Ekta súkkulaði brownie sem er líka holl!

Mmm... mjúk súkkulaðikaka, silkimjúkur kókosrjómi og fersk ber.

Eins og sannur sælkeri á ég erfitt með að standast gómsætar tertur og þessi hittir ávallt í mark.  Hún er ein af mínum uppáhalds, enda þykir mér fátt betra en dökkt súkkulaði.

 

DSC_2994

Uppskriftin er úr bókinni Lifðu til fulls sem er nú mest selda uppskriftabók landsins, en þið sem hafið nælt í eintak af bókinni vitið þegar hvað ég elska sætindi.

Ef þú elskar hollan og góðan mat minni ég á námskeið mín framundan. Ég mun kenna þér að gera hollan og einfaldan mat ásamt sætubitum sem bragðast ómótstæðilega, gefa líkamanum orku og fá hann til að ljóma! Nú er að fyllast á námskeiðin, smelltu hér til að tryggja þér sæti.

Kakan er einföld og þægileg að eiga í frysti þar sem hægt er að borða hana nærri strax og hún er tekin út.  Þar sem hún er úr möndlum og avókadó gefur hún góða fyllingu og getur oft ein væn sneið róað sykurpúkann og við þurfum ekki meir.

 

DSC_3017

 

Ekta súkkulaði brownies

Botn:

1 bolli möndlur (lagðar í bleyti í 2 klst. eða yfir nótt)

¾ bolli mjúkar döðlur, fjarlægið steininn

salt á hnífsoddi

 

Súkkulaðikrem:

1 og ½ (c.a ¾ bolli) stórt fullþroskað avókadó

½ bolli kakóduft

¼ bolli kókosolía í fljótandi formi

¼ bolli mjúkar döðlur, fjarlægið steininn

4 dropar stevía frá via health

vanilluduft á hnífsoddi eða 1 tsk. vanilludropar

salt á hnífsoddi

 

Malið möndlurnar vel í matvinnsluvél á lægstu stillingu. Bætið döðlum og salti út í og hrærið þar til blandan myndar deigkúlu sem helst vel saman (ef deigið er of þurrt má bæta við 1-2 tsk af kókosolíu í fljótandi formi). Þrýstið niður í 23 cm smelluform og geymið í kæli á meðan þið útbúið krem.

Setjið næst öll innihaldsefni fyrir súkkulaðikremið í matvinnsluvél eða blandara og blandið þar til kremið er orðið silkimjúkt. Smyrjið kreminu á botninn og geymið kökuna í kæli eða frysti í klukkustund áður en hún er borin fram eða frystið yfir nótt.

Njótið með kókosrjóma og berjum. Kissuber eða Jarðaber eru mitt uppáhald.

 

1150 copy

Kókosrjómi

Kókosdós, ég nota frá Coop merki í Nettó

2-3 steviudropar með vanillubragði (ég nota frá via health)

  1. Kælið kókosmjólkina í ísskáp yfir nóttu.
  2. Hellið mestum vökvanum úr dósinni, þar til bara hnausþykki parturinn situr eftir og setjið í matvinnsluvél ásamt steviudropum. hrærið eins og þið mynduð venjulegan rjóma þar til áferðin minnir á hefðbundinn rjóma.

 

Farðu hér til að flétta í gegnum bókinni og sjá hvar hún er fáanleg!

Vonast að sjá þig á námskeiði næstkomandi miðvikudag 5.október á Gló í Fákafeni í Fljótlegri Vegan matreiðslugerð!! 

 

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

p.s Fylgstu með Hringbraut sjónvarpsstöð á föstudag, ég verð í þættinum. Ég verð einnig í Eymundsson, Kringlunni, næstkomandi laugardag frá 14 - 16 að kynna bókina! Segðu hæ ef þú átt leið framhjá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband