Fallegar súkkulaði trufflur með lakkrís - uppskrift

Þessar trufflur eru hreint lostæti og mætti líkja þeim við hráfæðisútgáfu af þrist. Allir sem hafa smakkað trúa ekki að þær séu hollar og sykurlausar! Ég útbjó eins konar “álfaduft” úr náttúrulegum innihaldsefnum eins og jarðaberjum, túrmerik, matcha te og ekki skal gleyma 100% lakkrís dufti sem tekur trufflurnar á næsta stig.

Trufflurnar er gott að eiga til að narta í yfir hátíðirnar og einnig gera þær fallegt konfekt til að gefa! Ég mæli með að geyma trufflurnar í kæli, þar sem þær endast í u.þ.b. viku, og þú getur auðveldlega nælt þér í eina og eina trufflu! 

DSC_0756

 

 

 

 

 

 

 

 

Ekta súkkulaði trufflur með lakkrís

Uppskrift gefur 35-40 trufflur, fer eftir stærð

Súkkulaði trufflurnar:
1 bolli (130 gr) möndlur
1 ¼ bolli (150 gr) mjúkar döðlur
1/8 tsk vanilluduft eða 1 tsk vanilludropar
salt á hnífsoddi
smá vatn
-
1/4 bolli (40 gr) kakó
rétt undir ¼ bolla (60 gr) kakósmjör

Marsipan lakkrísinn:
1/4 bolli afhýddar möndlur (ég notaði frá Rapunzel)
1 ½  msk hlynsíróp
1/8 tsk vanilluduft eða ¼ tsk vanilludropar
1 tsk hreint lakkrís duft (t.d gróft duft frá Lakrids by Johan Bülow sem fæst í epal)
10 klípur himalaya salt  eða í kringum 1 tsk
¼ tsk activated charcoal powder (valfjálst að nota þar sem þetta bætir bara svarta litinn)

Súkkulaðihjúpur:
75% dökkt súkkulaði sætað með kókospálmasykri eða annað náttúrulegt súkkulaði (t.d frá vivani)

Álfaduft:
pistasíur, túrmerik og sítrónubörkur
frostþurrkuð jarðaber
pistasíuhnetur og matcha duft
100% fínt lakkrís duft  (t.d fínt frá Lakrids by Johan Bülow sem fæst í Epal)
kókosmjöl eða kókoshveiti
hraun útgáfa með kakónibbum

Kvöldið áður:
Ef þið kaupið afhýddar möndlur fyrir lakkrísinn er óþarfi að leggja þær í bleyti.  Ef þið finnið ekki afhýddar möndlur má leggja venjulegar möndlur í bleyti í 5-8 klst eða yfir nóttu, og taka hýðið síðan af þeim. Sjá hér hvernig hýðið er tekið af þeim.

1. Byrjið á að leggja kakósmjör í vatnsbað svo það sé klárt fyrir trufflurnar

2. Útbúið lakkrísinn með því að mala afhýddu möndlurnar í blandara eða kaffikvörn í afar fínt mjöl. Bætið við restinni af hráefnum og vinnið þar til blandan myndar deigáferð. Setjið í skál og geymið í kæli á meðan þið útbúið súkkulaðitrufflurnar.

3. Fyrir súkkulaði trufflurnar má byrja á að mala möndlur í afar fínt mjöl fyrst, svipað og gert var með lakkrísnum. Bætið þá döðlum, vanillu og salti þar til silkimjúkt og kekkjalaust deig myndast. Bætið útí örlitlu vatni ef þið þurfið, c.a 1-2 msk. Kakó og brætt kakósmjör er næst bætt útí og hrært örlítið. Geymið í skál og kælið aðeins.

4. Takið næst 1 tsk af súkkulaðideiginu og þekjið út flatt í lófa, myndið litla kúlu af lakkrísdeiginu (c.a ¼ tsk að stærð) og setjið ofaná súkkulaðideigið, rúllið upp og leggið til hliðar. Kælið í c.a. klst eða yfir nóttu.

5. Bræðið súkkulaði og gerið duftin ykkar klár ef þið notið þau.

6. Leggið bökunarpappír á eldhúsborðið. Hafið brædda súkkulaðið til hliðar og duft í skálum. Dýfið súkkulaði trufflunni í súkkulaðið, veiðið uppúr með skeið og rúllið uppúr því dufti sem þið viljið. Leggið á bakka með hreinum bökunarpappír og setjið það síðan í kæli eða frysti. Kælið í amk 1-2 klst áður en borið er fram!

DSC_0824

 

 

 

 

 

 

 

 


Vilt þú taka heilsuna með trompi í janúar? Yfir 200 einstaklingar hafa hvatt sykurstríðið með 
Frískari og Orkumeiri á 30 dögum námskeiðinu á þessu ári! Árangurinn hefur verið ótrúlega flottur hjá þátttakendum og mun ég að taka námskeiðið á næsta stig með komandi ári og uppfæra kennslur, fróðleik og bæta við myndböndum! Þú getur tryggt þér pláss í dag á lægra verði og byrjað í janúar!

Gleðilega hátíð elsku vinir.

Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi

 

 

 


Dásamlegur vegan jólaís - uppskrift

Ef þú elskar ís þá er þessi póstur fyrir þig!

Sjálf hef ég mikla ástríðu fyrir ís og ísgerð og hef leitað lengi að hinum fullkomna vegan ís (sem þyrfti auðvitað að hafa sykurmagnið í lágmarki) og í gegnum árin hef ég keypt mér þó nokkrar uppskriftabækur og gert ýmsar tilraunir.

Eftir ótal tilraunir deili ég með ykkur, að mínu mati, hinum fullkomna vegan ís. Ég nota kókosmjólk í hann og hlynsíróp, sem gefur milt bragð og fer mun betur í meltinguna en t.d. agave. Fyrir mitt leyti er agave algjört eitur og ég fæ magaverk undir eins og sama gildir um gervisætur.

DSC_9843

 

 

 

 

 

 

 

 


Hinn fullkomni vegan ís 

Ísinn
1 kæld kókosdós (sjá athugasemdir)
1/4 bolli hlynsíróp
1/2 tsk örvarrót (arrowroot) eða 1 tsk maísterkja (sjá athugasemdir)
1 tsk vanilludropar
1/4 tsk vanilluduft (sjá athugasemdir)

Súkkulaðisósa, heit eða köld
2 msk kakóduft
4 msk kókospálmanektar/hlynsíróp
2-4 dropar stevia
2 msk kókosolía, brædd í vatnsbaði og 1 msk vatn
salt eftir smekk

Gott með ísnum:

  • Myntusúkkulaði t.d. frá Green&Black’s organic og hindber
  • Lakkrísduft
  • Salt karamella. Notið þá karamellu sósu frá snickers köku í uppskriftabók Lifðu til fulls og bætið við með súkkulaðispænum og söxuðum möndlum. Þetta er hreint lostæti
  • Klassíska heita súkkulaðisósu og jarðaber
  • Súkkulaðisósa og mórber
  • Hvítt súkkulaði og rabbari


Kvöldið áður:
kælið kókosmjólkina og ef þið eigið ísvél kælið þá ílátið

1. Hrærið öll innihaldsefnin saman í blandara og vinnið þar til silkimjúkt. Smakkið til og bætið meiri vanillu við ef þið viljið meira vanillubragð en hlynsíróp ef þið viljið ísinn sætari.

2. Ef þið notið ísvél má setja ísblönduna í ísvélina samkvæmt leiðbeiningum vélarinnar og láta vinna í kringum 20 mín. Þegar ísinn er klár er hann settur í stál frystibox eins og brauðform.

3. Takið ísinn út og leyfið að standa við stofuhita í 5-10 mín áður en þið berið hann fram.

4. Ef þið eigið ekki ísvél má setja ísinn í stálílát (sjá athugasemdir) og frysta. Fyrir bestu niðurstöður og rjómkenndan ís má taka ísinn úr frysti og hræra í honum í forminu og setja aftur í frysti. Þetta er gert á klukkustundarfresti næstu 4-6 tíma. Þetta hleypir lofti að ísnum sem hjálpar til við að gera hann rjómkenndan.

5. Berið fram eins og ykkur þykir best og leyfið hugmyndafluginu að ráða. Til að gera súkkulaðisósuna setjið þá hráefnin í blandara og vinnið á lágri stillingu þar til silkimjúkt. Bragðið og bætið við sætu eftir þörfum. Hitið upp í potti eða notið sem kalda sósu.

Athugasemdir vegna ísgerðar:

  • Mér finnst gott að nota kókosmjólk frá Coop þar sem hún er alltaf silkimjúk. Kókosrjómi virkar einnig vel.
  • Eftir smá rannsókn og prófun komst ég að því að besta ílátið að nota til að frysta ísinn eru stálílát og hef ég notað gamalt brauðform sem hefur dugað vel. Plast og glerílát virka illa og hafa áhrif á hvernig áferðin verður á ísnum.
  • Ég nota þessa ísvél hér sem ég keypti frá USA og nota straumbreytir sem kostaði álíka mikið og ísvélin.
  • Örvarótin (arrowroot) fæst í versluninni Bændur í bænum á Grensásvegi. Mér þykir örvarótin mikilvæg til að halda ísnum saman og þykkja. Einnig má nota maíssterkju sem fæst í Bónus og Nettó sem dæmi.
  • Í staðinn fyrir vanilluduftið má nota meira af vanilludropum en vanilluduftið gefur gott bragð og litlar svartar doppur í ísinn sem bættir útlitið á ísnum.


Ég vona virkilega að uppskriftin komi að góðum notum og óska ykkur gleðilegrar hátíðar!

Ef þú vilt fá fleiri girnilegar hátíðaruppskriftir getur þú kynnt þér ,,Orka og vellíðan yfir jól" jólaáætlunina sem er á framlengdu tilboði í örfáa daga í viðbót!


Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband