10 vinsćlustu greinar og uppskriftir ársins 2018!

2018Eins og alltaf voru janúar og febrúar alveg pakkađir hjá mér. Ţađ er alltaf mikiđ ađ gera í kringum sykurlausu áskorunina, auk ţess sem viđ opnuđum á ný fyrir skráningar á “Frískari og orkumeiri á 30 dögum” námskeiđiđ. Ţađ er greinilegt ađ byrjun árs er tíminn sem allir vilja taka heilsuna í gegn og skráningar í ár slógu öll met hjá okkur!

Eitt af ţví sem ég geri alltaf í upphafi árs, sem ekki gafst tími í, er ađ rifja upp vinsćlustu greinar og uppskriftir frá liđnu ári. Ţetta er gott tćkifćri til ađ rifja upp girnilegar uppskriftir og sjá eitthvađ sem ţú gćtir hafa misst af!

1. Fáđu matarskipulagiđ mitt og uppskriftir!

Einfalda sunnudags-matarskipulagiđ mitt sló aldeilis í gegn, ţađ gladdi mig mikiđ ađ sjá hversu margir nýttu sér ţađ eđa yfir 1.500 manns! Ef ţú hefur ekki prófađ get ég lofađ ţér ţví ađ ţetta mun einfalda ţér lífiđ. Í matarskipulaginu gaf ég uppskriftir af kókosjógúrtinu mínu, súkkulađikúlum og fleira sem ég geri á sunnudögum og hjálpar mér ađ halda mig viđ hollan lífsstíl ţrátt fyrir annríki vikunnar. Sćkiđ matarskipulagiđ ókeypis hér.

2. Vanillu- og myntudraumur sem seđjar sykurţörfina!

Himneskur drykkur međ vanillumjólk og myntuţeyting, algjört nammi! Smelliđ hér fyrir uppskrift.

3. Vanillubollakökur međ hindberjasmjörkremi (vegan og glútenlausar)

Jafn bragđgóđar og ţćr eru fallegar! Ekki skemmir fyrir ađ ţćr eru hollar og einfaldar, fáiđ uppskriftina hér.

4. Konur og ketó

Ketó matarćđi var mikiđ umtalađ á síđasta ári og virđast vinsćldir ţess bara fara vaxandi. Mér fannst ţví mikilvćgt ađ bćta í umrćđuna hvađa áhrif ketó matarćđi hefur á konur og hvađ ţarf ađ hafa í huga. Ef ţú ert kona og ert ađ íhuga ketó, lestu ţetta fyrst!

5. Súkkulađi trufflur međ lakkrís

Ţarf ađ segja meira? Ţessi uppskrift er algjörlega ómótstćđileg. Ef ţú hefur ekki prófađ mćli ég međ ađ gera ţađ sem allra fyrst! Ekki gera ráđ fyrir ađ vilja deila! Trufflurnar eru tímafrekar í framkvćmd en vá hvađ ţćr eru ţess virđi.

 

6. Blómkálssteik međ kókosrjómasósu og granateplum

Mín útgáfa af jólasteikinni sem á vel viđ sem páskamatur fyrir grćnkera. Uppskriftin er afar einföld enda blómkálssteikin sett í ofn og ţví nćst borin fram međ sósu!

7. Streita og magnesíum

Ţessa mćli ég međ ađ lesa ef ţú hefur ekki gert svo nú ţegar! Magnesíum er gríđarlega áhrifaríkt gegn streitu og tek ég inn magnesíum daglega.

8. Fáđu glćnýja sumar-matarskipulag mitt og uppskriftir!

Matarskipulag vol.2! Hér gaf ég fljótlegar og einfaldar uppskriftir t.d af hvítlaukssósu, sćtkartöflumús, kínóa og laxasalati sem ég geri ţegar ég ferđast innanlands. Skipulagiđ hentar ţó vel fyrir einstaklinga og fjölskyldur međ ţétta dagskrá yfir vikuna og vilja hafa hollan og góđan mat heimaviđ. Smelltu hér fyrir matarskipulag vol. 2 ókeypis!

9. Grillađur ţorskur međ granateplasalsa og hvítlaukssósu

Dásamlegur réttur sem allir elska og kemur granateplasalsađ skemmtilega á óvart. Hćgt er ađ elda ţorskinn á pönnu eđa ofni ef ţađ hentar betur.

10. 5 óvćntar fćđutegundir sem losa ţig viđ bólgur og bjúg

Öll glímum viđ viđ bólgur og bjúg einhvern tímann á lífsleiđinni. Ţú átt sennilega eitthvađ af ţessum fćđutegundum nú ţegar.

 

Mér ţótti gaman ađ rifja upp hvađ var vinsćlt frá liđnu ári og vona ég ađ ţú hafir átt gagn af ţví! Ekki gleyma ef deila á greininni á samfélagsmiđlum og ţú prófar uppskrift ađ tagga mig á Instagram @julias.food!

Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkţjálfi


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband