7 fæður sem efla ónæmiskerfið

Vegna kórónuvírussins hefur landlæknir tekið fram mikilvægi þess að efla ónæmiskerfið. Að sjálfsögðu ættum við alltaf huga að ónæmiskerfi okkar og stuðla að heilbrigðu varnarkerfi líkamans en á tímum sem þessum er það einstaklega mikilvægt. Hér koma því nokkrar frábærar fæður sem styrkja ónæmiskerfið.

Fæðutegundirnar munu hagnast þér best samhliða því að halda sykri, streitu og áfengi í lágmarki, passa uppá svefninn og að hreyfa sig reglulega. Einnig er vert að minnast á að D-vítamín, góðgerlum og Omega-3 fitusýrur eru einnig nauðsynlegar öllum.

Höfum það einnig hugfast að passa okkur á að detta ekki í þunglyndi yfir öllu sem er í gangi í heiminum í dag og höldum í jákvæðnina einsog við getum. En jákvætt hugarfar skiptir sköpum á tímum sem þessum.

Hér koma 7 almennar fæðutegundirnar sem efla ónæmiskerfið:

Hvítlaukur

Hvítlaukur inniheldur allísín sem er ónæmisstyrkjandi efnasamband sem hjálpar hvítu blóðkornunum að berjast gegn flensu og vírusum, og hjálpar til við að fyrirbyggja bakteríumyndun. Hvítlaukur hefur einnig jákvæð áhrif á frumur í líkamanum sem berjast gegn utanaðkomandi ógnum. Notkun: Bætið við í pottrétti eða dressingar. Einnig er hægt að taka inn hvítlauk sem bætiefni í hylkjaformi frá ýmsum framleiðendum.

Laukur

Laukur inniheldur kversetín (quercetin) sem er andoxunarefni sem kemur í veg fyrir slímmyndun á meðan það styrkir ónæmiskerfið á sama tíma. Kversetín er líka bólgueyðandi, vinnur gegn krabbameinsfrumum og hjálpar líkamanum að stjórna blóðsykrinum. Að borða hráann lauk gefur ónæmiskerfinu búst á aðeins nokkrum klukkutímum. Notkun: Bætið við útí pottrétti eða steikjið á pönnu með grænmeti eða kjúkling/tófu.

Sítrus ávextir

Flestir eru vanir að fá sér C-vítamín þegar þeir fá kvef og það er góð ástæða fyrir því vegna þess að það styrkir ónæmiskerfið svo um munar. C-vítamín er einnig talið auka framleiðslu á hvítum blóðkornum líkamans sem eru lykilatriði þegar kemur að því að berjast gegn smiti. C-vítamín má finna í miklu magni í t.d. Mandarínum, appelsínum, sítrónum, límónum og vínberum. Notkun: Borðið eitt og sér eða setjið út á salatið.

Rauð paprika

Ef þú hélst að sítrus ávextir innihéldu mesta magnið af C-vítamíni þá er það ekki alveg rétt. Rauð paprika er hreinlega stútfull af þessu krafmikla vítamíni. Rauða paprikan er einnig góð uppspretta af beta-karótín sem hjálpar t.d. að viðhalda heilbrigðri húð og augum. Notkun: Bætið við í salöt eða borðið eitt og sér.

Túrmerik (kúrkúmín)

Túmerikrótin hefur verið notuð í mörg ár í lækningarskyni og vinnur gegn bólgum og bjúg og eflir ónæmiskerfið. Túrmerikrótin er einnig andoxunarík sem hjálpar við hreinsun líkamans. Túrmerik er einnig talið öflugt vopn í að hjálpa til að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma, krabbamein, þunglyndi og liðagigt. Notkun: Túrmerikduft útí pottrétti, búst, soðið kínóa eða kaupið rótina og djúsið. Ef þið djúsið rótina passið ykkur á því guli liturinn sem rótin smitar frá sér og gæti ollið því að djúserinn ykkar litist. Ef það gerist má losna við litinn með því að láta könnuna standa úti í sól í smá tíma.

Engifer

Engifer hefur svipuð bólgueyðandi áhrif og túrmerik en er einnig frábært við meltingartruflunum, ógleði, loftmyndun og krampa í maganum. Einnig er engiferjurtin örvandi fyrir blóðrásina og rík af B-vítamíni, járni, mangan, magnesíum og sinki. Notkun: Bætið við í búst, pottrétti eða grænmeti á pönnu. Æðislegt að taka skot með túrmerik, engifer og svörtum pipar (svartur pipar bætir upptöku túrmeriks).

Brokkolí

Brokkolí er önnur frábær uppspretta af C-vítamíni. Það inniheldur líka öflug andoxunarefni eins og t.d. súlfórafan. Súlfórafan hindrar m.a. hrörnun fruma í líkamanum og er bólgueyðandi. Brokkolí er frábært grænmeti til að neyta reglulega til að styrkja ónæmiskerfið. Ef þér líka engan veginn við brokkolí, prófaðu þá spínat sem hefur einnig góð áhrif á ónæmiskerfið. Veljið lífrænt hér þegar það er í boði. Notkun: Bætið við frosnu eða fersku lífrænu brokkolí/spínat í bústinn. Léttsteikið með lauk og/eða hvítlauk á pönnu. Bakið í ofni.



Hefur þú áhuga á að öðlast meira jafnvægi í heilsu og hreyfingu, finna mataræði sem hentar þér persónulega og veitir þér orku og vellíðan og ná að tileinka þér persónulegan lífsstíl sem þú virkilega nýtur að fylgja eftir? þá gæti Nýtt líf ný þú námskeiðið hjá Lifðu til fulls verði eitthvað fyrir þig. 

"Þjálfunin er ekki skyndilausn heldur breyttur lífsstíll."

"Ég hef prófað svo margt að ég get ekki talið það allt upp hér. Þegar ég byrjaði þjálfun vildi ég léttast og var blóðsykurinn of hár. Þessi þjálfun er algjör snilld! Ég er búin að léttast um 13 kg og er laus við liðverki, bjúg og mígrenni sem hefur háð mér frá barnsæsku.

Í dag á ég betra með að sinna daglegum störfum og að taka erfiðar ákvarðanir og er andlega mikið sterkari. Ég er ekki sama manneskjan í dag og þegar ég hóf þjálfunina. Mér líður bara svo miklu betur á allan hátt. Lífið er yndislegt!

Mér finnst skipta svo miklu máli í þessari þjálfun að upplifa allan þennan stuðning bæði í formi fræðslu og ekki síður stuðninginn frá hópnum. Maður er aldrei einn. Þjálfunin gefur eftirfylgni og er langtíma plan og árangur! Þetta er ekki skyndilausn heldur breyttur lífsstíll." – Margrét Baldursdóttir

                               


Lokað er fyrir skráningar í Nýtt líf og Ný þú þjálfun eins og er. Aðeins er opnað fyrir skráningar árlega og þá unnið í 4 mánuði að því að skapa sérsniðinn lífsstíl sem hentar hverjum einstakling persónulega (og það án allra öfga, vesens eða agabeitingar).

Smelltu hér til að fara á forgangslistann og fá fyrstu fréttir þegar þjálfunin hefst.

Heilsa og hamingja,
Júlía Magnúsdóttir, heilsumarkþjálfi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

7 fæður ??

Birna Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2020 kl. 17:53

2 identicon

Hér koma 7 almennar fæðutegundir(nar) sem efla ónæmiskerfið:

 

Leiðist bara svona málfræðivillur.

Kv. Birna

Birna Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2020 kl. 17:58

3 identicon

 Þakka þér fyrir þetta, en það má ekki gleyma því, að blessuð hvönnin er mjög góð til þess að byggja upp ónæmiskerfið svo og ólífulaufin. Þau eru ásamt blóðberginu eða timian mjög bakteríudrepandi, ásamt með fjallagrösunum. Hvönnin, blóðbergið og fjallagrösin hafa haldið lífi í þessarri þjóð allt frá landnámi. Varðandi hvönnina, þá heyrði ég einu sinni góða sögu ættaða frá Ítalíu, en í nunnuklaustri einu voru hjúkrunarnunnur sífellt að hjúkra sjúkum. Svo var það, að ein ungnunnan vildi fara út fyrir klausturgarðinn til að skoða sig um þar, sá þar háa og mikla jurt, sem nálægur bóndi sagði henni að borða, og gerði hún það. Þegar skæð drepsótt kom upp nokkrum vikum síðar, og nunnurnar fóru að hjúkra hinum sjúku, þá fóru þær að deyja úr sóttinni, og loks var aðeins ein nunna eftir, ungnunnan, sem hafði farið út fyrir klausturgarðinn, og borðað jurtina, en það var þá hvönn, sem varði hana fyrir drepsóttinni. Hvönnin hefur líka reynst mér vel, og ég mæli eindregið með henni og blóðberginu eða timian. Þau klikka alls ekki. Það veit ég af eigin reynslu, enda hef ég látið hvannarteið verja mig gegn inflúensum á veturna. Þess vegna vildi ég koma þessu á framfæri hérna.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2020 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband