7.1.2019 | 11:22
Svona lítur hreinsunardagur út
Á nýju ári þykir mér tilvalið að taka einn dag í það minnsta í smá hreinsun. Einföld hreinsun eins og sú sem ég deili með þér í dag frískar uppá líkamann, losar um bólgur og kemur manni rétt af stað inn í nýja árið.
Það er algengur misskilningur að við þurfum að fasta eða drekka eingöngu safa til þess að hreinsa líkamann. Hreinsunardagurinn hér neðar inniheldur bæði safa, jógúrt, hrökkkex, súpu og meira að segja súkkulaðikúlu.
Hreinsun er tími til að borða hreina fæðu og gefa meltingunni hvíld frá reyktum og sykruðum mat sem oft fylgir hátíðarhöldum. Góður svefn og að hlúa að líkamanum er eitthvað sem ég legg frekar áherslu á á hreinsunardegi.
Smá undirbúningur daginn áður en hreinsunardagur er tekinn er ávísun á að dagurinn gangur betur fyrir sig. Gefðu þér klukkustund eða svo til að versla inn og undirbúa. Einnig er hægt er að kaupa tilbúna safa eða búst drykki t.d frá Gló til að minnka fyrirhöfn.
Hreinsunardagur
Morgunmatur - Grænn og hreinsandi safi
Millimál - Súkkulaðikúlur
Hádegi - Kókosjógúrt með jarðaberjum og banana
Millimál - Hrökkbrauð og hummus
Kvöldmatur - Létt súpa eða Linsubaunaréttur
(t.d frá Frískari og orkumeiri námskeiðinu sem byrjaði núna í janúar)
Undirbúningur
Verslið inn daginn áður, leggið chia fræ í bleyti fyrir jógúrt, útbúið hrökkbrauð eða/og súkkulaðikúlur til að hafa við hendi, einnig má flýta enn frekar fyrir og útbúa safann og jógúrtið.
Byrjið daginn á grænum safa og borðið næst þegar hungurtilfiningin kallar. Ef svengd er ekki mikil yfir daginn er óþarfi að borða allan matinn hér á matseðlinum. Ykkur er velkomið að skipta uppröðun uppskrifta eftir hentisemi, þetta hér að ofan er bara tillaga en má algjörlega hliðra til.
Vertu svo með í ókeypis 14 daga sykurlausu áskoruninni sem hefst 28.janúar! Ég get lofað því að áskorunin í ár verður sú allra besta hingað til! Færðu uppskriftir, innkaupalista og hagnýt ráð að sykurleysinu. Er skráning hafin HÉR!
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.