6.2.2020 | 12:05
10kg farin og orkan hefur margfaldast!
Helga, meðlimur í Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðinu hjá Lifðu til fulls, hefur náð stórglæsilegum árangri og er hér birt viðtal við hana þar sem hún deilir með reynslu sinni.
Skapsveiflur, bjúguð og of þung
Áður en ég byrjaði á námskeiðinu þá leið mér ekki vel. Ég sveiflaðist í skapi, sem truflaði mjög einbeitingu. Ég var með bjúg og mig verkjaði í nára og liðum. Ég var orkulaus og allt of þung og háði það mér í dansinum og útivistinni sem ég stunda. Segir Helga um ástand sitt áður en hún byrjaði á námskeiðinu Frískari og orkumeiri á 30 dögum. Mín ósk var að losna við sykurpúkann, öðlast meiri orku, léttast og breyta um lífstíl til að geta mögulega hætt að taka inn blóðþrýstingslyfin bætti hún við
Svo sá ég auglýsingu frá ykkur þar sem útivistarkona sagði frá hvernig þetta prógram hafði breytt lífi hennar og kveikti það í mér. Ég sé ekki eftir því segir hún.
Fyrsta sem ég upplifði var aukin orka og meiri gleði
Í dag tek ég betur á í dansinum og fer oftar í göngur, því ég er orkumeiri. Mér líður miklu betur, miklu minna ber á skapsveiflum og ég er ekki eins ör og næ því betur að einbeita mér. Orkan hefur margfaldast og dregið hefur verulega úr verkjum segir Helga.
Helga léttist um 6 kg með því að fylgja matarprógraminu frá Frískari og Orkumeiri námskeiðinu og 3 mánuðum seinna hefur hún lést um 10 kg og segir hún Matarprógrammið sem er fyrir 4 vikur, teygði ég yfir 7 vikur þannig að þetta var auðveldara en ég hélt
Léttist og léttist án þess að hafa fyrir því
Hræðsla við að mistakast var næstum búið að draga úr þáttöku
Ég hafði efasemdir. Ég hugsaði hvort ég ætti nokkuð að vera að splæsa í námskeið sem myndi mistakast. Þessar efasemdir voru óþarfar því þetta var minna mál en ég hélt. Maður fær svo góðar leiðbeiningar og tók ég góðan tíma í undirbúning sem er mjög mikilvægt.
Fékk stuðninginn og skipulagið sem kom henni á leiðarenda
Uppsetningin á námskeiðinu er mjög góð. Ég lærði mikið af því að horfa á myndböndin á heimasvæðinu og þau hvöttu mig áfram í fyrstu skrefunum. Mér fannst æðislegt að geta fylgt matarprógrammi, þurfa ekki að hugsa hvað eigi að vera í matinn. Og maturinn er fjölbreyttur og góður segir Helga og bætir við
Ég hef fengið góðan stuðning á FB-síðu Frískari og orkumeiri á 30 dögum hópsins og í spjalli þegar ég hef þurft að fá svör við spurningum mínum. Á FB-síðunni hef ég getað tjáð mig um hvað hefur áunnist hjá mér og hjálpaði það mér að komast á leiðarenda
Gott matarplan hélt mér við efnið
10 kg farin og varanleg lífstílsbreyting tekin við
Núna 3 mánuðum seinna er Helga ennþá að fylgja mataræðinu og hefur þetta að segja. Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið í langan tíma. Það gengur mjög vel í dag að loknum 3 mánuðum. Ég held mig við sykurlausan lífstíl og hef hugsað mér að gera það áfram. Þetta verður minn lífstíll, vonandi um ókomna tíð. Maður er búinn að setja sig í ákveðnar stellingar og hef ég ekki í hyggju að breyta þeim.
Ef þú ert að hugsa um að skrá þig, ekki hika! Líkt og Helga segir:Þetta getur ekki klikkað ef þú undirbýrð þig vel, horfir á kennslumyndböndin og heldur þig við prógramið. Þú þarft ekki að hugsa um hvað á að vera í matinn næstu vikurnar.
Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja upplifa meiri orku og vellíðan án öfga! Ef það er eitthvað sem heillar þig, endilega nýttu þér tilboðsverðið áður en það rennur út!
Heilsa og hamingja,
Júlía Magnúsdóttir, heilsumarkþjálfi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.