Hægðatregða og melting

Glímir þú við hægðatregðu?

Er melting þín innan heilbrigða marka?

Hér að neðan tel ég upp einkenni hægðatregðu og hver orsök hennar eru en einnig hvað einkennir heilbrigða meltingu og hvernig hægt er að koma henni í heilbrigðara ástand.

Mikilvægi góðrar meltingar

Það er sagt að meltingin sé grunnur að góðri heilsu og því ætti umtal um meltingu eða fjölda klósettferða hjá okkur ekki að vera neitt feimnismál.

Meltingin sér til þess að næra líkamann. Þessi næringarefni næra allar frumur, kynda líkamann okkar fyrir orku og efnaskiptum, gera við og halda bólgum í skefjum, viðhalda heilbrigðri þyngd og veita hvarfefni hormóna, taugaboðefna og annarra sameinda. Sjúkdómar getað einnig byrjað útfrá meltingarójafnvægi.

Við viljum því að meltingin okkar sé góð og sjái til þess að úrgangur losni nátturulega úr líkamanum.

Hvernig veistu að þú sért með hægðatregðu?

Einkenni hægðatregðu:

  • Færri en þrjár hægðir á viku.
  • Lekkjulegar eða harðar hægðir og/eða niðurgangur.
  • Áreynsla við að hafa hægðir.
  • Finnst eins og það sé stífla í endaþarmi sem kemur í veg fyrir hægðir.
  • Líður eins og þú getir ekki tæmt hægðirnar alveg.

Þeir sem glíma við hægðatregðu geta einnig upplifað bólgur, bjúg, einbeitingaskort, heilaþoku, minnisleysi, andlega depurð, pirrings, mikla streitu ofl.

Ef þú hefur ekki haft hægðir í þrjár vikur eða lengur er ráðlagt að leita til læknis til að komast að undirliggjandi vandamáli.

Hvernig veistu að þú sért með heilbrigða meltingu?

Einkenni heilbrigðar meltingar:

  • Hægðir frá 1-3 á dag upp að þrisvar í viku er eðlilegt.
  • Sléttar og þéttar hægðir
  • Sársaukalausar hægðir sem fara auðveldlega í gegn.
  • Ekki of mikil uppþemba eða vindgangur. 
  • Að þurfa fara á klósettið 30-72 klst frá máltíð.

Önnur merki um að meltingin sé góð er jöfn orka yfir daginn, hugurinn skýr og eðlileg streituviðbrögð.

Skref til þess að losna við hægðatregðu

Ef þú glímir við hægðatregðu og/eða vilt bæta meltinguna er fyrsta skrefið að átta sig á orsökinni. Hún getur verið ólík hjá okkur öllum. Eitthvað sem virkar fyrir mig virkar ekki endilega eins vel fyrir þig.

Helstu orsakir hægðatregðu eru m.a

  • Að borða ekki nægar trefjar, sem finnast í ávöxtum, grænmeti og korni.
  • Að drekka ekki nægan vökva.
  • Að hreyfa sig ekki nóg og eyða of miklum tíma sitjandi eða liggjandi.
  • Að hunsa löngunina til þess að fara á klósettið.
  • Breyting á mataræðinu eða daglegu lífi. T.d utanlandsferðir eða önnur breyting.
  • Streita og álag.

Eftir að þú áttar þig á hugsanlegri orsök er auðveldara að vinna úr því. 

Segjum sem svo að þú drekkir ekki nóg af vatni yfir daginn, þá getur þú sett þér það markmið að drekka tvo lítra á dag. 

Ef þú ert gjörn á að sitja lengi við tölvu , getur þú sett þér markmið að standa upp á 2 klst fresti í 5-10 mín og ganga aðeins um eða fara alltaf í stutta göngu eftir að þú ert búin að borða. 

Ef þú ert gjörn að borða undir streitu og álagi, settu þér markmið að borða ávallt í ró og næði svo melting geti sinnt sínu hlutverki sem best.

Einnig getur þú kynnt þér þessi 5 ráð sem örva meltinguna í greininni hér. 

Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi


p.s Mér langar að bjóða þér á ókeypis fyrirlestur með mér til þess að læra nánar um hreinsandi fæðu og þau 3 skref sem koma meltingu í lag, minnka bjúg, vindgang og uppþemu og fríska rækilega upp á kroppinn! 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband