26.7.2016 | 21:44
Súkkulaðikúlur á innan við 4 mínútum, þú verður að prófa!
Kannast þú við þennan tíma dags þegar líkaminn hreinlega ærist og kallar á eitthvað sætt og orkuríkt?
Það er akkúrat þá sem þessar hrákúlur koma sér vel. Mér finnst gott að eiga alltaf eitthvað til að grípa í sem svalar sykurpúkanum. Það er svo mikilvægt þegar við breytum lífsstílnum að upplifa aldrei tilfinninguna að maður sé að neita sér um eitthvað. Það finnst mér vera leyndarmálið á bak við að halda þetta út.
Þær minna mig á hefðbundar kókoskúlur en smakkast betur ef eitthvað er.
Uppskriftin
1 bolli möndlur
1/2 bolli dökkt, lífrænt kakóduft
1/2 bolli mjúkar döðlur
Lífrænt vanilluduft á hnífsoddi eða 2 vanilludropar
1-3 Steviu dropar (má sleppa)
Öllu skutlað í matvinnsluvél og blandað vel saman. Ef döðlurnar eru harðar er betra að leggja þær í bleyti í nokkrar mínútur og skola af þeim áður en þær eru notaðar. Mótið í litlar kúlur (eins og einn munnbiti) og rúllið upp úr einhverju af hráefnunum hér að neðan. Kókosmjöl er í algjöru uppáhaldi hjá mér.
Skreytið kúlurnar með:
Kókosmjöli
Kakódufti
Chia fræjum
Hempfræjum
Rauðrófudufti
En það má endalaust leika sér með að upp úr hverju maður rúllar þeim, hnetukurl væri til dæmis æðislegt líka!
Njótið í ferðalaginu, milli mála eða hvenær sem sykurlöngunin grípur þig og fylltu líkamann sannkallaðri vellíðan.
Nú styttist í okkar vinsælu 14 daga, sykurlausu, áskorun! Farðu hér til að tryggja þér ókeypis þátttöku og fá nýjar uppskriftir sem slá á sykurþörfina. Áskorunin byrjar 15. ágúst og fæst eingöngu með skráningu hér! Þú þarft einungis að skrá þig og gera þitt besta, ég sé um skipulagið og uppskriftirnar, engar áhyggjur!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.