Hvernig á að þekkja sykur í matvælum og góðir staðgenglar

 

DSC_3000 small

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ert þú búin að vera að samviskusöm/samur í að sleppa sykri en ert samt ekki alveg viss um hvort þú sért alveg laus við sykurinn?


Það getur verið yfirþyrmandi að hugsa til þess að þurfa lesa á bak við allar umbúðir í búðinni til að skoða hvort varan innihaldi sykur. Enda getur verið erfitt að þekkja sykur þar sem hann hefur yfir 8 falin nöfn og leynist meira að segja í vörum merktum “sykurlaust.”


Góðar líkur eru á því að eitthvað af því sem þú kaupir sé fullt af sykri án þess að þú vitir af því!

Ávaxtasafar

Þrátt fyrir að ávextir séu náttúrulega sætir hafa þeir ekki slæm áhrif á líkamann þegar við borðum þá í heild sinni þar sem við neytum þá trefja þeirra líka. Trefjarnir gera það verkum að blóðsykurinn helst jafnari og meltist það betur.

Þegar við fjarlægjum trefjana eins og er gert í ávaxtasöfum erum við skilin eftir með eingöngu frúktósa. Við viljum forðast umframmagn af frúktósa þar sem umframmagn geymist sem fita.

Ef þú ætlar að gera þér safa að hafðu í huga að hlutfall grænmetis sé mun meira en ávaxta svo blóðsykurinn haldist jafn. Jafnvel 60-80% grænmeti og rest ávextir.

Tilbúnar sósur

Hver elskar ekki góða sósu með matnum?! Því miður eru flestar sósur fullar af sykri. Ekki örvænta þó ef þú ert tómatsósusjúk/ur því sem betur fer eru komnir margir sykurlausir og góðir valkostir.

Oft er það sem við miklum fyrir okkur tilhugsunina við að “gera sósu frá grunni” en það þarf ekki endilega að vera flóknara er að skella nokkrum hráefnum saman og blanda. Sósur og dressingar geymast líka lengi og flestar má frysta til að flýta fyrir næstu matseld.

Dósamatur

Oft leynist mikið af sykri í dósamat eins og bökuðum baunum, ávöxtum, rauðrófum. Veljið því frekar ferskt grænmeti eða frosið.  Ef þið kaupið dósamat rennið yfir innihaldslýsinguna því oft segir “sugar” eða annað falið nafn sykurs í upptalningunni.

Múslí

Tilbúið múslí og morgunkorn er oft jafn sykurríkt og sælgæti! Lengi vel keypti ég mér cheerios og weetabix enda taldi ég það vera góðan og hollan kost, en komst síðan að því að það væri fullt af sykri.

Mér finnst best að búa til múslíið sjálf og það hægt einfaldlega með því að hræra saman höfrum, hnetum, fræjum og rúsínum eða öðru sem þú óskar þér og blanda saman í krukku eða box! Einföld lausn fyrir morgunmúslíið.

 

Viltu fleiri ráð til að sleppa sykri? (sem allir í fjölskyldunni endast í)

Ef svo er komdu yfir HÉR og skráðu þig í ókeypis kennslusímtalið  “3 einföld skref sem halda sykurlöngun burt, brenna fitu náttúrulega og tvöfalda orkuna! “

 

Heilsa og hamingja,

Júlía heilsumarkþjálfi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Hjátrú, bull og vitleysa. Ekkert sem stenst skoðun og byggir á marktækum rannsóknum. Gervivísindi sem eiga meira sameiginlegt með andalækningum en næringarfræði. Sykur er frábært efni sem engin ástæða er til að forðast.

Jónas V. S., Ml.eoa. Næringarþerapisti og Heilsumarkþjálfi (IP-tala skráð) 5.4.2018 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband