkornasamloku með hummus og grænmeti, rúgbrauð með áleggi eða slíkt
- Kókosvatn, náttúrulegir og sykurlausir vítamín drykkir
- Vatn í góðum brúsa sem ekki lekur
Endurheimt vöðva eftir fjallgöngu:
Með þessum aðferðum er hægt að lágmarka bólgur og harðsperrur.
- Cold Therapy eða kaldar sturtur 1-2 á dag og strax eftir gönguna
- Magnesíum slökunarduft eða/og í töfluformi (ég tók bæði kvöldið eftir göngu)
- Magnesíum spray (því spreyjaði ég yfir kálfa og fætur kvöldið eftir göngu og daginn eftir)
- Túrmerik eða/og kanill (bæði bólgueyðandi og ég tók inn daginn eftir göngu)
- Collagen
- Omega 3 fitusýrur
Ráð fyrir langar fjallgöngur
- Takið alltaf með meira en minna af nesti og vatni. Við kláruðum vatnið fljótt og matinn líka. Þó er gott að reyna að ferðast létt og því ekki taka með fyrirferðamiklar dósir eða box.
- Daginn fyrir göngur og samdægurs er gott að huga að því að borða vel og vera vel nærður til þess að hafa jafna orku. Þetta gerðum við bæði og orkan var góð alveg þangað til síðustu 15 mínútur ferðalagsins en þá voru fætur aðeins farnir að gefa sig.
Í lokin vil ég aftur minna á flaggskips þjálfun Lifðu til fulls, 4 mánaða þjálfunina Nýtt líf og Ný þú sem fer fljótlega af stað í níunda sinn.
Þessi þjálfun er sannarlega engu lík og hvergi annars staðar sem þú getur öðlast slíka umbreytingu. Við förum djúpt í alla þætti lífsstílsins og saman sköpum við lífsstíl sem gefur þér varanlegt þyngdartap, orku og eins og margar hafa sagt; 10 ára yngri líðan og útlit - Ekki bara þessa 4 mánuði okkar saman heldur þar eftir líka Þetta er virkilega það síðasta sem þú þarft að prófa til þess að ná árangri!
Heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi
Heimasíða Lifðu til fulls - Þar er að finna ýmsar uppskriftir, ráð og fleira gagnlegt
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.