9.12.2015 | 09:24
Náðu í jólaáætlun að þyngdartapi og orku
Í ár ákvað ég að gera sjálf aðventukransinn og skreytti heimilið rauðum kertum, greinum og könglum. Að mínu mati er fátt huggulegra en kertaljós og jólasöngvar á dimmu vetrarkvöldi.
Kappmál okkar ætti að vera að taka eftir því litla og töfralega sem gerist á hverjum degi þennan mánuð, því streitan bætir engu við líf okkar og þá sérstaklega ekki heilsuna.
Leyndardómurinn er fólgin í því að gefa fyrst til þín, þótt það sé ekki nema 10 mín á dag.
Við hjá Lifðu til fulls viljum gefa þér jólagjöf með áætlun sem tekur þig 10 mín á dag og hjálpar þér að lifa betur í núinu, styðja við þyngdartap og auka orkuna þessi jól. Öll höfum við 10 mín á dag (ef ekki, gætir þú þurft að endurskoða forgangsröð þína).
Til að fá jólaáætlunina þarftu einfaldlega að skrá þig með nafni og netfangi og deila henni með vinum þínum á facebook og gefa þannig þér og vinum þínum gjöf af heilsu yfir jól líka.
Þegar þú hefur skráð þig og deilt sendum við þér jólaáætlunina í fallegu pdf formi til útprentunar og þú getur hafist handa að sáttari jólum, aðeins 10 mín á dag.
Óskum þér gleðilegra jóla
Júlía heilsumarkþjálfi og Lifðu til fulls teymið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.