16.2.2016 | 10:29
7 hlutir til að nota í staðinn fyrir sykur og spennandi tilkynning
Margir hafa sett af stað heilsuvæna hefð á nýja árinu með því að sleppa eða neyta minna af sykri núna aðra vikuna í ókeypis sykurlausri áskorun. Nú er önnur vikan hafin og er hægt að vera með og fá innkaupalista og uppskriftir frá heimasíðunni
Í mars hefst okkar 4 mánaða Nýtt líf og Ný þú þjálfun og í því tilefni hefst ókeypis myndbandsþjálfun, 18.feb þar sem ég gef 4 kennslumyndbönd og leiðarvísi sem kenna þér fyrstu skrefin að því að skapa lífsstíl sem gefur orku, þyngdartap og sá sem þú heldur þér við.
Farðu hér til að tryggja þér ókeypis myndbandsþjálfun!
7 hlutir til að nota í staðinn fyrir sykur
Stevia
Á meðan sykur hindrar skilaboð til heila sem gefa merki um að þú sért orðin södd, hjálpar stevia að viðhalda heilbrigðri matarlyst og halda blóðsykursstigi í líkamanum í jafnvægi. Rannsóknir sýna einnig að stevia getur einnig lækkað blóðsykurstig líkamans og unnið gegn sykursýki. Stevia er allt að 200-350 sinnum sætari en hvítur sykur og þarf því afar lítið magn hverju sinni, 2-4 dropar eða 1/2-1 tsk af steviu dufti getur oft verið feikinóg. Fyrir þá sem eru ekki hrifnir af steviu eða finna slæmt eftirbragð af því er upplagt að bæta döðlu eða öðrum sætuefnum hér á listanum við til að vega uppá móti bragðinu.
Döðlur
Bættu við andoxunarefnum frá döðlum í næstu baksturstilraun. Með lágan blóðsykurstuðul og sætt bragð geta döðlur verið fullkomnar í bakstur á köku, brauði, hráköku, múslíbar eða bara einar og sér. Þær svala þannig sykurþörfinni á mun hollari hátt en hvíti sykurinn.
Kakó
Gott getur verið að nota lífrænt kakó til þess að svala súkkulaðiþörfinni. Lífrænt kakó er ríkt af járni og magnesíum sem hjálpa þér gegn sykurpúkanum og auka orkuna. Bættu við kakó útá chia grautinn þinn eða búst.
Kanil
Kryddaðu uppá morgunkaffið, te-ið eða grautinn með því að setja smá kanil útá. Kanill gefur sætt bragð og styður við ónæmiskerfið án þess að bæta neinum kalóríum við.
Bananar
Bananar eru náttúrulega sætir á bragðið, stútfullir af vítamínum og steinefnum, sérstaklega B - 6 og kalíum. Bananar innihalda einnig magnesíum sem getur unnið gegn sykurlöngun. Bættu bönunum útí búst drykkinn, í hrákökuna eða notaðu sem sætu á bakstrinum.
Rúsínur
Með því að setja rúsínur í blandara getur þú búið til góða náttúrulega sætu, sem inniheldur trefjar og andoxunarefni. Þetta er upplagt í baksturinn og kemur skemmtilega á óvart.
Hunang
Hunang er andoxunaríkt og gefur góða næringu frá hreinni náttúruafurð. Notið þó sparlega þar sem hunang inniheldur frúktósa sem í of miklu magni getur leitt til hækkunar á blóðsykri og fitusöfnunar.. Njóttu þess að setja smá hunang útí te-ið þitt eða útá dressinguna.
Ég vona að þetta gefi þér einhverjar hugmyndir til að prófa áfram næst þegar sykurlöngunin kemur upp.
Aðeins 2 dagar í ókeypis myndbandsþjálfun, tryggðu þér stað á meðan tækifæri gefst hér!
Með skráningu færð þú innsýn í efni úr Nýtt líf og Ný þú þjálfun sem hefst í mars og lærir m.a:
- 5 skrefa leiðarvísi að varanlegu þyngdartapi, orku og betri heilsu
- Hvernig megrunarkúrinn eykur fitsöfnun og hvað þú getur gert í staðinn
- Af hverju við gefumst alltaf upp og hvernig þú getur breytt því
- Hvernig þú getur aukið vellíðan í þínu skinni og dregið úr bólgum - strax í dag
Smelltu hér til að tryggja þér sæti
Heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.