7 hlutir sem geta gerst þegar þú sleppir sykri

IMG_0611

 

Það eru aðeins 3 dagar þar til fyrstu uppskriftir og innkaupalisti fara út til yfir 17.000 þátttakenda sem eru skráð í “Sykurlaus í 14 daga” áskorun sem hefst svo næsta mánudag. Ég hef alltaf jafn gaman af því að setja saman nýjar sykurlausar uppskriftir sem slá á sykurþörfina, bragðast dásamlega og taka lítinn tíma í undirbúning. Hérna sérðu mynd frá sykurlausu myndatöku um helgina.

Ert þú búin að skrá þig? Þátttaka er ókeypis, svo smelltu hér til að skrá þig.

Dásamlegir hlutir geta fylgt því að sleppa sykri, hér koma 7 helstu heilsuávinningar að því að sleppa sykri.

 

Hægðu á öldrun

Vissir þú að sykur flýtir fyrir öldrun? Umfram magn af sykri getur breytt uppbyggingu kollagens í húðinni. Þetta veldur bólgum sem veldur því að húðin verður stíf og óteygjanleg sem orsakar ótímabærri öldrum í húð, sem gerir að verkum að við lítum út fyrir að vera eldri og húðin dauflegri.

Háskólinn í Hollandi gerði rannsókn á yfir 600 konum og körlum sem sýndi að þeir sem voru með háan blóðsykurstuðull litu út fyrir að vera eldri en þeir sem voru með lægri blóðsykurstuðull. Fyrir hver 180 gröm af glúkósa á hvern líter af blóði var áætlað að aldur færi upp um 5 mánuði.

 

Sofðu betur

Ójafnvægi í blóðsykri er talið vera næst algengasta orsök svefnleysis.  Blóðsykursfallið sem gerist með sykurneyslu veldur því að líkaminn losar um hormón sem getur örvað heilastarfsemi og vakið okkur. Með því að halda blóðsykrinum í jafnvægi yfir daginn sleppir þú við þessar sveiflur og getur sofið mun betur.

 

Jöfn orka yfir daginn

Þar sem sykur er brotinn niður hratt í líkamanum, skíst blóðsykurinn upp og heilinn hættir að framleiða Orexin, efni sem hjálpar okkur að einbeita okkur og vera vakandi. Að leita í sykur fyrir orku seinni part getur orsakað vítahring eftir gervi orku og stöðvað náttúrulega getu líkamans að halda jafnvægi yfir daginn. Sykurlaust millimál eða stuttur göngutúrar geta hjálpað að viðhalda orkunni yfir daginn.

“Mun meiri orka og jafnari, ekki að sofna seinni partinn  - Ísey Jensdóttir

 

Horfðu á kílóin hverfa

Með því að sleppa sykri tala margir um að þeir sjái kílóin hverfa, þá sérstaklega í kringum kvið og handleggi. Mikið af sykruðum mat í langan tíma getur ollið því að við myndum viðnám gegn hormóninu Insúlíni, sem fær líkama okkar til þess að mynda fitu og hægja á brennslu. Þegar þetta ferli er hafið þá getur verið erfitt að snúa því til baka, þess vegna betra að fyrirbyggja það með minni sykurneyslu.

Líkaminn okkar þekkir best hvernig okkur líður best og hann leitar stöðugt eftir því að finna jafnvægi. Hvort sem það jafnvægi sé að léttast, þyngjast örlítið eða halda þér í stað. Því er óhætt að hefja sykurlaust mataræði ef þú vilt ekki léttast, það á ekki endilega við okkur öll.

“Mér líður svo vel á þessu sykurlausa fæði búin að missa 5kg og verkir í höndunum farnir og sef miklu betur “- María Erla

 

Hættu að vera háð sykrinum

Ert þú sífellt með löngun í eitthvað sætt? Samkvæmt Dr. Mark Hyman, er líffræðilegt ferli keyrt af hormónum og taugaboðum þar á bakvið sem fær okkur til þess að kalla á sykur og einföldu kolvetni. Eina leiðin til þess að losa um þennan vítahring er að hreinsa líkamann af sykrinum fyllilega.

Sykur er talin allt að 14 daga að fara úr líkamanum og því góð ástæða að sleppa honum alveg í þann tíma til að öðlast þannig frelsi frá sykurpúkanum. Ef þig skortir uppskriftir, leiðarvísi og stuðning að því að sleppa sykri, vertu með í okkar sykurlaus í 14 daga áskorun með skráningu hér!

 

Minnkaðu líkur á mörgum kvillum og sjúkdómum

Sykur hefur verið tengdur við margskonar sjúkdóma og er í dag ein helsta orsök sykursýki 2, þunglyndis, síþreytu, ófrjósemi, hjartasjúkdóma og ofþyngdar. Með því að sleppa sykri ertu að minnka líkur þínar á þessum sjúkdómum til munar og stuðla að heilbrigðara og orkumeira lífi.

 

Láttu þér líða vel að innan sem utan

Rannsókn frá Bretland sýndi fram á sterk tengsl á milli sykurneyslu og þunglyndis. Talið er að sykur hafi tvenns konar áhrif á heilann en í fyrsta lagi bælir hann virkni á mikilvægu vaxtarhormóni BDNF. þeir sem þjást af þunglyndi og geðklofa eru þekktir fyrir að hafa lág gildi af BDNF í heilanum.

Í öðru lagi, veldur það keðju af efnahvörfum sem stuðla að langvarandi bólgum í líkamanum. Talið er að bólgur stuðli að óteljandi heilsufarsvandamálum ásamt því að veikja ónæmiskerfið og hafa áhrif á heilann.

Byrjaðu nýja árið sykurlaus og sátt/sáttur!

Það er ekki eftir neinu að bíða, taktu þátt í áskoruninni með skráningu hér og fáðu sendan innkaupalista og uppskriftir sem styðja við sykurlaust líf.  Verður áskorunin með nýjum og skemmtilegum gestum, samstarfsaðilum og leikjum sem þú vilt ekki missa af.

Líkaðu við og deildu með kostum þess að vera sykurlaus á facebook.

 

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband