Orkulaus? Prófaðu þessar 6 fæðutegundir!

Haustið er sannarlega tíminn til þess að hressa við líkamann og þá koma þessar sex fæður sér vel. Þær eru orkugefandi og hjálpa líkamanum að losna við sykurpúkann og jafnvel einhver aukakíló.

Það besta er hversu einfalt það er að bæta þeim við í daglegt mataræði.

Varstu annars búin að frétta? Þarnæsta miðvikudag kl: 20:00 er ég að halda ókeypis símtal

“5 skref sem tvöfalda orkuna,  losna við aukakílóin og fylla þig vellíðan.”
Skráning er hafin hér, en í símtalinu lærir þú ómissandi ráð að hefja breyttan lífsstíl og færð ókeypis uppskriftir sendar!

Ef þú hefur áhuga á að fara skrefi lengra fyrir heilsuna mun ég segja frá Nýtt líf og Ný þú 4 mánaða lífsstílsþjálfun í símtalinu!

DSCF1354

1. Daglegur grænn drykkur

Eitt af mínum helstu ráðum til að fríska uppá líkamann er að drekka næringarríkan og góðan grænan drykk eða safa á hverjum degi. Þetta gefur líkamanum næringu og algjört orkuskot. Ef þú hefur verið að borða mikið af salti eða sykri getur slíkur drykkur einnig hjálpa við að losa óþarfa eiturefni úr líkamanum sem og seðja matar- og  sykurlöngun.

Hrærðu saman ferskum kryddjurtum, gúrku og salatblöðum ásamt berjum og banana fyrir bragðgóðan drykk eða fylgdu uppskrift hér.

DSCF1369small

2. Meltingargerlar

Heilbrigð þarmaflóra er grunnur að góðri heilsu og getur slæm melting átt afgerandi þátt í myndun óþæginda og kvilla. Góðir meltingargerlar geta því hjálpað að bæta meltinguna sem og draga úr bólgum og efla ónæmiskerfið.

Meltingargerla fást víða í töfluformi og gott er að taka þá inn að morgni á fastandi maga. (t.d frá dr. mercola sjá hér). Einnig eru nokkrar fæðutegundir sem hafa góða meltingargerala eins og sýrt grænmeti, gerjuð kókosjógúrt eða kombucha drykkur.

 

3. Trefjarík fæða

Að koma meltingu í betra horf eftir frí eða þegar þú vilt fríska uppá líkaman er nauðsynlegt. Líkaminn þarfnast bæði leysanlegra og óleysanlegra trefja, sem hægt er að fá úr plöntufæði. Leysanleg trefjaefni eru seðjandi, við fáum þá t.d. úr höfrum, chia fræjum, hörfræjum, baunum og berjum. Óleysanleg trefjaefni hjálpa til við að halda meltingunni á hreyfingu og vinna úr slæmum mat, þá fáum við t.d. úr brúnum hrísgrjónum, hentum, kornmeti og grænmeti.
Bættu trefjum í fæðuna með því að setja chia, hentum eða hörfræ útí búst og salöt.

Fyrir utan elstu te verslun í Kína.
Fyrir utan eina elstu te verslun Kína.


4. Grænt te

Þegar ég ferðaðist nýlega til kína fór ekki á milli mála að kínverjar elska græna te-ið sitt enda ótrúlega bragðgott og frískandi. Ef þú ert ekki vön að fá þér grænt te er aldrei of seint að prófa en grænt te inniheldur náttúrulegt koffín sem talið er auka brennsluna, lækka kólerstról og efla ónæmiskerfið. Einnig inniheldur það adoxunarefnið ECGC (e. epigallocatechin gallate) sem styður við hjarta- og taugakerfið og getur minnkað líkur á heilablóðfalli.

Bættu við bolla af grænu te í stað kaffibolla að morgni.

 

5.  Sítróna

Heitt vatn með sítrónu hjálpar líkamanum að losna við eiturefni, bæta meltingu og stuðla að brennslu vegna pectin-trefja og basískrar eiginleika sítrónunnar. Sítrónur eru einnig c-vítamínríkar og getað dregið úr bólgum.

Byrjaðu daginn á heitu vatni með sítrónu. Best er að kreista hálfa sítrónu í volgt vatn og drekka á tóman maga strax í morgunsárið.

 

6. Holl fita

Oft þegar ég er með löngun í eitthvað sætt, rifja ég upp mataræði mitt yfir daginn og kanna hvort mig skorti holla fitu. Holl fita sem og nauðsynleg næringarefni getað oft verið undirliggjandi ástæða sykurlöngunar. Holl fita er seðjandi, eykur brennslu, jafnar blóðsykurinn og spilar lykilhlutverk í orku.

Bættu við hollri fitu frá avókadó, hempfræjum, hörfræolíu, fiski, tahini, möndlusmjöri eða kókosolía í daglegt mataræði.

 

Ég vona að þessar fæður komi sér vel og að þú bætir einhverjum þeirra við í daglegt mataræði!

Vertu svo með mér og yfir 250 sem eru skráðir í ókeypis símtalið þarnæsta miðvikudag 30.ágúst kl 20 og lærðu ráð til að hefja haustið með breyttum lífsstíll!

Í símtalinu fer ég yfir 5 einföld skref sem tryggja þér árangur sem endist, hvernig megrunarkúrar geta valdið fitusöfnun og hvernig vissar "hollar fæðutegundir geta verið skaðlegar heilsunni.

Þú vilt ekki missa af þessu! Ég mun deila ráðum sem hafa komið mér og yfir hundruðum annara að lífsstíl með varanlegu þyngdartapi, orku alla daga og heilsu og segja þér frá þjálfun sem fer að byrja hjá mér ef þú vilt taka skrefið lengra.

Smelltu hér til að skrá þig! (ath: skráning takmörkuð)

Heilsa og hamingja,
jmsignature


5 fæðutegundir sem losa þig við bólgur og bjúg

Aukakíló, bjúgur, bólgur og meltingaróþægindi eiga því miður til að vera fylgifiskar sumarsins. Bjúgur getur átt margar orsakir en algengt er hann myndist vegna fæðuóþols, próteinskorts eða of mikillar neyslu á salti. Bólgur í frumum líkamans geta valdið margskonar hrörnunarsjúkdómum og má oft rekja þær til lélegs mataræðis og streitu sem hefur oft skelfileg áhrif á líkamann.

Besta meðferðin við bjúg er auðvitað að greina orsök hans og meðhöndla útfrá því, þannig er einnig hægt að fyrirbyggja hann. En það eru margar náttúrulegar leiðir til þess að draga úr bjúg og bólgum sem hafa þar að auki marga fleiri kosti og góð áhrif á líkamann.

Hér eru nokkur atriði sem hjálpa til við að halda meltingunni heilbrigðri og draga úr bólgum og bjúg.


DSC_2886

Túrmerik

Hefur verið notað sem krydd, lækningajurt og litarefni í Suðaustur-Asíu frá því um 600 fyrir Krist. Turmerik rótin hefur verið notuð í indversku Ayurveda læknisfræðunum um þúsund ár. Áhrif túrmeriks hafa mikið verið rannsökuð á síðustu árum og er túrmerik t.d. talið geta dregið úr bólgum, aukið hormónajafnvægi, hafr góð áhrif á heila og minni og hefur náttúrulega andoxunarvirkni.

Túrmerik hylki og hreint túrmerik extraxt fæst t.d. hjá Mammaveitbest.


Engifer

Engifer er gott við meltingatruflunum, ógleði, loftmyndun og krampa í maganum, það er einnig mjög örvandi fyrir blóðrásina. Engiferjurtin er rík af B-vítamínum, járni, mangan, magnesíum og sinki. Einnig inniheldur engifer virk efni sem heita gingerols og hefur það svipuð bólgueyðandi áhrif og túrmerik.
Það er mjög einfalt að koma engifer inn í mataræðið, til dæmis má bæta engiferdufti (fæst hér) í búst og allskyns rétti. Einnig er snilld að taka skot af hreinum engifersafa á morgnanna.
-

DSC_2880-

Hörfræolía

Ein af þessum góðu fitum sem hafa svo góð áhrif á líkamann en hörfræolían er stúfull af Omega-3 fitusýrum sem örva fitubrennslu en draga úr vökvasöfnun og sætindafíkn. Gott er að taka olíuna inn að morgni (1-2 teskeiðar) en svo er að blanda henni saman við morgungrautinn, útí búst eða safa. Olían er sérlega góð fyrir konur á breytingaskeiðinu og hefur mjög góð áhrif á húðina.


Chia fræ

Chia fræ gefa okkur prótein og góða fitu ásamt því að hjálpa til við stjórnun á kolvetnaupptöku líkamans. Þau eru einnig trefjarík og hjálpa því til við að hreinsa eiturefni úr líkamanum og að viðhalda heilbrigðri melting en ásamt því eru þau rík af kalki. Chia fræin eru ein kraftmesta, hentugasta og næringaríkasta ofurfæðan, frábær uppspretta af andoxunarefnum, heilpróteinum, vítamínum og steinefnum. Þau eru einnig ríkasta plöntu-uppspretta af omega-3 fitusýrum í heiminum.


Eplaedik

Eplaedik er náttúrulega hreinsandi og hjálpar við að örva framleiðslu magasýra sem er mikilvæg fyrir góða meltingu. Það er næringarríkt, hefur góð áhrif á blóðsykurinn, minnkar bólgur og verki í líkamanum og getur unnið gegn ýmsum kvillum eins og sveppasýkingu, húðvandamálum, vefjagigt og síþreytu. Mörgum þykir eplaedikið vont á bragðið en það er til dæmis hægt að taka inn matskeið af því á morgnanna eða þá blanda í safa eða búst til að deyfa bragðið.


Mig langar síðan að segja ykkur frá ókeypis kennslusímtalinu sem ég mun halda þann 30.ágúst. Ég hef haldið þetta símtal nokkrum sinnum áður og komast alltaf færri að en vilja.

Í símtalinu fer ég yfir 5 einföld skref sem tryggja þér árangur sem endist, hvernig megrunarkúrar geta valdið fitusöfnun og hvernig vissar "hollar fæðutegundir geta verið skaðlegar heilsunni.

Ekki missa af þessu! Skráning er hafin hér.
-

Heilsa og hamingja,
jmsignature


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband