Ertu að brenna út? 3 skref sem setja heilsuna aftur í forgang

Hæhæ!

Líður þér eins og aldrei gefist tími til að hugsa um þig og að þú hangir aftast í forgangsröðinni?

Finnst þér stundum eins og heilsan hangi á bláþræði?

Glímir þú við steitu?

..Ef svo er, eru góðar líkur á því að þú sért að keyra þig út eða að heilsan sé nú þegar komin í þrot.

Að keyra okkur út með yfirvinnu, streitu og svefnleysi og huga að öllu öðru en heilsunni er orðið algengara en nokkru sinni fyrr. Að keyra okkur út (eða "burnout" eins og það er kallað á ensku) veldur oftar en ekki heilsubrestum og getur tekið langan tíma að vinna upp góða heilsu á ný. Margir enda á að þurfa að taka vinnuleyfi og getur það hreinlega endað í algjörri tilfinningalegri uppgjöf.

Við konur erum í sérstökum áhættuhópi, en rannsóknir hafa sýnt að konur eru mun næmari fyrir áhrifum streitu. Flestir sem eru á leið með að keyra sig út átta sig þó ekki á því fyrr en eftirá, þegar of seint er að fyrirbyggja afleiðingarnar.

Flestir sem keyra sig út vita upp á sig sökina, ef ekki er einfaldlega hægt að fá svarið með því að spurja hvort viðkomandi telji sig setja heilsuna í forgang eða ekki.

Eftirfarandi eru einkenni þess að þú sért að keyra þig út...

  • síþreyta
  • lægri kynhvöt
  • slæm melting
  • þreyta
  • hárlos
  • óreglulegar blæðingar
  • svefnleysi
  • andlegt ójafnvægi
  • þunglyndi
  • þyngdaraukning
  • bakverkir
  • of hár blóðþrýstingur
  • liðverkir

 

DSC_5989b

3 ráð til að setja heilsuna í forgang

Hvíld

Hafðu hvíld í forgangi. Að hvíla sig þýðir ekki aðeins svefn. Það er líka mikilvægt að taka sér frí frá tækjum, símanum og tölvunni, dreifa huganum með því að lesa bók eða fara í göngutúr. Hvíld getur líka þýtt það að sinna áhugamáli eða hitta vinkonu í kaffi!

Passaðu síðan uppá svefninn, forðastu að borða rétt fyrir svefn og takmarkaðu raftækjanotkun í nokkrar klukkustundir áður en þú ferð upp í rúm og reyndu eftir fremsta megni að fara að sofa á svipuðum tíma alla daga til að rugla ekki líkamsklukkuna. Rútína getur skapað innra jafnvægi fyrir líka,ann og rannsóknir sýna að það geti dregið úr depurð.

 

Mataræði

Gott mataræði, sem hentar þér og í réttum hlutföllum hefur gríðarleg áhrif á andlegu og líkamlegu heilsu okkar. Morgunmaturinn sem þú borðar hefur tvímælalaust áhrif á það hvernig dagurinn þinn spilast út! Ef við erum svöng eða illa nærð/ur erum við líklegri til að hafa stuttan þráð, finna fyrir einbeitingarskort og vanlíðan.

Álagstímabil og óregla í mataræði orsakar bólgur (e. innflammation) sem getur leitt af sér hinum ýmsu heilsukvilla ef ekki er gripið til ráða. Fyrir þær konur sem koma til mín á námskeið eftir að hafa farið í gegnum gríðarleg streitutímabil eða burnout er það fyrsta sem ég ráðlegg þeim að hefja milda og áhrifaríka hreinsun með mat. Þetta vekur upp alla lífærastarfsemi og þar á meðan brennsluna, slekkur á sykurlöngun og kemur á allsherjarjafnvægi á líkamann. Þetta hjálpar einnig við að skapa góða rútínu og undibýr líkamann fyrir lífsstílsbreytingu sem endist.

 

Hugarfar og skipulag

Að halda streitu í skefjum er gríðarlega mikilvægt þegar kemur að því að fyrirbyggja og vinna sig úr ofkeyrslu. Þar spilar hugarfar stórt hlutverk enda getur maður verið sjálfum sér verstur þegar kemur að streitu og lítil skref eins og 2 mín öndunaræfingar eða þakklæti yfir daginn getur dregið verulega úr streitunni. Gott og einfalt skipulag á mataræði og hreyfingu munar einnig öllu þegar fyrstu skrefin eru tekin í að skapa rútínu sem hentar þér.

Taktu eftir því hvenær streita kemur helst upp hjá þér og settu þér ámininngu (t.d frá símanum) sem minnir þig á að taka 2 mín í öndunaræfingum á þeim tíma.

 

Að finna nýtt jafnvægi

Lausnin sem hefur vænlegasta árangurinn til lengri tíma er að skapa þér nýtt jafnvægi á milli þess að sinna heilsunni og daglegum skyldum. Þá er mikilvægt að vinna ekki einungis úr mataræðinu heldur einnig hugarfari, streitulosun og hreyfingunni enda helst þetta allt í heldur.

Til að geta gefið af okkur er mikilvægt að sinna okkur sjálfum fyrst.

 

Lítil skref eru lykilatriði ef þú vilt ná að halda út breytingu, ekki að umturna öllu yfir nóttu! Á ókeypis fyrirlestrinum sem ég hélt í gær, deildi ég  "5 sannreyndum skrefum í því að auka orkuna, léttast náttúruleg (þá á ég við án töfrapillu eða sveltun) og fylla líkaman vellíðan  - í lífsstíl sem þú endist í!"

Vegna vinsælda verður fyrirlesturinn áfram í boði og hægt er að skrá sig ókeypis HÉR!  Ég mæli með að þú skráir þig sem fyrst enda síðast komust færri að en vildu.

Færðu aðgang að ráðum og þeim nákvæmu skrefum sem hafa hjálpað hundruðum að aukinni orku, kjörþyngd og að líða 10 árum yngri!

Þeir sem mæta fá eins dags matseðil og hreinsunarpróf!

 

Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi


5 óvæntar fæðutegundir sem losa þig við bólgur og bjúg

DSC_5673

Uppþemba og bjúgur er svo sannarlega ekki eitthvað sem maður vill finna fyrir dagsdaglega, en því miður er það ótrúlega algengt! Sérstaklega eftir sumarið eða frí.

Bólgur og bjúgur geta haft aukaverkanir eins og þyngdaraukningu, síþreytu og króníska verki eða aukningu á verkjum. Það sem gæti þó komið á óvart er að bólgur og bjúgur eru talin einn helsti orsakavaldur margra sjúkdóma og kvilla eins og sykursýkis, blóðþrýstingsvandamála og liðagigt. 

Hér eru 5 fæðutegundir sem draga úr bólgum og bjúg, þú gætir jafnvel átt eitthvað af þeim nú þegar til í ísskápnum!

 

DSC_5624

Brokkólí

Flestir þekkja Brokkolí en það er í mismiklu uppáhaldi hjá fólki. Brokkólí hefur bara of marga kosti til að sleppa því. Það er ein besta uppspretta andoxunarefnisins súlfórafan sem hefur öflug bólgueyðandi áhrif. Brokkolí hefur gjarnan verið talin ofurfæða enda er það stútfullt af A, C, E, K vítamínum, B-vítamín og fólinsýru.

Hægt er að frysta brokkólí og nota í búst eða drykki. Brokkolí má borða hrátt, gufusoðið, bætt útí salöt, núðlurétti eða súpur.

 

DSC_5619

Ber

Það eru gleðifréttir að berin séu bólgueyðandi ekki satt? Sæt og ljúffeng og allskonar möguleikar í boði! Þar á meðal hindber, brómber, bláber og jarðaber. Íslensku berin eru alltaf dásamleg og um að gera að nýta sér þau á haustin. Ber innihalda andoxunarefni, C-vítamín, anthocyanin og glútaþíon sem öll hafa bólgueyðandi eiginleika.

Ber eru auðvitað góð ein og sér, útí búst eða morgunverðarskálina.

 

DSC_5667

Hempfræ

Það eru ekki allir sem þekkja hempfræin, en þau eru þess virði að kynna sér því þau eru ótrúlega holl og mild á bragðið. Þau eru rík af próteini, omega 3, 6 og GLA (Gamma-Linolenic acid) sem er einstaklega bólgueyðandi sem hefur góð áhrif á vöðva, liði og hitastig líkamans  (því mjög gott fyrir konur með fyrirtíðarspennu eða þá sem glíma við gigt).  GLA er einnig frábært fyrir þá sem glíma við of háan blóðþrýsting. Hempfræin eru talin geta bætt meltingu, dregið úr sykurlöngun og aukið orkuna.

Hempfræjunum má bæta útí búst, dreifa yfir salöt eða morgunmatinn. 

 

DSC_5656

Lax og hnetur

Holl fita er nauðsynleg og mjög mikilvægt að hafa jafnvægi á inntöku hennar. Við höfum gott aðgengi að góðum lax og öðrum feitum fisk hér á Íslandi og um að gera að nýta okkur hann. Lax og hnetur eru sérlega ríkar af Omega-3 fitusýrum sem og próteinum sem hjálpa að draga úr bólgum og hafa góð áhrif á heilastarfsemi og meltingu! Laxinn er einnig mjög ríkur af B12 sem er nauðsynlegt fyrir orku.

Nú er góður tími til að skella lax á grillið og nýta sér alla kostina sem hann býður uppá. Hnetur eru tilvalið snarl og halda blóðsykri í jafnvægi og sykurlöngun í skefjum.

 

DSC_5635

Laukur og hvítlaukur

Matreiðsla væri frekar bragðlaus án þessara tveggja! Hvítlaukur hefur lengi verið þekktur fyrir að hafa góð áhrif á ónæmiskerfið og draga úr bólgum og bjúg. Laukurinn hefur hreinsandi eiginleika og inniheldur quercetin, öflugt andoxunarefni sem dregur úr bólgum og bólgumyndum.

Möguleikarnir eru endalausir þegar kemur að lauk og hvítlauk, enda henta þessar tvær fæðutegundir í nánast alla grænmetis- eða fisk rétti, hægt er að gera allskonar dásamlegar dressingar úr hvítlauk og bæta lauknum útí salöt.

 

Byrjaðu haustið með breyttum lífsstíl Ókeypis fyrirlestur 22.ágúst kl.20:30

Skráning er hafin hér!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband