Súkkulaðikúlur á innan við 4 mínútum, þú verður að prófa!

Chocolate-Chia-Balls-1

Kannast þú við þennan tíma dags þegar líkaminn hreinlega ærist og kallar á eitthvað sætt og orkuríkt?

Það er akkúrat þá sem þessar hrákúlur koma sér vel.  Mér finnst gott að eiga alltaf eitthvað til að grípa í sem svalar sykurpúkanum. Það er svo mikilvægt þegar við breytum lífsstílnum að upplifa aldrei tilfinninguna að maður sé að neita sér um eitthvað. Það finnst mér vera leyndarmálið á bak við að halda þetta út.

Þær minna mig á hefðbundar kókoskúlur en smakkast betur ef eitthvað er.

Uppskriftin

1 bolli möndlur

1/2 bolli dökkt, lífrænt kakóduft

1/2 bolli mjúkar döðlur

Lífrænt vanilluduft á hnífsoddi eða 2 vanilludropar

1-3 Steviu dropar (má sleppa)

Öllu skutlað í matvinnsluvél og blandað vel saman. Ef döðlurnar eru harðar er betra að leggja þær í bleyti í nokkrar mínútur og skola af þeim áður en þær eru notaðar. Mótið í litlar kúlur (eins og einn munnbiti) og rúllið upp úr einhverju af hráefnunum hér að neðan. Kókosmjöl er í algjöru uppáhaldi hjá mér.

Chocolate-Chia-Balls

Skreytið kúlurnar með:

Kókosmjöli

Kakódufti

Chia fræjum

Hempfræjum

Rauðrófudufti

En það má endalaust leika sér með að upp úr hverju maður rúllar þeim, hnetukurl væri til dæmis æðislegt líka!

Njótið í  ferðalaginu, milli mála eða hvenær sem sykurlöngunin grípur þig og fylltu líkamann sannkallaðri vellíðan.

Nú styttist í okkar vinsælu 14 daga, sykurlausu, áskorun! Farðu hér til að tryggja þér ókeypis þátttöku og fá nýjar uppskriftir sem slá á sykurþörfina. Áskorunin byrjar 15. ágúst og fæst eingöngu með skráningu hér! Þú þarft einungis að skrá þig og gera þitt besta, ég sé um skipulagið og uppskriftirnar, engar áhyggjur!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband