17.11.2015 | 08:46
10 hlutir sem styðja við hreinsun og þyngdartap
Að viðhalda hreinum líkama er eitt það mikilvægasta sem við getum gert fyrir heilsuna, meiri orku og þyngdartap.
Í nóvember deildi ég með tölublaði Man hvernig á að komast að fæðuóþoli og hvað er til ráða. Fæðuóþol/viðkvæmni getur komið með árunum ef við leyfum uppsöfnuðum eiturefnum frá mataræði, lífsstíl eða umhverfi að safnast upp. Eiturefni geta komið jafnvel frá streitu eða skorti á svefni og því mikilvægt að viðhalda og sinna hreinsun líkamans reglulega. Hér koma mín helstu hreinsunarráð, þau sem ég geri mitt fremsta til að sinna daglega.
10 HREINSUNARHOLLRÁÐ
- Vatn
Drekktu meira af vatni yfir daginn og reyndu að fara upp í 2 lítra á dag.
- Byrjaðu morgnana á bolla af heitu vatni með kreistri sítrónusneið.
Heitt vatn með sítrónu hjálpar líkamanum að losa sig við eiturefni ásamt því að bæta meltingu og auka þyngdartap vegna pectin-trefja og basískra eiginleika sítrónunnar.
- Taktu acidophilus (probiotic) daglega.
Acidophilus bætir jákvæða bakteríuflóru líkamans og hjálpar meltingu þinni að starfa á sem ákjósanlegastan hátt og þannig flytja úrgang hraðar út.
- Bættu við kryddjurtum,
kryddjurtir hafa sérstaka hreinsunareiginleika sem hjálpa líkamanum að hreinsa náttúrulega.
- Fáðu nægan svefn
Vertu viss um að þú fáir nægan svefn svo líkami þinn geti endurnýjað sig að innan sem utan og líffæri hreinsað sig náttúrulega.
- Hægðu á þér á meðan þú borðar og tyggðu vandlega.
Einbeittu þér að bragði og samsetningu máltíðarinnar og forðastu rafrænar truflanir eins og frá síma, tölvupósti eða sjónvarpi meðan á máltíð stendur. Þú ert líklegri til að skynja hvenær þú ert södd/saddur þegar þú ert ekki að gera tíu aðra hluti á sama tíma.
- Hreyfðu þig meira yfir daginn.
Farðu út að ganga, lyftu eða hvað sem fær þig til þess að svitna og komdu blóðflæðinu af stað og eiturefnunum út.
- Farðu í gufu
líkaminn hreinsar sig einna helst út frá húðinni og því er frábært að fara í gufu.
- Þakklæti
Taktu eftir einhverju einu sem þú ert þakklát/ur fyrir áður en þú ferð að sofa á hverju kvöldi. Að beina huganum að því jákvæða í lífi þínu er frábær leið til að ljúka deginum.
- Fylltu líkamann af andoxunarefnum og hreinsandi fæðu.
Bláber, krækiber, sveskjur og jarðarber eru fæða sem eru rík af andoxunarefnum og gott að bæta við útí boozt-drykk sem dæmi.
Ef þú vilt taka skrefinu lengra geturðu sótt 1 dags matseðil úr 5 daga matarhreinsun minni hér með uppskriftum sem styðja við hreinsun, þyngdartap og orku.
Líkaðu svo við á facebook og deildu með vinum þínum fyrir léttari og orkumeiri jól.
Heilsa og hamingja
Júlía
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.