17.11.2021 | 11:47
Hollari valkostir fyrir óholla ánægju
Hvernig smakkast hollari valkostir á þínum uppáhalds sætindum?
Veist þú hver eru stærstu mistökin hjá fólki þegar það byrjar heilbrigðan lífsstíl?
Það einblínir á það sem ekki má.
Mögulega hefur þú gert sömu mistök og upplifir takmarkanir í mataræði að einhverju leyti.
Sem er alveg glatað, er það ekki?
Einblíndu frekar á allann þann girnilega mat sem þú mátt borða og tengdu hann við þá frábæru tilfinningu sem þú finnur í líkamanum í kjölfarið.
Hér koma nokkrar hugmyndir að hollari valkost af óhollri nautn, allir lausir við hvítan sykur, glúten og mjólkurvörur.
Langar þig í ostaköku?
Prófaðu þá þessa guðdómlegu hráfæðis ostaköku, NAMM!!
Langar þig í súkkulaðiköku?
Prófaðu þá þessa hér!
Langar þig í Doritos?
Hollt Doritos er í alvörunni til og fæst í veganbúðinni. Þú getur líka fengið þér maísflögur með guacamole og salsa!
Langar þig í kók?
Prófaðu að fá þér sódavatn með límónu, myntu og klökum. Eða jafnvel íslenskt kombucha (ath. Inniheldur lítið magn af hrásykri fyrir gerjun)
Langar þig í súkkulaði?
Prófaðu þá hollt, hráfæðis snickers! Það er gjörsamlega æði og uppskriftina finnur þú í uppskriftabók Lifðu til Fulls.
Langar þig í einn sveittann börger og franskar?
Prófaðu þá að gera hamborgara úr lífrænu, íslensku hakki og sætkartöflu franskar. Uppskrift af klikkuðum börger er m.a. hægt að finna á námskeiðinu Frískari og orkumeiri á 30 dögum.
Langar þig í djúsí osta- og rjómapasta?
Varstu búin að prófa 15 mín. Vegan fettucine? Sjá uppskriftina hér.
Viltu læra um fleiri fæðutegundir sem eru bæði hollar og bragðgóðar?
Komdu á ókeypis fyrirlestur "3 einföld skref sem halda sykurlöngun burt, brenna fitu náttúrulega og tvöfalda orkuna!"
Heilsa og hamingja,
Júlía Heilsumarkþjálfi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.