24.10.2018 | 21:32
Við erum 6 ára! Vinsælustu uppskriftir og blogg!
Við erum 6 ára!
Í tilefni afmælismánaðar Lifðu til fulls deili ég með þér 6 vinsælustu uppskriftum og bloggfærslum okkar tíma og sérstöku afmælistilboði á uppskriftabókinni Lifðu til fulls!
Ef þú átt eftir að næla þér í eintak af uppskriftabókinni mæli ég með að gera svo núna enda takmarkað magn eftir! Þar færðu yfir 100 ómótstæðilegar uppskriftir sem henta hvaða tilefni sem er!
Ég og við hjá Lifðu til fulls teyminu erum ótrúlega þakklát fyrir samfylgdina og stuðninginn síðstu ár, en hann hefur verið ómetanlegur og værum við ekki ennþá starfandi væri það ekki fyrir ykkur.
Vonum við að þú getir fagnað með okkur í dag og takir með þér í leiðinni dúndurgóðar uppskriftir og ráð eftir lesturinn!
6 uppskriftir sem slegist er yfir
1. Kókosjógúrt með jarðaberjum og banana
Jógúrtið sem ég geri á hverjum sunnudegi fyrir kallinn minn. Uppskriftin tekur 15 mínútur og gefur 5 girnileg jógúrt sem endast þér út vikuna. Það er vægast sagt hægt að segja að maðurinn minn sé dekraður.
2. Chia grautur með himneksum chai kókosrjóma
Chai krydd eru sérstaklega bólgueyðandi og þessi uppskrift tekur chia grautinn á næsta stig.
3. Jólakonfekt
Hver elskar ekki smá konfekt? Þessir marsipan molar eru algjört eftirlæti hjá mér.
4. Súkkulaðikúlur á innan við 4 mín
Einföldu súkkulaðikúlurnar mínar verða aldrei þreyttar. Fullkomin lausn á sykurlöngun.
5. Vanillu- og myntudraumur
Þessi drykkur er sannur draumur.
6. Orkurík millimál
Orkuríkara millimál gerist það ekki. Kíktu yfir sniðugar lausnir til að hafa með þér í vinunni! Hér finnur þú 7 uppskrifir frá mér.
6 vinsælustu blogg okkar tíma
1. Hrátt spínat og skaldkirtill þinn
Hér deildi ég með persónulegri reynslu á því að öðlast latan skjaldkirtil og hvað hægt er að gera til að vinna úr því. Greinin fékk yfir 2400 facebook likes og því hægt að segja að hún sló aldeilis í gegn.
2. Sunnudags matarskipulagið mitt og uppskriftir
Það er alveg greinilegt að einfalt matarskipulag er vinsælt. Hér deildi ég því sem ég geri á sunnudögum til að flýta fyrir í vikunni.
3. Hvað á að borða fyrir þyngdartap
Grænt salat eða græn duft eru eitt það næringarríkasta sem við getum fengið okkur. Hér deildi ég með ykkur afhverju grænt er svona mikilvægt sem og góðri uppskrift.
4. 7 einfaldir hlutir sem slá á sykurlöngun
Ef þú glímir við sykurlöngun, lestu þetta...
5. Bestu vítamínin eftir fertugt
Vítamín eru mikilvægari eftir því sem við eldumst, kíktu yfir bloggið og sjáðu hvort þú sért að taka öll þessi.
6. Fæðutegundir sem hjálpa þér að brenna burtu bumbuna
Þessar fæðutegundir eiga flest okkar til heima og örva brennsluna.
Heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.