Drekktu þennan til að slá á sykurþörfina

Fyrsti dagurinn í “Sykurlaus í 14 daga” áskorun hófst í gær með tæpum 20.000 djörfum einstaklingum sem eru skráðir til leiks. Enda hefur sykurát okkar Íslendinga verið til mikillar umfjöllunar og skammtíma og langtíma ávinningar miklir að því að sleppa sykri.

Að sleppa sykri hefur sjaldan verið eins einfald eða hvað þá bragðgott með sykurlaus í 14 daga áskorun. Ef þú ert ekki skráð/ur nú þegar vertu viss um að skrá þig ókeypis hér og fá fyrstu uppskriftirnar og innkaupalistann sendan um hæl.

Í hverri viku styðjumst við, við þrjár lykilfæðutegundir sem geta hjálpað líkamanum að draga úr sykurlöngun þar sem gjarnan er sykurlöngun sprottin af ójafnvægi í næringu eða lykilvítamínum eins og þessum.  Til að slá á sykurþörfina er þetta lykilatriði. Sjáðu hér fæðutegundir úr okkar fyrstu viku

 

Copy of Copy of Copy of Copy of Untitled design

 

Hér kemur svo dásamlegur sykur “detox” drykkur sem slær á sykurþörfina.

 

Græn sykur detox

~ fyrir 2

4 góð Handfylli af blaðgrænu (spínat/lambhagasalat)

1/2 gúrka

1 lífrænt epli

1 banani eða 1 avocadó

6 msk sítrónusafi

5 msk Chia fræ

1 msk Möndlusmjör

4 bollar möndlumjólk

 

DSC_nota

 

1.Setjið allt í blandara og hrærið. Bætið við 1-2 dropum steviu fyrir sætara bragð.

Hollráð: Tvöfaldaðu uppskriftina og geymdu í kæli í 2 daga. Neyttu um morguninn og seinnipart.

Smelltu hér til þess að vera með

Sjáðu hvað þú gætir átt von á með því að sleppa sykri í 14 daga…

 

“Betri líðan, jafnari orka og aukin vitund um það sem maður borðar. Svo er þetta er líka þræl gaman, maður hefur gott að því að skoða almennilega hvað maður lætur ofaní sig.” — Svanbjörg Pálsdóttir

“Þetta opnaði augu mín algjörlega fyrir öllum leyndu gildrunum. Mér hefur liðið alveg rosalega vel og finnst maturinn alveg hreint snilldarlega og syndsamlega góður.” — Lovísa Vattnes

“Ég er búin að missa 5kg og verkir í höndunum farnir og sef miklu betur. Ég hef ekki fengið höfuðverk eða slæmt mígreniskast síðan ég byrjaði sem er æði og ég er orku meiri :D” — María Erla Ólafsdóttir

 

 

Ef þér líkaði greinin, smelltu á like á facebook og deildu með vinum og ekki hika við að skrá þig í sykurlausu áskorunina, sykurleysið verður bráð leikur einn fyrir þér

Umfram allt eigðu yndislega viku

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband