24.8.2016 | 10:08
Æðisleg fyllt sæt kartafla sem þú munt elska!
Vika tvö er hafin í Ókeypis 14 daga áskorun að sykurleysi en nú þegar hafa hátt í 25.000 manns tekið þátt í áskoruninni undir handleiðslu minni.
Það er ekki of seint að vera með! Þú getur smellt hér og fengið strax aðgang að uppskriftum vikunnar ásamt innkaupalista og fleiri ráðum til að vinna bug á sykurpúkanum.
Tækifæri til að fá uppskriftir og innkaupalista í hendurnar, ásamt stuðningi og hvatningu gerist ekki á hverjum degi og hvað þá ókeypis. Smelltu hér fyrir fimmtudaginn og þá tryggir þú þér uppskriftir viku tvö í áskoruninni ásamt einföldum innkaupalista.
Hér er ein af æðislegu uppskriftunum sem ég deili með þátttakendum í áskoruninni!
Fyllt sæt kartafla með spínati og hvítlaukssósu
~fyrir 2
1 sæt kartafla
Fylling:
1/2 tsk kókosolía
1 stór rauður laukur, gróflega saxaður
2-3 hvítlauksgeirar, fínlega saxaðir
1 bolli kjúklingabaunir
tvö handfylli spínat
pipar og salt eftir smekk
Hvítlauksósa:
1/2 bolli tahini
1/2 bolli vatn
1 hvítlauksgeiri, pressaður
1 sítróna kreist
1/2 tsk paprikukrydd (val)
salt eftir smekk
Hitið ofninn í 200°C eða útigrill. Skerið sætu kartöfluna til helminga. Setjið á ofnplötu og penslið yfir með olíu eða vefjið í álpappír og setjið á útigrill. Eldið í 25-30 mín eða þar til hægt er að stinga gafli inn í kartöfluna.
Setjið öll innihaldsefni í dressingu í blandara og hrærið. Útbúið því næst fyllingu með því að hita pönnu með örlítið af kókosolíu og snöggsteikja lauk, hvítlauk, kjúklingabaunir, spínat og krydda með salti og pipar. Steikið í um 5-7 mínútur. Skerið sætkatöflubáta langsum og þversum og þrýstið á til að opna, bætið við spínatfyllingu og dreifið hvítlauksósu veglega yfir.
Vona að þið njótið í botn!
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.