7.12.2022 | 10:03
Hvernig á að skipta út sykri í bakstri og uppáhalds smákökurnar mínar!
Aðventan býður uppá margar freistingar.
Ilmurinn frá nýbökuðum smákökum á köldum vetrardegi er erfitt að standast, það er því upplagt að gera þær sætar og góðar fyrir þig líka.
Í dag fást svo ótal margar tegundir af hollum og góðum sætuefnum sem sniðugt er að skipta út fyrir hefðbundinn hvítan sykur og betrumbæta uppskriftina að heilsunni.
Það er bara svo huggulegt að eiga eitthvað sem þú getur nartað í og hvað þá með góðri samvisku.
HVERNIG Á AÐ SKIPTA ÚT SYKRI Í JÓLABAKSTRINUM
Það er einfalt að skipta út hefðbundnum hvítum sykri fyrir náttúrulegri sætu í jólabakstrinum án þess að skerða bragð eða að nokkur setji útá það.
Hér eru nokkur náttúruleg sætuefni (þá á ég við sætuefni sem fást frá náttúrunnar hendi en eru ekki unnin sem sykuralkahól) sem má skipta út fyrir í jólabakstri. Sjálfsagt er listinn ekki tæmandi, en hann samsvarar uppgefið magn af einum bolla af hefðbundnum hvítum sykri.
Sjálfsagt má minnka magn sætu ef þú ert ekki vön að neyta sykurs daglega. Hægt er að nálgast sætuefnin í heilsuvöruverslunum og mörgum verslunum í dag og alltaf mikilvægt að kaupa lífrænt og/eða gæða vöru þar sem hún inniheldur fleiri næringarefni, bragðast gjarnan betur og er hollari fyrir þig...
HOLLAR OG SÆTAR SÚKKULAÐIBITAKÖKUR JÚLÍU
Vegan, sykurlausar, glútenlausar. Dásamlegar.
Þú trúir varla að þessar séu hollar.
1 bolli glútenlausir hafrar, malaðir
1 1/4 bolli möndlumjöl
1/2 tsk. matarsódi
1/2 tsk. vínsteinslyftiduft
1/2 tsk. salt
1/2 bolli + 1 msk ólífuolía
1/4 bolli hunang
4-6 dropa steviu
1 tsk. vanilludropar
1/2 bolli lífrænt 70% súkkulaði eða dekkra
1. Forhitið ofn við 180°C .
2. Malið hafrana í matvinnsluvél eða blandara þar til úr verður hveitiáferð. Sameinið möndlumjöl, malaða hafra, matarsóda og lyftiduft í stóra skál.
3. Sameinið olíu, hunang og vanilludropa í litla skál.
4. Sameinið blautu blönduna í litlu skálinni við þurrefnin í stóru skálinni og hrærið saman með sleif. Bættu við söxuðu súkkulaði.
5. Takið deigið með matskeið og setjið á bökunarpappír. Hafið hverja köku um 4 cm með því að dreifa aðeins úr þeim með blautum fingrum og hafið 4 cm á milli þeirra.
6. Bakið við 180°C í 12-15 mín. og slökkvið þá á ofninum. Látið kökurnar bíða í ofninum í um 7-10 mínútur áður en þær eru fjarlægðar úr ofninum. Látið kólna.
Njóttu með kaldri möndlumjólk í samveru við fjölskyldu!
Langar þig í fleiri ljúffengar uppskriftir smelltu hér fyrir ókeypis rafbók með 7 einföldum uppskriftum.
Heilsa og kærleikskveðja
Júlía heilsumarkþjálfi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2022 | 09:43
Lifðu til fulls fagnar 10 ára afmæli!
Núna í október 2022 var 10 ára afmæli Lifðu til fulls.
Litla fyrirtækið sem ég stofnaði fyrir 10 árum hefur aldeilis blómstrað og langar mig því að deila með þér í sögu okkar og hvernig fyrirtækið hefur þróast.
Ég upplifi gífurlegt þakklæti þegar ég hugsa um þann áratug sem við hjá Lifðu til fulls höfum hjálpað þúsundum kvenna að orkumeira lífi, sátt í eigin skinni og líkamlega vellíðan.
Þið sem þekkið mig vel vita að ég stofnaði Lifðu til fulls út frá minni eigin vegðferð að bættri heilsu.
Frá því að ég var ung glímdi ég við iðruólgu (IBS) en það var þó ekki fyrr en um 2011 sem ég fór að taka eftir fleiri heilsubrestum t.d. liðverkjum, mikilli sykurlöngun, þyngdaraukningu og hormónaójafnvægi.
Í framhaldi kynntist ég heilsumarkþjálfunar-skólanum IIN en það nám sýndi mér þann sanna mátt sem rétt fæða getur haft á líkamann. Ég lærði að hver og einn líkami er einstakur og mikilvægt er að detta ekki í one-size fits all hugarfarið.
Ég prófaði allt sem ég lærði á mig sjálfa og fór fljótlega að sjá árangur, allir fyrrnefndu kvillar minnkuðu til muna eða jafnvel hurfu alveg. Og með breyttum lífsstíl hefur mér tekist að halda þeim í burtu síðan!
Það var tekið eftir þeirri vellíðan sem ég var að upplifa því ég hreinlega geilsaði öll og áður en ég vissi var ég komin með minn fyrsta kúnna í heilsumarkþjálfun, kona sem ég þekki ágætlega og spurði hvort ég gæti hjálpað henni.
Ég tók því allsfagnandi enda ekkert sem ég vildi meira en að fleiri upplifðu þá hreinu vellíðan sem fylgir réttu mataræði og heilbrigðum lífsstíl, líkt og ég var að upplifa. Lífstíll sem krafðist ekki megrunar eða matarkúra og innihélt engin boð eða bönn. Gildi sem við hjá Lifðu til Fulls stöndum enn fyrir í dag.
Stuttu eftir útskrift stofnaði ég Lifðu til Fulls, þann 20.október 2012.
Ástríðan fyrir heilbrigðum lífsstíl, matargerð og heilsu var í hámarki og er það reyndar enn. Ég byrjaði með eingöngu einkakúnna en sú reynsla að vinna náið með konum gaf mér þekkinguna sem ég þurfti til þess að setja mig í þeirra spor og hjálpa þeim með sín vandamál.
Árin 2013-2014 menntaði ég mig sem markþjálfi hjá Transformational Coaching Method því mig langaði að hjálpa mínum konum að breyta hugarfarinu og þannig skapa varanlegar breytingar. Síðan þá hef ég alltaf unnið á hugarfarsbreytingum samhliða mataræði, bætiefnum og lífsstíl.
Næsta skref var að þróa hópnámskeið frá netinu, bæði 5 daga matarhreinsun og dýpri hópþjálfun sem í dag ber nafnið Nýtt líf og Ný þú, 4 mánaða þjálfun þar sem kafað er djúpt í einstaklinginn og unnið að varanlegum lífsstíl, mótað út frá þörfum hvers og eins.
Ég vildi leyfa öðrum að upplifa frelsið og þá vellíðan sem fylgdi sykurlausum lífsstíl
5000 einstaklingar skráðu sig í fyrstu sykurlausu áskorunina sem ég hélt. Slíka áskorun endurtókum við 1-2x á ári í þónokkurn tíma og þáttakendur urðu alltaf fleiri og fleiri, síðasta áskorun var með yfir 20.000 manns skráða til leiks.
Árið 2016 kom út fyrsta og eina uppskriftabókin mín, sem inniheldur yfir 100 uppskriftir að bragðgóðum og hollum mat.
Bókin var unnin út frá öllum þeim uppskriftum sem ég þróaði með mér þegar ég var að fóta mín fyrstu fótspor.
Markmiðið var að uppskriftirnar væru einfaldar, fljótlegar og auðvitað bragðgóðar.
Allar eru þær án hvíts sykurs, glúteins og mjólkurafurða og hentar bókin fyrir þá sem eru vegan en það er sérkafli með streetfood sem inniheldur kjöt og fisk í bókinni. Bókin hefur farið tvisvar í prent og nú eru einungis nokkur eintök eftir. Hægt er að fá áritað eintak á afmælistilboðinu með því að smella hér.
Ég heillaðist mikið af hráfæði og fór ég í hráfæðis-kokkanám í Kaliforníu á árunum 2016 og 2018.
Það má segja að eftirréttir í formi hráfæðis , eða sektarlaus sætindi séu mitt sérfag í dag.
Árið 2019 varð til glænýtt námskeið, Frískari og orkumeiri á 30 dögum, sem hefur hjálpað þúsundum kvenna undan sykurlöngun og fyllt líkama þeirra að allsherjar vellíðan, orku og léttleika. Í námskeiðinu má finna ýmis kennsluefni, matreiðslumyndbönd, skipulag og matseðla, innkaupalista.
Ég gæti ekki gert þetta ein og óstudd og á þessum 10 árum hafa mismunandi aðilar stutt við Lifðu til fulls og er ég þakklát fyrir þá alla.
Í dag hjá Lifðu til fulls er ýmist heilsumarkþjálfi og teymi af fólki sem öll vinna að því að gera ykkar líf auðveldara og ánægjulegra. Við þökkum þér fyrir samfylgdnina síðustu ár en þið eruð sko okkar drifkraftur.
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi
p.s. Í tilefni 10 ára afmælis langar mig að bjóða þér uppskriftabók Lifðu til Fulls áritaða af mér á sérstöku afmælistilboði Hægt er að tryggja sér eintak hér(takmörkuð eintök fáanleg)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2022 | 09:34
Járnskortur og þreyta
Vissir þú að járnskortur er einn algengasti næringarskorturinn í heiminum?
Í raun er talið að einn af hverjum 4 einstaklingum glíma við járnskort. Allir aldurshópar geta upplifað slíkann skort en börn, óléttar konur, konur á tíðablæðingum og einstaklingar sem fara í blóðskilun eru þó líklegri.
Járn er mikilvægt steinefni sem hjálpar til við að viðhalda heilbrigðu blóði.
1. Járn gefur þér orku
Járnskortur getur leitt til þreytu en að sama skapi getur nægilegt magn af járni hjálpað til við að auka orku. Það er vegna þess að járn tryggir að blóðrauði geti borið nóg af súrefni um líkamann. Rannsóknir hafa sýnt að það eitt að bæta við fjölbreyttum járngjöfum í mataræðið eykur orku.
2. Járn bætir vöðvaþol
Vöðvarnir þurfa nægilegt magn af súrefni til að dragast saman, sem er ástæða þess að vöðvaþreyta er eitt af algengustu einkennum járnskorts. Járn er einnig mikilvægt fyrir efnaskipti í vöðvum. Að ganga úr skugga um að þú uppfyllir járn þarfir þínar getur hjálpað til við að halda vöðvunum virkum og bætt vöðvaþol þitt.
3. Járn stuðlar að heilbrigðri heilastarfsemi
Járn er mikilvægt næringarefni fyrir heilastarfsemina og taugakerfið. Þeir sem glíma við járnskort eiga gjarnan erfitt með að einbeita sér.
4. Járn styður við meðgöngu
Á meðgöngu eykst magn blóðs og rauðra blóðkorna til þess að mæta þörfum fósturs og fylgju. Það er því mikilvægt að óléttar konur auki járninntöku, bæði til þess að mæta eigin þörfum og vegna þess að járn er mikilvægt fyrir vöxt og taugaþroska fósturs.
5. Járn styrkir ónæmiskerfið
Síðast en ekki síst, þá er járn frábært fyrir ónæmiskerfið í heild sinni. Hæfni járns til þess að flytja súrefni til frumna okkar hefur bein áhrif á hvernig frumur geta læknast af skemmdum og barist gegn sýkingum. Rannsóknir hafa sýnt að fólk með minna járnmagn er næmara fyrir sjúkdómum og þeir sem eru með fullnægjandi járnbirgðir eru fljótari að jafna sig á sýkingum.
Hvernig veit ég að ég sé með járnskort?
Vægur járnskortur getur verið einkennalaus og hægt er að mæla járnmagn með blóðprufu, þó er það oft erfitt að mæla og oft erfitt að átta sig á því hvað veldur skortinum.
Algengustu einkenni járnskorts eru:
- Þreyta og vöðvaþreyta
- Kuldi, hrollur
- Mæði
- Svimi
- Höfuðverkur
- Hárlos og viðkvæmar neglur
- Bólgin eða sár tunga
- Pirringur
- Einbeitingarskortur
Hvernig vinn ég úr járnskorti?
Hægt er að vinna úr járnskorti, annars vegar með járnríkri fæðu og hins vegar með bætiefnum.
Góð dæmi um járnríka fæðu eru rauðvín, rautt kjöt, lifur og líffærakjöt, skelfiskur, sardínur, túnfiskur, kalkún, baunir, linsur, dökkt súkkulaði, spínat, kartöflur (með hýði), graskersfræ og kínóa. Rauðrófur og granatepli innihalda einnig járn.
Það er oft vandmeðfarið að velja góð bætiefni þar sem þeim fylgja oft aukaverkanir, svo sem hægðatregða. Þau bætiefni sem ég hef góða reynslu af eru t.d Floradix, það er í vökvaformi og unnið úr jurtum. Einnig eru tuggtöflur fáanlegar í netverslun Heilsubarsins, þær hef ég notað mikið sjálf.
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi
p.s. Kíktu á heimasíðu mína fyrir fleiri blogg og hollar uppskriftir!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2022 | 18:38
Hvað gerist ef þú drekkur kaffi á fastandi maga..
Kaffi og kortisól
Þú vaknar, lufsast inn í eldhús og byrjar að útbúa fyrsta kaffibollann þú færð koffínið beint í æð og þá fyrst ertu tilbúin í daginn!
Kannast þú við þetta?
Mig deila með þér afhverju þú ættir ekki að drekka kaffi á fastandi maga. Þetta á sérstaklega við um konur, vegna viðkvæms og flókins hormónakerfis.
Hvað gerist þegar við drekkum kaffi á fastandi maga?
Í fyrsta lagi, þá eykur kaffi kortisól oft kallað streituhormón, sem getur haft neikvæð áhrif á egglos, þyngd og hormónajafnvægi (þ.a hitakóf, skapsveiflur og önnur áhrif sem tengjast breytingaskeiði). Ef þú bætir við sykri, sírópi eða kaffijróma með sykri í kaffið veldur það enn meiri kortisól hækkun.
Þetta streituhormón, ásamt öðrum þáttum, hjálpar þér að hafa stjórn á orkunni og vera vakandi.
Kortisól magn er breytilegt yfir daginn en er sérstaklega hátt á morgnana, allt að fyrsta klukkutímann og lækkar svo með deginum og er hvað lægst á kvöldin áður en þú ferð að sofa.
Þegar þú drekkur kaffi strax í morgunsárið, þegar kortisól magn er nú þegar hátt, þá dregur þú úr hormónaframleiðslu og getur því ruglað líkamsklukkuna. Líkaminn gæti því farið að framleiða kortsól á tímum sem hann myndi vanalega ekki gera það, eins og t.d. áður en þú ferð að sofa.
Rannsóknir hafa einnig sýnt að ef við drekkum kaffi þegar kortisól magn er hátt þá framleiðir líkaminn meira kortisól yfir daginn. Of hátt kortisól magn getur sett líkamann í óþarfa streitu ástand sem hann á erfitt með að vinna úr. Sérstaklega ef hann er þegar undir miklu álagi.
Afhverju er kortisól slæmt?
Kortisól er heilbrigt innan ákveðna marka, en of mikið af því getur leitt til þyngdaraukningar, svefn vandræða eða jafnvel skert ónæmiskerfið, svo eitthvað sé nefnt. Jafnvægi í kortisól magni spilar lykilhlutverk í að kvenlíkaminn starfi eðlilega.
Aðrar ástæður fyrir því að kaffi á fastandi maga er ekki æskilegt
Það að drekka kaffi á fastandi maga getur einnig haft slæm áhrif á þarmana. Þetta á ekki við um alla. Það er algengur misskilningur að kaffi sé gott fyrir meltinguna vegna þess að við eigum það til að þurfa á klósettið eftir einn sterkan bolla.
Jæja, hvenær má ég þá fá mér kaffi?
Ef þú vaknar á nokkuð hefðbundnum tíma, þá er best að fá þér fyrsta bollan eftir morgunmat, t.d. milli 9:30 og 12:00, þá er kortisól magnið í líkamanum tiltölulga lágt.
Ef kortisól magnið er svona hátt á morgnana, af hverju finn ég fyrir þreytu?
- Í fyrsta lagi gæti það verið gömlum venjum að kenna. Ef þú ert vön/vanur því að drekka kaffi strax þegar þú vaknar þá er líkaminn orðinn vanur því og farinn að bíða eftir koffíninu strax þegar hann vaknar.
- Í öðru lagi gæti vandamálið einfaldlega verið þorsti. Við vöknum gjarnan þyrst eftir langan svefn og æðum beint að kaffivélinni án þess að staldra við og fá okkur vatnssopa. Prófaðu því að drekka stórt glas af vatni um leið og þú vaknar og sjáðu hver áhrifin eru.
- Í þriðja lagi geta slæmar svefnvenjur verið sökudólgurinn. Flestir þurfa 7-8 tíma svefn, ef þú ert langt fyrir neðan þessar tölur þá mun það skila sér yfir daginn, á einn eða annan hátt. Góður svefn snýst heldur ekki bara um lengd heldur líka um gæði.
Vellíðan sem fylgir því að hafa kaffið í hófi
Ég fæ oft að heyra frá konum sem hafa lokið Frískari og Orkumeiri á 30 dögum námskeiðinu hjá mér, þar sem kaffi drykkjan er komið innan heilbrigða marka yfir 30 daga tímabil og jafnvel lengur fyrir marga, þær finna fyrir meiri orku, minni freistingum og stöðugari blóðsykri.
Breytt mataræði og lífsstíll spila að sjálfsögðu inn í þessa vellíðan, en það er þess virði að staldra við og velta því fyrir sér hvaða áhrif kaffibollinn er að hafa á mann.
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.6.2022 | 11:53
Magnesíum og súkkulaðilöngun
Glímir þú oft við súkkulaðilöngun?
Að neyta súkkulaðis í hófi er í fullkomlega góðu lagi en hins vegar, ef þú finnur fyrir stöðugri löngun í súkkulaði gæti það bent til þess að þú glímir við magnesíumskort sem líkaminn er að reyna að uppfylla.
Enda er súkkulaði sérlega ríkt af magnesíum.
Magnesíum spilar stórt hlutverk þegar kemur að líkamanum, m.a. styður það við vöðva, taugaboð og orku.
Magnesíumskortur er í flestum tilvikum án einkenna en ef um langvarandi skort er að ræða getur það ýtt undir háan blóðþrýsting, hjartasjúkdóma, sykursýki 2 og beinþynningu.
Magnesíum er einnig mikilvægt fyrir þá sem glíma við mikla streitu enda framleiðir líkaminn streituhormón þegar hann er undir álagi sem dregur úr magnesíumforða líkamans.
Magnesíum er einnig mikilvægt fyrir þá sem æfa mikið þar sem það bætir endurhæfingu eftir erfiðar æfingar.
Magnesíum jafnar blóðsykurinn og hjálpar líkamanum að vinna úr frúktósa, sem finnst í sykri.
Ef þú ert rík af magnesíum ert þú þá ólíklegri til þess að upplifa sykursjokk eftir mikla sykurneyslu.
Einkenni sem gætu þýtt að þú glímir við magnesíumskort
- Sterk löngun í súkkulaði eða kasjúhnetur (báðar ríkar af magnesium)
- Sykurlöngun
- Stirðir vöðvar
- Krampar í vöðvum
- Óróleiki
- Kvíði
- Streita
- Erfiðleiki með afslöppun og svefn
- Orkuleysi og þreyta
Við erum öll mismunandi og sumir þurfa meira magnesíum en aðrir. Aðrir getað tengt súkkulaði- eða sykurlöngun sína við önnur lykil-steinefni sem þeim skortir.
Langar þig að vita hver er orsök sykurlöngunnar þinnar?
Koma líkamanum þínum í jafnvægi og dýpka þekkingu þína á fæðutegundum, komdu þá á fyrirlesturinn minn Meiri orka og Minni sykurlöngun sem verður haldinn í beinni næstkomandi fimmtudag 2. júní kl 10:00 og miðvikudaginn 8. júní kl 20:00
Heilsa og hamingja,
Júlía Heilsumarkþjálfi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.4.2022 | 10:12
Ráð við liðverkjum á breytingaskeiðinu
Glímir þú við bakverki, liðverki, stirða liði, gigtareinkenni eða skyndilegan sársauki á ýmsum stöðum?
Mörg okkar telja verki í liðum einfaldlega hluta af því að eldast og að við þurfum bara að læra að aðlagast og lifa með þeim.
Það gæti ekki verið fjarri sanni!
Sársauki er ekki einungis upplifun verkja heldur hefur hann einnig áhrif á andlega líðan og hvernig þú höndlar lífið, samskipti við fjölskyldu og vini og hversu miklu þú áorkar daglega.
Sársauki er í raun leið líkamans til að segja þér að eitthvað sé að og einnig gott merki um að eitthvað í þinni fæðu eða frumfæði sé úr jafnvægi.
Áhrif estrógens á liðverki
Liðverkir eru sérstaklega algengir hjá konum rétt fyrir og á breytingaskeiðinu vegna skorts á estrógeni.
Estrógen er hormón sem hefur jákvæð áhrif á liði með því að halda bólgum niðri en bólgur eru ein aðalástæða liðverkja.
Þegar estrógenstigið í líkamanum byrjar að minnka hjá konum um 5-10 árum fyrir breytingaskeiðið, þá fá liðirnir minna og minna af estrógeni og afleiðingin er oft sársauki. Lágt estrógen getur einnig haft í för með sér að fitufrumur birgja sig upp af meiri fitu og hægja á brennslu líkamans.
Brennslan hægist einnig um 5% fyrir hvern áratug eftir breytingraldurinn svo það er engin furða að konur þyngist frekar eftir fertugt. Rannsóknir sýna að konur bæta á sig að meðaltali 5-8 kílóum á þessu tímabili lífsins og sest þessi aukaþyngd aðallega á kviðinn.
Þú getur komist að því hvort þú sért lág í estrógeni með einfaldri blóðprufu hjá lækni.
Hvernig getur þú losnað við liðverkina og náð þyngdinni á góðan stað?
Það fyrsta sem þarf að skoða er vatnsinntaka því vökvatap í líkamanum ýtir undir liðverki og með hnignun estrógens á líkaminn erfiðara með að viðhalda vatnsmagninu í líkamanum.
Svo þarf að styðja blíðlega við lifrina og afeitra, þar sem estrógen er umbrotið í lifrinni. Þetta gerir þú með réttri næringu sem gerir þig sadda, hreinsandi og nærandi bætiefnum og fæðu, blíðri hreyfingu og nægri vatnsdrykkju.
Áhrifaríkasta leiðin til að koma jafnvægi á estrógen, losa um liðverki, gigtareinkenni og bakverki ÁSAMT því að stuðla að eðlilegu þyngdartapi er með lífsstílsbreytingu! Það þýðir að hætta að leitast eftir skyndilausnum og finna út hvað raunverulega virkar fyrir þig og endist þér út ævina.
Þú átt skilið að lifa betra lífi. Ekki sætta þig við lífið með liðverkjum, bakvandamálum og tilheyrandi kvillum ef því getur fengið því breytt með réttum skrefum og lífsstíl í jafnvægi.
Yfir síðustu ár hef ég skuldbundið mig því að gerast sérfræðingur á sviði heilsu og lífsstíls og er það mín löngun að einfalda og stytta þér leiðina að bættri heilsu og hjálpa þér að komast loksins að því hvað virkilega virkar fyrir þig!
Ég vonast til að sjá þig í Nýtt líf og Ný þú þjálfun sem hefst á næstu vikum og hjálpar þér að skapa lífsstíl sem gefur þér allsherjar vellíðan, orku alla daga, léttari líkama (án erfiðis) og svo miklu miklu meira!
Heilsa og hamingja
Júlía Magnúsdóttir, heilsumarkþjálfi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2022 | 16:40
Óhreinn ristill?
Grunnurinn að góðri heilsu er heilbrigð þarmaflóra.
Ristillinn þinn virkar sem fráveitukerfi líkamans og með vanrækslu á honum breytist hann í geymslustað fyrir eiturefni og starfsemi hans skerðist. Þá leysir ristillinn frekar eiturefni út í blóðrásina sem hefur áhrif á heilastarfsemi, taugakerfi, líffæri og skjaldkirtilinn. Þegar þessir hlutir eru undir neikvæðum áhrifum hefur það einnig neikvæð áhrif á orkuna þína.
Ristillinn tengist því einnig hvort við nýtum þá næringu sem við fáum frá fæðu og bætiefnum eða ekki. Ef ristillinn er uppfullur af eiturefnum þá nýtast næringarefnin verr, sem leiðir til næringarskorts þrátt fyrir að verið sé að neyta næringarefnanna!
Ef þetta ert þú gætir þú upplifað:
Færri en 2-3 á klósettferðir á dag, uppþembu, orkuleysi, slappleika, depurð, vanlíðan og fleira.
Áhrifaríkasta leiðin til að koma koma þarmaflórunni í eðlilegt ástand er með blíðlegri hreinsun með alvöru mat (ekki aðeins með söfum en slíkt getur haft slæm áhrif á nýrnahettur og skjaldkirtil).
Á hverju ári held ég þriggja vikna hreinsun með Nýtt líf og Ný þú þjálfun. Í hreinsuninni er borðaður dásamlegur matur (sem allir á heimilinu getað notið) og ávinningurinn er meðal annars minni verkir, aukin orka, léttari líkami, bættur svefn, minnkun á hitakófum, bætt kólesterólstig og margt fleira!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2022 | 13:09
Hár blóðþrýstingur: Einkenni og hvað er til ráða?
Hefur þú fengið það staðfest hjá lækni að þú glímir við of háan blóðþrýsting?
Hár blóðþrýstingur er nokkuð algengt vandamál og í raun mun algengara en þig grunar!
Margir glíma við of háan blóðþrýsting án sinnar vitundar enda eru einkennin fá og jafnvel engin. Þó koma sum einkenni upp, þar á meðal:
- Sjóntruflanir
- Mæði
- Blóðnasir
- Uppköst
- Höfuðverkur, einkum á morgnanna
- Erfiðleikar með öndun
Algengi háþrýstings er 30-45 % hjá einstaklingum eldri en 18 ára og hlutfallið eykst með hækkandi aldri.
Hvað er eðlilegur blóðþrýstingur?
Eðlilegur blóðþrýstingur er undir 135 í efri mörkum og undir 85 í þeim neðri.
Þegar blóðþrýstingur er kominn yfir 140 í efri mörkum og yfir 90 í neðri mörkum er talað um háan blóðþrýsting.
Hvað veldur háum blóðþrýsting?
Algengur orsakavaldur að of háum blóðþrýsting er m.a ofsaltað eða fituríkt mataræði, yfirþyngd, hreyfingarleysi, streita eða mikil áfengisneysla (meira en 1-2 glös á dag). Ef þú tengir við eitthvað af þessum atriðum er ekki vitlaust að kanna hjá lækni hvort blóðþrýstingurinn sé í lagi.
Stundum er þó undirliggjandi sjúkdómur eða veikindi sem valda honum eins og t.d. skjaldkirstilsvandamál, ofvirkni í nýrnahettu eða þrengsli í nýrnaslagæð. Einnig getur hár blóðþrýstingur verið ættgengur eða komið með aldrinum.
Háþrýstingur er óæskilegt ástand því því hann eykur hættuna á heilablóðföllum, kransæðastíflu, hjartabilun og nýrnabilun.
Hver er lausnin?
Ein áhrifaríkasta og heilbrigðasta leiðin sem talin er getað lækkað blóðþrýsting til langri tíma er breyttur lífsstíll. Þá er meðal annars átt við hreina fæðu, minni neysla á salti og óhollri fitu, hreyfing og minna áfengi. Einnig er mikilvægt að léttast.
Sem dæmi um mat sem mikilvægt er að neyta í hófi gegn háum blóðþrýsting er:
- Sykur
- Koffín
- Áfengi
- Slæm jurta- og dýrafita sem finna má í snakki og tilbúnum mat til upphitunar
- Sódíumrík fæða á borð við soyasósu, unnar kjötvörur og niðursoðinn matur.
Hins vegar eru margar fæðutegundir sem gott er að borða gegn háum blóðþrýsting m.a.
- Omega-3 fitusýrur t.d. Lýsi, lax og chia fræ
- Pottassíumríkur matur t.d. melónur, bananar og avókadó
- Hvítlaukur
- Trefjar sem finna má í ávöxtum, grænmeti og fræjum
- Dökkt súkkulaði (t.d lífrænt og sykurlaust)
- Kalíumríkur matur á borð við tómata, sætar kartöflur, ferskjur og fiskur.
Er hægt að laga háan blóðþrýsting með breyttum lífsstíl?
Vænlegasti árangurinn gegn háum blóðþrýsting er að lagfæra lífsstílinn og styðjast við hreint mataræði. Lykilatriðið er þó að finna hvað hentar þínum einstaka líkama best og samhliða því vinna á hugarfari, streitulosun og hreyfingu, enda helst þetta allt í heldur. Þetta er akkúrat það sem við gerum með okkar flaggskips þjálfun Nýtt líf og Ný þú, 4 mánaða þjálfun þar sem ég leiði þig skref fyrir skref að lífsstíl sem gefur þér vellíðan, sátt í eigin skinni og jafnvægi! Sú þjálfun hefur hjálpað mörgum að minnka/hætta á blóðþrýstingslyfjum í samráði við lækni og er sniðin að konum sem hafa keyrt sig út, vilja setja heilsuna í forgang og öðlast varanlega breytingu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2022 | 08:47
Oregano olía gegn flensu
Það virðist sem margir hafa gripið með sér flensu upp á síðkastið, ég sjálf lá niðri með hálsbólgu, kvef og flensu og náðu að hrista það af mér með góðri hvíld, svefni, hreinni fæðu og einhverju sem ég gríp ávallt í oregano olía!
Oregano olían er talin ein sú besta gegn fyrir kvefi, hálsbólgu eða flensu af hverskonar tagi.
Í hvert sinn sem ég hef orðið veik, hvort sem það slappleiki eða flensa, nú eða þegar ég fékk Covid-19, missti bragð- og lyktarskyn, fékk flensku-einkenni, lá heima með hita og átti í erfiðleikum með að anda djúpt þá náði organo olían ávallt að hjálp mér við að endurvinna heilsuna á ný.
Kostir Oregano olíu
- Bætir meltingu
- Drepur bakteríur
- Er sveppadrepandi og bólgueyðandi
- Getur stuðlað að lækkun kólesteróls
- Minnkar verki
- Hjálpar til við þyngdartap
- Styður við ónæmiskerfið
Hvernig nota skal Oregano olíu
Mikilvægt er að taka inn oregano olíu sem er ætluð til inntöku. Ekki allar olíur er hægt að innbyrða. Þá eru 2-3 dropar settir undir tungu og látið liggja í 15 sekúndur. Þetta er endurtekið 1-3 yfir daginn þegar þú finnur einkenni veikinda, m.a.hálsbólgu, hellast yfir. Einnig er hægt að setja út í vatn eða/og olíu og drekka. Ég get staðfest að þetta rífur verulega í. Það er hægt að finna oregano olíu í belgjum en hreina olían er talin hafa hraðari og sterkari upptöku.
Ég segi alltaf að bætiefni ættu aldrei að koma í stað hreinnar fæðu, hreyfingar og andlegrar heilsu enda er það undirstaða góðrar heilsu. Bætiefni eru góð til inngrips og nýtir þú þau best þegar líkaminn er regulega hreinsaður og streita, uppsöfnuð eiturefni og ruslfæða fær ekki að setjast að.
Ef þú finnur að líkaminn sé gjarnari á að grípa flensur og brestir hafa komið með aldrinum er það að öllum líkindum merki um að fæðuhreinsun og lífstílsbreyting (mataræði, hugurinn og hreyfing) sé nauðsynleg til að koma þér úr þeim vítahring!
Heilbrigður lífsstíll hjálpar fólki einnig í átt að hraðara bataferli og sterkara ónæmiskerfi yfir höfuð þ.e. færri flensu- og veikindadagar á árinu.
Heilsan er okkar ríkidæmi! Nýtt líf og Ný þú þjálfunin opnar fyrir skráningu bráðlega og býðst þér að koma á biðlistann hér og kynnast henni betur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2022 | 15:31
Candida og sykur
Glímir þú við uppþembu og magaverki?
Upplifir þú síþreytu eða ofnæmi?
Hefur þú óþol fyrir ýmsum matvælum og færð auðveldlega meltingartruflanir?
Ef svo er, þá gæti verið að þú sért að glíma við ofvöxt á Candida sveppi!
Hvað er Candida?
Candida albicans er gersveppur sem finnst í líkamanum og má finna hann víða, m.a. í leggöngum, húð, munni og meltingarfærum. Líkaminn er fullfær um að halda sveppnum í skefjum en í honum leynast ýmsar bakteríur sem vinna gegn honum og halda jafnvægi í líkamanum.
Í sumum tilvikum er hins vegar talað um ofvöxt á Candida og á það við þegar sveppurinn er orðinn það dreifður að líkaminn nær ekki að halda honum í svefjum. Ýmsar ástæður eru fyrir slíkum ofvöxt, m.a. sýklalyf og ónæmisbælandi lyf, en ein helsta ástæðan er þó oft slæmt mataræði og ofneysla sykurs.
Konur og Candida
Margar konur sem ég þekki hafa glímt við Candida á lífsleiðinni en það er töluvert algeng vandamál kvenna.
Helsta einkenni Candida hjá konum eru:
- Sýking í leggöngum en það lýsir sér sem kláða, sviða eða vondri lykt.
- Sýking í munni t.d. hvítir blettir á tungu
- Tíðar og krónískar þvagfærasýkingar
- Meltingarvandamál á borð við krampar, niðurgang, blóð í hægðum eða sársauki í kvið.
- Liðverkir en Candida getur farið útí blóðstreymið og til liðamóta
Ef einstaklingur glímir lengi við ofvöxt Candida og vinnur ekki á honum geta afleyðingar verið orsök að ýmsum öðrum sjúkdómum. (Sjá nánar hér ) Hægt er að fara til læknis tli að greina Candida.
Hver er lausnin?
Sem betur fer eru til allnokkrar leiðir til þess að vinna gegn ofvexti Candida og m.a með breyttu mataræði og hollum lífsstíl sem hefur reynst mörgum vel . Mikilvægast er þá að forðast sykur í öllu formi m.a. hvítan sykur, ávexti, djús, hunang og ýmsar mjólkurvörur. Einnig er áfengi og kaffi ofarlega á lista yfir bannaðar fæðutegundir ásamt matvælum sem innihalda ger og myglu.
Ýmsar fæðutegundir vinna gegn sveppnum sem gott er að bæta við í mataræðið. Þær fæðutegundir eru m.a hvítlaukur, eplaedik, brokkolí, engifer, olífuolía, negull, kanill, villtur lax og sítróna.
Ýmsar jurtir og mörg fæðubótarefni sem vinna gegn sveppnum sem gott er að taka m.a. Bio Kult, Acidophilus t.d frá Corebiotics eru sterkir og góðir og Oregano olía til inntöku. Fleiri bætiefni eins og Liposomal PC og Transfer factor Enviro eru einnig talin góð í að halda candida í skefjum.
Ath að allar ráðleggingar hér á vefsíðu Lifðu til fulls eru birtar sem fræðsluefni og mælum við með því að leita læknis áður en breytingar á mataræði eða inntaka fæðubótaefna er hafin.
Þó að engin töfralausn sé til staðar til þess að vinna gegn Candida sveppnum er lífstílsbreyting og breytt mataræði talin sterkasta vopnið ásamt því að styrkja og efla ónæmiskerfið og hefur hjálpað mörgum að bata. Ætti að okkar mati breytt mataræði ávallt að koma fremur eða/og samhliða bætiefnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)