Magnesíum og streita

DSC_2682 2

Færð þú oft sykurlöngun þegar það er streitutímabil hjá þér?

Magnesíum hjálpar við sendingu taugaboða og slökun vöðva. Við þurfum magnesíum til að sinna taugaboðum frá vöðvunum til heilans og einnig er magnesíum  nauðsynlegt fyrir upptöku kalks. Magnesíum ásamt kalki hjálpar við vöðvaslökun sem aðstoðar m.a. við æðavíkkun og lækkun á blóðþrýstingi.

Magnesíum hefur meira að segja verið kallað hin náttúrulega “chill pill” en það getur dregið verulega úr streituhormónum. Þegar líkaminn er undir streituálagi, þá framleiðir hann streituhormón og dregur þetta úr magnesíumforða líkamans.

Því er það oft þannig að þegar við erum undir mikilli streitu krefst líkaminn meira magns af magnesíum en vanalega og því gott að taka inn magnesíum á streitutímabili.

Þegar líkamann skortir magnesíum er mjög algengt að við sækjum í sykur enda súkkulaði sérlega magnesíumrík fæða.
-

DSC_2640

-
Magnesíum jafnar blóðsykurinn og hjálpar líkamanum að vinna úr frútkósa (sem finnst í sykri). Svo ef kemur til þess að þú fáir þér fæðutegund sem hefur hátt hlutfall af frúktósa eða sykri, eru minni líkur á því að þú fáir “sykursjokk”, ef líkami þinn hefur nóg af magnesíumforða.

Magnesíum er einnig mikilvægt fyrir þá sem æfa mikið þar sem það getur hjálpað líkamanum að jafna sig eftir æfingar.

Einkenni þess að þú gætir gætir þurft að taka inn magnesíum eða þurft meira eru m.a, stirðir vöðvar,  krampar í vöðvum, óróleiki, kvíði, streita, erfiðleiki með að afslöppun, orkuleysi og þreyta.

Við erum öll mismunadi og sumir þurfa meira en aðrir. Ef þú ert undir mikilli streitu, æfir mikið eða sækir gjarnan í sykur gæti kallar líkaminn yfirleitt meira magnesíums.

-

DSC_2625
-
Hvernig á að taka inn magnesíum

Hægt er að taka inn magnesí­um í duft- eða töflu­formi.  Hlustaðu á líkamann og ráðfærðu þig við lækni ef þú íhugar að bæta við staðlaða dagskammtinn.
-

Magnesíumríkar fæðutegundir:

  • dökkt kakó og kakónibbur
  • döðlur
  • gráfíkjur
  • kasjúhnetur
  • klettasalat
  • avókadó
  • sesamfræ og tahini (sesammauk)
  • bananar
  • alfalfa spírur

Ég vona að greinin hjálpi þér að tækla sykurlöngunina undir streitu!

Þar sem magnesíumskortur leiðir til sykurlöngunar, mæli ég með því að þú skoðir ókeypis fyrirlesturinn minn á netinu -“3 einföld skref sem halda sykurlöngun burt, brenna fitu náttúrulega og tvöfalda orkuna!” til að vinna enn beturá sykurlöngun!

Smelltu hér til að skrá þig á ókeypis net-fyrirlesturinn.

Heilsa og hamingja,
Júlía Heilsumarkþjálfi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband