5.5.2017 | 07:41
Bestu vítamínin eftir fertugt (síðari hluti)
Í síðustu viku sagði ég þér frá nauðsynlegum vítamínum eftir fertugt, en það eru ýmsar breytingar sem eiga sér stað í líkamanum með árunum og gott að huga fyrr en seinna að því hverju gott er að bæta við í mataræðið. Hér er seinni hlutinn af góðum vítamínunum að taka eftir fertugsaldurinn og getað hjálpað til að sporna við kvillum og sjúkdómum.
--
--
Járn
Konur, sérstaklega eftir fertugsaldur, þurfa lífsnauðsynlega að fá nóg af járni. Járn styrkir blóðrásina og vinnur gegn þreytu og sleni.
Spínat og grænt laufgrænmeti er sérstaklega járnríkt sem og þurrkaðir ávextir eins og apríkósur, fíkjur og rúsínur. Það er hinsvegar mikilvægt að taka ekki járn sem bætiefni nema þörf sé á, þar sem járn er alls ekki gott í of miklu magni.
--
--
Omega 3
Omega 3 nauðsynlegt fyrir okkur öll og spilar lykilhlutverk í starfsemi heila og hjarta og getur einnig dregið úr bólgum, liðverkjum og húðvandamálum. Omega 3 er sérstaklega mikilvægt þar sem það hjálpar okkur að vinna gegn aldurstengdum kvillum eins og aukinni hættu á hjartasjúkdómum og hrörnun heilans. Það mýkir upp húðina og stuðlar að fitubrennslu (sérstaklega um kvið).
Feitur fiskur er frábær omega 3-rík fæða, sem og lýsi. Ef þú kaupir hylki, leitaðu þá eftir omega 3, fiskiolíu með DHA.
B1 ( Thiamine )
B1 er eitt af lykilvítamínum sem hefur áhrif á taugakerfi og minnið. Öll B-vítamín hjálpa líkamanum við upptöku næringarefna og að breyta kolvetnum í glúkósa sem virkar eiginlega eins og eldsneyti þar sem líkaminn notar það í að búa til orku. B-vítamín blanda með B1, B6 og B12 hjálpar líkamanum að brenna fitu og próteini. B1 finnst í dýrafurðum og frá plönturíkinu eru sólblómafræ sérlega rík af B1.
Þú ert kannski nú þegar að taka inn eitthvað af þessum bætiefnum, ef ekki mæli ég með því að íhuga slíkt sem og bæta við fæðutegundum í daglegu mataræðið.
Ef greinin var gagnleg endilega líkaðu við hana og deildu á samfélagsmiðlum!
Heilsa og hamingja,
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.