29.9.2015 | 09:33
Hvað á að borða fyrir þyngdartap og orku? + uppskrift
Ertu að klikka á grænu?
Eitt af því sem ég byrjaði að elska meira og meira þegar ég hóf lífsstílsbreytingu var allt þetta græna því ég fann hvað það smurði líkama minn af ást (ef ég má taka svo til orða)!
Grænt salat eins og grænkál, klettasalat, spínat eða lambhaga salat er ein helsta fæðan sem hjálpar til við að hreinsa líkamann, styrkja þarmaflóruna, byggja upp ónæmiskerfið, veita orku og draga fram þennan náttúrulega ljóma!
Grænu laufblöðin hjálpa að draga úr löngun í sykur, þar sem sykurlöngun er gjarnan afleiðing af ójafnvægi eða skorti á næringarefnum eins og m.a magnesíum, króm eða skorti á fitu eða próteini í mataræðinu.
Grænu laufblöðin innihalda prótein, fitu og einnig steinefni, járn, kalk, zink, magnesíum, og A,C,E vítamín sem gerir þau að sannkallaðri súperfæðu.
Með því að blanda grænum laufblöðum í blandara hjálpar það til við upptöku næringarefna án þess að líkaminn og meltingin þurfi að vinna mikið og því kemur hér ein uppskrift af orkugefandi og hreinsandi grænum boozt.
Hreinsandi grænn drykkur Júlíu
2 bollar vatn
2 góð Handfylli af blaðgrænu (spínat/lambhagasalat)
1/2 gúrka
2 sellerý stönglar
1 lífrænt epli
1 banani
2 msk sítrónusafi
Klakar (val)
Nokkrir dropar af stevia eða/og fersk mynta (Val)
1. Allt sett í blandarann. Má bæta við frosnu mangó eða berjum.
Að bæta við meira af grænu er eitt af fyrstu skrefunum í Nýtt líf og Ný þú þjálfun sem hefst eftir rúma viku!
Gerist Nýtt líf og Ný þú þjálfun aðeins einu sinni til tvisvar á ári, og það er ekki á dagskrá að halda hana aftur fyrr en haustið 2016!
Svo ef þú hefur íhugað hvernig það væri að breyta um lífsstíl og ert leið á að enda alltaf í sama farinu Ef þú þráir að öðlast varanlegt þyngdartap, orku og allsherjar heilsu! Gæti þetta verið tíminn þinn!
Ef þú hefur áhuga á að skoða meira um þjálfun og fá sendan leiðarvísi með uppskriftum, kennslu úr þjálfun og árangurssögum smelltu hér
Eru skrefin í þjálfun þau sem hafa komið mér og yfir hundruðum öðrum að óskaþyngdinni, FULLT af orku, hreysti og vellíðan.
Ég skapaði Nýtt líf og Ný þú þjálfun til þess að sýna þér leiðina að því hvað getur virkað fyrir þig þá meina ég hvert orð.
Ég trúi að þér er ætlað að lifa fulla af orku, laus við leiðinda kílóin sem eru fyrir þér og þar sem þú ert frjáls að fara upp fjöll og firnindi án þess að verkja í skrokkinn - þar sem þú ert lífsglöð og sátt!
Heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.