Hvað gerist ef þú drekkur kaffi á fastandi maga..

Kaffi og kortisól

Þú vaknar, lufsast inn í eldhús og byrjar að útbúa fyrsta kaffibollann… þú færð koffínið beint í æð og þá fyrst ertu tilbúin í daginn! 

Kannast þú við þetta?

Mig deila með þér afhverju þú ættir ekki að drekka kaffi á fastandi maga. Þetta á sérstaklega við um konur, vegna viðkvæms og flókins hormónakerfis.

Screenshot 2022-08-26 at 15.33.59Hvað gerist þegar við drekkum kaffi á fastandi maga? 

Í fyrsta lagi, þá eykur kaffi kortisól oft kallað streituhormón, sem getur haft neikvæð áhrif á egglos, þyngd og hormónajafnvægi (þ.a hitakóf, skapsveiflur og önnur áhrif sem tengjast breytingaskeiði). Ef þú bætir við sykri, sírópi eða kaffijróma með sykri í kaffið veldur það enn meiri kortisól hækkun. 

Þetta streituhormón, ásamt öðrum þáttum, hjálpar þér að hafa stjórn á orkunni og vera vakandi. 

Kortisól magn er breytilegt yfir daginn en er sérstaklega hátt á morgnana, allt að fyrsta klukkutímann og lækkar svo með deginum og er hvað lægst á kvöldin áður en þú ferð að sofa. 

Þegar þú drekkur kaffi strax í morgunsárið, þegar kortisól magn er nú þegar hátt, þá dregur þú úr hormónaframleiðslu og getur því ruglað líkamsklukkuna. Líkaminn gæti því farið að framleiða kortsól á tímum sem hann myndi vanalega ekki gera það, eins og t.d. áður en þú ferð að sofa. 

Rannsóknir hafa einnig sýnt að ef við drekkum kaffi þegar kortisól magn er hátt þá framleiðir líkaminn meira kortisól yfir daginn. Of hátt kortisól magn getur sett líkamann í óþarfa streitu ástand sem hann á erfitt með að vinna úr. Sérstaklega ef hann er þegar undir miklu álagi. 

Afhverju er kortisól slæmt?

Kortisól er heilbrigt innan ákveðna marka, en of mikið af því getur leitt til þyngdaraukningar, svefn vandræða eða jafnvel skert ónæmiskerfið, svo eitthvað sé nefnt. Jafnvægi í kortisól magni spilar lykilhlutverk í að kvenlíkaminn starfi eðlilega. 

Aðrar ástæður fyrir því að kaffi á fastandi maga er ekki æskilegt 

Það að drekka kaffi á fastandi maga getur einnig haft slæm áhrif á þarmana. Þetta á ekki við um alla. Það er algengur misskilningur að kaffi sé gott fyrir meltinguna vegna þess að við eigum það til að þurfa á klósettið eftir einn sterkan bolla. 

Jæja, hvenær má ég þá fá mér kaffi? 

Ef þú vaknar á nokkuð hefðbundnum tíma, þá er best að fá þér fyrsta bollan eftir morgunmat, t.d. milli 9:30 og 12:00, þá er kortisól magnið í líkamanum tiltölulga lágt.

Ef kortisól magnið er svona hátt á morgnana, af hverju finn ég fyrir þreytu? 

  • Í fyrsta lagi gæti það verið gömlum venjum að kenna. Ef þú ert vön/vanur því að drekka kaffi strax þegar þú vaknar þá er líkaminn orðinn vanur því og farinn að bíða eftir koffíninu strax þegar hann vaknar. 
  • Í öðru lagi gæti vandamálið einfaldlega verið þorsti. Við vöknum gjarnan þyrst eftir langan svefn og æðum beint að kaffivélinni án þess að staldra við og fá okkur vatnssopa. Prófaðu því að drekka stórt glas af vatni um leið og þú vaknar og sjáðu hver áhrifin eru.
  • Í þriðja lagi geta slæmar svefnvenjur verið sökudólgurinn. Flestir þurfa 7-8 tíma svefn, ef þú ert langt fyrir neðan þessar tölur þá mun það skila sér yfir daginn, á einn eða annan hátt. Góður svefn snýst heldur ekki bara um lengd heldur líka um gæði.

Vellíðan sem fylgir því að hafa kaffið í hófi 

Ég fæ oft að heyra frá konum sem hafa lokið Frískari og Orkumeiri á 30 dögum námskeiðinu hjá mér, þar sem kaffi drykkjan er komið innan heilbrigða marka yfir 30 daga tímabil og jafnvel lengur fyrir marga, þær finna fyrir meiri orku, minni freistingum og stöðugari blóðsykri.

Breytt mataræði og lífsstíll spila að sjálfsögðu inn í þessa vellíðan, en það er þess virði að staldra við og velta því fyrir sér hvaða áhrif kaffibollinn er að hafa á mann. 

Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þær afleiðingar kaffidrykkju strax og fólk vaknar sem taldar eru upp hér að ofan eiga aðeins við um mjög veikt fólk sem ætti að vera undir læknishendi og á lyfjum, ekki venjulegt fólk með eðlilega líkamsstarfssemi.

Koffín, ekki kaffi nema það innihaldi koffín, getur aukið kortisol hjá þeim sem sjaldan fá koffín. Koffínríkir orkudrykkir gera það sama fyrir óvana. Fyrir þá sem drekka reglulega kaffi eða orkudrykki með koffíni í er nær engin aukning, sama hvað kerlingabækurnar og skottulæknarnir segja. Líkaminn er fljótur að aðlagast breyttum neysluvenjum og skammta kortisol eftir þörfum. kortisol getur því hækkað eða lækkað eitthvað lítillega fyrstu dagana sem fólk byrjar að drekka eða hættir að drekka kaffi eða orkudrykki. En það er ekki varanlegt og færist í sama ástand og fyrir breytinguna á örfáum dögum. Sem er hjá eðlilegu fólki ekki nóg til að hafa neikvæð áhrif á egglos, þyngd og hormónajafnvægi og ekkert sem getur leitt til þyngdaraukningar, svefn vandræða eða jafnvel skert ónæmiskerfið.

Stærsti gallinn við heilsumarkþjálfa, vottaða markþjálfa, næringar- og lífsstílsráðgjafa, m.ö.o. fólk með merkingalausar kornflekspakkagráður sem ekki krefjast menntunar og þekkingar, er lítil sem engin þekking á efnunum sem vekja áhuga þeirra og á starfsemi líkamans. Upplýsingar fá meðlimir þessara saumaklúbba nútíma andalækna svo að mestu frá hver öðrum og sækja nær ekkert í vísindasamfélagið, læknisfræði, næringarfræði og rannsóknir.

Vagn (IP-tala skráð) 27.8.2022 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband