Færsluflokkur: Vísindi og fræði
12.4.2016 | 17:37
6 ástæður af hverju konur þurfa meiri svefn
Hvað veldur því að við konur þurfum meiri svefn en karlmenn?
Rannsóknir sýna að heili okkar kvenna er flóknari" en karla og þarfnast því meiri svefns.
"Konur eiga það til að vera með mörg verkefni á höndum sér, taka ákvarðanir og gera margt í einu, þær þurfa því oft á meiri svefni að halda. Karlmenn sem eru í flóknum störfum sem þurfa að taka mikið af ákvörðunum og leysa mörg verkefni gætu einnig þurft á meiri svefni að halda en meðalmaðurinn.
Þannig að í raun veltur þetta á að heili kvenna sé uppteknari og þurfi meiri tíma til þess að slaka á og jafna sig á næturnar" - prófessor Jim Horne .
Svo þessar 6 ástæður minna okkur því á hvers vegna við konur þurfum sérstaklega að vera meðvitaðar um svefninn okkar.
Bætt geðheilsa
Við konur getum verið sérlega viðkvæmar andlega þegar við sofum illa og eru sterk tengsl milli lélegs svefns og andlegrar vanlíðan, þunglyndi og jafnvel reiði, þessar niðurstöður sýndu ekki eins sterk tengsl hjá körlum.
Aukin brennsla
Svefn og svengd er stjórnað á sama svæði í heilanum.
Í 7 ára finnskri rannsókn á 7.022 miðaldra einstaklingum kom fram að konur sem voru að upplifa svefnvandamál voru mun líklegri til þess að glíma við ofþyngd (5 kg eða meira)
Bætt minni og betri afköst
Fólk sem sefur of lítið afkastar minna í vinnu. Á meðan þú sefur getur þú bætt minnið þitt og færni sem þú lærir á meðan þú ert vakandi.
Minni bólgur
Miklar bólgur í líkamanum hafa verið tengdar við hjartasjúkdóma, heilblóðfall, liðagigt og öldrun fyrir aldur fram. Rannsóknir benda til að þeir sem sofa of lítið, eru með meira af bólgum í líkamanum en þeir sem sofa meira en 6 tíma á nóttu.
Önnur rannsókn sýndi að þeir sem sváfu færri en 6 tíma á dag voru með meira af svokölluðu C-reactive próteini, sem tengist hærri áhættu á hjartaáföllum.
Lengra líf
Þó svo að öldrun á óhjákvæmileg fyrir okkur öll, getum við hægt á ferlinu með því að sofa nægilega lengi á hverri nóttu, og stutt þannig við vellíðan, heilsu og lengra líf.
Vakti greinin áhuga þinn?
Ef svo er máttu deila með vinum þínum á facebook og sérstaklega ef þú átt vinkonu sem sefur lítið eða talar oft um hvað hún þarf að sofa mikið. Ekki leyfa þeim að fara á mis við heilsu sína eins og ég þurfti að upplifa.
heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi
www.lifdutilfulls.is | www.facebook.com/LifduTilFulls | www.instagram.com/lifdutilfulls |snapchat: lifdutilfulls
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)