Undirbúðu vikuna á sunnudegi - Hollráð og uppskriftir

Screen Shot 2018-04-30 at 17.19.06

Það er orðin föst rútína hjá mér að undirbúa vikuna í eldhúsinu á sunnudögum, og hefur það spilað lykilhlutverk í að ég haldi mér við heilbrigðan lífsstíl!

Ég geri þá nokkrar einfaldar uppskriftir sem flýta fyrir eldamennskunni og geri ísskápinn að nokkurs konar “hollustu sjálfsala” ef svo má segja (ólíkt hefðbundum sjálfsölum sem við sjáum víða með samlokum og súkkulaði). Minn er þá fullur af fallegum chiagrautum, tilbúnum réttum og sósum.

Ég hvet alla til að gefa sér klukkustund yfir helgina svo réttir vikunnar taki síðan ekki nema 15-30 mínútur. Hér eru nokkur góð ráð til þess að gera hollustu aðgengilegri fyrir þig yfir vikuna og minnka líkurnar á því að þú grípir í skyndibita.

  • Í ísskápnum er gott að eiga grænmeti og ávexti til að nota milli mála og í rétti vikunnar.
  • Kínóa er æðislegt til að nota yfir salöt eða dressingar
  • Hummus er góður til að eiga og nota yfir salöt eða á góða brauðsneið eða hrökkbrauð.
  • Dressingar gera síðan salötin oft miklu meira spennandi og flestar dressingar geymast í allt að viku í kæli.
  • Gott er að eiga chiafræ sem hafa verið lögð í bleyti í ískápnum. Chiafræin blása út í vökva og fá búðingskennda áferð, þannig eru þau auðmeltanlegri og frábær til að bæta útí búst, drykki eða jógúrt. Þau geymast þannig í allt að fimm daga.
  • Þessi Kókosjógúrt eru frábær til að grípa í morgunmat eða milli mála.
  • Hrákúlur sem seðja sykurlöngunina. Annað gott ráð er að eiga eitthvað sætt til að grípa í þegar sykurlöngunin læðist upp að manni. Það er algjör lúxus að eiga þessar dásamlegu orkukúlur í kæli til að fá sér með góðri samvisku.

HÉR er síðan ókeypis leiðarvísir með fleiri uppskriftum sem þú getur sótt og stuðst við ef þú prófar að fylgja þessum ráðum.

Heilsa og hamingja,
Júlía Heilsumarkþjálfi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband