5 vísbendingar um að þú gætir verið háð/ur sykri

 

bigstock-Diet-Woman-At-Grocery-Store-Wi-57926495

1. Þú ert með löngun í sykur allan daginn.

Þarftu alltaf að bæta við einhverju sætu út í kaffið þitt eða teið? Grípuru í súkkulaði yfir daginn til að seðja löngunina?

2. Þú átt erfitt með að neita þér um sykur.
Þegar það er eitthvað sætt á boðstólnum, velur þú kökurnar og sætindin fram yfir hollari valkostina? Áttu erfitt með að neita þér um eftirrétt?

3. Þú fyllist kvíða við þeirri tilhugsun að skera niður sykurinn.
Hefur þú áhyggjur um að sleppa sykri?

4. Þú hefur reynt að hætta borða sykur, eða minnka hann, án árangurs.
Ertu oft að reyna minnka eða hætta sykri? Byrjaru stundum vel en sækir svo aftur í sykurinn?

5. Þú upplifir skapsveiflur, ert þreytt/ur og leitar í skjóta orku

Ef þú kannaðist við eitt eða fleiri þessara einkenna hér að ofan gæti líkami þinn hagnast við að sleppa eða minnka sykurneysluna. Með því að minnka inntöku sykurs geturu vanið bragðlauka af sykri og notið frekar náttúrulegrar sætu.

Gott getur verið að byrja hægt til að fyrirbyggja fráhvarfseinkenni og uppgjöf. Geturu fengið eina sykurlausa uppskrift fyrir hvern virkan dag frá mér með ókeypis 14 daga sykurlausa áskorun með mér og yfir 12.000 fleirum á www.lifdutilfulls.is.

Er áskorun hafin og færðu strax sent uppskriftir, innkaupalista fyrir næstu viku ásamt myndbandi með mér í sykurlausa eldhúsinu og hollráð.

Að sleppa eða minnka sykur þarf ekki að óttast og í raun alveg jafn sætt án þess.

 

Skráning í ókeypis áskorun fæst hér: http://lifdutilfulls.is/14-daga-sykurlaus/

 

Heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband